Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 6
SPURNiNG DAGSINS
Varstu glaður þegar byjaði að
snjóa?
Já, ég get ekki neitað því, mér finnst ekki
hafa snjóað nógu oft í vetur.
Karl Erlingsson.
Fíkniefnainnflutningur
fjórmenninga:
Kona áfram í
haldi þrátt
fyrir játningu
dómsmAl Kona á þrítugsaldri sem
situr í gæsluvarðhaldi vegna að-
ildar að fíkniefnamisferli verður
ekki sleppt úr varðhaldinu. Þetta
er ákvörðun Hæstaréttar.
Héraðsdómur Reykjavíkur úr-
skurðaði 28. janúar sl. konuna í
gæsluvarðhald fram til 11. febrú-
ar nk. Konan taldi að þar sem
hún hefði við yfirheyrslur hjá
lögreglu 31. janúar gengist við að
eiga nokkurn hlut að innflutningi
fíkniefna sem málið snýst um þá
bæri að sleppa henni lausri.
Auk konunnar voru þrír karl-
menn úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald. Fundust höfðu nær 5 kíló af
amfetamíni og um 150 grömm af
kókaíni í húsi þar sem þau voru
stödd ásamt fleira fólki.
Hæstiréttur sagði hins vegar
að ætla mætti að gengi konan
laus myndi hún „torvelda rann-
sókn málsins, svo sem með því að
afmá merki eftir brot, skjóta
undan munum eða hafa áhrif á
vitni eða samseka.“
Koana er búsett erlendir þan-
nig að Hæstiréttur taldi einnig að
ætla mætti að hún reyndi „að
komast úr Jandi eða Ieynast eða
koma sér með öðrum hætti undan
málsókn eða fullnustu refsing-
ar.“ ■
FRETTABLAÐIÐ
7. febrúar 2002 FIMMTUDAGUR
Hagnaður Samherja:
40% yfír spám greiningardeilda
UPPGJÖR Samkvæmt bráðabirgðar-
uppgjöri Samherja var hagnaður
á síðasta ári 1.279 milljónir króna.
345 milljóna tap varð af rekstrin-
um á fyrri helmingi ársins þannig
að viðsnúningur upp á rúmar
1.600 milljónir átti sér stað á tíma-
bilinu frá 30. júní til ársloka.
Gengi félagsins fór í gær hæst í
12 úr 10,70, en hækkunin gekk að
nokkru leyti til baka með
deginum.
Guðmundur Ragnarsson hjá
greiningardeild Búnaðarbankans
segir aukinn hagnað skýrast að
hluta til á hagstæðari fjár-
magnsliðum. Niðurstaða þeirra
hafi verið neikvæð um 1.628 í níu
mánaða uppgjöri en batnað um
400 milljónir fram að áramótum.
Þó væri erfitt að ráða nákvæmle-
ga í bráðabrigðauppgjörið hva
þetta varðaði. Þá bendir hann á að
mun meiri afli hafi fengist í loðnu,
síld og kolmunna í lok ársins 2001
heldur en á sama tíma árið á und-
an.
Greiningardeild íslandsbanka
hefur verðmetið Samherja á
genginu 10,50 sem jafngildir
markaðsvirði upp á 17,5 millj-
arða króna. Markaðsvirðið miðað
við hækkunina á gengi félagsins
í gær er um 19 milljarðar. ■
SAMHERJI ÁRIÐ 2001 (í millj. króna)
Velta Rekstrarafgangur Hagnaður
Óendurskoðað uppgjör.. 12.755 (EBITDA) 3.463 1.279
Spár greiningardeilda: íslandsbanki 12.479 3.407 719
Búnaðarbanki 12.400 3.320 820
Landsbankí 3.330 850
Bankastarfsmaður fer
huldu höfði:
Stal 750 millj-
ónum dollara
dublin. ap. Stærsta fyrirtæki ír-
lands, Allied Irish Bank, hefur
fengið bandan'sku alríkislögregl-
una, FBI, í lið með sér í leit að
starfsmanni bankans, John Rus-
nak. Hann starfaði hjá bankanum
í sjö ár og er gimnaður um að hafa
stolið 750 milljónum dollara, and-
virði 76 milljarða ísl. kr., frá úti-
búi í Baltimore. Hlutabréf í bank-
anum lækkuðu verulega í kjölfar
tíðindanna. Fjárdrátturinn er sá
mesti í fjármálaheiminum síðan
misferli Bretans Nick Leesons
setti Barings bankann á hausinn
um miðjan tíunda áratuginn. ■
Þjálfun íslensku frið-
argæslunnar að hefjast
Um hundrað manns valdir á viðbragðslista úr hópi 260 umsækjenda.
UTANRÍKlSMflL Fyrsta undirbúnings-
námskeið Islensku friðargæslunn-
ar hefst 23. febrúar nk. Búið er að
velja um eitt hundrað manns á við-
bragðslista úr hópi tvöhundruð og
sextíu umsækjanda. Þessi hópur
fær ákveðna grunnþjálfun hér á
landi og er undirbúningsnám-
skeiðið fyrsti hluti hennar. Þeir
einstaklingar sem sendir eru út til
starfa fá svo sérþjálfun hjá er-
lendum stofnunum.
Auðunn Atlason, sendiráðsrit-
ari í utanríkisráðuneytinu, segir
að um fimmtán einstaklingar
starfi að staðaldri erlendis á veg-
um friðargæslunnar. Búist er við
að fimm bætist við þennan hóp á
þessu ári og aðrir fimm á því
næsta. Þeir sem nú eru starfandi
eru margir að ljúka sínum tíma og
bætast því margir af núverandi
viðbragðslista við hóp friðar-
gæsluliða.
„Á námskeiðið fáum við fyrir-
lesara frá helstu alþjóðastofnun-
um, auk innlendra fyrirlesara,"
segir Auðunn. Þeir munu fjalla
um friðargæsluverkefni alþjóða-
stofnana í víðum skilningi og gera
grein fyrir þeirri aðferðarfræði
sem er í mótun hjá alþjóðasamfé-
HÓPUR ÍSLENSKRA FRIÐARGÆSLULIÐA ÁSAMT UTANRÍKISRÁÐHERRA
(slenskir friðargæsluliðar hafa starfað víða. Hér er hópur sem starfaði í Pristina í Kosovo
með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra.
laginu til að koma í veg fyrir að
átök brjótist út, stilla til friðar og
koma á varanlegum friði á átaka-
svæðum.
íslenska friðargæslan starfar á
borgaralegum vettvangi. Starfs-
menn hennar eru í borgaralegum
klæðum. Ef það kemur til þess að
hjúkrunarfólk og læknar starfi
með norska eða breska hernum þá
klæðist það herklæðum.
„Ástæðan fyrir því að við get-
um tekið aukin þátt í svona að-
gerðum núna er breytt eðli friðar-
gæslustarfa. Nú er meiri áhersla
lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir,
uppbyggingarstarf og mannúðar-
mál, þar sem borgaraleg sér-
fræðiþekking íslendinga kemur
að góðu gagni“ segir Auðunn. ■
TILBOÐ
Á HVÍTUM KÆLISKÁPUM
Markaðsstjóri Go:
Jtðl
ISKALDIR
ÍTTTgTTTh
KÆLISKAPAR
Vandaóar mnrétángar
og orkuspamaður
Uebherr er leíðandi í þróun
oricusparandi loditækní.
Orfeunýtíng kæiókápanna er í
hxsta flokki EvrópustaðaJsins.
Liebhenr kzliskápamír mzta
ströngustu krofijm son geróar
eru tíl kadrtadcfa og eru
‘ mnróringar séHega vandaAar
I ogþargilegar.
AHt tryggir þeoa lágmarks
orkuþorf og hámarks
I ferskfeíka geymsliryara.
&pim fynrirgpndt sambft$a
■JcáBa hzHskáDa. fnsúíkápa
ogfystÁístur.
EIRVIK
Suáutanósbcaut 20 - 108 Reyfejavík - Sími 588 0200 - wmfcefnríkJs
40% kostnaðar í
Keflavík vegna
þj ónustugj alda
flug David Meliveo, markaðs-
stjóri breska flugfyrirtækisins
Go, segir að meira en 40% af
heildarlendingarkostnaði í Kefla-
vík sé vegna afgreiðslugjalda.
Jafnframt sé sá kostnaður meiri
en lendingargjöld, farþegaskattar
og flugvallaskattar saman-
lagðir. Lággjaldafyrir-
tækið Go hætti flugi til
íslands fyrir skömmu
þar sem kostnaður
var of mikill. Að t
þeirra sögn voru 1
lendingar- og þjón- I
ustugjöld á Kefla- 1
víkurflugvelli 24%
hærri en í Múnchen,
sem er næstdýrasti ^
flugvöllur sem Go á í við-
skiptum við.
Meliveo vildi ekki gefa upp
sundurliðun á kostnaði við flug til
Keflavíkur þegar Fréttablaðið
leitaði til hans. Hann segir það
vera trúnaðarmál flugfélagsins
og viðkomandi þjónustuaðila.
Á Keflavíkurflugvelli er lend-
go
ingargjald 7 dollarar og fimm
sent, um 700 íslenskar krónur, á
hvert lendingartonn. Þau gjöld
renna til flugmálastjórnar. Far-
þegaskattar eru tvískiptir; 5 doll-
arar, um 500 krónur, fara í innrit-
unargjald, sem rennur til flug-
stöðvarinnar, og öryggisgjald,
þ.e. 300 íslenskar krónur á
fullorðna og 150 á börn.
Öryggisgjaldið rennur
til Flugmálastjórnar
og Sýslumannsemb-
ættisins í Keflavík,
sem heldur úti ör-
yggisgæslu. Flug-
vallaskattur er 1250
íslenskar krónur á
mann og rennur það
*"*" gjald til flugmálaáætlunar.
Meliveo segir að Go nái yfir-
leitt góðum samningum við flug-
velli í Evrópu hvað lendingar- og
farþegagjöld varðar. Þar að auki
fái þeir oft hjálp frá flugvöllunum
við að markaðssetja ferðirnar þar
sem þeir komi með fjöldann allan
af farþegum. ■
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
Látið var undir höfuð leggjast að kalla fyrir
dóminn gæsluvarðhaldsfanga sem vildi fá
viðurkenningu á vissum réttindum í varð-
haldinu að mati Hæstaréttar.
Hæstiréttur ómerkir
héraðsdóm:
Mál fanga
tekið fyrir að
nýju
DOMSMÁL Maður sem situr í gæslu-
varðhaldi á Litla-Hrauni vegna
fíkniefnamáls á rétt á því að Hér-
aðsdómur Reykjavíkur teki fyrir
kröfur mannsins um meðferð í
varðhaldinu. Hæstiréttur ómerkti
þar með úrskurð héraðsdóms sem
hafði vísað málinu frá.
Hæstiréttur segir að héraðs-
dómur hafa gert þau mistök að
boða ekki manninn til þinghalds
þegar krafa hans var tekin fyrir
24. janúar sl. Forstöðumaður
Litla-Hrauns og starfsmaður
Fangelsismálastofnunar voru hins
vegar staddir á dómþinginu.
Maðurinn krefst þess að hér-
aðsdómari kveði upp úrskurð um
að óheimilt sé meðan hann sætir
gæsluvarðhaldi að framkvæma
líkamsleit á honum eða leita í
klefa hans í fangelsinu á Litla-
Hrauni nema sérstök og rökstudd
ástæða sé til og að honum sé af-
hent um það skrifleg ákvörðun,
þar sem gerð er grein fyrir ástæð-
um leitarinnar. Þá krefst maður-
inn þess að hann fái, án sérstakra
takmarkana, að ræða við verjanda
sinn símleiðis í einrúmi. ■
Sprenging í pólskri
kolanámu:
10 kolanámu-
menn létust
pólland Að minnsta kosti 10 kola-
námumenn létust í Póllandi í gær
þegar mikil gassprenging varð í
námu þar sem þeir voru að vinna.
Sprengingin átti sér stað i bænum
Jastrzebie Zdroj, um 250 kíló-
metrum suður af Varsjá. Leszek
Miller, forsætisráðherra Póllands,
hætti við ferðalag sitt innanlands
til að skoða aðstæður á slyssstaðn-
um. 37 komust af úr sprenging-
unni, sem er ein sú versta í land-
inu í rúman áratug. Kolaiðnaður,
sem eitt sinn var helsta atvinnu-
grein Pólverja á kommúnistaár-
unum, er nú skuldum vafinn.
Þrátt fyrir endurskipulagninu
iðnaðarins og fjöldauppsagnir er
hann enn í miklu lamasessi. ■