Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Sýn og Stöð 2 sýna frá HM 2002: Sextíu og fjórir leikir í beinni útsendingu knattspyrna í fyrsta skipti í ís- lensku sjónvarpi verða allir leikir HM í knattspyrnu, sextíu fjórir talsins, sýnir í beinni útsendingu. Norðurljós hefur skrifað undir samning við KirchMedia sem tryggir Sýn og Stöð 2 sjónvarps- réttinn á leikjunum. Samningurinn gildir um útsendingar frá HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu og HM 2006 í Þýskalandi. Hreggviður Jónsson, framkvæmdarstjóri Norðurljósa, sagði á blaðamannafundi í gær að vegna áskorana frá áskrifendum hefði verið ráðist í þetta metnaðar- fulla verkefni. Hann vildi ekki gefa upp hver kostnaður vegna útsend- inganna væri mikill. Þá sagði hann óljóst hvort áskriftagjöld yrði hækkuð í kjölfarið. Leikir milli þeirra þrjátíu og tveggja þjóða sem taka þátt verða sýndir í lokaðri dagskrá kl. 6.30, 9 og 11.30. Þrír leikir verða sýndir í opinni dagskrá samkvæmt ákvæð- um FIFA. Opnunarleikurinn, sem fram fer 31. maí kl. 11.30 þar sem lið Frakkland og Senegal eigast við, undanúrslitaleikurinn 29. júní og úrslitaleikurinn 30. júní. ■ BEINAR ÚTSENDINGAR FRÁ HM 2002 Fulltrúar frá Mastercard, Hyundai, Olís og KMPG, sem standa ásamt Norðurljósum að beinum útsendingum frá HM 2002, á blaðamannafundi i gaer þegar tilkynnt var um samninginn. Kárahnjúkavirkjun: Samþykkt í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnmál Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra kynnti í gær laga- frumvarp sitt sem heimilar Lands- virkjun að reisa og reka Kárahjúka- virkjun. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið á fundi sínum í gær- morgun og þingflokkar stjórnar- flokkanna á fundum sínum síðdegis í gær. Samkvæmt frumvarpinu má Kárahnjúkavirkjun vera 750 MW að afli. Landsvirkjun fær einnig heim- ild til að stækka Kröfluvirkjun í alit að 220 MW-stundir. ■ Einkavæðing ríkisfyrirtækja: Ekki bíða eftir hæsta verði ATVINNULÍFIÐ Stjórn Samtaka at- vinnulífsins telur að stjórnvöid eigi ekki að bíða betri tíma í von um að fá sem hæst verð fyrir þau fyrirtæki sem ákveðið hefur verið að einkavæða. Samtökin benda á að markmið einkavæðingar eigi ekki að vera að auka ríkistekjur tímabundið heldur að ná fram betri rekstri þegar fram í sækir. Það eykur bæði tekjur ríkissjóðs og bætir lífskjör. Þau árétta þá skoðun sína að aðhald verði ekki aukið með hækkunum skatta eða gjalda. Af þeim sökum krefjast þau þess að opinberir aðilar hag- ræði í rekstri sínum. í því sam- bandi sé einkavæðing mikilvægur þáttur. ■ Samfylkingin og ESB-aðild: Fyrstir til að hefja ákvarðcinatökuferli stjórnmál „Samfylkingin hefur nú endanlega ákveðið með hvaða hætti ákvörðun verður tekin um hvort flokkurinn eigi að-setja það á stefnuskrá sína að stefnt skuli að því að sækja um að- ild að Evrópusambandinu. Með þessu verður Samfylk- ingin fyrsti flokkurinn sem fer inn í ferli ákvarðana- töku um ESB-aðild“, segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar. Samfylkingin kynntj í gær hvernig staðið yrði að Evrópukynningu flokksins og at- kvæðagreiðslu flokksmanna um stefnu flokksins. Fyrsti kynning- ESB Ákvaraðanatökuferli hefur það að mark- miði að leiða afstöðu Samfylkingar í Ijós. arfundur flokksins af ell- efu verður á Akureyri á laugardag. Atkvæða- greiðsla flokksmanna um stefnuna verður í október og á niðurstaða að liggja fyrir 26. október. Össur segir þróunina hafa verið hraða að undan- förnu. Halldóri Ásgríms- syni, utanríkisráðherra, sem er í forsvari fyrir EFTA, hafi verið gerð grein fyrir því að ekki yrðu gerð- ar breytingar á EES-samn- ingnum fyrr en eftir stækkunarferli ESB. Slíkt þýði að ekki séu raunhæfir valkostir við ESB-aðild. ■ Yasser Arafat: Biðlar til Breta london - ap Yasser Arafat hefur beðið bresk stjórnvöld um hjálp við lausn neyðarástandisins í mið austurlöndum. Arafat sagði í við- tali við the Mirror, í dag, að stöðug- leiki í heiminum geti verið í hættu, takist ísraelum og Palestínumönnum ekki að semja um yasser frið. Arafat sagði arafat að Bretland ,og önnur lönd yrðu að bregðast skjótt við og binda enda á það ástand sem nú varir. Utanríkis- ráðuneytið í Bretlandi sagði að unnið væri hörðum höndum að því að binda enda á óöldina. Ara- fat yrði þó einnig að vinna mark- visst að því að uppræta hryðju- verkahópa. ■ Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgarfulltrúi, boðar til opins kynningarfundar um borgarmál á Grand Hótel laugardaginn 9. febrúar kl. 13.00 undir yfirskriftinni "Fjölbreytni skapar tækifæri". Sigrún Elsa Smáradóttir gefur kost á sér í annað sætið í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar 13. - 16. febrúar. Sigrún Elsa er varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Hún hefur fyrst og fremst beitt kröftum sínum í þágu skóla- og fræðslustarfs, íþrótta og tómstundastarfs í borginni á því kjörtímabili sem er að Ijúka. Hún hefur vakið athygli fyrir kraftmikla framgöngu og góð störf. í orðum sínum og verkum leggur hún áherslu á að byggja fjölbreytni mannlífsins í alþjóðlegri höfuðborg á því sem sameinar en ekki því sem sundurgreinir einstaklingana. Stuðningsmenn Sigrúnar Elsu Smáradóttur Samfylkingin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.