Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
7. febrúar 2002 FIMMTUDACUR
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI LÁTINNA I UMFERÐARSLYS-
UM UNDANFARNA ÁRATUGI
Umferð hefur aukist mikið og bílum fjölg-
að á tímabilinu 1971-2000. Slysum hefur
fækkað en sú þróun hefur orðið að
banaslysum I dreifbýli hefur fjölgað en
fækkað i þéttbýli. Auk þess hafa á síðustu
árum orðið fleiri banalsys þar sem fleiri en
einn hafa látist.
260
Náttúruverndarráð lagt
niður:
Engar ráðstaf-
anir vegna fjár
frá Endur-
vinnslunni
náttúruvernd Ekki hafa verið gerð-
ar sérstakar ráðstafanir vegna
þeirra 5% af tekjuafgangi Endur-
vinnslunnar sem runnu til Náttúru-
verndarráðs. Ráðið var lagt niður
með lögum sem samþykkt voru í
desember síðast liðnum. Náttúru-
verndarráð var skrifstofa um-
hverfismála á íslandi þar til 1997
þegar Náttúruvernd ríkisins var
stofnuð og tók við flestum verkefn-
um ráðsins. Náttúruverndarráð
hefur verið ráðgefandi síðan og
umfang rekstrarins var skrifstofu-
maður í hálfu starfi. Ráðið hafði
skrifstofu- og fundaraðstöðu hjá
Náttúruvernd ríkisins.
Að sögn Einars Sveinbjörnsson-
ar í umhverfisráðuneytinu rann
framlagið frá Endurvinnslunni í
friðlýsingarsjóð. Þegar ráðið var
lagt niður var greinin sem kvað á
um þetta felld brott úr lögum um
ráðstafanir gegn umhverfismeng-
un af völdum einnota umbúða fyrir
drykkjarvörur án þess að ákvæði
væri bætt við um aðra ráðstöfun
fjárins. Að sögn Einars var þó ekki
um háar uþphæðir að ræða eða
167.430 árið 1997, 212.000 árið
1998, ekkert árið 1999 og 255.000
árið 2000. ■
—♦—
Urskurðarnefnd um við-
skipti við fjármálafyrir-
tæki:
Brotlegu fyr-
irtækin ekki
nafngreind
viðskipti í tengslum við frétt blaðs-
ins fyrr í vikunni um úrskurðar-
nefnd í málum einstaklinga gegn
fjármálafyrirtækjum hefur blaðið
árangurslaust sóst eftir upplýsing-
um um hvaða fyrirtæki er að ræða.
Blaðið hefur nú sent formlega upp-
lýsingabeiðni þess efnis til Guð-
jóns Ólafs Jónssonar, hdl., for-
manns nefndarinnar, enda verði
vitneskja um viðkomandi fyrir-
tæki neytendum til hagsbóta. I sex
af 17 málum sem nefndin fjallaði
um á síðasta ári var fyrirtækjum
gert að greiða viðskiptavinum sín-
um bætur. Til hvers og eins nam
bótafjárhæðin frá nokkrum tugum
þúsunda upp í tvær milljónir. Sex
kröfum var hafnað og fimm mál-
um vísað frá vegna formgalla.
Nefndin tók til starfa í byrjun
síðasta árs og er skipuð fulltrúum
frá Neytendasamtökunum, við-
skiptaráðuneyti og fjármálafyrir-
tækjum. Ólöf Embla Einarsdóttir,
lögmaður Neytendasamtakanna,
segir mikilvægi nefndarinar með-
al annars felast í því hversu ódýrt
sé fyrir neytendur að vísa málum
þangað. Málsskot kostar 5.000
krónur. Dómsstólaleiðin sé ein-
staklingum hinsvegar oft kostnað-
arlega erfiðari. ■
Tony Blair heimsækir Afríku:
Skylda vestrænna ríkja
að draga
LONDON.AP Tony Blair, sem hóf í
gær vikulanga ferð sína um
vesturhluta Afríku, segir það
vera skyldu vestrænna ríkja að
hjálpa til við að draga úr fátækt
í heiminum.
Blair, sem m.a. mun heim-
sækja Ghana og Nígeríu í ferð
sinni, segir að nú sé gott tæki-
færi fyrir alþjóðasamfélagið að
berjast gegn hnignun í Afríku.
Óttast Blair að eins geti farið
fyrir ríkjum í Afríku og átti sér
stað í Afganistan, verði ekkert
að gert. ■
úr fátækt
BLAIR
Áður en Tony Blair fór til Afríku í gær hitti
hann Lee-Hsien Loong aðstoðarforsætis-
ráðhe.rra Singapore í Downingstræti 10.
Israel:
Sakborningar
myrtir í réttarsal
JENIN - AP Hundruðir palestínu-
manna ruddust inn í réttarsal, i
Jenin á vestur bakkanum, í fyrra-
dag og drápu þrjá sakborninga.
Tveir þeirra höfðu verið dæmdir
til dauða, fyrir hefndarmorðið á
Osama Qmeil, meðlim Fatah
hreyfingarinnar, rétt áður en að
árásin var gerð. Æstur múgur, um
fimm hundruð manns, ruddust inn
í bygginguna. Lögreglan faldi þá
sakborningana inni á baðherbergi.
Vopnaðir menn fundu mennina
þar og skutu þá til bana. Lík þeir-
ra voru dregin út á götuna þar sem
mannfjöldinn lýsti sigurgleði sinni
með því að skjóta af byssum upp í
loftið. Flestir þeirra sem réðust
inn í bygginguna voru meðlimir
öryggisgæslu Palestínu eða Fatah,
hreyfingu Yasser Arafat. Atburð-
urinn er talinn varpa ljósi á þá
vaxandi ólgu og öngþveiti í hinu
palestínska samfélagi, sem hlotist
hefur af sextán mánaða baráttu
þeirra við ísrael. ■
Hinrik prins hristir
upp í Danaveldi
Helsti ráðgjafi dönsku konungsfjölskyldunnar fékk ekki að vita fyrirfram um viðtalið við Hinrik
prins. Lesendabréfum rignir inn til blaða vegna málsins sem bregður enn nýju ljósi á stöðu út-
lendinga í Danmörku.
danmörk Sören Haslund-Christien-
sen, hirðstjóri dönsku konungsfjöl-
skyldunnar og nánasti ráðgjafi
Margrétar drottningar, fékk ekki
að vita fyrirfram um viðtalið sem
tekið var við Hinrik prins, hinn
franskættaða eiginmann Margrét-
ar, á sunnudag. I viðtali við blaðið
BT lýsir hann yfir óánægju sinni
..:...-4.. með það. Segir
„Þaðtókmig íar, mJH,ð V6ra
næstum 10 ár h,ið leiðinlegasta,
ekki aðeins fyrir
sjálfan sig, heídur
einnig fyrir Hinrik
prins og Margréti.
í viðtalinu lýsti
prinsinn yfir óá-
nægju með stöðu
sína innan kon-
ungsfjölskyldunn-
ar og sagðist hafa
verið auðmýktur
er hann var ekki
látinn vinna þau
að öðlast við-
urkenningu í
Danmörku
þrátt fyrir að
skortur hafi
verið á starfs-
fólki með
mína mennt-
un í landinu.
,Þið" eruð
vandamálið."
—♦—
skyldustörf sem hann hélt að væru
í sínum verkahring.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um málið undanfarna daga í Dan-
mörku. Hafa Danir meðal annars
spurt sig hvort rétt hafi verið af
Hinriki að bera vandamál sín á
borð fyrir alþjóð. Fjölmörg les-
endabréf hafa borist til dagblaðs-
ins Berlinske Tidende vegna máls-
ins. í meirihluta þeirra kemur
fram gremja í garð prinsins.
„Hinrik prins gerði allt sem í
hans valdi stóð til að halda sig utan-
garðs í Danmörku með því að
reyna ekki að setja sig inn í dansk-
an hugsanagang og danska tungu-
málið,“ skrifar Mette Munk. „Held-
ur hann virkilega að við sættum
HINRIK OG MARGRÉT
Hinrik prins og eiginkona hans, Margrét Danadrottning, í Frakklandi ( gær. Þar var verið að vígja hina endurinnréttuðu byggingu Maison
du Danemark, sem staðsett er við Champs-Elysees.
okkur við hann og viðurkennum
hann sem danskan prins? Fram-
koma hans í BT er brjóstumkenn-
anleg og ómakleg. Sýnir hún aðeins
að hann skilur ekkert hvernig það
er að lifa í dönsku þjóðfélagi.“
„Við sem erum danskir reynum
að minnsta kosti að læra af mistök-
um okkar og bæta okkur. Mér
finnst Hinrik prins vera hrokafull-
ur f framkomu sinni auk þess sem
dönskukunnátta hans er af skorn-
um skammti. Ef við horfum til
baka til þeirra mörgu fjölmörgu
ára sem hann hefur dvalið í Dan-
mörku er furðulegt að hann geti
ekki talað dönsku," segir annar les-
andi.
Málefni útlendinga hafa verið
mjög í umræðunni í Danmörku
undanfarið og Mel Presley kemur
með sjónarmið þeirra inn í um-
ræðuna. Hún er aðfluttur Dani og
segist vel menntuð, vestræn í út-
liti og tala eigið tungumál afar vel:
„Ég tala aftur á móti dönsku með
örlitlum hreim og tala stundum
rangt mál. Þess vegna er ég í svip-
aðri stöðu og prinsinn, en er þó að-
eins hálfdrættingur á við hann.
Það tók mig næstum 10 ár að öðl-
ast viðurkenningu í Danmörku
þrátt fyrir að skortur hafi verið á
starfsfólki með mína menntun í
landinu. „Þið“ eruð vandamálið.
Flest ykkar viljið bara ekki hlusta
á gagnrýni fá einhverjum sem þið
berið enga virðingu fyrir, hvort
sem það er manneskja eins og ég
eða franski aðalsmaðurinn Hinrik
prins. Mér finnst hann vera allt of
diplómatískur." ■
Horfni blaðamaðurinn í Pakistan:
Islömsk skæruliðahreyf-
ing talin bera ábyrgð
karachi. pakistan.ap Lögreglan í
Pakistan telur líklegt að ís-
lamska skæruliðahreyfingin
Jaish-e-Mohammad, sem bönnuð
hefur verið í landinu, tengist
hvarfi bandaríska blaðamanns-
ins Daniel Pearl. Honum var
rænt fyrir þremur vikum í borg-
inni Karachi, þar sem hann ætl-
aði að ræða við leiðtoga islam-
skra öfgasinna. Þrír menn voru
handteknir í gær fyrir að hafa
sent tölvupóst í síðustu viku sem
innihélt myndir af blaðamannin-
um. Segist lögreglan vera afar
nálægt því að leysa málið. Telur
hún að Pearl, sem starfaði fyrir
blaðið „The Wall Street Jo-
urnal,“ sé enn á lífi. Eiginkona
Pearl óskaði í gær eftir því að
hann yrði látinn laus úr haldi
mannræningjanna. „Hann er
saklaus, alveg eins og eiginkona
hans og ófæddur sonur,“ sagði
hún í yfirlýsingu sinni. ■
Á VERÐI
Pakistanskir lögregluþjónar standa vörð
fyrir framan heímili Daniel Pearl í Karachi.
Ófeigur á Skagaströnd:
Tvisvcir í
lífsháska
fólk Bjarki Gunnarsson, vélstjóri í
rækjuvinnslunni á Skagaströnd,
lenti tvívegis í lífsháska í óveðrin-
um um síðustu helgi.
Á föstudag tókst Bjarka með naum-
indum að forða því að hurð fyki inn
um framrúðu bíls hans með því að
gefa í þegar hann sá hvað verða
vildi. Á laugardag stökk Bjarki síð-
an í aftakaveðri í höfnina. Hann
taldi sig vera á öðrum slóðum og
vera að stökkva á malbikað plan
fyrir neðan sig. Snjóhengja var á
hafnarbakkanum. Honum tókst með
miklu harðfylgi að vega sig upp fyr-
ir hana. Björgunarsveitarmenn sem
voru á ferli á bænum rákust á
Bjarka fyrir tilviljun. Þeir komu
honum síðan heim þar sem hann
jafnaði sig á volkinu. ■