Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 7. febrúar 2002 FIMMTUDACUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smárr Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavfk Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis tl allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðð áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum én endurgjalds. 10 r • Jón Olafsson gerir það sem Alþingi gat ekki T-jaö þarf náttúrlega ekki aö taka ±rþað fram að flest það sem sagt er á Alþingi mætti liggja ósagt. Fólk sem undrar sig á að þingmenn tali yfir tómum sal ætti að líta í eig- in barm. í stað þess að skammast yfir að þingmenn skuli ekki sitja í sætum sínum undir ræðuhöldum ætti fólk að íhuga eigin viðbrögð þegar það kveikir á Ríkissjónvarp- inu þegar útsendingar frá þinginu standa yfir. Um leið og það hefur fussað yfir tómu bekkjunum stend- ur það upp og snýr sér að öðru. Eins og þingmennirnir sem sitja niðri á kaffistofu þingsins og borða sand- köku frekar en að sitja undir ræðu- höldunum. Alþingi gefur út Þingtíðindi og hefur gert síðan það var endurreist á þar síðustu öld. Hver árgangur er að þykkt og efni á stærð við æfi- starf Halldórs Kiljans Laxness. Þetta eru minnst lesnu bækur á ís- landi. Ræður þingmanna eru því hin eiginlega neðanjarðarlist fs- lendinga. Thor Vilhjámssyni tókst aldrei að fæla frá sér jafn marga lesendur - ekki einu sinni áður en bókmenntaelítan reyndi að gera hann að poppstjörnu eftir Grámos- ann. Þótt þess séu einhver dæmi í listasögunni að miklum listamönn- um hafi verið hafnað af sarntíð sinni er það algengara að lista- mönnum sé hafnað af verðleikum. Þótt listamenn sem telji sig mis- skilda haldi öðru fram þá er það oft- ast svo að það segir þó nokkuð um höfundinn þegar lesandinn gefst upp við lesturinn. Sökin er stundum V.angaAffi.llá son skritar um Alþingi Gunnar Smári Egilsson skrifar um Alþingi og samning Norðurljósa um sýningu á heimsmeistarakeppninni I knattspyrnu. lesendans en lang oftast höfundar- ins. Það eru fáar perlur í Þingtíðind- um og ræðum þingmanna. Svo fáar að það er tímaeyðsla að kafa eftir þeim. Fyrir fáeinum dögum ræddu þingmenn um nauðsyn þess að Rík- issjónvarpið sýndi frá leikjum í heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Öll þessi umræða var skráð, yfir- farin, prentuð og bundin inn. Hún er varðveitt í Þingtíðindum innan um aðra tilgangslausa umræðu þingmanna. Það er nefnilega síður en svo undantekning að þingmenn verji dögum sínum í að ræða eitt- hvað sem þeim kemur ekki við. Samningur Norðurljósa um sýn- ingu á heimsmeistarakeppninni dregur þetta aðeins betur fram en margt annað. Eftir á að hyggja er erfitt að skilja hvers vegna þingmenn töldu að sjónvarpsútsendingar frá þess- um leikjum væru á sínu verksviði. Og á það ekki við um flest mál þingsins: Leysast þau ekki betur án afskipta þingmanna? ■ | BRÉF TIL BLAÐSInFT GÓÐVIÐRISDAGUR f LAUGUNUM Á góðviðrisdegi þurfa sundlaugargestir ekki að hafa áhyggjur af grófum, hálkueyðandi saltkornum sem stingast upp í iljarnar í frostinu. Oþægindi í Laugar- dalslaug Guðmundur skrifar Asama tíma og borgaryfirvöld hvetja borgarbúa til að stunda sundlaugarnar sér til heilsubótar stingur í stúf að þau skulu ekki sjá sóma sinn í því að hafa umhverfi þeirra í lagi. I Laugardalssundlaug- inni þarf fólk t.d. að ganga berfætt á grófkornóttu salti á leið sinni út í iaug þegar kalt er í veðri. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að fólk detti um í hálku sem gjarnan mynd- ast á laugarbakkanum þegar frost er. Það getur verið að menn þurfi að saltbera göngustíga á laugarbakk- anum þegar lítið er um heitt vatn til að hita upp þá upp. Það er hins veg- ar enginn hörgull á heitu vatn í Laugardalnum svo ekki sé minnst á allt það vatn sem til fellur úr sturt- unum. Fljótt á litið skyldi maður ætla að það væri ekki mikið verk að fá nóg vatn til að hita upp laugar- bakka í stað þess að saltbera þá með tilheyrandi óþægindum fyrir sundarlaugargesti sem tipla á salt- inu eins og þeir séu að ganga á eldi. Vonandi sjá borgaryfirvöld að sér og noti vorið og næsta sumar til að kippa þessu í liðinn. ■ Stækkun Evrópusambandsins getur haft margvísleg áhrif á möguleika íslendinga í Evrópu. Ný staða í Evrópu mun kalla á meiri og ítarlegri umræðu um stöðu Islands gagnvart sambandinu. EES samningurinn er í kreppu og lítil von til þess að um frekari þróun hans verði að ræða. Staða EES Áhrif á markaði Hvað er til ráða? EES samningurinn, milli ríkja EFTA og ESB, opnaði íslend- ingum dyr að risavöxnum mark- aði. Andstaða við samninginn hef- ur hljóðnað, enda fáir í vafa um að hann hefur haft veruleg áhrif á stöðu og hagsmuni íslendinga. Enda þótt samningurinn sé ekki nema 10 ára gamall hafa orðið verulegar breytingar á því um- hverfi sem hann er sprottinn úr. Helstu breytingarnar eru að ríki sem voru í EFTA þegar samn- ingurinn var gerður eru nú aðild- arríki ESB. Sú staða hefur dregið úr áhuga ESB ríkjanna á samn- ingnum. Ekki hefur fyrirhuguð stækkun ESB með innkomu nýrra ríkja orðið til þess að auka áhuga ESB á samningnum. Möguleg áhrif EFTA ríkjanna eru í gegnum framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hlutverk framkvæmdastjórnarinnar var að vinna tillögur sem lagðar voru fyr- ir ráðherraráð sambandsins. Frum- kvæðið var hjá framkvæmda- stjórninni. Þróunin hefur orðið sú að meira frumkvæði hefur færst til ráðherraráðsins og völd Evrópu- þingsins hafa vaxið. EFTA-ríkin hafa ekki aðgang að þessum stofn- unum sambandsins. ■ Aðgangurinn að ESB Skertur aðgangur gerir EFTA ríkjunum erfitt fyrir að hafa áhrif á ákvarðanir ESB um mál sem þau varða. Baldur Þórhalls- son, stjórnmálafræðingur segir að í fiskimjölsmálinu svo kallaða, hafi íslendingar fundið leið til að hafa áhrif gegnum aðildarríki sem áttu sams konar hagsmuna að gæta. í kjölfar Kreutzfeld Jacob fársins í Evrópu var lagt blátt bann við notkun dýraafurða í dýrafóðri. Bannið átti einnig að gilda um fiskimjöl. íslendingar náðu að vekja athygli Dana á mál- inu sem áttu hagsmuna að gæta og komu þeir sínum óskum á fram- færi. Þegar um er að ræða sérís- lenska hagsmuni er þessi leið ófær. Ein höfuð röksemd þeirra sem vilja taka upp aðildarviðræður við ESB er þetta áhrifaleysi íslend- ipga á vettvangi sambandsins. Áhrifaleysi sem fer fremur vax- andi en minnkandi. EES samning- urinn sé staðnaður og borin von að ná meiru út úr honum en þegar hefur náðst. ■ EES samningurinn náði til frí- verslunar með allar vörur, nema afurðir landbúnaðar og sjávarútvegs. Gerðar voru sér- stakar bókanir við samningin um þessa vöruflokka. Landbúnaðar- bókunin snýr að því að vernda ís- lenska bændur fyrir innflutningi. Bókun 9 um sjávarafurðir snýst um afslátt á tollum. Ferskur fisk- ur fær fullan afslátt og ber enga tolla. Sama á ekki við þegar búið er að flaka fiskinn eða vinna hann frekar. Þar fyrir utan bera síldar- afurðir og humar háa tolla. EFTA hefur gert fríverslunar- samninga við ýmsar þjóðir. Þar á meðal eru þjóðir sem nú hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þegar ESB stækkaði síðast fengu íslendingar tollkvóta í ljósi fyrri viðskipta við ný aðildarlönd. Markaðir í þeim löndum sem nú bætast við hafa verið í lægð vegna bágs efnahags. íslendingar munu ekki geta vísað til sögunnar í von um tollkvóta. Að öllu óbreyttu munu því afurðir sem nú eru toll- frjálsar bera háa tolla.B rátt fyrir að viðskipti við Eystrasaltsríkin og Pólland hafi ekki verið mikil á síðustu árum eru þetta gamlir síldar- markaðir íslendinga. Þar fyrir utan sjá íslendingar mikla mögu- leika í þessum löndum í framtíð- inni, eftir því sem efnahagur þeir- ra. Hefðin fyrir framleiðsluvör- um okkar er fyrir hendi. íslend- ingar eiga því talsverða hagsmuni að verja. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, hefur þegar lýst svart- sýni á að Evrópusambandið sé til- búið til viðræðna um EES sam- hliða stækkuninni. Þeir sem gerst þekkja segja að svartsýni sé vægt orðalag. Staðan sé nánast vonlaus, þar til eftir stækkun árið 2004. Þá taki við nýtt vandamál. Fram- kvæmdastjórnin muni verða upp- tekin við málefni nýrra ríkja. Stækkunin þýði líka að málamiðl- un innan sambandsins verði erfið- ari og ekki verði pláss til að taka tillit til hagsmuna frá ríkjum sem eru utan sambandsins. íslending- ar verði að skoða stöðu sína og framtíðarsamskipti við ESB í ljósi þessara staðreynda.B OPIÐ PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS f KÓPAV0GI LAUGARDAGINN 9. FEBRÚAR 2002 Ég óska eftir stuðningi þfnum í þríðja sæti Margrét Bjðrnsdóttir, Fagrahjalla 19, Kópavogí Bæjarlind 1-3, Kópavogi Virka daga 17:00-20:00 Laugardag 9. feb. 10:00-22:00 Sími: 564 5611 - 698 3579 margretb@centrum.is www.centrum.is/~margretb ORÐRÉTT SPYR SÁ SEM EKKI VEIT „Eru viðræð- ur um söluna sigldar í strand eða ekki? Eru við- ræðurnar sjálfdauðar? Eru viðræður í gangi? Er verið að selja Símann eða er ekki verið að selja Símann?“ össur Skarphéðinsson í umræðum uni einkavæðingu Símans á Alþingi, 5.febrúai AÐ SELJA EDA EKKI SELJA „Menn selja þetta fyrir- tæki ef þeir eru sáttir við verðið. Ella verður það ekki selt. Hvaða vá er fyrir dyrum? Ekki nokkur einasta." Davíð Oddsson í umræðum um einka- væðingu Símans á Alþingi, 5. febrúar. OFJARLAR NÁTTÚRUNNAR? "W „Við erum , . hætt að bera þá virðingu í ti' fyrir náttúru- öflunum sem menn hafa gert á íslandi |j||| '\ j\^ í gegnum ald- irnar.“ Sigurður Helgason hjá Umferðarráð, segir að öku- menn hafi oftrú á bíium sínum, telji þá ofjarla náttúruaflanna og ani þess vegna út I illfærur og óveður. Hann vill láta loka vegum í óveðri. Mbl., 6. febrúar. BÍTA OC LEGGJA STEINA „Til dæmis hefur R-list- inn bitið sig fastan í það að leggja eigi stein í götu íbúðabyggðar í Geldinga- nesi.“ Björn Bjarnason á opnum fundi sjálfstæðismanna um skipulagsmál. Mbl. 6. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.