Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN ÁFRAM HALLDÓR Kjósendur á visi.is styð- ja þá ákvörðun Hall- dórs Blöndal að þagga niður í Ögmundi Jónassyni með vítum fyrir að kalla fram í að Halldór kynni skil á háttvísinni. Var rétt af Halldóri Blöndal, for- seta Alþingis, að víta Ögmund Jónasson fyrir að grípa fram í? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Heldur þú að afnám tolla og upptaka beingreiðslna tii garðyrkjubænda skili sér í lægra verði til neytenda? Farðu inn á vísi.is og segðu 1 þína skoðun — _____________ Kjaradeila flugum- ferðarstjóra: Rætt um gerðardóm flucið Áformuð lagasetning á eftir- vinnubann flugumferðarstjóra er talin verða í formi gerðardóms til að höggva á þann hnút sem er í kjaradeilu þeirra við ríkið. Sett verði lög sem banni yfirvinnubann- ið og feli gerðardómi að kveða á um launakjör flugumferðarstjóra. Mik- ið er rætt um þetta væntanlega út- spil ríkisstjórnarinnar meðal þing- manna. í gær fengu sumir þeirra að kynnast þeim truflunum sem að- gerðir flugumferðarstjóra höfðu á flugið. Þá var m.a. ekki hægt að fljúga til Akureyrar fyrr en eftir klukkan 15. Fyrir vikið urðu þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra að fljúga til Húsavíkur og aka þaðan til Akureyrar að komast á fund um atvinnu- og byggðamál sem Samtök fyrirtækja á Norður- landi stóðu fyrir. ■ —-♦— Kveiktu óvart í einbýlishúsi: íkveikja frá 1998 upplýst eldur Tveir ungir drengir báru ábyrgð á því að fokhelt einbýlishús að Esjugrund 1 á Kjalarnesi brann til grunna í mars árið 1998. Hverf- islögreglumaður í Mosfellsbæ og Kjalarnesi upplýsti málið fyrir skömmu. Þegar málið var rannsakað skömmu eftir að húsið brann kom í ljós að kveikt hafði verið í því. Eng- ar vísbendingar komu hins vegar fram um það hverjir hefðu gert það. Nýlega fékk lögreglan nýjar upplýsingar um málið. Þær leiddu til þess að grunur féll á tvo unga drengi, sem játuðu verknaðinn. Sögðu þeir að um óviljaverk hefði verið að ræða. Þeir hefðu verið að fikta með eld og eldfim efni og óvart kveikt í húsinu. Á sínum tíma voru sögusagnir um að eigandi hússins hefði átt hlut að máli og því þykir lögreglu sér- stakt ánægjuefni að málið skuli nú vera upplýst. ■ 2 8. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR Enron-hneykslið hefur óbein áhrif á íslandi: Aukið gegnsæi í fjármálum fyrirtækja Bush hittir Sharon Slítur ekki sambandi við Arafat washincton. ap Georg W. Bush, Bandaríkjaforseti, ætlaði sér ekki að samþykkja kröfu Ayiels Shar- ons, forsætisráðherra fsrael, sem fer fram á að Bandaríkjamenn slíti stjórnmálasambandi við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. „Forsetinn mun lýsa því yfir að Bandaríkjamenn ætla sér að hafa áfram afskipti á svæðinu og halda áfram að ræða við palest- ínsk stjórnvöld,“ sagði Ari Fleis- ARAFAT HUGSI Fundar með stuðnings- mönnum á Vesturbakkan- um en þar hefur honum verið haldið í stofufangelsi af fsraelum. her, talsmaður Hvíta hússins. Þessi fjórða heimsókn Sharons í Hvíta húsið á innan við ári miðaði einkum að því að tryggja áfram- haldandi stuðning Bandaríkja- manna við ísreala. Varnarmálráð- herra ísrael, Ben-Eliezer, sagði ísraelskum blaðamönnum að Condolezza Rice, öryggisráðgjafi, og Dick Cheney, varaforseti, hefðu sagt sér að „ekkert þýddi“ að ræða við Arafat. ■ fjármál Evrópuþingið samþykkti á þriðjudaginn breytingar á lög- um um fjármálaþjónustu og reikningsskil fyrirtækja. Breyt- ingunum er ætlað að auka gegn- sæi og koma í veg fyrir að í Evr- ópu komi upp svipað hneyksli og varð í Bandaríkjunum í kjölfar gjaldþrots Enron. Stefán Svavars- son, dósent við Háskóla íslands, sagðist að búast mætti við því að þessar reglur myndu taka gildi hérlendis. „Ástæðan fyrir því er einfald- lega sú að reglur um reikningsskil og íslensku ársreikningalögin byg- gja á tilskipunum frá Evrópusam- bandinu og við höfum skyldum að gegna vegna aðildar okkar að Evr- ópska efnahagssvæðinu," sagði Stefán. „Við munum því þurfa að lögleiða þær reglur sem lúta að gegnsæi verðbréfamarkaðarins eða hlutabréfamarkaðarins." Stefán sagði það hans mat að Alþjóðlega reikningskilanefndin ætti frekar að hafa það hlutverk að setja reglur á sviði reiknings- kila, en Evrópusambandið. Það hlutverk væri betur komið hjá fagmönnum en opinberum emb- ættismönnum. ■ Ráðherra sakað- ur um valdníðslu Stjórnarandstaðan gagnrýndi samgönguráðherra harkalega í gær. Rætt var um stjórnsýslu ráðherra í máli trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar. alþingi Hörð gagnrýni kom fram á störf Sturlu Böðvarssonar, sam- gönguráðherra í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gærmorgun. Fjallað var um stjórnsýslu sam- gönguráðherra í máli trúnaðar- læknis Flugmálastjórnar. Margir stjórnarandstöðu þingmenn not- ___t___ uðu tækifærið til að segja málið mikið klúður og óeðlilegt að sam- gönguráðherra skipi sjálfur nefnd til að fara yfir eig- in embættisfærsl- ur. Lúðvík Berg- vinsson, þingmað- ur Samfylkingar- innar, sem var málshefjandi í um- ræðunni, sakaði valdníðslu þegar Sturla Böðv- arsson, sam- gönguráð- herra, sagði að málflutn- ingur Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingar, væri ómerki- legur og ósannur. —♦— ráðherra um Sturla hafi tekið það upp hjá sjálf- um sér að segja trúnaðarlækni Flugmálastjórnar fyrir verkum. Þá sagði hann nefnd sem ráðherra skipaði til að fara yfir málið ótrú- verðuga vegna tengsla við ráð- herrann og nefndi að formaður hennar væri lögmaður Símans til langs tíma. Þannig hefði hann hag af því að ganga ekki gegn hags- munum handhafa eina hlutabréfs- ins í Símanum. Sturla sagði á móti að málflutn- ingur Lúðvíks væri ómerkilegur og ósannur. Hann sagði niður- stöðu nefndar sem hann skipaði til að fara yfir málið hafa hreinsað ráðuneytið af öllum ásökunum um óeðlilega stjórnsýsluhætti. Jafn- framt sagði hann illa vegið að mætum mönnum þegar vegið væri að trúverðugleika nefndar- innar og taldi óeðlilegt að tala þannig um fjarstadda menn. „Það er niðurstaða úttektarnefndarinn- ar að stjórnsýsluúrskurður ráðu- neytisins sé í samræmi við stjórn- LÚÐVÍK BERGVINSSON Lúðvík var málshefjandi í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um stjórn- sýslu samgönguráðherra. STURLA BÖÐVARSSON Sturla sagði að nefnd sem hann skipaði til að fara yfir stjórnsýslu ráðuneytis- ins (máli trúnaðarlæknis- ins hafa hreinsað ráðu- neytið af ásökunum. ÁSTA R. JÓHANNES- DÓTTIR Ásta taldi að landið kynni að einangrast og flugrek- endur neyðast til að hafa reksturinn í útlöndum ef ekki væri að fullu fylgt al- þjóðareglum um flugör- yggi- sýslureglur og hafi ekki falið í sér neins konar afskipti af efni heil- brigðisvottorðs eða af læknis- fræðilegum atriðum," sagði hann. Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingar undraðist að lögfræðingar og fagfélög væru til umsagnar um hver fengi heil- brigðisvottorð og hvað í þeim stæði. Hún taldi flugöryggi ógnað þar sem hætta væri á að landið félli úr samfélagi þjóða í flug- rekstri. „Ég trúi því ekki að náin frændsemi umrædds flugstjóra við framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins ráði hér ferð eins og hvíslað hefur verið,“ sagði hún. Árni G. Sigurðsson, flugstjóri, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokks væru skyldir. „Við erum náfrændur, þremenningar, en eft- ir að við urðum fullorðnir höfum við, þannig lagað, haft lítil sam- skipti," sagði hann og bætti við að hann hafi ekki leitað liðsinnis Kjartans vegna sinna mála. „Mér hefði kannski betur dottið í hug að gera það,“ bætti hann við á léttu nótunum. oligJfrettabladid.is EINN MAÐUR LÉST Einn maður lést og ellefu slösuðust þegar ökmaðurinn, sem Hæstiréttur dæmdi í gær sekan, ók útaf brúnni yfir Hólsselskil sumarið 2000. Rútuslysið við Hólsselskíl: Sekur um manndráp af gáleysi dómsmál Hæstiréttur dæmdi í gær ökumann hópbifreiðar í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og til svipt- ingar almenns ökuréttar í hálft ár vegna brots á umferðarlögum. Ökumaðurinn var einnig dæmdur til að greiða allan sakar- og áfrýj- unarkostnað. Héraðsdómur Vest- urlands hafði áður sýknað mann- inn. Ökumaðurinn ók bifreiðinni útaf brúnni yfir ána Hólsselskil á Hólsfjöllum sumarið 2000 með 30 farþega innanborð. Einn maður lést og ellefu slösuðust. Hæsti- réttur telur sannað að maðurinn hafi ekið of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Talið var að hann hafi verið á 43 til 54 km hraða þegar hann fór inn á brúna. Bifreiðin kom skökk inn á hana og lenti hægri afturhjólbarðinn á brúarstólpa þannig að bifreiðin kastaðist til og valt út af brúnni. í dómnum var litið til þess að vegurinn að brúnni var nýheflað- ur og laus í sér og hefði því þurft að gæta sérstakrar varúðar vegna þess. Þá kom fram í málinu að ökumaðurinn hafði ekki mikla reynslu í akstri hópferðabifreiða þegar slysið varð og þekkti ekki veginn eða umrædda brú. Var lit- ið svo á að þetta hefði kallað á aukna aðgæslu af hans hálfu. ■ Opið í Austurveri frá 8:00 á morgnana fil miðnæffis Lyf&heilsa í stað tolla verður grænmeti niðurgreitt um fasta krónutölu á hverja tegund: Greiddar 190 kr/kg fyrir papriku áður en komið er að búðarkassa landbúnaður Þrjár grænmetisteg- undir eru teknar sérstaklega út í nýjum tillögum landbúnaðarráð- herra um framtíð garðyrkjuræktar á íslandi. Gúrkur, paprikur og tómatar verða ekki vemdaðar með magn- og verðtollum. Þess í stað fá framleiðendur þessara tegunda beingreiðslur úr ríkissjóði. Þær nema 195 milljónum á ári. Niður- greiðslurnar jafngilda því að áður en neytendur koma að búðarkass- anum verði búið að greiða 190 krón- ur fyir hvert kíló af papriku, 82 kr/kg af tómötum og 73 kr/kg af gúrkum. Samkvæmt tillögum nefndar- innar fer föst krónutala á ári í nið- urgreiðslur á þessum tegundum (sjá töflu). Sú krónutala deilist nið- ur á framleitt magn hverrar teg- undar. Greiðslur í ár miðast við framleitt magn á þessu ári. Þeir sem framleiddu þessar tegundir árið 2001 eru þeir einu sem eiga rétt á greiðslum á þessu og næsta ári. Eftir það verður öllum frjálst að framleiða þessar tegundir. Þessi tvö ár eru hugsuð sem aðlögunar- tími fyrir þá sem fyrir eru í grein- inni. Aukist selt magn innan ársins lækka beingreiðslur hlutfallslega á hvert kíló sem selt er. Minnki hins BEINGREIÐSLUR TIL FRAMLEIÐENDA Heildargreiðslur Niðurgreiðsla TÓMATAR 81 milljón 82 kr/kg GÚRKUR 74 milljónir 73 kr/kg PAPRIKA 40 milljónir 190 kr/kg vegar selt magn hækkar greiðslan fyrir hvert kíló. Beingreiðslur til hvers framleið- enda verða greiddar út mánaðar- lega gegn framvísun reikninga sem áritaðir eru af löggildum endur- skoðanda. Aðeins er greitt fyrir selt magn. Því er hagkvæmt fyrir fram- leiðendur að framleiða ekki meira en þeir sjá fram á að geta selt. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.