Fréttablaðið - 08.02.2002, Page 6
SPURNING DAGSINS
Tekur þú mark á skoðanar-
könnunum?
Nei það geri ég yfirleitt ekki, burtséð frá þvi
hver gerir þær.
Hinrik Auðunsson verslunarmaður
Frjálslyndi flokkurinn:
Skiptar
skodanir um
efsta sætið
FRAMBOÐSMÁL Skiptar skoðanir
eru innan Frjálslynda flokksins í
Reykjavík um þau áform að hafa
Ólaf F. Magnússon fyrrverandi
borgarfulltrúa sjálfstæðismanna
í efsta sæti list-
ans við komandi
kosningar til
borgarstjórnar.
Það eru einkum
stuðningsmenn
Margrétar Sverr-
isdóttir fram-
kvæmdastjóra
flokksins sem
hafa gagnrýnt
vegsauka Ólafs
innan flokksins.
Þeir hinir sömu vilja að hún skipi
efsta sætið. Búist er við að fram-
boðslisti flokksins verði tilbúinn
um næstu mánaðamót og jafnvel
fyrr.
Margrét Sverrisdóttir segir
að það séu einkum dyggir
flokksmenn sem hafa haft í
frammi þessa skoðun frá upp-
hafi. Hún telur þó að þetta sé
ekkert hitamál innan flokksins.
Sjálf segist hún vera þakklát
yfir því að flokksmenn skuli
bera það mikið traust til hennar
að vilja að hún leiði listann. Hún
telur þó líklegra að hún muni
skipa annað sæti listans, eða
baráttusætið. Það yrði þá eins og
hjá bæði D- og R-lista með Ingu
Jónu og borgarstjóra í baráttu-
sætunum. ■
MARGRÉT
SVERRISDÓTTIR
Segir að þetta sé
ekkert hitamál í
flokknum.
FRETTABLAÐIÐ
8. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR
Stórfjölgun ferðamanna í hvalaskoðunarferðir:
Flestir koma til Islands
ferðaþjónusta Ásbjörn Björgvins-
son, forstöðumaður Hvalamið-
stöðvarinnar á Húsavík, segir
marga ekki átta sig á mikilvægi
hvalaskoðunar fyrir ferðaþjón-
ustu á íslandi. Greinin hafi vaxið
gríðarlega undanfarin ár og nú sé
Húsavík stærsti einstaki staður-
inn í Evrópu þar sem ferðamenn
skoði hvali á sjó. „Það er töluverð-
ur fjöldi ferðamanna sem kemur
til landsins fyrst og fremst til að
fara í hvalaskoðun," segir Ás-
björn. Fólk sé vilji síður sjá hvali
í stórum görðum heldur komi til
íslands að sjá þá í sínu náttúru-
lega umhverfi.
Hann segir það ekki fara sam-
an að sýna hvalina og skjóta þá
um leið. „Við erum fullviss um, ef
hrefnuveiðar hefjast hér við land,
þá verða gæfustu dýrin skotin
fyrst.“ Ásbjörn segir að mörg dýr-
in séu farin að þekkja bátana,
koma upp að þeim og leiki sér við
þá, sem vekji óskipta athygli inn-
lendra og erlendra ferðamanna.
ímynd íslands myndi einnig stór-
skaðast ef við veiddum hvali gegn
samþykki okkar helstu viðskipta-
þjóða.
„Þessi grein er að skapa gríðar-
leg verðmæti sem kæmu ekki til
nema vegna þess að við höfum
þessa hvalastofna við landið," seg-
ir Ásbjörn. Hvalaskoðunarfyrir-
tæki hafi náð að nýta þessa auðlind
og skapa tekjur fyrir landsmenn. ■
FERÐAMANNAFJÖLDI I
HVALASKOÐU NARFERÐUM
1995-2001
Fjölgun ferðamanna I hvalaskoðunar-
ferðir hefur verið mun meiri hér á landi
en annars staðar ( Evrópu. Nú koma
flestir ferðamenn hingað til lands til að
skoða hvali en áður hafði Noregur for-
ystu. Tímabilið sem boðið er upp á
þessar ferðir hefur líka lengst og nær nú
frá apríl og fram í nóvember. Jaðartím-
inn er bundinn við suðvestur hornið.
Iðnaðar-og viðskiptaráð-
herra:
BHM náði
sínu fram
hugverkaréttindi Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra hefur ákveðið að
skipa fulltrúa frá Bandalagi há-
skólamanna, BHM í nefnd sem
ætlað er að móta löggjöf um hug-
verkaréttindi. Þetta var ákveðið á
fundi sem ráðherra átti með for-
ustu bandalagsins í vikunni. Upp-
haflega átti BHM ekki að eiga
neinn fulltrúa í nefndinni og var
það harðlega gagnrýnt. Björk Vil-
helmsdóttir formaður BHM seg-
ist vera mjög ánægð með þessa
ákvörðun ráðherrans. ■
Segja ekki nauðsyn á
vothreinsibúnaði
Rafskautaverksmiðju Reyðaráls nægir þurrhreinsibúnaður að mati
Hollustuverndar. Andstæðingar álvers hafa krafist vothreinsibúnaðar.
HOUU5TUVERND Hollustuvernd rík-
isins telur að vothreinsibúnaður
sé ekki nauðsynlegur við raf-
skautaverksmiðju Reyðaráls. í
greinargerð með tillögu stofnun-
arinnar fyrir starfsleyfi álversins
kemur m.a. fram að það sé vegna
þess að það magn af brennisteins-
oxíði sem kemur frá verksmiðj-
unni sé ekki mjög mikið. Þá hafa
tjöruefni sem koma frá verk-
smiðjunni ekki áhrif á stærð
þynningarsvæðisins með tilliti til
loftmengunar. Bent er þó á að ef
einhver hluti þeirra færi út í sjó
gæti það haft áhrif á flokkun
sjávar. Því er valið að nota ein-
göngu þurrhreinsun á rafskauta-
verksmiðjuna.
Þetta kom m.a. fram á kynn-
ingarfundi Hollustuverndar rík-
isins og Fjarðabyggðar á Reyðar-
firði í fyrrakvöld og greint er frá
á heimasíðu Reyðaráls. Þar er
vakin athygli á því að andstæð-
ingar álversins hafa krafist þess
að vothreinsibúnaður verði við
rafskautaverksmiðjuna á sama
hátt og við álverið. Á fundinum
kom einnig fram að strangari
kröfur verði gerðar um mengun-
arvarnir álversins en t.d. hjá ísal
og Norðuráli. Það sé einkum
ÁLVER f REYÐARFIRÐ!
Hollustuvernd rlkisins telur að þurrhreinsibúnaður sé nægjanlegur fyrir rafskautaverk-
smiðju álversins.
vegna sérákvæða um rafskauta-
verksmiðjuna en slík starfsemi
er ekki til staðar í hinum álver-
um landsins. Þá verða gerðar
strangari kröfur vegna útblást-
urs á flúor og brennisteinsefn-
um. í tillögum Hollustuverndar
er lagt til að álverið fái starfs-
leyfi til ársins 2020 fyrir 420 þús-
und tonna ársframleiðslu. Öflugt
eftirlit verður um alla þætti
starfsleyfisins og allur mengun-
arvarnarbúnaður verður vand-
lega vaktaður. ■
Tilboð
á þvottavélum
Tricity Bendix
52.990 kr.
þvottavél 1000sn.
tekur 4,5 kg
Verð áður: 65.990 kr.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Landspítalinn og heilbrigðisráðherra styðja byggingu
spítala í Malaví:
Búnaður frá Land-
spítala endurnýttur
DÐ
vinnustofnun Islands er að bygg-
ja heilsugæslustöð og spítala í
Malaví, búa stofnunina tækjum
og búnaði og þjálfa starfsfólk.
Spítalinn þjónar
héraði með um
170 þúsund íbúa
en á svæðinu var
fyrir lítil heilsu-
gæslustöð sem
verður lögð niður
um leið og nýja
stöðin verður
opnuð. Bygging-
arnar ná yfir um
5 hektara lands-
svæði. Þar verður
heilsu-
gæsla, ungbarna-
SENDIR GÁM
TIL MALAVf
Sighvatur
Björgvinsson er
forstöðumaður
Þróunarsamvinnu ajmenn
stofnunar.
og mæðraeftirlit, lyfjaafgreiðsla,
legudeildir fyrir 80 sjúklinga,
fæðingarstofnun, skurðstofa og
líkhús. Einnig er gert ráð fyrir
byggingu fyrir stjórnsýslu og
starfsmannabústöðum.
Heilsugæslustöðin og spítal-
inn rísa við Malavívatn, þar sem
fátækt er einna mest í Malaví.
Fyrra áfanga bygginganna,
heilsugæslustöðinni, er nú lokið
og hefur verið afhent. Verið er
að afla búnaðar og tækja í heilsu-
gæslustöðina sem verður tekin í
notkun síðar á þessu ári Hafist
verður handa við síðari bygging-
aráfangann, sjúkrahússhlutann,
á árinu 2003. I gær var lokið við
að hlaða gám með ýmsum konar
búnaði svo sem sjúkrahúslíni,
skoðunarbekkjum, barnarúmum,
hjólastólum og einföldum tækj-
um svo sem svæfingavélum,
hjartalínuriturum og fleiru.
Þetta er búnaður sem hefur ver-
ið endurnýjaður á Landspítalan-
um og kemur að góðum notum í
Malaví. Þá hafa apótek Landspít-
alans og lyfjafyrirtækið DELTA
gefið umtalsvert magn lyfja til
nota á hinni nýju heilbrigðis-
stofnun. í gáminn fara einnig
skólamunir og fleira sem börn í
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi
hafa safnið auk tölvubúnaðar
sem Kennaraháskóli íslands gef-
ur og nýtist skólum á ymsum
stigum í Malaví. ■
Ný skoðunarkönnun
Gallup
Meirihluti
hlynntur
hraðaeftir-
litsvélum
umferðamAl Nær þrír af hverjum
fjórum, eða 74% landsmanna eru
hlynntir því að lögreglan auki notk-
un hraðamyndavéla við umferðar-
eftirlit, en ríflega helmingur telur
sig sjaldan verða varan við eftirlit
lögreglu á þjóðvegum. Þetta kom
fram í könnun sem IMG- Gallup
gerði fyrir Ríkislögreglustjórann,
Umferðarráð og Vegagerðina í nóv-
ember/desember árið 2001. Á
blaðamannafundi sem dómsmál-
ráðherra boðaði til í vikunni voru
niðurstöðurnar kynntar. Á fundin-
um kom einnig fram að í könnun
tveggja nemenda í félagsfræði, í
janúar 1999 reyndust 72% að-
spurðra vera hlynntir notkun
hraðamyndavéla og í könnun
Gallup í október árið 2000 reyndust
81% svarenda vera hlynntir notkun
löggæslumyndavéla við umferðar-
eftirlit, bæði hraða- og rauðljósa-
myndavéla. Liðlega 9 af hverjum 10
telja að sektir fyrir umferðarlaga-
brot eigi að renna að einhverju eða
öllu leyti til aukins umferðar-
eftrlitss. ■
Afkoma Össurar:
Hagnadur
tvöfaldast
UPPGJÖR Össur hagnaðist um 285
milljónir króna á fjórða ársfjórð-
ungi sem færir hagnað ársins upp
í 844 milljónir. Hagnaður ársins á
undan var 409
milljónir króna.
Veltan var 6.750
milljónir og jókst
um 87% á milli
ára. Þó lækkaði
gengi bréfa fé-
lagsins um 13% á
árinu. Jón Sig-
urðsson, forstjóri
Össurar, segir
uppgjörið vera til
marks um að fé-
laginu hafi tekist
að ná utan ört
stækkandi starfsemi. Starfsemin
er meðal annars í Bandaríkjunum,
Svíþjóð, Luxemborg og Hollandi.
Framvegis mun Össur skila
uppgjörum í Bandaríkjadollurum.
Jón segir að markmiði laganna
sem heimila slíkt sé hætta búin af
frumvarpi sem nú liggur fyrir
þingi. Samkvæmt því verður skatt-
ur reiknaður í krónum. „Þetta
myndi til dæmis setja okkur í erf-
iða stöðu gagnvart erlendum fjár-
festum. Ef krónan lækkar þá borg-
um við minni skatt, en ef krónan
styrkist þá borgum við meiri
skatt.“ Mikilvægt sé fyrir almenn-
ingshlutafélag að hafa stöðuga
skattprósentu, því þyrfti 18%
tekjuskatturinn að reiknast af
hagnaði í dollurum talið. ■
JÓN
SIGURÐSSON
Afkomumæling I
dollurum krefst
skattlagningar i
dollurum.