Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.02.2002, Qupperneq 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 8. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR Verslunarmannafélag Húsavíkur: Krefur bæinn um lækkun gjaldskráa INNLENT Allt að þriggja metra háir snjó- ruðningar eru við götur á Ak- ureyri. Einnig eru djúp hjólför á götum og hálka. Nokkuð var um árekstra í gærmorgun vegna þess, án þess þó að nokkur slasaðist. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hamla snjóruðningarnir útsýni ökumanna. Þeir þyrftu því að aka með meiri gát en ella. Starfsmenn á vegum bæjarins, hafa varla und- an að ryðja götur bæjarins og fjar- lægja ruðningana. A' tta árekstrar höfðu orðið í Reykjavík í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki. Að sögn lögregl- unnar má rekja flesta þeirra til hálku á götum. Ökumenn kunni ekki lengur að keyra í hálku og snjó, því færð sé sjaldan með því móti sem nú er. verðlag Verslunarmannafélag Húsavíkur hefur farið fram á það við bæjarstjórnina að hún aftur- kalli að öllu leyti eða að stórum hluta hækkun leikskólagjalda, orkuveitu og sundlaugar. I bréfi félagsins til Tryggva Jóhanns- sonar forseta bæjarstjórnar er þess vænst að Húsavíkurkaup- staður taki á þennan hátt þátt í átaki til að berjast gegn hækkun verðlags. Þegar síðast fréttist hafði félaginu ekki borist nein svör við þessu erindi sínu. í bréfi félagsins er m.a. bent á að samkvæmt upplýsingum frá bænum hafa ýmsar gjaldskrár verið hækkaðir frá og með síð- ustu áramótum. Af einstökum hækkunum bendir félagið á að gjaldskrá leikskóla hefur hækk- að um 7%, um 10% í tónlistar- skólanum, 7% hækkun hjá bóka- safni bæjarins, verð í sundlaug- ina hefur hækkað um 20%, raf- magn um 4% og gjaldskrá á heitu vatni hefur hækkað um 14%. Verslunarmannafélagið leggur HÚSAVÍK Verslunarfólk skorar á bæinn að leggja sitt af mörkum til að verja stöðugleikann og lífskjörin. áherslu á að sá ábati sem bæjar- sjóður mun fá, ef markmið um lækkun verðbólgu, vaxta og hækkun gengis ganga eftir, sé margfaldur á við þann tekjuauka sem verður við þessar gjald- skrárhækkanir. ■ Versnandi efnahagur: Hryðjuverka hætta eykst washington - ap Versnandi efna- hagsástand og fólksfjölgun benda til aukinnar hættu á hryðjuverk- um í framtíðinni. Yfirmenn leyni- þjónustu Bandaríkjanna vara við því að fleiri hryðjuverkamenn muni vaxa úr grasi, vegna versn- andi efnahagsástands í sumum löndum mið austurlanda og Afr- íku. Mestur fjöldi ungs fólks búi í þessum hluta heimsins. Þau alist upp við versnandi efnahagsástand og mikla fólksfjölgun. Þær að- stæður leiði til fátæktar, fyrring- ar og spennu milil þjóðarbrota, sem sé kjörlendi þeirra sem ala hryðjuverkamenn. ■ VESTMANNAEYJAR Framsóknarmenn telja að þingmenn flokksins hafi fyllt það skarð sem Árni Johnsen skildi eftir í hugum Eyjamanna. Framsókn í Vestmannaeyjum: Kann að kljúfa sig frá V-lista framboðsmál Framsóknarmenn í Vestmannaeyjum hafa skipað þrig- gja manna nefnd til að kanna það og meta hvort ástæða sé til þess að flokkurinn bjóði fram sinn eigin lista í komandi kosningum til sveit- arstjórna. Flokkurinn hefur til skamms tíma verið í samstarfi við V-listann, þ.e. Bæjarmálafélag Vest- mannaeyja. Þá hefur flokkurinn ekki átt bæjarfulltrúa síðan 1990, eða í 12 ár. Andrés Sigmundsson bakara- meistari og fyrrverandi bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins í Eyjum segir að það sé mikill hugur í flokks- mönnum. Af þeim sökum sé kanns- ki ástæða til að kanna hvaða fylgi flokkurinn hefur meðal bæjarbúa í kosningunum. Hann bendir m.a. á að þingmenn flokksins í gamla Suð- urlandskjördæminu séu búnir að vera mjög iðnir við að sækja Eyja- menn heim og funda með þeim um hin ýmsu málefni. Það kunni heima- menn að meta. Sjálfur telur hann að V-listinn sé ekki líklegur til að ná meirihluta í kosningunum í vor að öllu óbreyttu. ■ VIÐSKIPTI Haraldur Böðvarsson hf. sýndi batamerki á síðasta ári þrátt fyrir tæplega 200 milljóna króna tap. Árið áður var tapið 666 milljón- ir. Velta félagsins jókst um 15% á árinu, var 4.500 milljónir og hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagnsliði nærri tvöfaldaðist. Gengistap var hinsvegar verulegt og niðurstaða ársins því neikvæð. Tölurnar eru í samræmi við afkomuspár greining- areilda bankanna. Mannréttindi að lifa af starfinu sínu Leigubílstjórar eru uggandi vegna minnkandi vinnu. Nú hafa nokkrir þeirra sagt sig úr Frama til að reyna að þrýsta félagið um að koma í veg fyrir að fleiri en einn geti ekið sama bílnum um helgar þegar vin- nuvon er mest. leigubílstjórar Nokkrar félagar í Bifreiðastjórafélaginu Frama sögðu sig úr félaginu á þriðjudag. „Þetta var í mótmælaskyni," seg- ir Sigurjón Tracey leigubílstjóri og tekur fram að hann vonast til þess að sjá sér fært að ganga aft- ur í Frama sem fyrst. „Við erum að mótmæla aðgerðarleysi vegna minnkandi vinnu. Það eru tvísett- ir bílarnir hjá okkur um helgar og þá er helst vinnuvon." Sigurjón segist ekki vita hversu margir hafi gengið úr félaginu, menn hafi gert þetta á einstaklings- grunni. Sigurjón segir leigubílstjóra fljótt finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu á minni vinnu hjá sér. Bílstjórarnir óska eftir því að Frami hætti að gefa út passa fyr- ir aukabílstjóra á bílana þannig að ekki verði lengur hægt að gera sama bílinn út allan sólarhring- inn. Með því móti séu allt of margir um hituna, einnig um helgar þegar þó sé mest að gera. Hann segir passana á sínum tíma eingöngu hafa verið hugs- aða til manna bílana í vondum veðrum enda hafi margir eldri bílstjórar ekki treyst sér í akst- urinn þegar færð var slæm. „Ekkert fyrirtæki bætir við sig starfsfólki í minnkandi vinnu,“ segir Sigurjón. Bílstjórum þykir orðið nokkuð erfitt að lifa á akstrin- um og einhverjir hafa gefist upp og misst bOa sína. Sem stendur eru 570 leyfi á höfuð- borgarsvæðinu. Margir bílstjórar vilja fækka leigubílum á höfuð- borgarsvæðinu með því að endur- úthluta ekki leyfum þeirra sem hætta akstri. Frami Tefur ekki með útgáfu atvinnuleyfa að gera. Hún er í höndum samgönguráðu- neytisins. „Við vildum að sjálfsögðu sjá fækkun því það er samdráttur í, vinnu,“ segir Ástgeir Þorsteins- son formaður Frama. „Það erfl ekki neinar hópúrsagnir'úr félag- inu,“ segir Ástgeir. Hann kannað- ist þó við óánægju einstakra bíl- stjóra vegna útgáfu umræddra passa. Útgáfa passanna er í skoð- un en Ástgeir segir enga hreyf- ingu muni verða á næstu vikum eða þangað til lokið hefur verið við samningu reglugerðar um leigubílaakstur. Um 475 félagar eru í Frama en talsvert margir bílstjÖrar eru utan félaga og nokkrir eru í félögunum Andvara og Átaki. steinunn@frettabladid.is FB-MYND RÓBERT PRÝSTIR Á FRAMA Sigurjóni Tracey leigubílstjóra finnst ótækt að fjölga bílstjórum um leið og vinna dregst saman. WIM DUISENBERG Bankastjórinn ætlar að hætta á 68 ára af- mælisdegi sínum í júlí á næsta ári. Wim Duisenberg ónæm- ur fyrir þrýstingi: „Eg hlusta en heyri ekki“ evrópubankinn Hollendingurinn Wim Duisenberg, yfirmaður Evr- ópubankans, hefur tilkynnt að hann muni hætta í júlí næsta ári. Ummæli hans, „Ég hlusta en heyri ekki,“ eru talin lýsa vel einangrun hans gagnvart þeim fjölmörgu stjórnmálamönnum evrusvæðis- ins sem krafist hafa vaxtalækk- ana og annarra tilslakana til að efla efnahag í löndum sínum. Frá árinu 1998, þegar Duisenberg tók við starfinu, hefur Evrópubank- inn ákveðið stýrivexti í ríkjunum tólf. Bankastjórinn hefur metið það svo að miklar vaxtalækkanir stefndu því meginmarkmiði bank- ans í voða að halda verðbólgu í skefjum. Með langtímastöðug- leika að leiðarljósi hefur hann unnið að því að koma verðbólgu á ársgrundvelli undir 2% sem margir telja að muni takast innan þessa árs. Það er einnig talið Duisenberg til tekna að mynt- breyting síðstu áramóta olli ekki glundroða eins og sumir óttuðust. Bágar efnhagshorfur í Þýska- landi þar sem atvinnuleysi hefur slegið fyrri met draga hinsvegar úr hróðri Duisenberg. Einnig er það nefnt að undir hans stjórn hefur evran fallið um 30% gagn- vart Bandaríkjadollar frá því hún fór á markað árið 1999. Jean-Claude Trichet, Seðla- bankastjóri Frakklands, er enn talinn líklegasti eftirmaður Duisenberg. Hann sætir nú lög- reglurannsóknar vegna þátts í meintu fjármálamisferli bankans Credit Lyonnaise. ■ Samkvæmt kjarasamningi VR og SA eiga félagsmenn VR að fá 3% launahækkun 1. janúar 2002. Sími 510 1700 • Netfang www.vr.is Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Banaslysið á Hólasandi: Pcillbíll rásaði á blindhæð lögregla Talið er víst að pallbíll, sem lenti í árekstri við fólksbíl á Hólasandi 11. janúar með þeim af- leiðingum að 26 ára maður í fólks- bílnum lést, hafi rásað yfir á rangan vegarhelming. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er rannsókn banaslyssins að ljúka. Rannsóknin hefur leitt í ljós að pall- bíllinn rásaði til á veginum og fór yfir öfugan vegarhelmingi rétt áður en bílarnir mættust á blindhæð um 20 kOómetrm norðan Mývatns. Ekki hefur tekist að skera úr hvers vegna pallbíllinn rásaði. Veg- urinn var auður en dimmt yfir. Ilelst mun vera talið að ökumaður pallbíls- ins hafi fipast þegar bílljós fólks- bOsins birtust skyndilega handan blindhæðarinnar. Hann man hins vegar ekki hvernig áreksturinn at- vikaðist. Auk mannsins sem lést slasaðist tveggja ára sonur hans illa í árekstr- inum. Hann er kominn heim spítala en er ekki gróinn sára sinna. Móðir litla drengsins slapp með litla áverka. Það sama gildir um öku- mann pallbílsins og hund hans sem var með honum á ferð. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.