Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2002, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 08.02.2002, Qupperneq 14
ÓLYMPÍULEIKAR FRÉTTABLAÐIÐ 8. febrúar 2002 FÖSTUDACUR VIÐBURÐARfK FERÐ ELDSINS Ótal kyndilberar eru búnir að bera Ólympíueldinn þvertyfir Bandaríkin. f gær var farið með hann yfir The Great Salt Lake. í kvöld er ferð hans loks lokið þegar kveikt verður f Ólympíueldinum í Salt Lake City. Þar verður hann þar til leikunum lýkur 24. febrúar. HEINZ-HARALD Til að ráða hann ráku Arrows Jos Ver- stappen. Frentzen til Arrows: Verst- appen úti í kuldanum formúla i Eigandi Arrows liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum til- kynnti í gær að Þjóðverjinn Heinz-Harald Frentzen mun aka fyrir Iiðið ásamt Brasilíubúanum Enrique Bernoldi í ár. Frentzen og Hollendingurinn Jos Verstappen eru búnir að bítast um stöðuna upp á síðkastið. Frentzen hékk í lausu lofti þegar Prost liðið lýsti yfir gjaldþroti nýlega. Til að koma honum að var Verstappen sagt upp hjá Arrows eftir að hafa keyrt fyrir liðið í tvö ár. „Við erum hæstánægðir með að hafa fengið Heinz-Harald í lið- ið,“ sagði Walkinshaw. „Hann er viðurkenndur toppökumaður. Hann hefur þrisvar sinnum unnið kappakstur.“ Verstappen er væntanlega ekki ánægður með þetta. í síðustu viku staðfesti umboðsmaður hans að þeir hefðu engar áhyggjur af næsta tímabili. Jos væri með samning við Arrows og það kæmi ekkert annað til greina en að virða samninginn. ■ Eítirvænting í Salt Lake City: Leikarnir settir í nótt ólympíuleikar Klukkan eitt í nótt hefst setningarathöfn Vetrar- ólympíuleikanna í Salt Lake City. Mikil eftirvænting er í borginni en þangað hafa undanfarna daga streymt fjölmargir íþróttamenn af hinum ýmsu þjóðernum. Opinber móttökuathöfn fyrir íslenska ólympíuliðið fór fram í Ólympíuþorpinu í Salt Lake í fyrr- inótt. Skólakór grunnskóla í Salt Lake söng lag til heiðurs liðinu. Borgarstjóri Ölympíuþorpsins af- henti Stefáni Konráðssyni farar- stjóra gjafir til ÍSÍ í tilefni mótt- tökunar. Stefán afhenti borgar- stjóranum gjafir frá ÍSÍ á móti. Þjóðsöngur Islands var leikinn og ungir indíánar dönsuðu friðar- dans fyrir íslenska liðið. Kristinn Björnsson er eini ís- lendingurinn sem er ekki kominn Salt Lake. Hann er við æfingar í Evrópu og er að undirbúa sig fyr- ir þáttöku á leikunum. Kristinn keppir á þremur Evrópubikar- mótum í svigi á Ítalíu áður en hann heldur til Bandaríkjanna. Á sunnudaginn keppir hann á sterku móti í Sappada á Ítalíu. Hann keppir síðan aftur á sama stað á mánudaginp. Þriðja mótið er í Zoldo á þriðjudag. Að því búnu halda Kristinn og Haukur Bjarna- son landsliðsþjálfari af stað. Kristni hefur áður gengið vel í Park City. Hann hefur fjórum sinnum keppt þar, lenti m.a. í öðru sæti á heimsbikarmóti 1998. Þetta eru fjórðu Ólympíuleikar Krist- ins. Hann keppir í svigi 23. febrú- ar. Fyrstu íslendingarnir til að fSLENDINGAR VELKOMNIR fslenska liðið sést hér við hlið hollenska liðsins á móttökuhátíð á miðvikudag. spreyta sig á leikunum eru Emma Furuvik og Dagný Linda Krist- jánsdóttir. Þær keppa í bruni á mánudaginn. ■ Gaman hefði verið að bakka aftur til fyrri tíma Geir Hallgrímsson fylgdist með EM í handbolta og hefði gjarnan viljað vera með. Hann þjálfar yngri flokkana hjá FH og segir börn á öllum aldri streyma á æfingar þessa dagana. handbolti Geir Hallsteinsson fyrrum landliðsmaður í hand- bolta er mörgum minnisstæður fyrir feikilega skemmtilega takta á vellinum. Leitun var að öðrum eins listamanni með boltann og gladdi hann auga þeirra sem fylgdust með á árunum áður. Geir er íþróttakennari við Flens- borgarskóla auk þess sem hann þjálfar yngstu aldurflokkana hjá FH. „Það hefur geysilega mikil áhrif þegar landsliðið í handbolta nær góðum árangri á stórmótum úti í heimi. Við höfum svo sannar- lega fundið fyrir því síðustu daga því til okkar hafa streymt börn á öllum aldri til æfinga," segir Geir þegar hann er inntur eftir hvort hann finni fyrir auknum áhuga á íþróttinni. „Það hefur gerst í hvert sinn en ég minnist þess ekki áhuginn hafi verið eins mikill áður.“ Geir segir FH-inga ekki vera í vandræðum með að mæta þessari aukningu og eigi þeir lausa tíma fyrir þessa krak- ka. „Börnin eru allt niður í fimm ára gömul sem eru að koma í fyrsta sinn þessa dagana. Reynsl- an hefur sýnt að mjög mörg þeir- ra hverfa til baka en það er alltaf nokkur sem sitja eftir og verða handboltamenn framtíðarinnar," segir Geir. Hann er þeirrar skoð- unnar að handboltinn sé í mikilli sókn burt séð frá góðum árangri landliðsins í síðustu viku. „Ég býst við að í yngri flokkunum hjá okkur í FH séu um það bil 400 krakkar að æfa að staðaldri. Við reynum að hafa æfingarnar fjöl- LANDLIÐSMENN FRAMTÍÐARINNAR Þau eru ekki há í loftinu þegar þau koma á fyrstu æfinguna sína. Það er aldrei að vita nema í þessum hópi leynist landliðsmenn framtíðarinnar. breyttar og skemmtilegar til að koma í veg fyrir að krakkarnir verði leiðir og finni hjá sér fram- farir.“ Aðspurður um hvort handbolt- inn hafi breyst mikið frá því hann var uppá sitt besta svarar Geir að erfitt sé að bera það sam- an. „Ég get samt ekki neitað því að ég hefði viljað bakka aftur til fyrri ára í síðustu viku. Það eru margir geysilega góðir leikmenn í liðinu og það væri gaman að fá að spila með þeim. Ekki það að þeir leikmenn sem ég spilaði með hafi ekki verið flinkir. Á hinn bóginn eru svo margir núorðið í atvinnumennsku og gera ekki annað en spila. Það skilar sér í betri handbolta einkum og sér í lagi er tæknin betri. Ég veitti því líka sérstaklega athygli í þesari keppni að brot leikmanna eru grófari. Það er auðveldara að sjá í gegnum sjónvarpsvélarnar og þær eru nær en í gamla daga. Ég held að dómarar verði að fara að taka betur á brotum til að koma í veg fyrir of mikla hörku í fram- tíðinni." Geir segist hafa haft mikla ánægju af að fylgjast með strákunum. „Ég er ekki í vafa að handboltin er á hraðri uppleið og það verður gaman að fylgjast með í framtíðinni," bergljot@frettabladid.is Skíði og skíðafatnaður • Bretti og brettafatnaður • Sportfatnaður og skór adidas s A " PflíflU Taylor yMade h;ppo GALVIN GREEN SALOMON • Þrek- og æfingatæki • Aerobic fatnaður Reiðhjól • Golf og golffatnaður • ísskautar - línuskautar Þúfærðmikið fyrirlítið! Iferslunin fsláttur AMRKIÐ Ármúla 40 • Sími: 553 5320 www.markid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.