Fréttablaðið - 11.02.2002, Page 2

Fréttablaðið - 11.02.2002, Page 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ EKKI TRÚLEGT Meirihluti kjósenda á Vísi.is telur að breyting- ar rikisstjómar muni ekki skila lægra græn- metisverði. Samfylkingin í Reykjavík: Stefnir í harða baráttu Heldur þú að afnám tolla og upptaka beingreiðslna til garð- yrkjubænda skili sér i lægra verði til neytenda? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Já Nei Spurning dagsins í dag: Eru bakaðar bolludagsbollur heima hjá þér? Farðu inn á vísi.is og segðu I þlna skoðun — ___________CQH3 prófkjör Átta keppast um þrjú sæti Samfylkingarinnar á fram- boðslista R-listans í borgarstjórn- arkosningunum í vor. Frestur til að gefa kost á sér í prófkjöri rann út nú um helgina. Kosið verður í vikunni. í prófkjörinu gefa kost á sér sitjandi borgarfulltrúar, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnars- son og Steinunn Valdís Óskars- dóttir í 1. eða 2. sæti. Þá gefa kost á sér vara- borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir, í 2. sæti og Pétur Jónsson í 1. til 3. sæti. Þá gefa ein- nig kost á sér Tryggvi Þórhalls- son, rafverktaki, Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Samfylk- ingarfélagsins í Reykjavík, sem stefnir á 5. sæti, og Stefán Jón Hafstein, formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingar- innar sem sækist eftir 1. sæti list- ans. Prófkjörið, sem hefst á mið- vikudag og stendur fram á sunnu- dag, er nokkuð opið en þó ekki al- veg. „Þrír hópar geta kosið. Félag- ar úr félögum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þeir sem gerast fé- lagsmenn áður en kjörfundi lýkur og þeir sem eru óflokksbundir og lýsa yfir stuðningi við Samfylk- inguna og borgar 500 króna þátt- tökugjald," sagði Katrín Theó- dórsdóttir, formaður kjörnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Þetta er bindandi prófkjör. Það verður kosið í þrjú efstu sæti Samfylkingarinnar, en síðan raðar uppstillingarnefnd hugsanlega í hin sætin,“ bætti Katrín við og sagði að við það val yrði tekið mið af ýmsum þáttum, m.a. stefnuna varðandi þátttöku kynjanna. Katrín sagði mikla þátttöku í próf- kjörinu í raun hafa komið sér á óvart, en fagnaði henni og kvað meiri þátttöku líklegri til að skila sér í sterkum framboðslista. ■ Breytt valdajafnvægi innan ESB: Sífellt erfið- arameð okkar mál utanríkismál „Eins og er virðist Evrópusambandið vera að loka á aðrar leiðir en fulla aðild að sam- bandinu, ætli ríki að koma að ákvarðanatökunni þar,“ segir Bald- ur Þórhallsson, dósent í stjórn- málafræði við Há- skóla íslands. Hann segir sífellt verða erfiðara að vinna að okkar málum á vettvangi ESB og að for- gangsröðunin þar innan dyra snúist um allt annað en samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. „Þeirra forgagns- röðun er Austur- Evrópa,“ sagði hann og taldi sambandið eiga nóg með það verkefni að koma inn ríkj- unum 10 sem sótt hafa um aðild. Baldur sagði helst tvennt veikja samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. „Ef áfram heldur sem horfir versnar markaðsaðgangur að ríkjum Austur-Evrópu. Hitt sem er kannski ekki síður alvarlegt eru þessar breytingar á valdajafnvægi stofnana Evrópusambandsins,“ sagði hann og vísaði til þess að dregið hafi úr áhrifum fram- kvæmdastjórnar ESB. „Hún er í rauninni okkar leið að ákvarðana- töku Evrópusambandsins. Þar höf- um við seturétt í nefndum og ráð- um og hún á að hlusta á okkar sjón- armið og koma þeim á framfæri," sagði hann. ■ BALDUR ÞÓRHALLSSON Óljóst er hver okkar aðgangur er að nefndum sem fjalla um þá löggjöf Evrópu- sambandsins sem áhrif hefur hér á landi. ♦ Höfum árið til að semja við ESB Utanríkisráðherra vill reyna enn frekar að fá fram breytingar á samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið þrátt fyrir tregðu innan Evrópu- bandalagsins. Hann segir bagalegt að eiga eftir að hafna eða samþykkja stækkun ESB í óvissu stöðu þjóðarinnar á EES-svæðinu. UTflNRÍKlSMÁL Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hafnar því að útséð sé með breytingar á samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið þrátt fyrir yfirlýsingar Loyola de Palcio, ~ . . . varaforseta fram- Hafni Alpingi kvæmdastjórnar stækkun Evr- Evrópusambands- ópusam- jns þar ag lútandi í bandsins sé Ósló fyrir helgi. um leið verið Hún sagði tækni- að hafna aðild legar uppfærslur að Evrópska samningsins í fyrs- efnahags- ta lagi mögulegar svæðinu. eftir stækkun sam- __+ .... bandsins. Halldór sagðist ekki telja fullreynt að fá fram breytingar á samningnum og því ótímabært að taka ákvarðanir um hvort láta eigi reyna á fulla aðild að Evrópusam- bandinu. „Það hefur enginn neitað að ræða þessi mál við okkur og ég tel að það sé ekki fullreynt," sagði hann og bætti við að þótt komið hafi fram ákveðin tregða innan Evrópusambandsins varðandi breytingar á EES-samningnum yrði áfram verði unnið að málinu, jafnt innan framkvæmdastjórnar ESB sem á pólitískum vettvangi. Halldór vildi ekki tjá sig frekar EVROPUSAMBANDIÐ (slendingar þurfa jafnt og aðrar þjóðir að staðfesta stækkun þess. um okkar stöðu gagnvart Evrópu- sambandinu með- an samningaum- halldór leitanir væru í ÁSGRlMSSON gangj „En Hí"d^að tímaramminn er ópska^efnahags- samt . að «úk» svæðisins verða samnmgum a að samþykkja þessu ári því gert stækkun Evrópu- er ráð fyrir að bandalagsins. þeir [ESB] ljúki samningum við umsóknarríkin á árinu og staðfestingarferlið taki við á því næsta.“ Halldór segir lig- gja fyrir að Alþingi þurfi að stað- festa stækkun Evrópusambands- ins að stækkunarferlinu loknu. „Við þurfum að staðfesta það eins og aðrar þjóðir til að stækkun Evr- ópska efnahagssvæðisins eigi sér stað jafnhliða. Það er mjög slæm staða fyrir ísland að standa fram- mi fyrir að leggja það fyrir Alþingi án þess að hafa nokkur svör um hvernig okkar mikilvægu málum verður fyrir komið.“ Halldór segir að hafni Alþingi stækkun Evrópu- sambandsins sé um leið verið að hafna aðild að Evrópska efnahags- svæðinu. oli@frettabladid.is Afbrýðisamur byssumaður gekk berserksgang: Fjórir slegnir í andlit fyrir vestan: Hjón slegin á Suðureyri lögregla Ráðist var á hjón og þau slegin í andlit á Suðureyri við Súg- andafjörð í fyrrinótt. Fólkið, sem er um fertugt, var statt í heimahúsi, þegar atburður- inn varð. Maðurinn var sleginn með glasi og þurfti að sauma tíu spor í andlit hans. Fólkið mun þekkja árásarmanninn en mun ekki ætla að leggja fram kæru að sögn lögreglu. Engar kærur hafa heldur verið lagðar fram í tveimur öðrum lík- amsárásarmálum á starfssvæði lögreglunnar á ísafirði í fyrrinótt. Hálffertugur maður á Flateyri leitaði sér læknisaðstoðar klukkan sjö um morguninn. Hann var bólg- inn í andliti og með skurð ofan við augabrún. Hann var of ölvaður til að geta gert sér grein fyrir hvað hafði hent. Talið er að hann hafi verið sleginn. Á þorrablóti í félagsheimilinu í Hnífsdal lenti tveimur hálfsextug- um mönnum saman. Annar sló hinn í andlit svo blæddi undan. ■ Myrti tíu manns og svipti sig svo lífi HÖFÐABORG. flp Tæplega þrítugur Suður-Afríkumaður, Bulelani Vukwana, myrti fyrrverandi kær- ustu sína og níu manns að auki í Suður-Afríku á laugardagskvöld. Sjö manns í viðbót særðust alvar- lega. Að því búnu batt Vukwana enda á líf sitt. Hann hafði lent í rifrildi við kærustuna sína á laugardaginn. Lauk viðskiptum þeirra með því að hún sagði honum upp. Vitni sögðu að Vukwana hefði farið heim til hennar og reynt að fá hana til að taka sig í sátt. Þegar það bar ekki árángur dró hann upp byssu og skaut hana í höfuðið af stuttu færi. Að því búnu hélt Vukwana inn á knæpu í næsta húsi. Þar skaut hann á tvo menn. Annar þeirra lést en hinn særðist illa. Vukwana fór síðan aftur út á götu. Þar rakst hann á mann sem hafði komið á vettvang til þess að aðstoða. Hann skaut hann í hnakk- FANNST LÁTINN Suður-afrískir lögreglumenn standa þarna umhverfis lík byssumannsins, sem myrti kær- ustu sína og níu manns að auki áður en hann framdi sjálfsvíg. ann og ók síðan á brott. Skömmu síðar sneri hann þó aftur heim til kærustunnar og skaut þar föður hennar til bana. „Eftir það gekk hann berserks- gang og skaut alla sem hann kom auga á,“ sagði Stephen Marais, talsmaður lögreglunnar. ■ 11. febrúar 2002 MÁNUDAGUR SAMFYLKINGIN f REYKJAVÍK Stefán Jón Hafstein stefnir á 1. sæti líkt og sitjandi borgarfulltrúi Helgi Hjörvar. Þá gefa kost á sér í 1. og 2. sæti borgarfull- trúarnir Steinunn V. Óskarsdóttir, sem set- ið hefur I borgarstjórn í 8 ár, og Hrannar B. Arnarsson. Stefán Jón Hafstein: Gaman á stórmótum prófkjör „Það er gaman að spila á stórmótum," sagði Stefán Jón Haf- stein, um þátttöku sína í prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykja- vík.“Ég held að þetta verði mikil úr- slitaorusta í vor. Mjög mikilvægt er fyrir jafnaðarfólk og félagshyggju- menn að halda sínum vettvangi til að koma sínum skoðunum og hug- myndum í framkvæmd og sýna að þær virki í reynd.“ Stefán segist hafa vilja leggja sitt af mörkum til að fá fram breidd í prófkjöri flokksins, en hann hafi fengið meldingar um að fólk vildi sjá meira úrval á listanum. „Það er nauðsynlegt fyrir Reykjavíkurlist- ann sem nú er búinn að vera 8 ár við völd, með afskaplega lélega stjórnarandstöðu sem hefur ekkert fram að færa, að endurnýjunin komi innan frá,“ sagði hann og kvaðst fyllilega reiðubúinn að koma nú fram og vera í forystu. Að- spurður játti Stefán því einnig að væri með sinni aðkomu að bregðast við gagnrýni sem komið hafi fram á Reykjavíkurlistann. „Best hefði verið að alsæla væri með það sem til staðar er, en það er víst ekki al- veg svo.“ ■ —— Banaslys í Hamarsfirði: Eskfirsk móðir fórst banaslys Konan sem lést í bílslysi í Hamarsfirði á föstudag hét Ágústa Egilsdóttir. Ágústa, sem var hálf- fimmtug að aldri, var Eskifirðingur og búsett þar í bænum. Hún lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Ágústa var á suðurleið ásamt eiginmanni sínum þegar bíll þeirra fór út af veginum skammt frá Djúpavogi um klukkan þrjú. Bíllinn endaði í urð í fjörunni neðan við veginn. Talið er að Ágústa hafi lát- ist samstundis. Maðurinn hennar slapp hins vegar án teljandi meiðs- la. Ágústa ók bílnum og talið er að hún hafi misst stjórn á honum vegna hálku. Tildrög slyssins eru þó ekki fullkunn. ■ —♦— Beinafundurinn á Höfn: Skipverjinn af Ófeigi fundinn sjóslys Líkamsleifar sem fundust skammt frá Höfn í Hornafirði í lok janúar eru af Rune Verner Sigurðs- syni, skipverja sem fórst með tog- bátnum Ófeigi II VE undan Vík í Mýrdal aðfaranótt 5. desember. Átta skipsfélagar Rune komust af. Beinin fundust þegar fólk af Höfn var á göngu í fjörunni undan bænum Hraunkot í Lóni. Rune var fertugur að aldri, bú- settur í Vestmannaeyjum. Hann var kvæntur og tveggja barna faðir. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.