Fréttablaðið - 11.02.2002, Page 8

Fréttablaðið - 11.02.2002, Page 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ II. febrúar 2002 MÁNUDACUR 9,48 prósenta hlutur í Síldarvinnslunni skiptir um hendur: Samherji keypti HLUTABRÉFAVlÐSKlPTl Samherji hef- ur keypt 9,48 prósenta hlut í Síld- arvinnslunni hf. Fyrirtækið átti ekki fyrir hlutabréf í Síldarvinnsl- unni. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnar- maður í Síldarvinnslunni. Sam- herji á helmings hlut í Snæfugli ehf. Snæfugl á tuttugu prósenta hlut í Síldarvinnslunni. Lífeyris- sjóður Norðurlands seldi 9,48 pró- senta hlut sinn skömmu áður en að Samherji keypti. Eftir söluna er hlutur lífeyrissjóðsins enginn. ■ Valgerður H. Bjarnadóttir á Akureyri: Vill bregðast við aukinni mismunun bæjarstiórnarmál „Mér finnst þróunin í samfélaginu vera í átt til mismununar," sagði Valgerður H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Hún leiðir fram- boðslista Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs (VG) til bæjar- stjórnarkosninganna á Akureyri vor og er jafnframt bæjarstjóra- efni listans. Valgerður segir að taka megi á aukinni mismunun á vettvangi bæjarmála því eitt hlut- verka sveitarfélaga sé að stuðla að auknum jöfnuði. „Ef eitt kerfi hefur áhrif í átt til ójöfnuðar, á sveitarfélagið að koma með að- gerðir á móti,“ sagði hún og nefn- di einnig aukna áherslu á um- hverfismál, menntun og menn- ingu. „Ég myndi vilja gera mitt til að hafa áhrif í þá átt að hér gæti smám saman vaxið upp menning- arsamfélag þar sem horft væri á samspil fólks, náttúru og fram- fara sem eina heild.“ Valgerður segist hafa fundið fyrir miklum og breiðum stuðn- ingi við framboð VG á Akureyri VALGERÐUR H. BJARNADÓTTIR Valgerður segist vita að hverju hún gengur í bæjarmálunum og vera með raunsæjar væntingar. Hún var bæjarfulltrúi og um skeið forseti bæjarstjórnar fyrir Kvennaframboðið kjörtímabilið 1982 til 1986. og jafnvel svo mik- ið að það hafi komið henni á óvart. „En eitt er væntingar fólks og annað hvernig okkur tekst að mæta þessum væntingum í kosn- ingabaráttunni. Þ.e. að vera með málefnagrundvöll og málflutning sem fólk er ánægt með.“ ■ GYLFI ARNBJÖRNSSON Segist fagna ákvörðun íslandsbanka að lækka þjónustugjöld um 100 milljónir króna. Atak gegn verðbólgu: ASI segir menn skynja sína ábyrgð efnahagsmál Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ segir að forsvarsmenn fyrirtækja séu mjög jákvæðir fyrir því að leggja sitt af mörkum til að verja efna- hagsmarkmið kjai’asamninga með lækkun verðbólgunnar. Það sé einfaldlega vegna þess að þarna sé um sameiginlega hagsmuni að ræða hvort sem í hlut eiga sveit- arfélög, bankar eða verslunarfyr- irtæki. Enda sé framtíð þessara fyrirtækja háð því að það takist að tryggja stöðugleika í verðlags- málum sem og í öðrum þáttum efnahagslífsins. Hann segir að á þeim fundum sem fulltrúar ASÍ hafa átt við hina ýmsu aðila hafi kom fram að menn skynja ábyrgð sína í því að vera þátttakendur í þessu starfi. Fulltrúar ASÍ funduðu m.a. með stjórnendum íslandsbanka og Sjóvá -Almennum o geinnig voru þessi mál rædd við stjórn- endur Seðlabanka. Á næstunni verður þessari fundaherferð haldið áfram og m.a. með fulltrú- um annarra banka og fjármála- fyrirtækja, tryggingafélaga og Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis. ■ Réttarhöldin yfir Milosevic hefjast á morgun: Vitnisburður þrjátíu ,,inn- herja“ gæti ráðið úrslitum haag, ap Þegar Slobodan Milos- evic kemur fyrir stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Hollandi á morgun, þá munu rétt- arhöldin ekki síður snúast um hlutverk dómstólsins sjálfs og frarntíð hans. Ákærurnar á hendur Milosevic eru í 66 liðum. Þær beinast að stríðsglæpum af ýmsu tagi sem framin voru í styrjöldunum í Króatíu, Bosníu og Kosovo. Þar á meðal er ákæra fyrir þjóðarmorð vegna fjöldamorða á þúsundum karlmanna í Srebrenica árið 1995. Saksóknarar dómstólsins halda því fram að Milosevic hafi gert áætlun um að stækka serbneska ríkið með því ýmist að myrða eða hrekja nauðuga á brott alla aðra íbúa þessara svæða en serba. Búast má við að í’éttarhöldin standi í meira en ár. Fyrstu fjóra mánuðina eða svo snúast réttar- höldin eingöngu um atburðina í Kosovo. Flest vitnanna sem kölluð verða fyrir dómstólin koma úr hópi fórnarlamba stríðsátakanna. Saksóknarar segja þó að meðal vitna við réttarhöldin verði þrjá- tíu „innherjar", sem svo hafa ver- ið nefndi. Þar er um að ræða ein- staklinga úr innsta hring Milos- evic í Júgóslavíu. Talið er líklegt að meðal þeirra séu Zoran Lilic, sem var forseti Júgóslavíu 1993-97, Vlastimir Djordjevic lögregluforingi og Rede Markovic, yfirmaður leynilögreglunnar. Búast má við að vitnisburður þessara innherja ráði úrslitum um hvort Milosevic verður sakfelld- ur. Niðurstaða réttarhaldanna gæti einnig ráðið miklu um fram- hald stríðsglæpadómstólsins. „Það yrði hörmulegt ef þeir töpuðu. Milosevic er það sem allt snýst um,“ sagði Avril MacDon- MILOSEVIC Á ENN DYGGA STUÐNINGSMENN Um helgina komu fimm þúsund stuðningsmenn Slobodans Milosevic saman í Belgrað til að lýsa stuðningi við hann. Friðrik Skúlason: Vélræn greining íslenskra setninga tölvur Fyrirtækið Friðrik Skúla- son ehf. hefur fengið 4,5 milljón króna styrk úr Tæknisjóði íslands til að þróa kerfi sem tekur inn setningu á íslensku, skilar út upp- lýsingum um bygg- ingu setningarinn- ar og eiginleika einstakra hluta hennar. Þessi vél- ræna greining setninga á íslenskri tungu er sögð vera nauðsynleg undir- staða frekari þró- unar á sviði tungu- tækni og máltölvunar. Slíkt kerfi er t.d. hægt að nota við þróun á vélrænum þýðingarkerfum, leið- réttingarforritum, talgervlum og talgreinum. Þessu kerfi er ætlað að styrkja undirstöður tungutækninnar hér á landi. Þetta greiningarkerfi nýt- ir sér annað kerfið sem þegar hef- ur verið þróað innan fyrirtækis- ins um einstök orð, orðflokka og beygingar. Búist er við að það muni einnig veita fyrirtækjum og einstaklingum möguleika til að þróa afurðir fyrir íslenskan mark- að á þessu sviði. Þá er ætlunin að nýta kerfið í framtíðinni við þró- un á forriti til leiðréttingar á mál- fræði. ■ ald, lögfræðingur við Asser-stofn- unina í Haag. „Þetta ræður úrslit- um, þannig að það er eins gott fyr- ir þá að ná honum.“ Starfsmenn dómstólsins viður- kenna að hafa fundið fyrir mikl- um þrýstingi á sig. Þeir eru hins vegar fljótir að fullyrða að mál Milosevic verði rekið á nákvæm- lega sama hátt og önnur mál, sem koma fyrir dómstólinn. Milosevic er eini þjóðarleiðtog- inn í sögunni sem hefur hlotið þann vafasama heiður að vera ákærður fyrir stríðsglæpi meðan hann var enn við völd. Enginn jafn háttsettur og Milosevic hefur þurft að svara til saka fyrir stríðs- glæpi, að undanskildum þýska nasistaforingjanum Hermann Göring. Göring hlaut dauðadóm hjá stríðsglæpadómstólnum í Núrnberg eftir seinni heimsstyrj- öldina. Hann fi’amdi sjálfsvíg áður en unnt var að framfylgja dauðadómnum. ■ VIÐSKIPTI Nær þriðjungs fækkun var, í desember, á farþegum Flug- leiða, sem leggja leið sína yfir Atlantshafið með viðkomu á ís- landi. Farþegum í millilanda- flugi Flugleiða fækkaði, í des- ember, alls um nær 20 prósent miðað við desember árið á und- an. Alls fækkaði farþegum í millilandaflugi um 5,1 prósent árið 2001. Þvottavélar á frábæru verði H V' # m 49.990 kr. Amica þvottavél 1000 sn tekur 5 kg í þvott Verð áður: 67.970 kr. 52.990 kr. Tricity Bendix þvottavél 1000 sn tekur 4,5 kg i þvott 69.990 kr. Eiectrolux þvottavél 1100 sn tekur 3 kg í þvott Verð áður: 79.765 kr. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.