Fréttablaðið - 11.02.2002, Page 4

Fréttablaðið - 11.02.2002, Page 4
FRÉTTABLAÐIÐ SVONA ERUM VIÐ RAUNVERÐ HÚSNÆÐIS Á HÖFUÐBORCARSVÆÐINU Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur raunverð íbúðarhúsnæðis hækkað um 25% frá árinu 1990. Hámarki var náð í febrúar árið 2001. Síðan þá hefur vísi- talan lækkað um 10%. 1999 2000 2001 KAUPÞING Stefnt er að skráningu í Svíþjóð. Kaupþing: yfirtaka Síðdegis á föstudag var undirritaður samningur um kaup Kaupþings á um 97% hlut í sænska fjárfestingabankanum Aragon AB. Eigendur hlutarins fá greitt með 180 milljónum hluta í Kaupþingi. Markaðsverð- mæti viðskiptanna er um 2,3 milljarðar samkvæmt núverandi gengi Kaupþings. Kaupþing ábyrgist sölu á 30% þeirra hluta sem seljendurnir eignast. Félagið verður rekið sem sjálfstætt dótturfélag Kaupþings. Tap Aragon á árinu 2001 var jafnvirði 200 milljóna íslenskra krória. Eignir í stýringu voru rúmir 6 milljarðar sænskra króna í árslok 2001 og hlutdeild í viðskiptum í Kauphöllinni í Stokkhólmi 2,6%. Samtals verða starfsmenn Kaupþings og dótt- urfélaga um 500 við kaupin. í til- kynningu segir að könnuð verði skráning Kaupþings á sænskan hlutabréfamarkað samhliða ís- lenskum. ■ Vísinda- ogtækniráð: Ráð sérfræð- inga og ráð- herra marki stefnuna rIkisstiórn Ríkisstjórnin stefnir að nýrri tilhögun varðandi stefnu- mörkun í rannsóknum á sviði vís- inda og tækni. í síðustu viku voru lögð fyrir ríkisstjórn þrjú frum- vörp þar að lútandi. Meðal þess sem lagt er til er að „Vísinda- og tækniráð" sem lúti stjórn forsæt- isráðherra marki framvegis stefnuna í vísindarannsóknum og tækniþróun. í ráðinu eiga einnig að sitja fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðar- ráðherra, ásamt fjórtán öðrum fulltrúum. Þeir verði tilnefndir af ráðherrum ráðsins og af öðrum ráðherrum, sem og af aðilum vinnumarkaðarins og háskólanna í landinu. ■ 11. febrúar 2002 MÁNUDAGUR Afgerandi niðurstaða í Mosfellsbæ: „Fram úr björtustu vonum“ ,Ég fór út í þetta með mikinn metnað og gerði mér vonir um eitt af efstu sætunum, en bjóst ekki við svona afgerandi kosn- ingu,“ segir Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, skólastjóri, sem hlaut 85% atkvæða í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ vegna kom- andi bæjarstjórnarkosninga. Hún kemur ný inn í bæjarmálin. Þar af fékk Ragnheiður tæp 60% atkvæða í fyrsta sætið og er því óumdeilan- lega leiðtogi listans. Næsti fram- bjóðandi fékk innan við 20% at- kvæða í fyrsta sætið. Alls voru 867 gild atkvæði sem er fjölgun um 300 frá síðasta prófkjöri árið 1998. Sameiginlegur listi Samfylking- ar og Framsóknarflokks hefur ver- ið í meirihluta með fjóra fulltrúa á móti þremur frá D-listanum undan- farin tvö kjörtímabil. Sjálfstæðis- menn fóru með völd í tuttugu ár þar á undan. Þengill Oddsson, núver- andi trúnaðarlæknir flugmála- stjórnar, fór fyrir sjálfstæðismönn- um þegar þeir unnu síðast afger- andi árið 1990. Næstu þrjú sætin á eftir Ragn- heiði skipa Haraldur Sverrisson, varabæjarfulltrúi, Herdís Sigur- jónsdóttir, bæjarfulltrúi, og Haf- steinn Pálsson, fyrrum bæjarfull- trúi. ■ RAGNHEIÐUR RfKHARÐSDÓTTIR Fyrsta skrefið að því að endurheimta meiri- hluta í bæjarstjórn, segir nýr leiðtogi D-list- ans í Mosó. Herdís Siaruriónsdóttir: Öflug samstaða mosfellsbær „Við sem vorum í fjór- um efstu sætunum hlutum öll bind- andi kosningu. Ég man ekki eftir að slík samstaða hafi náðst í prófkjöri hér,“ segir Herdís Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi, sem hlaut þriðja sæti á lista sjálfstæðismanna í Mosfells- bæ. „Við eigum eftir að móta stefn- una. Þó liggur fyrir að taka fjármál- um bæjarins, en bærinn hefur fengið viðvörun tvö ár í röð frá eft- irlitsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga." Herdís segir að fræðslu- og skipulagsmál verði of- arlega á blaði, enda mikið af barna- fólki í bænum og aukning hlutfalls yngri íbúa hröð. ■ Frakkar vilja Palestínuríki strax Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, kynnti þessar hug- myndir. Ariel Sharon hefur verið eitt ár í embætti forsætisráðherra Isra- els. Sagt er að honum hafi ekki tekist að efna kosningaloforð sín. beersheba. ap Hubert Vedrine, ut- anríkisráðherra Frakklands, kyn- nti um helgina hugmyndir sínar um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Hann vill að Palestínuríki verði stofnað þegar í stað og efnt til kosninga, jafnvel þótt ekki hafi nást samningar um frið Mennirnir við ísrael. myrtu tvær Vedrine kynnti konur og áætlunina á fundi særðu fimm utanríkisráðherra manns alvar- Evrópusambands- lega. ríkjanna á Spáni. ^ Áætlunin gengur þvert á hugmynd- ir bæði ísraelsmanna og Banda- ríkjamanna um að fyrst verði að semja um frið áður en sjálfstætt ríki Palestínumanna geti orðið til. Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, kom í gær heim úr nokkura daga opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Sharon hefur lagt mikla áherslu á að einangra Jasser Arafat, Ieiðtoga Palestínu- manna. Hann segist vonast til þess að þrýstingur á Arafat verði til þess að Palestínumenn fái sér aðra forystusveit. Shimon Peres, utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Ariels Sharons, fagnaði í gær ákvörðun Banda- ríkjaforseta um að verða ekki að ósk Sharons um að slíta tengsl við Arafat. Peres sagði að þessi stöðugi þrýstingur á Arafat geri ekki annað en þjappa Palestínu- mönnum saman að baki honum. í gær skýrðu ísraelskir fjöl- miðlar jafnframt frá því að Shar- on hafi beðið Bandaríkjaforseta um 800 milljónir dala í viðbótar- aðstoð. Hann fékk það svar, að Bandaríkin muni hugsa málið. Sharon hefur setið eitt ár í UNGIR PALESTlNUMENN Þessir piltar flúðu undan ísraelskum skriðdrekum í flóttamannabúðunum Askar ( gær. Þeir höfðu lent ( átökum við Israelska hermenn, vopnaðir grjóti. embætti. í franska dagblaðinu Le Monde segir að honum hafi engan veginn tekist að efna kosningalof- orð sín um „frið og öryggi" til handa ísrael. Átök milli lsraels- manna og Palestínumanna hafa verið nánast stöðug. í gær hófu tveir Palestínu- menn skothríð úti á fjölfarinni götu rétt við stóra ísraelska her- stöð í borginni Beersheba. Menn- irnir myrtu tvær konur og særðu fimm manns alvarlega. Þeir voru síðan skotnir til bana. Mennirnir eru sagðir hafa stokkið út úr bifreið í hádeginu í gær og byrjað að skjóta á fólk með sjálfvirkum byssum. Fjöl- margir ísraelskir hermenn voru staddir á götunni og réðu þeir nið- urlögum mannanna tv.eggja innan fárra mínútna. Annar mannanna hafði sprengjur bundnar um sig. Hann lést áður en honum tókst að sprengja sprengjurnar. Hamas, samtök herskárra strangtrúarmúslima, lýstu ábyrgð sinni á árásinni. ■ ERLENT Mohammad Khatami, hinn hófsami forseti írans, hvat- ti í gær landa sína til þess að fjölmenna á mótmælafundi í dag gegn Bandaríkjunum. Hann sagði það nauðsynlegt vegna hótana Bandaríkjanna í garð írans undanfarið. Khatami hef- ur barist fyrir umbótum í átt til hófsamari stjórnarhátta í íran. Hann hefur vegna þessa átt í töluverðu stríði við hina strang- trúuðu klerka, sem fara í raun með flest völd í landinu. Norskir stjórnarerindrekar hafa lokið við drög að frið- arsamkomulagi milli stríðandi fylkinga á Sri Lanka, þar sem borgarastríð hefur geisað í 18 ár. Ný stjórn komst til valda í byrjun desember og hefur hún lagt mikla áherslu á að semja við uppreisnarmenn. í friðar- samkomulaginu er m.a. gert ráð fyrir friðargæsluliðum frá Skandinavíu. Alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindi í Norður- Kóreu lauk í Japan í gær. Stjórnvöld í Rússlandi og Kína voru hvött til þess að hleypa eftirlitsfólki inn fyrir landa- mæri sín. Þangað hafa streymt flóttamenn frá Norður-Kóreu og eiga þar erfitt uppdráttar. INNLENT Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins klukkan eitt í dag. Tillagan verður kynnt félags- mönnum Félags íslenskra flug- umferðarstjóra síðdegis. At- kvæðagreiðsla fer fram að af- loknum kynningarfundi og ein- nig á morgun. Að sögn Þóris Einarssonar, ríkissáttasemjara, ætti niðurstaða að liggja fyrir að kvöldi þriðjudags eða á mið- vikudagsmorgun. Af hálfu ríkis- ins greiðir fjármálaráðherra at- kvæði um tillöguna. Hulduhöfundar skrifa greinar í virt læknatímarit: Faglegt vændi vísindamanna LYFJAIÐNAÐUR StÖÖUgt færist í vöxt að vísindamenn séu skrifað- ir fyrir rannsóknum í lyfjaiðnaði sem þeir eiga engan þátt í eða hafa að minnsta kosti ekki séð frumgögnin sem liggja til grund- vallar rannsóknunum. Þetta mun einkum vera útbreitt í geirum læknisfræðinnar þar sem lyf gegna lykilhlutverki í meðferð sjúklinga, svo sem í hjartalækn- ingum og geðlækningum. Greinar í vísindatímarit þar sem rannsóknirnar eru kynntar eru ritaðar af hulduhöfundum á vegum lyfjafyrirtækjanna. Vís- indamennirnir sem skrifaðir eru fyrir greinunum eru til dæmis læknar á eftirlaunum. Þeir þigg- EKKI ALLT SEM SYNIST Lyfjafyrirtæki verja gríðarlegu fjármagni til auglýsinga og kynninga. ja háar greiðslur fyrir að leggja nöfn sín við rannsóknirnar. í upphafi tíðkuðust þessi huldu- skrif eingöngu í tímaritum sem kostuð eru af lyfjaframleiðend- um en nú munu vera dæmi þessa í öllum helstu^ læknisfræðitíma- ritum heims. í sumum tilvikum láta læknarnir sér ekki nægja að vera skrifaðir fyrir greinunum heldur flytja þeir einnig fyrir- lestra á læknaþingum á vegum lyfjafyrirtækja þar sem rann- sóknirnar eru kynntar. Þóknun læknanna er gríðarleg og eru nefndar upphæðir allt að einni milljón íslenskra króna fyrir að halda eitt slíkt erindi, auk ferða og kostnaðar. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.