Fréttablaðið - 11.02.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.02.2002, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 11. febrúar 2002 MÁNUDACUR SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um starfs- lokasaming Þórarins Viðars Þórarinssonar við Símann? Mér finnst svívirðilegt hvernig farið er með almannafé. Mínir líkar eru áratugi að vinna fyrir þeirri upphæð sem hann gekk út með fyrir ekki neitt. Ragnheiður Smáradóttir nemi. Heilsufar: Frakkar reykja, drekka og lifa lengur 'parís - ap Frakkar reykja, drek- ka og boröa of mikið. Samt sem áður geta þeir búist við að lifa lengur en aðrar þjóðir í Evrópu, samkvæmt skýrslu sem franska stjórnin hefur sent frá sér. Sá böggull fylgir skammrifi, að Frakkar geta frekar átt von á að látast fyrir aldur fram, fyrir 65 ára aldur, en aðrir í Evrópu. Karlar í Frakklandi eru meira en tvisvar sinnum líklegri til að látast um aldur fram, en kon- urnar. Oftast vegna krabba- meins af völdum reykinga. Ofát er orðið umfangsmikið heilsufarsvandamál um allt Frakkland, að undanskildum Bretagne skaga. Vandamálið lætur, í auknum mæli, á sér kræla í löndunum við Miðjarð- arhaf. Árið 1987 þekktist ofát ekki á þessum slóðum, en nálg- ast nú sömu tíðni og á norðlæg- ari slóðum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír slösuðust lífshættulega þegar eldur kom upp í hóteli í Lahore í Pakistan í gær. Spreng- ing varð í einu herbergja hótels- ins. Vel gekk að rýma hótelið. Lögreglan í Pakistan rannsakar málið. . Máli vísað frá Hæstarétti í annað sinn: Helgi ekki sérfróður mótorhjólamaður hæstiréttur Lögmaður með vél- hjólapróf var ekki talinn bær meðdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu sl. fimmtu- dag. Rétturinn vísaði því frá máli ungs manns sem krefst bóta frá tryggingafélagi vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar vélhjól hans sporðreistist. Við meðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hafði dómari í sakleysi sínu kallað Helga Jóhannesson hrl. til aðstoð- ar, enda kunnátta hans á þessu sviði alkunna í lögmannastétt. Hæstiréttur vissi betur. „Því er ómótmælt að hann [Helgi] hefur réttindi til að aka bifhjóli, en ekki liggur fyrir hvenær hann fékk þau réttindi og í hvaða mæli hann hefur stundað bifhjólaakstur," segir í frávísun- ardóminum. Við fyrstu meðferð málsins í héraðsdómi var bótakröfu manns- ins synjað. Hann áfrýjaði til Hæstaréttar, en þar var málinu vísað frá vegna þess að sérfróðan Lögmaðurinn segist almennt ekki balda mótorhjólaþekkingu sinni mikið á lofti. Hann bjóst þó ekki við því að fá stimpil frá æðsta dómsstól landsins um að hann kynni ekkert á slík tæki. Mál unga mannsins hefur velkst um í dómkerfinu 1 bráðum fimm ár. fyrir næstum fimm árum. Maðurinn datt af hjóli sínu á Kringlumýrarbraut og skaddaðist á vinstri úlnlið. TM hafnar bóta- kröfunni á þeim forsendum að maðurinn hafi sýnt af sér gáleysi með því að „prjóna.“ ■ matsmann vantaði. Við aðra með- ferð í héraði vorið 2001 var kröf- unni aftur synjað, en nú með full- tingi Helga. Eins og áður segir metur Hæstiréttur að skort hafi á sérfræðiþekkingu hans og vísar málinu enn aftur í hérað. Ofangreint slys átti sér stað Borgarbúar sviknir Alögð fasteignagjöld á 83 fermetra íbúð Guðrúnar Erlu Olafsdóttur eru tólf þúsund krónum hærri en á síðasta ári. Hún segir borgaryfirvöld hafa svikið íbúana með þessari hækkun. fasteignacjöld „Ég er afar óhress með þessa hækkun á fasteigna- gjöldunum og átti ekki von á að borgarbúar væru sviknir," segir Guðrún Erla Ólafsdóttir sem býr í 83 fermetra kjallaraíbúð á Melun- um. Henni ber að greiða 56.030 krónur. í fasteigna- gjöld í ár en á síð- asta ári var upp- hæðin 44.981 krónu. Hún segist hafa trú- að að þegar fast- eignamatið hækk- aði á síðasta ári þá stæðu borgaryfir- völd við það að lækka eitthvað ann- að á móti. „Það er ekki að sjá að það hafi verið gert nema hvað að ég sé að holræsagjald lækkar úr 0,15% 1 0,115% sem er sáralítið og varla til að tala um.“ Guðrún er einstæð móðir á kennaralaunum og munar hana um hverja krónu. „Hækkunin er um það bil tvö þúsund krónur á mán- uði næstu sex mánuði og þó að það sé ekki há upphæð munar mig um það. Ég vildi gjarnan vita hvað veldur, einkum og sér í lagi vegna loforðsins sem okkur var gefið um að gjöldin myndu ekki hækka. Ef það munar svona miklu á milli ára hjá mér með þessa litlu íbúð er hækkunin væntanlega mun meiri hjá þeim sem eiga stærri eignir." --^--- „Ég get ekki séð að það sé raunverulega verið að stem- ma stigu við verðbólgunni meðan eitt er hækkað um leið og annað er lækkað." -—♦— MUNAR UM HVERJA KRÓNU Cuðrún Erla Ólafsdóttir er ósátt við áð greiða 1000 krónum meira á mánuði í fasteignagjöld en hún gerði i fyrra. Guðrún segist vilja hvetja aðra til að mótmæla þessum hækkun- um. „Ég vil kalla eftir svörum frá borgaryfirvöldum um hvað orðið hafi um loforðið um að gjöldin myndu ekki hækka.“ Sérstaklega finnst Guðrúnu þetta brýnt mál í ljósi þeirra aðhaldsaðgerða sem nú standa yfir vegna verðbólgunnar. „Ég get ekki séð að það sé raun- verulega verið að stemma stigu við verðbólgunni meðan eitt er hækkað um leið og annað er lækk- að.“ bergljot@frettabladid.is 25®/o afsláttur í febrúar! Iðnaðarmenn þekkja Metabo rafmagnsverkfærin enda fer af þeim gott orð vegna endingar og áreiðanleika. I febrúar býður Fossberg 25% kynningarafslátt aföllum Metabo vörum. Komið, skoðið og gerið góð kaup ©F0SSBERG stórmarkaður iðnaðarmar iðnaðarmannsins Suðurlandsbraut 14 - Sími 5757600 Nálastungur, hnykkir og fleira slíkt: Ohefðbundnar lækningar í nefnd HEILBRIGÐISMÁL HeílbrÍgðÍS- Og trygginganefnd Alþingis fjallaði um óhefðbundnar lækningar á fundi sínum í lok síðustu viku og kallaði til sín hlutaðeigandi aðila. Tilefni fundarins var þingsálykt- unartillaga um að fela heilbrigðis- ráðherra að skipa nefnd til að gera úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi. Með óhefð- bundnum lækningum er átt við nálastungumeðferðir, hnykkmeð- ferðir, nudd o.f.l. Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar, segir umsagnir sem kallað hafi verið eftir hlynntar þingsályktun- inni. „Það er ljóst að í hópi þeirra sem heyra til þessum óhefðbundnu lækningum er mikil og fjölbreytt flóra, jafnvel fólk með fjögurra ára háskólanám að baki og láns- hæft að mati LÍN. Hins vegar fær það ekki viðurkennd starfsréttindi sín. Þannig að mér finnst vert að taka þessi mál til skoðunar," sagði hún og taldi brýnt að reglur væru JONINA BJARTMARZ Jónlna hafði það eftir Kolbrúnu grasalækni að heitið skottulæknir Hafi verið haft um þann sem duglegur hafi verið að skottast á milli bæja og væri þannig í grunninn ekki skammaryrði. til um þessa teg- und lækninga. Þar á meðal væru reglur um trygg- ingar og til lögverndunar heitisins, því gera þyrfti einhverjar kröfur til þeirra sem stunda vildu slík fræði. Þá þyrfti einnig að vera hægt að greina frá skottulæknana. Fái tillagan afgreiðslu frá heil- brigðis- og trygginganefnd fer hún aftur fyrir Alþingi sem kýs þá um hana. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.