Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2002, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.02.2002, Qupperneq 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 14. janúar 2002 MÁNUPAGUR I Kí I I Alil A\)\\) Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavfk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Góðar lýsingar íþróttaáhugarnaður skrifar_ Mér þykir sem gleymst hafi í allri umræðunni um ágæta frammi- stöðu handknattleikslandsliðsins á Evrópumeistaramótinu að geta þess hversu vel Geir Magnússyni, íþróttafréttamanni, tókst upp í lýsingum sínum frá mótinu. Það var virkilega gott að hlusta á Geir og fórst honum verkið vel. Með mátulegri virðingu fyrir þeim Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni verð ég að segja að það gladdi mig verulega að þeir fóru ekki til Svíþjóðar í þetta sinn. En hvað um það, það verður að geta þess sem vel er gert og frammistaða Geirs var í takt við frammistöðu leikmanna íslenska liðsins og þjálfara. Þegar sjón- varpað var úr myndveri hér heima upphófst hins vegar vand- ræðagangur með einhvern síma- leik sem tók alltof langan tíma á kostnað umræðna og fleira væri hægt að týna til. Eg vil hins vegar enda þetta bréf á því að þakka Geir fyrir góð- ar lýsingar og fréttaflutning. ■ Atlantshafsbandalagið og ný heimsmynd f fNANCIAI I IMí'.S „Hlutverk og uppbygging Atlants- hafsbandalagsins vekur fleiri spurningar en nokkru sinni fyrr,“ segir í leiðara Financial Times. Blaðið segir síðustu atburði hafa leitt í ljós niðurlægingu og áhrifa- leysi Evrópuríkja í bandalaginu. Höfundur telur að í ljósi hárra fjárhæða sem stjórnvöld í Banda- ríkjunum hyggjast verja til her- mála, sé ekki nóg fyrir Evrópuríki að auka útgjöld sín til málaflokks- ins. Evrópuríki verði að einbeita sér að þeim markmiðum sem þau ráði við. Þau hafi sýnt færni sína og þekkingu á sviði mannúðar- mála og friðargæslu. Áþreifanleg- ur styrkur myndi gera Evrópu gildandi í samskiptum við Banda- ríkin og setja kvöð á þau um að skilgreina framtíðarsýn Nató. Án þessa eigi bandalagið enga fram- tíð. eljc Jfeur yprk <tmcs í New York Times segir að tækni- legir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaði séu orðnir svo miklir að Evrópa þvælist beinlínis fyrir í aðgerðum. Bandaríkjamenn búi einir yfir búnaði sem gerir þeim kleyft að heyja stríð í algjöru myrkri. Meðan Evrópa standi ekki betur í hernaðarlegu tilliti sé gagnrýni þeirra á einhliða aðgerð- ir Bandaríkjamanna, lítt mark- tæk. Samt sé áður sé mikilvægt að Kráðuí..í.um.r.æ.ðunni Gífurleg aukning fjárveítinga Bandaríkja stjómar til hermála hafa vakið upp ýmsar spurningar um jafnvægið milli Evrópu og Bandarikjanna innan Nató. Endurmat á stöðunni verðu sífellt meira aðkallandi. Bandaríkjastjórn sé meðvituð um að draga úr einhliða nálgun við al- þjóðamál. Enda þótt gott sé að Bandaríkjamenn geti barist einir hvort heldur er í ljósi eða myrkri sé ekki endilega æskilegt að þeir berjist einir. AIYHETEtt. Svíar velta fyrir sér stöðu sinni í varnarmálum heimsins. Leiðara- höfundur Dagens Nyheter rifjar upp sögu af manninum sem eyddi allri orku sinni í að meta hvort hann ætti að taka með sér 17,9 kg af farangri eða 18,3 kg. Hins veg- ar skeytti hann ekkert um áfanga- staðinn. Leiðarahöfundur segir að Kuwaitstríðið hafi sýnt mönnum fram á hversu miklu meira gæðin skipta máli en magnið. Svíar verði að ákveða hvert þeir ætla að stef- na og hvar þeir ætli að standa í samfélagi þjóðanna. Komist menn að þeirri niðurstöðu að standa utan Nató, nægi lámarks her- styrkur með áherslu á litlar sér- sveitir og strandgæslu. ■ JÓNAS SKRIFAR: Fjölmenning er slagorð Dæmi nágrannaþjóða sýna, að hægara er sagt en gert að taka við nýbúum hér á landi. Góðan vilja þarf að tempra með raunsæi til að vel fari. Sér- staklega þarf að fara varlega við að nota góðvilj- uð og eldfim slagorð á borð við fjölmenningu, sem geta valdið bakslagi. Annars vegar rísa ofbeldishneigðir skalla- bulluhópar fordóma gegn nýbúum og hins vegar þróast mafíuhópar nýbúa á skjön við siði og regl- ur nýja landsins. Við eigum að vita þetta allt af skelfilegum dæmum frá löndum á borð við Dan- mörku, Svíþjóð og Austurríki. Mikilvægt er, að allir nýbúar í landinu hafi á hreinu, að lög og reglur nýja landsins gildi, en ekki landsins, sem flúið var. Þannig gengur ekki hér á landi að líta á kvenfólk sem hluta af dýrarík- inu, þótt það sé gert í ýmsum illa stýrðum löndum, sem fæða af sér flest flóttafólkið. Þetta þýðir, að konur í hópi nýbúa hafa sama frelsi og sömu skyldur og aðrar konur landsins. Ekki má láta þær giftast fyrr en aðrar konur og feður þeirra hafa engan refsingarétt yfir þeim. Hér eru glæpir og refsing ekki mál stórfjölskyld- unnar, heldur sérstakra stofnana. Þegar nýbúar vilja koma til landsins, er mikil- vægt, að þeir séu sem allra fyrst og helzt fyrir- fram fræddir um ýmsa viðkvæma þætti, sem eru öðru vísi hér á landi en í heimalandi þeirra. Þeir séu fyrirfram látnir vita, að illa fari, ef þeir vilja ekki þola lög og reglur nýja landsins. Einnig er mikilvægt, að sem auðveldast og ódýrast sé gert fyrir þá að læra íslenzku, svo að þeir verði gjaldgengir á almennum og opnum vinnumarkaói. Ef nýbúar ganga atvinnulausir eða lokast inni á afmörkuðum atvinnusviðum lág- stétta, er hætt við að illa fari til lengdar. Mikilvægt er að gera greinarmun á tungu- málarétti nýbúa og gamalgróinna minnihluta- hópa. Kúrdar á lyrklandi og Baskar á Spáni hafa aldagróinn rétt til að læra í opinberum skólum á „Þegar íslendingar gerðust nýbúar í Kanadafyrir rúmri öld, tóku þeir því sem hverri annarri nauðsyn að lœra ensku til að geta komizt áfram í nýja heimium. “ sínu tungumáli, en nýbúar verða að gera svo vel að læra á tungu nýja landsins. Þegar íslendingar gerðust nýbúar í Kanada fyrir rúmri öld, tóku þeir því sem hverri annarri nauðsyn að læra ensku til að geta komizt áfram í nýja heiminum. Þeir létu sér ekki detta í hug, að ríkisvaldið mundi útvega þeim kennslu á íslenzku og töldu það enga skerðingu mannréttinda. Hins vegar er mikilvægt, að ríkið greiði kostn- að við varðveizlu tungumála nýbúa og stuðli á annan hátt að varðveizlu menningarsérkenna úr upprunalegum heimkynnum þeirra, svo sem trú; arbrögðum, tónlist, klæðaburði og matreiðslu. í því felst raunsæ fjölmenningarstefna. Vafasamt er til dæmis að banna ákveðinn klæðaburð kvenna í skólum, ef þær telja hann vera hluta af trúarlífi sínu. Frakkar og Tyrkir hafa reynt að banna slæður kvenfólks, en ekki haft árangur sem erfiði. Við þurfum að læra af þessari reynslu eins og annarri slíkri. Ef skynsamlega og raunsætt er staðið að þátt- töku nýbúa í þjóðfélaginu eru um leið dregnar vígtennur úr lýðskrumurum á borð við þá, sem slegið hafa pólitískar keilur í Danmörku og Aust- urríki út á ótta heimafólks við framandi nýbúa og jafnvel komizt til pólitískra valda. Nánast öllum ríkjum Evrópu hefur mistekizt meðferð mála nýbúa. Mikilvægt er, að við lærum af mistökum annarra og látum raunsæi ýta vel meintum slagorðum til hliðar. Reykjavík Jónas Kristjánsson ORÐRÉTT OBOBB! „Ég trúi því ekki að náin frænd- semi umrædds flugstjóra við framkvæmda- stjóra Sjálfstæð- isflokksins ráði hér ferð eins og hvíslað hefur verið.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir aiþing- ismaður í umræðum á Alþingi. Fréttablað- ið 8. febrúar. VÍST ERUM VIÐ FRÆNDUR „Við erum ná- frændur, þre- menningar, en eftir að við urð- um fullorðnir höfum við, þan- nig lagað, haft lítil samskipti." Árni G. Sigurðsson flugstjóri um skyld- leika sinn og Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu 8. febrúar. ÞESSAR KONUR „Þar sá ég Papa- ya, sem er hollur og góður matur, á 199 krónur kílóið. Verðið er oft yfir 1100 krónur. Mín fór auðvitað að hamstra. Konur vita þegar ein- hver er að gera góð kaup og áður en ég vissi af hafði drifið að kon- ur sem voru að kaupa Papaya. Ég er ekki viss um að allar hafi vitað hvað þær ætluðu að nota það.“ Sólveig Eiríksdóttir í Grænum kosti. Fréttablaðið 8. febrúar. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Kjördæmissambönd framsóknar- manna í Reykjavík boða tii opins stjórnmálafundar á Grand Hotel við Sigtún í Reykjavík, múnudagskvöldið 11. feb kl. 20:00. HalldórÁsgrímsson utanríkisrdðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur framsögu. Allir velkomnir FRAMSÓKNARFLOKKURINN Notkun myndavéla tilefnislaus rannsókn á flölda manna í nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkislögreglustjóra, Umferð- arráð og Vegagerðina á notkun eftirlitsmyndavéla, kemur fram að liðlega þriðjungur landsmanna er þeim hlynntur. Glúmur Jón Björns- son efnafræðingur er einn þeirra sem hvað harðast hafa gagnrýnt myndavélarnar. „Niðustaða könn- unarinnar kemur mér svo sem ekki á óvart. Frelsið glatast sjaldan allt í einu. Eftirlitsmyndavélarnar eru ekki mjög áþreifanleg óþægindi. Fæstir verða varir við það þegar þeir eru teknir upp á band af fjar- stýrðri myndavél," segir Glúmur Jón. Hann telur afleiðingarnar hins vegar kunna að koma í ljós síðar. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því að eftirlitsmyndavél gerir engan greinarmun á athöfnum ein- staklinganna. Af öllum þeim sem lenda innán sjónsviðs vélanna eru til skráðar heimildir," segi Glúmur Jón Hann bendir á að lögreglu- menn á vakt við umferðagötu skri- fi ekki skýrslu um hvern einasta einstakling sem á leið hjá en það geri hinsvegar myndavélin. „Notk- un eftirlitsmyndavéla jafngildir því í raun tilefnislausri lögreglu- rannsókn á fjölda manna án þess að menn gefi tilefni til þeirrar rann- sóknar. Það mikla gagnasafn sem verður til með þessum rannsókn- um verður þannig hluti af gögnum lögreglunnar. hagsmunir Þessum gögnum borgaranna getur lögreglan, eru ríkari eða aðrir sem kom- ClúmurJón ast yfil' þau, SVO Björnsson er á þvi heitt síðar meir í að þæg'nd' log- oeitt Sioai nlLll 1 reglunnar verði ymsurn tilgangi. að vikja Þetta er ekki síst hagsmunum ógnvænlegt í ljósi borgaranna þess að meðferð trúnaðarupplýsinga um einstak- linga í meðförum hins opinbera hefur vægast sag verið ibóta vant.“ Glúmur bendir einnig á að ekki séu settar upp eftirlitsmyndavélar á heimilum fólks þótt mikið ofbeldi eigi sér stað þar auk annarra ólög- mætra athafna eins og neyslu ólög- legra fíkniefna. „Það er vel hægt að sinna umferðareftirliti án þess að fórna frelsi þeirra sem fara að lög- um. Það var auðvitað gert áður en myndávélarnar voru settar upp. Það er heldur ekki svo að menn hætti að brjóta lögin þótt settar séu upp myndavélar af þessu tagi. Val- ið stendur því ekki á milli umferð- arlagabrota og myndavéla. Ef til vill spara myndavélarnar lögregl- unni sporirt i einhverjum tilvikum og auðvelda henni eftirlit en hags- munir borgararanna eru ríkari. Þægindi lögreglunnar verða að víkja fyrir þeim hagsmunum." bergljot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.