Fréttablaðið - 11.02.2002, Síða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
11. febrúar 2002 MÁNUDAGUR
I I
I I
RAÐAUGLÝSINCAR
TRÉSMÍÐAVÉLAR
Sambyggðar trésmíðavélar, plötusagir,
fræsarar, heflar, dýlaborvélar, slípivélar,
kílvélar, kantlímingarvélar, loftpressur.
Úrval af nýjum og notuðum vélum.
Verkfæri, sagarblöð og tennur.
www.idnvelar.is
Hvaleyrarbraut 20- Hafnarfirði
r
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Fundur vegna skipulagmála
að Suðurhlíð38
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar
boðar til fundar um skipulagsmál að Suðurhlíð 38,
mánudaginn 11. febrúar nk kl. 18.00.
Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í
Öskjuhlíðarskóla.
■N
V
Skipulags- og byggingarsvið
Reykjavíkurborgar.
y
Leikskólakennari/starfsmaður á leikskóla.
Leikskólakennari/starfsmaður á leíkskóla óskast á
lítinn og heimilislegan leikskóla í Reykjavik. Við bjóð-
um upp á skemmtilegt og hlýlegt umhverfi og góð
laun fyrir rétta manneskju. Starfsmaðurinn þarf að
vera jákvæður, samviskusamur, stundvís og umfram
allt hafa gaman af vinnu með börnum.
Vinsamlegast hafið samband í síma 899 2208
fyrir 16. febrúar.
Aðalfundur
Iðnfræðingafélags íslands verður haldinn í
Tækniskóla íslands þriðjudaginn 26. feb.
kl: 20:00 Félagsmenn mætið
Stjórnín
■f -—i _ Oi_______i---— ------——
Samband ungra sjálfstæðismanna:
SUS segir Samkeppnisstofnun
vinna gegn tilgangi sínum
samkeppni „Við teljum ekki hald-
góð efnahagsleg rök fyrir að halda
þessari stofnun úti,“ segir Ingvi
Hrafn Óskarsson, formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna, og
á þar við Samkeppnisstofnun. Ung-
ir sjálfstæðismenn hafa samþykkt
ályktun um að leggja beri stofnun-
ina niður, enda hafi komið í ljós að
hún vinni gegn megintilgangi sín-
um. „Það sýndi sig t.a.m. þegar
ekki farið eftir neikvæðum úr-
skurði stofnunarinnar um samein-
ingu Myllunnar og Samsölubrauðs
að þróun markaðarins reyndist
mjög ólík því sem hún hafði gert
ráð fyrir í sínum forsendum.
Markaðurinn beið síst skaða af því
að ákvörðuninni var ekki fylgt eft-
INGVI HRAFN
ÓSKARSSON
í staðinn á ríkið að
fjarlægja ýmsar
markaðshindranir,
segir formaður
SUS.
ir.“
Ingvi Hrafn tekur fram að SUS
vilji engu að síður efla samkeppni.
„Leiðin til að efla samkeppni er að
opna markaðina. Slíkt tryggir ný-
sköpun og veitir frumkvöðlum
tækifæri til að hasla sér völl. Við
bendum meðal annars á innflutn-
ingshöft, rekstur ríkis á fjölmiðla-
markaði og einokun þess á áfengis-
markaði. Með þessu vinnur ríkið
gegn samkeppni." Ingvi Hrafn seg-
ir markaðinn það flókinn að ekki sé
hægt að ætla einni ríkisstofnun að
segja til um þróun hans. ■
| FRÉTTASKÝRING~T
Flugvöllurinn
og Lína.Net
helstu álitamálin
Stuðningsmenn Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks greinir helst á um
framtíð flugvallarins og uppbyggingu Línu.Nets samkvæmt skoðanakönn-
un Fréttablaðsins. Aukið lóðaframboð og lægri álögur æskilegar hvar í
flokki sem fólk stendur.
SKOÐANAKÖNNUN Mikið hefur verið
málaflokkum
sem stuðn-
ingsmenn
beggja fram-
boða eru
nokkuð sam-
mála. Mikill
meirihlutí vili
að álögur
verði lækkað-
ar og lóða-
framboð auk-
ið.
rætt um að borgarstjórnarkosning-
arnar í vor muni snúast um menn
fremur en málefni. Skoðanakönnun
Fréttablaðsins sýnir að verulegur
munur er á afstöðu fólks til helstu
málefna eftir því hvort stóru fram-
boðanna það hyggst kjósa. Hvort
það ræður úrslitum þegar upp er
staðið er óvíst. Það er engu síður
fróðlegt að greina afstöðu fólks eft-
ir flokkum og sjá hvar átakalínurn-
ar eru.
Meirihluti beggja flokka lýsir
andstöðu við það að Reykjavíkur-
borg beiti áhrifum sínum gegn því
að Kárahnjúkavirkjun verði reist.
—4r— Þó munar miklu á
Það er aðeins hlutföllunum. Nær
í tveimur níu af hverjum tíu
sjálfstæðismönnum
eru andvígir því að
borgin beiti sér
gegn Kárahnjúka-
virkjun. Litlu munar
á afstöðu stuðnings-
manna Reykjavík-
urlista til málsins.
Andstæðingar þess
að borgin beiti
áhrifum sínum hafa
nauman sigur.
Afstaða Reykvík-
inga til flugvallarins
speglast eftir stuðn-
ingi við Reykjavík-
Sjálfstæðisflokk. 60%
FLUTVÖLLURINN í VATNSMÝRINNI
Kjósendur stóru framboðanna hafa mjög ólíkar skoðanir á framtíð vallarins á þessum sttað.
Meirihluti sjálfstæðismanna vill hafa hann á meðan meirihluti R-lista kjósenda vill það ekki.
Mikill meirihluti vill að álögur
verði lækkaðar og lóðaframboð
aukið. Sjálfstæðismenn sem eru
andvígir þessu mælast varla.
Stuðningsmenn Reykjavíkurlistans
sem vilja ekki auka lóðaframboð
eða lækka álögur eru litlu fleiri.
Vegna þess hversu fáir lýstu
stuðningi við Frjálslynda og óháðra
fékkst ekki marktæk niðurstaða í
afstöðu stuðningsmanna þeirra til
þessara álitamála. ■
urlista og
stuðningsmanna Reykjavíkurlist-
ans vilja að flugvöllurinn fari úr
Vatnsmýrinni. Jafn stór hluti sjálf-
stæðismanna er hins vegar þeirrar
skoðunar að flugvöllurinn eigi að
vera áfram á sínum stað í Vatns-
mýrinni.
Munurinn á afstöðu fólks til mál-
efnis skipt eftir stuðningi við stóru
framboðin er hvergi meiri en þegar
spurt er um Línu.Net. Yfirgnæf-
andi meirihluti stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins vill ekki að
Orkuveita Reykjavíkur verji fé til
að byggja Línu.Net upp. Tveir af
hverjum þremur stuðningsmönn-
um Reykjavíkurlistans telja hins
vegar frekar eða mjög æskilegt að
Lína.Net verði byggð upp með
stuðningi Orkuveitunnar.
Það er aðeins í tveimur mála-
flokkum sem stuðningsmenn begg-
ja framboða eru nokkuð sammála.
NESJAVELLIR
Sjáflstæðismenn eru flestir þeirrar skoðunar að Orkuveitan eigi ekki að leggja fé til Línu.nets.
Kjósendur R-listans eru ekki sammála. Þarna greinir stóru framboðin á.