Fréttablaðið - 11.02.2002, Side 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
11. febrúar 2002 MÁNUDAGUK
HANDBOLTI
Byrjaður á ný
14. UMFERÐ
Haukar- KA
Stjarnan - ÍBV
UMFA - Fram
ÍR-Víkingur
Selfoss-Valur
HK-FH
Þór A. - Grótta KR
ESSQ PEILPIN
30-30
21-21
23- 23
24- 24
27-31
24-30
29-28
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Haukar 14 12 2 O 393:341 26
Valur 14 10 1 3 388:348 21
ÍR 14 9 2 3 354:331 20
UMFA 14 7 3 4 340:328 17
Þór A. 14 6 2 6 392:386 14
FH 14 5 4 5 360:354 13
KA 14 5 3 6 357:348 13
ÍBV 13 5 3 5 348:364 13
Grótta KR 14 6 O 8 357:364 12
Fram 14 3 5 6 337:331 ii ;
HK 14 4 3 7 391:399 n
Selfoss 14 5 1 8 368:385 11
Stjarnan 14 3 3 8 331:363 9
Víkingur 13 O 1 11 282:356 1
íbróttir
áSýn
11.-18. februar
ll Heklusport kl. 22.30
fim NBA - tilþrif kl. 18.30
Golfmót i Bandaríkjunum kl. 20.00
fös íþróttir um allan heim kl. 18.30 Gillette-sportpakkinn kl. 19.30
lau Spænski boltinn kl. 20.00
sun ítalski boltinn kl. 13.45
Chelsea - Preston Enski boltinn kl. 15.55
Newcastle - Man. City Enskl boltinn kl. 18.55
1 Portland - LA Lakers j§ NBAkl. 21.30
HM 2002
Tfujggóu Þ£fí
MUndLUKIL
STfífíX
£&& ¥
Ffl'flu mc/Bfl úr úfl sjónvanpinu pínu
Jókertölur
laugardags
113 2 4
o \ OR\ Alltaf á
Zy T_y miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
JPji 8 13 9 7
Stjörnuhelgi NBA deildarinnar:
Helgi þeirra bestu
körfubolti Allir færustu leikmenn
NBA tóku þátt í Stjörnuhelgi í
Philadelphia um helgina. Á laug-
ardaginn kepptu nýliðar og eldri
leikmenn. Þá var einnig keppt í
þriggja stiga keppni og troðslu-
keppni. í gærkvöldi fór síðan
fram sjálfur stjörnuleikurinn.
Nýliðarnir höfðu betur á móti
eldri mönnum. Þeir unnu leikinn
103-97. Jason Richardson skoraði
26 stig, þ.á.m. með glæsilegum
troðslum, og var kosinn maður
leiksins. „Þetta er bara upphitun
fyrir troðslukeppnina," sagði Ric-
hardson. Það var ekki fjarri lagi.
Troðslukeppnin fór fram seinna
um daginn og Richardson vann
hana. Aðeins fjórir leikmenn tóku
þátt í keppninni, Richardson, Ger-
ald Wallace hjá Sacramento,
Steve Francis hjá Houston og
Desmond Mason hjá Seatlle. Ma-
son vann keppnina í fyrra.
Seinna um daginn var Peja
Stojakovic hjá Sacramento krýnd-
ur þriggja stiga kóngur. Hann atti
kappi við Wesley Person hjá
Cleveland í úrslitum. Person var
að taka þátt í fyrsta skipti. „Mér
líður miklu betur en í fyrra,“
sagði Stojakovic. í fyrra var hann
í öðru sæti á eftir Ray Allen hjá
Milwaukee. „Foreldrar mínir
sögðu að ef ég myndi ekki vinna
keppnina í ár mætti ég ekki koma
BESTA TROÐSLAN
Jason Richardson hjá Golden State vakti
mikla lukku í troðslukeppninni á laugar-
daginn.
aftur heim til Júgóslavíu.“ Stoja-
kovic tók þátt í Stjörnuleik NBA í
fyrsta skipti í gærkvöldi. ■
Doritos bikarinn:
KR og Njard-
vík meistarar
körfubolti Það var tvöfaldur slag-
ur milli KR og Njarðvíkur í Laugar-
dalshöll á laugardaginn. Liðin kepp-
tu um bikarmeistaratitil í bæði
karla- og kvennaflokki.
Kvennalið KR og karlalið Njarð-
víkur urðu bikarmeistarar. Leikur
kvennaliðanna var framlengdur en
staðan í lok venjulegs leiktíma var
68:68. Lokatölur urðu 81:74. Leikur
karlaliðanna var einnig æsispenn-
andi. KR hafði yfirhöndina mest
allan leikinn, var yfir í hálfleik,
48:39. Það var síðan í síðasta fjórð-
ungi sem Njarðvík hrökk í gang og
sneri leiknum við. Lokastaða varð
86:79. ■
Fyrsta helgin til fyrirmyndar
Fyrsta helgi Olympíuleikanna gekk snurðulaust fyrir sig. Gullverðlaunin skiptast jafnt meðal
þjóða og heimsmet var sett í tvígang í 5000 metra skautahlaupi.
ólympíuleikar Vetrarólympíuleik-
arnir voru settir með pompi og
prakt í Salt Lake City í Bandaríkj-
unum á föstudaginn. Setningarat-
höfin var íburðamikil en þó fannst
mörgum erlendum blaðamönnum
hún einum of lituð bandarískri ætt-
jarðarást. Umsjónarmenn leikanna
segja opnunarhelgina hafa gengið
vonum framar.
Dagný Linda Kristjánsdóttir er
fyrst Islendinga til að keppa á leik-
unum. Hún tekur þátt í brunkeppni
í dag. Emma Furuvik verður ekki á
meðal keppenda þar sem hné-
meiðsli tóku sig upp á æfingu um
helgina. Emma ætlar að einbeita
sér að svigi kvenna, sem fer fram
eftir tíu daga.
’Austurríkismaðurinn Stefan
Eberharter, sem búist var við að
myndi sópa að sér gullum alpa-
greinanna, þurfti að sætta sig við
brons þegar landi hans Fritz Strobl
sigraði í bruni karla í gær. Norð-
mennirnir Lasse Kjus og Kjetil
Aamodt lentu í öðru og fjórða sæti.
Svisslendingurinn Simon
Ammann kom á óvart þegar hann
bar sigur úr býtum í skíðastökki af
90 metra palli í gær. Þjóðverjinn
Sven Hannawald, sem var talinn
sigurstranglegastur, varð annar og
Pólverjinn Adam Malysz þriðji.
Finninn Samppa Lajunen vann sam-
anlagða keppni karla í skíðagöngu
og stökki. Landi hans Jakku Tallus
var í öðru sæti.
Fjögur lönd fengu gullverðlaun
á laugardaginn. ítalinn Stefania
Belmondo vann gullverðlaun fyrir
15 km göngu kvenna. í ár eru ein-
mitt 10 ár liðin síðan hún vann gull-
verðlaun í 30 km göngu í Albert-
ville. „Ég er mjög ánægð því ég var
búin að ákveða að þetta eru mínir
síðustu leikar,“ sagði Belmondo.
Fyrir nokkrum mánuðum var hún
beðin um að koma á bæjarhátíð í
ítalska bænum Stelvio með gullið
frá Albertville. Þegar hún tók það
f
k* %'
V ~ j . /;..
j. %l ”
il & ■%
SLÖKKNAÐI NÆSTUM ÞVÍ
Þegar kveikt var í Ólympíueldinum á föstu-
daginn brá mörgum þegar loginn dofnaði
allverulega rétt áður en hann komst alla
leið (milli þriðju og fjórðu myndar).
Ástæðan var vindhviða. Aðstandendur leik-
anna önduðu léttar þegar bálið kviknaði
örugglega.
ið fyrir Þýskaland,“ sagði þýski
gönguþjálfarinn Jochen Behle.
Heimsmetið var slegið í tvígang
í 5000 metra skautahlaupi. Banda-
ríkjamaðurinn Derek Parra var bú-
inn að bæta gamla metið um 74 sek-
úndubrot þegar Hollendingurinn
Jochem Uytdehaage bætti það um
3,32 sekúndur. Parra varð að sætta
sig við silfur.
Norðmenn fengu einnig gull á
laugardag. Kari ’fraa vann í hóla-
svigi kvenna. Hún fékk silfur í
greininni í Nagano. ■
STÖKK LENGST
Svisslendingurinn Simon Ammann vann
gullverðlaun í skíðstökki af 90 metra háum
palli. Hann stökk 98 og 98,5 metra.
upp úr töskunni brotnaði það í spón.
„Þá ákvað ég að ég yrði að vinna
annað hér.“
f 30 km göngu karla fagnaði
Spánverjinn Johann Muehlegg ör-
uggum sigri. Muehlegg er fæddur í
Þýskalandi. Hann skipti um ríkis-
borgararétt eftir rifrildi við þýsku
þjálfarana fyrir nokkrum árum.
Þrátt fyrir það voru Þjóðverjarnir í
Salt Lake ekki fúlir út í týnda son-
inn. „Við erum ánægðir fyrir Jo-
hanns hönd, þó hann hafi ekki unn-
FLJÓTASTUR
Austurríkismaðurinn Fritz Strobl kom, sá og sigraði í bruni karla í gær.
Enska úrvalsdeildin:
STAÐA EFSTU LIÐA
Manchester á toppinn
fótbolti Tveir leikir fóru fram í
ensku úrvalsdeildinni í gær.
Charlton tók á móti Manchester
United. Norðmaðurinn Ole Gunn-
ar Solskjær tryggði sínu liði sigur
með því að skora tvö mörk.
Þannig komst United yfir Liver-
pool í stigum og aftur í toppsæti
deildarinnar. Solskjær er búinn að
skora 12 mörk í deildinni í vetur.
Frakkinn Fabien Barthez stóð
ekki í marki United. Það vakti at-
hygli þar sem félagið var sagt
hafa refsað honum í síðustu viku
fyrir að vera á klúbbarölti í
London daginn fyrir æfingu.
Everton tók á móti Arsenal í
gær. Arsenal vann 1-0, þökk sé
klaufalegu marki Sylvain Wiltord.
David Ginola spilaði sinn fyrsta
leik fyrir Everton.
Átta leikir fóru fram á laugar-
daginn. Liverpool vann stórsigur
á Ipswich. Það var meistarabrag-
ur á liðinu þegar það vann leikinn
með sex mörkum gegn engu.
Fyrstur til að skora var varnar-
maðurinn Abel Xavier, sem gekk
til liðs við félagið fyrir skömmu
síðan. Bæði Michael Owen og
Emile Heskey skoruðu tvö mörk
og Finninn Sami Hyypia bætti því
sjötta við með skalla. Ipswich var
í góðu stuði fyrir leikinn, búið að
vinna sjö af síðustu átta leikjum
og vinna sig upp úr botni deildar-
innar. Hermann Hreiðarsson náði
ekki að breyta þessum úrslitum
þó hann spilaði allan leikinn.
Chelsea gerði 1-1 jafntefli við
Aston Villa. Fyrirliði Villa, Paul
Merson, skoraði fyrra mark leiks-
ins. Frank Lampard jafnaði eftir
sendingu frá Jimmy Floyd
Hasselbaink. Eiður Smári
Guðjohnsen byrjaði inn á fyrir
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Man. Utd. 27 17 3 7 66:35 54
Liverpool 27 15 7 5 44:24 52
Newcastle 26 16 4 6 51:33 52
Arsenal 26 14 9 3 51:30 51
Chelsea 26 ii 11 4 46:26 44
Leeds 26 11 10 5 37:29 43
Aston Villa 26 9 11 6 32:29 38
Tottenham26 10 5 11 37:35 35
Fulham 25 8 11 6 25:23 35
Charlton 26 8 9 9 30:31 33
TAP A HEIMAVELLI
Kevin Lisbie hjá Charlton berst hér við
Mikael Silvestre hjá Manchester United (
leiknum á Valley í gær. United vann með
tveimur mörkum gegn engu.
Chelsea. Honum var skipt út af
fyrir Mikael Forssell á 63. mínútu.
Danski landsliðsmaðurinn Stig
Tofting spilaði sinn fyrsta leik
með Guðna Bergssyni og félögum
í Bolton í 1-0 sigri á West Ham.
Þetta var fyrsti sigur Bolton í 13
leikjum. Alan Shearer tryggði
Newcastle 3-1 sigur á Sout-
hampton með því að skora tvö
mörk. Robbie Fowler var á skot-
skónum þegar Leeds gerði 2-2
jafntefli við Middlesbrough.
Tottenham vann Leicester 2-1,
Sunderland Derby 1-0 og Fulham
vann Blackburn 2-0.
Þórður Guðjónsson lék í fyrsta
sinn með Preston í ensku 1. deild í
gær. Liðið tapaði 3-2 fyrir
Manchester City og er í níunda
sæti.
Stoke tók á móti Port Vale fyr-
ir framan 23 þúsund manns í
ensku 2. deiidinni í gær. Ef liðið
hefði sigrað hefði það komist upp
í annað sæti deildarinnar. Port
Vale var hinsvegar með yfirhönd-
ina allan leikinn og vann 1-0. ■