Fréttablaðið - 11.02.2002, Page 18
18
FRÉTTABLAÐIÐ
11. febrúar 2002 MÁNUDAGUR
Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA?
Listasafn Sigurjóns:
Islensk tónskáld
í öndvegi
Sígilt íslenskt rapp
„Ég var að rifja upp Central Magnetizm
með Subterranian. Þetta er sígild plata,
frábætí'
Benjamín Sigurgeirsson eðlisfræðinemi
tónlist Tónlistardeild Listahá-
skóla íslands heldur tónleika í
Listasafni Sigurjóns í kvöld.
Tónleikarnir eru liðir í Myrkum
músíkdögum sem hafa frá upp-
hafi haft íslenska tónlist í for-
grunni á dagskrá hátíðarinnar.
Ovenjulegt er að á nemendatón-
leikum skuli eingöngu vera flutt
verk eftir íslenska höfunda.
Flutt verða verk eftir. Atla
Heimi Sveinsson, Áskel Másson,
Jónas Tómasson, Karólínu Ei-
ríksdóttur, Oliver Kentish og Pál
ísólfsson.
Flytjendur eru nemendur
Tónlistardeildar Listaháskóla ís-
lands. Þeir eru: Ragnheiður
Bjarnadóttir, Elfa Rún Kristins-
dóttir, Ingrid Karlsdóttir, Helga
Þóra Björgvinsdóttir, Ingi Garð-
ar Erlendsson, Þórunn Elín Pét-
ursdóttir, Melkorka Ólafsdóttir
og Gyða Valtýsdóttir. Að auki
mun Anna Guðný Guðmunds-
dóttir leika undir á píanó. Tón-
NEMENDUR TÓNLISTARDEILDAR
Óvenjulegt er að á nemendatónleikum skuli eingöngu vera leikin verk eftir íslenska höf-
unda. Svo mun vera á tónleikunum í kvöld.
leikarnir hefjast klukkan 20.
Myrkir músíkdagar hafa frá
upphafi verið haldnir annað-
hvort ár. Nú hefur orðið sú
breyting á að þeir eru haldnir á
hverju ári og er það m. a. afleið-
ing af fjölbreyttu tónlistarlífi á
Menningarárinu 2000. ■
Vantar þig (auka) vinnu
Víltu vinna á góðum vinnustað, í skemmtilegu
starfsumhverfi þar sem góður andi ræður ríkjum?
Vegna aukinna verkefna getum við bætt við
okkur sölufólki í lengri eða skemmri tíma.
Vinnutími frá 9-17 á daginn eða
kl.18-22 á kvöldin.
Mjög góðir tekjumöguleikar.
Markan ehf.
Suðurlandsbraut 46 - Sími 588-8600
Fiskfars
1 kg 790 kr kg
2 kg 590 kr kg
Fiskibollur
kr 850 pr kg
Raubmagi
kr 99 pr kg
1 « __ Höfðabakka 1 II VOr s. 587 5070
Um hvað
snúast
stjórnmál?
Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í
Valhöll mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld
frá 18. febrúar til 7. mars
FYRIRLESTRAR OG UMRÆÐUR, M.A. UM
• borgarmálin
• fjölmiðla og stjórnmál
• flokksstarfið
• hlutverk sveitarfélaga
• menntun og menningarmál
• heilbrigðisþjónustu
• áhrifaríkan málflutning
• listina að vera leiðtogi
• ísland í samkeppni þjóðanna
Dagskráin er kynnt á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is
á hnapp Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari upplýsingar í
síma575 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is
Alvöru myndlist í
sjálfskipaðri útlegð
Hannes Lárusson sýnir um þessar mundir á Kjarvalsstöðum. Hann
segir myndlistarheiminn á Islandi skiptast í alvöru myndlist og list-
markað. Lífsspursmál fyrir íslenska menningu að um samruna verði.
HANNES LÁRUSSON A SÝNINGUNNI SINNI HÚS í HÚS
„Listamenn og almenningur þarf gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem í húfi eru
verði bilið milli grasrótarinnar og listmarkaðarins ekki brúað. Þeir myndlistarmenn sem
vissir eru um að komast aldrei í sviðsljósið fara ómeðvitað illa með þau verðmæti sem
þeir eru með í höndunum. Almenningur sem ekki er meðvitaður um listina gerir sér
ilía grein fyrir þeim verðmætum sem fólgin eru í góðri myndlist og spillingu hugarfars-
ins sem felst í þeirri lélegu.
myndlist „Það hefur verið haft á
orði að húsin á sýningunni gætu
nýst sem ágætis hænsnakofar.
Fólk á erfitt með að ákveða sig
hvort þau séu nytjahlutir eða
skúlptúrar," segir myndlistar-
maðurinn Hannes Lárusson, en
sýning hans Hús í hús stendur nú
yfir á Kjarvalsstöðum. Aðspurð-
ur hvort listamaðurinn sé með-
vitað á gráu svæði segir hann
það á vissan hátt nauðsynlegt.
„Öll framsækin list á að vera á
óskilgreindu svæði og á mörkum
nokkurra heima. Ég hef lýst
verkum mínum sem sjónrænu
leikhúsi og hins vegar hug-
myndalegri skynvillu. Verkin á
sýningunni gætu verið leikmynd
í barnaleikriti og í vissum skiln-
ingi experímental skúlptúr."
Hannes er kunnur fyrir að
hafa starfað í grasrót listaheims-
ins. Spurður að því hvort sýning-
in á Kjarvalsstöðum sé aðgengi-
leg segir hann svo vera, um sé að
ræða sjónræna upplifun. „Sem
er náttúrulega kjarninn í mynd-
listinni. Það skiptir höfuðmáli að
fólk nái sambandi við verkin.
Sýningin nú er ein fárra sem ég
hef látið frá mér sem er alger-
lega á opinberum vettvangi.“
„Myndlistin hefur hafnað_ í
ákveðinn hugmyndarheim á ís-
landi. Alvöru myndlistin hefur
einangrast frá þjóðinni og farið í
sjálfskipaða útlegð. Tómarúmið
hefur verið fyllt með listlíkum
(kitch), sem uppfullt er af hér á
landi. Myndlistarheimurinn á ís-
landi er tvískiptur, annars vegar
alvöru myndlist, sem finnst í
grasrótarhreyfingunni og hins
vegar listmarkaðurinn," segir
Hannes. Hann var spurður hvort
engar líkur væru á samruna
þessara tveggja heima. „Ég held
að það sé lífsspursmál fyrir ís:
lenska menningu að svo verði. í
heild eru íslendingar að glata
mjög miklu með því að hafa ekki
eðlilegan aðgang að framsæk-
inni myndlist. Bretar eru t.a.m.
mjög meðvitaðir. Myndlistar-
menn þar í landi eru opinberar
fígúrur og iðulega í fjölmiðlum.
Sem gerir það að verkum að fólk
fær innsýn inn í þennan ákveðna
heim sem annars er lokaður."
Hannes. segir að alvöru
myndlistin þurfi að komast í
tísku til að nálgast fjöldann.
„Þegar fjöldinn fer að skoða
myndlistina sem sjálfsagðan
hlut sjá þeir hversu aðgengileg
hún er í raun og veru. Því betri
sem listin er, því aðgengilegri er
hún. Menn þurfa að grafa sig úr
grasrótargrenunum og hleypa
ljósi á myndlistina. Um leið og
það gerist myndast samstaða
um hvar gæðin liggja. Fólk
hættir þá að rugla saman ein-
hverju augljóslegu verðmæta-
lausu og hinu sem hefur mögu-
leika á að lifa.“
kolbrun@frettabladid.is
FUNDUR____________________________
12.30 Brian Wendleman myndlistar-
maður frá Svíþjóð flytur í dag fyr-
irlestur í LHÍ, Laugarnesi, stofu 24.
I fyrirlestrinum fjallar hann um
myndlistarmanninn Donald Judd,
stofnun hans The Chinati Founda-
tion í Texas og verk sem þar eru
eftir þekkta myndlistarmenn.
LEIKHÚS___________________________
20.30 Á dagskrá Listaklúbbsins i kvöld
verður í Leikhúskjallaranum
„Jakúskt-kvöld" I tónum, tali og
myndum.
TÓNLIST___________________________
20.00 Tónlistardeild Listaháskóla (slands
heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns
í kvöld á Myrkum músíkdögum.
SÝNINGAR__________________________
Sýningin Breiðholtið frá hugmynd til
veruleikastendur yfir I Listasafni Reykja-
vík - Hafnarhúsi. Þar eru sýndar teikn-
ingar og skissur þeirra sem skipulögðu
Breiðholtshverfin þrjú ásamt ijósmynd-
JVIÁN U DAGURIN N
11. FEBRÚAR
um af hverfinu óbyggðu og byggðu. Þá
eru á sýningunni, í samtarfi við RÚV,
ýmis konar myndefni sem tengist Breið-
holtinu ásamt útvarpsupptökum með
efni frá uppbyggingartíma hverfisins.
Sýningin stendur til 5. maí.
Sýningin Landafundir og ragnarök
stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu.
Sýningin er samstarfsverkefni við
Landafundanefnd og fjallar um landa-
fundi og siglingar Islendinga á miðöld-
um með áherslu á fund Grænlands og
Vínlands.
MYNDLIST___________________________
Guðmundur Tjörvi Guðmundsson sýn-
ir Ijósmyndir I Gallerí Skugga v/Hverfis-
götu. Yfirskrift sýningarinnar er Hrafna-
þing. Opið er frá kl. 13-17 alla daga
nema mánudaga. Sýningin stendur til
24. febrúar.
Guðmundur Ingólfsson sýnir úrval Ijós-
mynda úr fjórum syrpum sem hann
hefur unnið að undanfarna tvo áratugi.
Sýningin er í Grófarsal, Grófarhúsi,
Tryggvagötu 15. Opnunartími er 12-17
virka daga og 13-17 um helgar. Sýning-
in stendur til. 24. mars.
Sýning á verkum eftir Gerlu stendur nú
yfir í Þjóðarbókhlöðunni ( sýningaröð-
inni Fellingar. Fellingar hóf göngu sína í
júní á síðasta ári og er sýning GERLU sú
áttunda I röðinni. Fellingar er samstarfs-
verkefni Kvennasögusafnsins, Lands-
bókasafns (slands - Háskólabókasafns
og þrettán starfandi myndlistarkvenna.
Opnunartíma Kvennasögusafnsins er
milli klukkan 9 og 16 alla virka daga.
Sýning Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur,
Rögnu Sigurðardóttur og Sigríðar
Ólafsdóttur stendur I Listasafni ASl, Ás-
mundarsal. Á sýningunni eru málverk
og þrívíð verk. Einnig er unnið með (s-
lenska útsaumshefð. Listasafn AS( er
opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema
mánudaga. Sýningin stendur til 17. febr-
úar.
Tilkynningar sendist á
netfangið ritstjorn@freJabiadid.is