Fréttablaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐIÐ
MENNING
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
ÖRYGGISKERFI
TÖLVULAGNAVÖRUR
VINNUSTAÐABÚNAÐUR
Hamarshöfða 1 - Sími 511 1122
vAvw.simnet.is/ris Ný Heimasíða
Spýturnar
ráða sjálfar
bls 18
31. tölublað - 2. árgangur
IVIIÐVIKUDAGUR
Samfylkingin og
prófkjörið
stjórnmál Kjörfundur í prófkjöri
Samfylkingarinnar hefst í dag.
Kosið verður miðvikudag, fimmtu-
dag og föstudag frá kl. 16-19 í Aust-
urstrætinu en um helgina verður
kjörstaðurinn fluttur yfir í Hótel
Vík við Ingólfstorg og verður opið
frá 10-17 laugardag og sunnudag.
Fjör á þingi
alþingi Eftir hádegi
í dag verður fyrir-
spurnartími á Al-
þingi. f ljósi óvæn-
tra uppákoma á
þingi að undan-
förnu er ekki
ástæðulaust að ætla
að f jör geti orðið í umræðunum.
IvEÐRIÐ I DAG)
REYKJAVÍK Suðvestan 10-15
m/s og él síðdegis.
Hiti 0 til 5 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður © 10-15 Él 02
Akureyri © 10-15 Rigning 05
Egilsstaðir © 15-20 Rigning 03
Vestmannaeyjar O 10-15 Él 02
Afkoma ríkissjóðs
ríkisfjArmál Greiðsluafkoma ríkis-
sjóðs verður kynnt í dag. Til stóð
að gera það fyrr. Vegna tafa í úr-
vinnslu gagna munu upplýsingar
verðar birtar nú.
Stelpurnar á Nesinu
hanpbolti Einn leikur verður í
ESSO-deild kvenna þegar Grótta-
KR mætir FH. Leikurinn hefst
klukkan átta í kvöld.
KVÖLDÍÐTkvðLP [
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 íþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára
íbúar á 63,4%
höfuð-
borgarsvæð-
inu í dag?
Meðallestur 25 til 49
ára á miðvikudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2001
70.000 eíntök
65% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001.
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Miðvikudagurinn 13. febrúar 2002
Þingnefnd vill svör frá
samgönguráðherra
Samgöngunefnd Alþingis vill svör frá samgönguráðuneytinu við áleitnum spurningum sem
gestir á fundi nefndarinnar vöktu. Ennfremur er óskað eftir því við ráðuneytið að fram fari
hlutlaus úttekt á starfsemi og skipulagi Flugmálastjórnar.
STJÓBNMÁL Samgöngunefnd Al-
þingis hefur sent samgönguráðu-
neytinu ítarlegan spurningalista
■ vegna reksturs Flugmálastjórnar
og annarra flug-
mála. Nefndin vill
Samgöngu- auk þess hlut-
nefnd spyr lausa úttekt á
ráðuneytið að starfsemi og
því hvort rétt sé skipulagi Flug-
að yfirmaður málastjórnar.
flugöryggissviðs Fulltrúar Flug-
Flugmálastjórn- skóla Helga Jóns-
ar sé samtímis sonar og flugfé-
flugstjóri hjá lagsins Jórvíkur
Flugleiðum. komu á fund
nefndarinnar fyr-
ir viku. Það var í
kjölfar vitnisburðar þeirrar að
nefndin sendi spurningalistann til
samgönguráðherrans. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
settu þessir menn fram harkalega Samkvæmt heimildum Frétta-
gagnrýni á Flugmálastjórn og blaðsins spyr samgöngunefnd
samgönguráðneytið. Ekki náðist ráðuneytið m.a. að því hvort rétt
tal af þeim í gær.
Guðmundur Hall-
varðsson, formaður
samgöngunefndar,
segir að spurt sé um
formsatriði og
starfstilhögun innan
Flugmálastjórnar.
„Það vöknuðu ýms-
ar spurningar í við-
ræðum við gesti sem
komu á fund nefndar-
innar. Við viljum fá
svör við því frá ráðu-
neytinu hvað er rétt og
hvað er rangt i mál-
inu,“ segir Guðmund-
ur. Hann býst við svör-
unum fljótíega.
STURLA
BÖÐVARSSON
„Það vöknuðu ýmsar spurn-
ingar í viðræðum við gesti
sem komu á fund nefndar-
innar. " segir formaður
samgöngunefndar Alþingis.
sé að yfirmaður flug-
öryggissviðs Flug-
málastjórnar sé sam-
tímis flugstjóri hjá
Flugleiðum.
Spurt er hvort ráðu-
neytið telji eðlilegt að
endurskoðandi Flug-
málastjórnar hafi einn
á sinni hendi endur-
skoðun bókahalds hjá
öllum flugfélögum.
Spurt er um ríkis-
styrki til flugskóla í
samkeppni við aðra
flugskóla.
Ráðuneytið er beðið
að varpa ljósi á kröfur
sem gerðar eru um
hæfni starfsmanna Flugmála-
stjórnar, sér í lagi yfirmanna.
Þá er m.a. spurt er um þann
kostnað sem formkröfur Flug-
málastjórnar hafa fyrir flugfé-
lögin. Einnig um opinber gjöld
sem eru lögð á félögin hér miðað
við gjöldin í öðrum löndum.
Beðið er um skýringar á því að
ráðneytið láti ógert að svara er-
indum. Spurt er að hversu miklu
leyti hefðbundinni starfsemi
Flugmálastjórnar sé sinnt af
verktökum og hvort þeir séu
stundum einnig ráðnir sem launa-
menn hjá stofnuninni.
„Það er mjög sérstakt að meir-
hlutinn skuli samþykkja að nefnd-
in í heild sinni sendi ráðuneytinu
slíkan spurningarlista," segir
stjórnarandstöðuþingmaður.
gar@frettabladid.is
ALLAR VÉLAR GETA BILAÐ Það á jafnt við um strætó sem önnur ökutæki. Meðan viðgerð fór fram biðu farþegarnir rólegir í sætum
sínum. Eftir að starfsmenn Strætó höfðu farið öruggum höndum um völundarhús vagnsins var ekið af stað og öllum skilað - kannski
ekki á réttum tíma. En betra er seint en aldrei.
Forsætisráðherra um Baug:
Hótar rauða spjaldinu
samkeppni Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra, ítrekaði á Viðskipta-
þingi Verslunarráðs í gær að því
yrði ekki unað til lengdar að aðil-
ar sem ná markaðsráðandi að-
stöðu misnoti hana til að koma í
veg fyrir samkeppni. Lá í orðanna
hljóðan að ráðherra beindi orðum
sínum gegn Baugi.
„Fái einhver einn aðili ofurvald
á markaði, misnotar það og kæfir
samkeppni í fæðingu með einok-
unarafli ber stjórnvöldum að sýna
viðkomandi gula spjaldið og láti
hann ekki segjast þá það rauða.“
Davíð sagðist ekki í vafa um að
markaðurinn væri einfær um að
tryggja samkeppni til lengri tíma.
Það breytti þó ekki að réttlætan-
legt væri að flýta þeirri þróun.
„Á undanförnum vikum hefur
nokkuð verið rætt um samkeppni
á matvörumarkaði. Þar er svo
komið að samkeppni virðist meiri
í orði en á borði. Heimilin í land-
inu verða að geta treyst því að
raunveruleg samkeppni ríki um
verð og þjónustu á þessum mark-
aði.“ Stjórnvöld þyrftu að fylgjast
með því sem fram fer á markaði
svo neytendur séu ekki hlunnfarn-
ir. ■
Fréttablaðið á Netinu:
23.900 hafa
sótt blaðið
fjÖlmiðlar 11.850 manns sóttu sér
Fréttablaðið á pdf-formi á Vísi.is
á mánudag og 12.050 í gær. Það
má því segja að upplag blaðsins
hafi verið 87.350 eintök á mánu-
dag og 87.550 í gær. Um 67.500
eintökum er dreift á öll heimili á
höfuðborgarsvæðinu, 8.000 eintök
fara í valdar verslanir á Reykja-
nesi og á norðurleiðinni til Húsa-
víkur. Með þeim blöðum sem eru
sótt á Vísi.is hefur upplag blaðs-
ins því aukist um rétt um 12.000
blöð hvorn dag.
„Þetta er miklu meira en nokk-
ur okkar bjóst við,“ sagði Gunnar
Smári Egilssson ritstjóri Frétta-
blaðsins. „Annað hvort vanmátum
við hversu fólk er fljótt að taka
við sér eða mátt Fréttablaðsins og
Vísis. ■
ÞETTA HELST
Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson eru á öndverðum
meiði þegar kemur að Evrópu-
málum. bls. 12-13.
Hringadróttinssaga hlaut flest-
ar útnefningar til Ósk-
arsverðlauna í ár, alls 13. Moulin
Rouge og A Beautiful Mind hlutu
átta tilnefningar hvor. bls. 17
—♦—
Urgur er í ferðaþjónustunni
vegna styrks til LTU í flug til
Egilsstaða. bls. 17
—*...-
Fordæma ber framferði ísraela
segir utanríkisráðherra. bls. 2