Fréttablaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN
2
FRÉTTABLAÐIÐ
13. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR
SALTKJÖT
Siðurinn að borða salt-
kjöt og baunir er hafð-
ur í heiðri á heimilum
flestra kjósenda á
Vísi.is.
Ætlar þú að borða saltkjöt og
baunir í dag, sprengidag?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Já
Nei
Spurning dagsins í dag:
Ertu sammála þeirri ákvörðun
meirihluta þingmanna að leyfa box?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun , |
___________________rinrjg
FAWAS YAHYA AL-RABEEI
Bandaríska alríkislögreglan FBI bað lög-
reglumenn um að svipast um eftir þessum
22 ára gamla Jemena og félögum hans,
sem hún telur hafa í hyggju að fremja
hryðjuverk á næstu dögum.
Bandaríska alríkislögreglan:
Varar
við hryðju-
verkum
WASHiNGTON. ap Bandaríska alrík-
islögreglan, FBI, varaði á mánu-
dagskvöld við yfirvofandi hryðju-
verkum annað hvort gegn Banda-
ríkjunum eða Bandaríkjamönnum
í Jemen.
Viðvörunin var send út sam-
kvæmt upplýsingum sem fengust
frá föngunum frá Afganistan, sem
bandaríski herinn hefur í haldi í
Guantanamo á Kúbu. Fangarnir
þar eru ýmist liðsmenn al Kaída,
samtaka Osama bin Ladens, eða
meðlimir í talibanahreyfingunni.
Ekkert var þó fullyrt um að al
Kaída eða talibanar væru að
skipuleggja þessi hryðjuverk.
Viðvörunin var send til 18.000
lögreglustöðva og jafnframt birt á
vefsíðum FBI. Með viðvöruninni
voru birtar myndir af Fawaz Ya-
hya al-Rabeei og félögum hans.
Al-Rabeei er 22 ára gamall Jem-
eni sem talinn er forsprakki hóps,
sem hefur í hyggju að fremja
hryðjuverk á allra næstu dögum.
Alríkislögreglan sagði þó ekk-
ert benda til þess að hryðjuverk-
in myndu beinast að Vetrar-
ólympíuleikunum, sem nú eru
haldnir í Salt Lace City í Banda-
ríkjunum. ■
ALÞINGI
Landbúnaðarráðherra hefur
lagt fram frumvarp til laga
um varnir gegn landbroti. Til-
gangurinn er að draga úr eða
koma í veg fyrir landbrot og
annað tjón á landi, landkostum
eða mannvirkjum með fyrir-
hleðslum gegn ágangi vatna.
„Ljóst má vera hversu þýðingar-
mikið er að vinna gegn landeyð-
ingu og gróðurskemmdum sem
ágangur vatna getur valdið. Því
er mikilvægt að unnt sé að
bregðast skjótt við og ótvírætt
hver hafi það hlutverk að stýra
aðgerðum til að hefta landbrot,"
segir í athugasemdum með
frumvarpinu. Landgræðslan fer
áfram með það hlutverk.
Formaður Framsóknarflokksins um efnahagsmál:
Ríkisstjórnin missti næst-
um tökin á verðbólgunni
efnahagsmál Halldór Ásgrímsson
segir að ekki hafi verið hægt að
ganga lengra í niðurskurði fjár-
laga ríkisins fyrir þetta ár án þess
að kæmi niður á velferðarkerfinu.
Þau orð lét hann falla á opnum
stjórnmálafundi á Grand Hótel
Reykjavík sl. mánudagskvöld.
Halldór segir rétt að full
ástæða hefði verið til að hafa fjár-
lög ríkisins minni að umsvifum.
„Það skal bara viðurkennt hér að
við treystum okkur ekki til þess.
Við töldum að ef við gerðum það,
gengjum við nærri því kerfi sem
skiptir okkur framsóknarmenn
gífurlegu máli, þ.e.a.s. bæði heil-
brigðiskerfið og málefni aldraðra
og öryrkja," sagði hann.
Þá sagði Halldór að gagnrýni á
ríkisstjórnina um að ekki hafi ver-
ið gripið til nægilegra aðgerða
gegn verðbólgu að nokkru leyti
réttmæta. „Ríkisstjórnin var
næstum búin að missa þau mál úr
böndum. En sem betur fer, m.a.
vegna góðs samstarfs við aðila
vinnumarkaðarins, erum við
bjartsýnir á að takast muni að
halda verðbólgudraugnum í skefj-
um,“ sagði hann og áréttaði að rík-
istjórnir væru aldrei einar um að
ráða örlögum þjóðarinnar til
framtíðar. „Margvísleg samtök,
eins og verkalýðshreyfingin og
vinnuveitendur, samtök bænda,
útvegsmanna og sjómanna, verða
að koma inn í málið ef vel á að
takast til.“ ■
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Halldór segist bjartsýnn á að verðbólgu-
markmið náist fyrir vorið og þakkar það
samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumark-
aðarins.
Fordæma ber fram-
ferði Israelsmanna
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir að framferði þeirra sé óverjandi. Breytt heims-
mynd og stefnur í utanríkismálum voru til umræðu á opnum stjórnmálafundi Framsóknar-
flokks á mánudagskvöld.
utanríkismál Halldór Ásgrímsson
utnaríkisráðherra fór mjög
hörðum orðum um ísrael á fundi
með framsóknarmönnum. Hann
segir hryðjuverkin í Bandaríkjun-
um 11. september sl. hafa orðið til
A ' að umbylta utan-
ríkisstefnu lands-
ins sem þýði að
mun skarpari skil
séu orðin á milli
Bandaríkjanna og
Evrópu. „Núna líta
Bandaríkjamenn
mun meira til mál-
efna heima fyrir í
stað þess að líta
meira á alþjóða-
málin í heild sinni.
Enda hefur skap-
ast allnokkur
milli Evrópu og
á sviði utanríkis-
„Það brást til
dæmis að (s-
land greiddi
atkvæði með
tillögu um al-
þjóðlega
vernd til
handa Palest-
ínu á vett-
vangi Samein-
uðu þjóðanna
sl. haust."
; —V—•
ágreiningur
Bandaríkjanna
mála, sem m.a. kemur fram
í málefnum Mið-Austur-
landa.“ Halldór sagðist
miklu hlynntari stefnu Evr-
ópumanna í þeim málum.
„Ég tel framferði ísraels-
manna vera með þeim
hætti að það sé óverjandi.
Ég hef ávallt verið mikill
stuðningsmaður ísraels.
Maður hefur alist upp við
það frá fyrstu tíð í gegnum
sína kristnifræði og baráttu
þeirra fyrir að stofna þetta
ríki. En þegar þeir beita
valdi með þeim hætti sem
gert er í dag, þá er ekki
hægt að verja það lengur.
Að mínu mati eiga þjóðir
heims að fordæma það.“
Sveinn Rúnar Hauksson,
SVEINN
RÚNAR
HAUKSSON
Hann segir
það fagnaðar-
efni hvernig ut-
anríkisráðherra
hafi síðustu
daga verið að
taka á málum
Palestinu.
Þess
maður félagsins ísland -
Palestína segir það fagnað-
arefni hvernig utanríkisráð-
herra hafi síðustu daga ver-
ið að taka á málum Palest-
ínu. „Á meðan Bush hefur
ekki axlað ábyrgð sína og
Bandaríkjastjórn snýr sér
ekki að því að fylgja á eftir
skuldbindingum sínum
gagnvart þessum heims-
hluta er útlitið ekki gott.
vegna skiptir frammistaða
for- Halldórs Ásgrímssonar svo miklu
máli núna. Hún getur orðið for-
dæmi fyrir aðra utanríkisráð--
herra og ríkisstjórnir og aukið
þannig á þrýstinginn á Banda-
ríkjastjórn. Því það má ljóst vera
að ekkert annað fær stöðvað þetta
árásarstríð ísraela en Bandaríkja-
stjórn, hún hefur það í valdi sínu,“
sagði Sveinn Rúnar. Hann sagði
að nokkuð hafi vantað upp á að
framfylgt væri stefnunni sem
mótuð hafi verið á Alþingi árið
1989 þegar viðurkenndur var
sjálfsákvörðunarréttur palest-
PALESTÍNUARABAR
MÓTMÆLA HERSETU ÍSRAELA
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra
sagðist á fundi framsóknarmanna á mánu-
dagskvöldið talsmaður þess að þjóðir
heims fordæmdu Israelsriki fyrir ofbeldis-
verk þeirra.
ínsku þjóðarinnar og rétt palest-
ínskra flóttamanna til að snúa aft-
ur heim. „Það brást til dæmis að
ísland greiddi atkvæði með til-
lögu um alþjóðlega vernd til
handa Palestínu á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna sl. haust.“
oli@frettabladid.is
Nýr Álftanesvegur og lenging Vífilsstaðavegar:
Osnortið eldhraun
mun raskast
umhverfismál Skipulagsstofnun
er nú með til athugunar mats-
skýrslu vegna mats á umhverfis-
áhrifum lagningar nýs Álftanes-
vegar og lengingar Vífilsstaða-
vegar í Garðabæ og Bessastaða-
hreppi. í skýrslunni kemur m.a.
fram að ósnortið eldhraun muni
raskast. Frestur til að skila at-
hugasemdum rennur út 22. febr-
úar og er reiknað með því að
Skipulagsstofnun kveði upp úr-
skurð 22. mars.
Matsskýrslan er unnin af
Hönnun fyrir Vegagerðina og
Garðabæ. Við mat á umhverfisá-
hrifum framkvæmdarinnar var
m.a. stuðst við
rannsóknir á gróðri og fugla-
lífi á svæðinu. Einnig var stuðst
við umferðarspá um vegina. Lagt
mat á loftmengun frá ökutækjum
og hljóðstig frá umferð reiknað.
í skýrslunni kemur fram að
framkvæmdirnar muni hafa nei-
kvæð áhrif á nokkra umhverfis-
þætti. Þær muni hins vegar auka
umferðaröryggi og hafa jákvæð
áhrif á samfélag og íbúaþróun á
Álftanesi. Með framkvæmdunum
mun nær ósnortið eldhraun
raskast. Ásýnd þess mun breyt-
ast þar sem fyrirhugaðir vegir
munu skipta hrauninu í fjóra
hluta og rjúfa vestanverðan
hraunkantinn. Framkvæmdirnar
NÝR VEGUR Á ÁLFTANESI
I matsskýrslunni eru kynntar nokkrar leiðir. Megináherslan er lögð á þá leið sem sést
á myndinni.
munu því rýra verndargildi
hraunsins, sem svæði á náttúru-
minjaskrá auk þess sem eldhraun
njóta sérstakrar verndar sam-
kvæmt náttúruverndarlögum.
Hraungróður og búsvæði
fugla í hrauninu mun skerðast að
hluta vegna framkvæmdanna. í
skýrslunnni segir að aukin um-
ferð geti haft áhrif á fuglalíf við
Lambhúsatjörn. Tjörnin er á
náttúruminjaskrá og er fugla-
svæði með alþjóðlegt verndar-
gildi. ■