Fréttablaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
13. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR
Vísitala neysluverðs:
Lækkar milli
mánaða
efnahagsiviái. Vísitala neyslu-
verðs lækkaði um 0,3% milli
mánuða. Vísitalan stendur nú í
220,9 stigum en var 221,5 stig í
byrjun janúar. Verðbólga síðasta
árið er 8,9%. Síðustu þrjá mán-
uði hefur verðbólgan verið 1,1%.
Það samsvarar 4,5% verðbólgu á
ári.
Helstu liðir sem leiddu til
lækkunar vísitölunnar eru vetr-
arútsölur á fötum og skóm,
lækkun á ávöxtum, komugjöld-
um til lækna og bílum. Hækkun
mjólkurverðs og pakkaferða til
útlanda hækkuðu vísitöluna. ■
Tölvuleikir fram-
tíðarinnar:
Leikmenn
sem Mhugsa“
tölvur Tölvuleikir framtíðarinnar
gætu haft yfir að ráða leikmönn-
um með meiri vitsmuni en gengur
og gerist um þessar mundir.
Munu þeir bæði geta skilið og
hegðað sér eftir munnlegum skip-
unum þínum, að því er segir á
fréttavef BBC. Vísindamenn við
King’s College háskólann í London
vinna nú við að fá tölvur til að
skilja, læra, tala og síðast en ekki
síst hugsa. Hugbúnaðurinn sem
þeir hafa hannað hermir eftir
þeim hluta heilans þar sem tungu-
mál og tilfinningar myndast. „Við
erum m.a. að reyna að útbúa leik-
menn í tölvuleiki sem geta skilið
hvað við segjum og hegðað sér í
samræmi við það,“ sagði John
Taylor, prófessor hjá fyrirtækinu
Lobal Technologies sem vann að
þróun hugbúnaðarins. ■
Veik börn:
Mamma
besta lækn-
ingin
rannsóknir Ekkert róar veik börn
meira en rödd móður þeirra. Þetta
kemur fram í nýrri bandarískri
rannsókn sem Beverly Shirk,
barnalæknir við barnaspítalann í
Pennsylvaníu stýrði. Shirk telur
ástæðuna vera þau sterku tengsl
sem eru á milli barns og þess sem
sér að mestu leyti um umönnun
þess, sem var móðirin í flestum
tilfellum rannsóknarinnar. Talið
er að svona einfaldar aðferðir geti
minnkað þörf barna á lyfjagjöf og
þar með dregið úr þeim aukaverk-
unum sem þau hafa. Greint er frá
þessari rannsókn í norska blaðinu
Dagsavisen. ■
....
Fæðingum fækkar í
Noregi:
Verðlaun fyrir
þriðja barn?
noregur Efnahagslegur stuðning-
ur gæti hvatt norskar konur til
þess að eignast fleiri börn en þær
gera í dag. Tölfræðingurinn Hel-
ge Brunborg heldur því fram í
norska dagblaðinu Verdens gang.
Norskar konur hafa ekki eignast
jafn fá börn síðan árið 1987. Nýj-
ustu tölur sýna að þær eignuðust
að meðaltali 1,78 barn árið 2001
en árið á undan voru þau 1,85.
Helge segir einn möguleika vera
að barnabætur væru hærri fyrir
þriðja barn en tvö hin fyrstu. Ekki
eru allir sammála Helge, kollegi
hennar Trude Lappegárd, segir
mikilvægara að atvinnulífið komi
á móts við foreldra, í dag sé svo
mikið álag þar að fólki þyki alveg
nóg að eignast eitt barn. ■
Borgarbókasafn í Áxbæ:
Mikið af húsnæði
Arsels lagt undir
bókasafn Hafinn er undirbúning-
ur að stofnun borgarbókasafns í
Árbænum. Að sögn Önnu Torfa-
dóttur, borgarbókavarðar, er lík-
legast að safninu verði valin stað-
ur í húsnæði félagsmiðstöðvar-
innar Ársels. Anna segir að um
fimm möguleikar á hugsanlegu
húsnæði hafi verið skoðaðir og
þessi talinn bestur. Borgarbóka-
safnið myndi þá nýta 700 fer-
metra af þeim 1100 fermetrum
sem húsnæðið er.
Anna segir að starfsemi félags-
miðstöðvarinnar myndi þá vænt-
anlega minnka í kjölfarið. Nýver-
ið var samþykkt í menningar-
málanefnd Reykjavíkur að leggja
fimm milljónir til undirbúning
safnsins. Anna segir allt of
snemmt að segja til um hvenær
það verður opnað. Stofnkostnaður
safnins er talinn vera 44 milljónir,
en árlegur rekstrarkostnaður 24-
26 milljónir. Forstöðumaður
Ársels, Jóhannes Guðlaugsson,
FELAGSMIÐSTÖÐIN ÁRSEL
Borgarbókasafnið leggur undir sig 700 fm af 1100 fm húsnæði félagsmiðstöðvarinnar ef
það flytur í Ársel. Hugsanlega verður byggt við félagsmiðstöðina.
sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir valinu yrði húsnæðið sam-
ekki búið að taka ákvörðun um nýtt með safninu og hugsanlega
staðsetningu þess. Ef Ársel yrði byggt við það. ■
Serbneska þjóð-
in er ekki ákærð
Ibúar á Balkanskaga fylgjast grannt með réttarhöldunum yfir Milos-
evic. Carla del Ponte segir réttarhöldin eingöngu beinast að Milos-
evic, ekki serbnesku þjóðinni. Serbar hafa litla trú á óhlutdrægni
dómstólsins.
pristina, ap Milljónir manna í ríkj-
um Balkanskaga fylgdust í gær
með upphafi réttarhaldanna yfir
Slobodan Milosevic, fyrrverandi
forseta Serbíu og Júgóslavíu.
Margir komu saman á kaffihúsum
til þess að fylgjast með beinni út-
sendingu í sjónvarpi.
Meðal serba er algengt að fólki
finnist réttarhöldin beinast gegn
serbnesku þjóðinni, en ekki Milos-
evic einum.
„Við fáum ekki að sjá nema
hluta sannleikans," sagði
Nedeljko Antonovic, serbneskur
flóttamaður frá Kosovo í Belgrað.
—♦— „Verður nokkuð
sagt um þau þús-
undir serba sem
voru myrtir?"
Carla del Ponte,
aðalsaksóknari
dómstólsins, hélt
því samt ákveðið
fram að réttar-
beindust eingöngu gegn
„Hann er sak-
sóttur á
grundvelli sak-
arábyrgðar
sinnar sem
einstaklingur."
—♦—
höldin
hinum ákærða, ekki gegn neinu
ríki eða neinni þjóð. „Hann er sak-
sóttur á grundvelli sakarábyrgðar
sinnar sem einstaklingur," sagði
hún. „Sameiginleg sekt er ekki
hluti af þessu sakamáli, hún er
ekki í lögum þessa dómstóls og ég
tek skýrt fram að ég hafna hug-
takinu."
I-Iún sagði í ræðu sinni í gær að
Milosevic hafi valdið óumræði-
legum þjáningum þeim sem
sýndu honum andstöðu eða ógn-
uðu stöðu hans og völdum. Hann
hafi ekki haft önnur markmið með
gerðum sínum en að halda per-
sónulegum völdum sínum.
í fyrsta hluta réttarhaldanna,
sem gæti staðið yfir í fjóra mán-
uði, verður eingöngu fjallað um
ákærur sem varða atburði í
FYLGST MEÐ RÉTTARHÖLDUNUM
Þessar konur fylgdust með beinni sjónvarpsútsendingu frá réttarhöldunum yfir Milosevic.
Þær eru frá Srebrenica, þar sem þúsundir manna voru myrtir árið 1995.
Kosovo-héraði. Athyglinni er þar
beint að serbneskum öryggis-
sveitum, sem sagðar eru hafa
valdið dauða hundruða Kosovo-al-
bana og hrakið um það bil 800 þús-
und manns frá heimilum sínum á
árunum 1998-99.
Ákæruatriðin eru 66 talsins,
Verði Milosevic sakfelldur fyrir
einhver ákæruatriðanna á hann
yfir höfði sér ævilangt fanglesi.
Réttarhöldin gætu tekið tvö ár.
Sjálfur virtist Milosevic hinn
rólegasti við réttarhöldin. Hann
er sextugur og fyrsti þjóðarleið-
toginn sem þarf að svara til saka
fyrir dómi vegna stríðsglæpa.
Milosevic er sjálfur löglærður
og mun sjálfur flytja mál sitt.
Hann neitaði að fá verjendur til
þess að tala máli sínu fyrir
dómnum. Hann hefur jafnan
haldið því fram að dómstóllinn
sé hvorki hlutlaus né löglegur.
Réttarhöldin séu því marklaus
með öllu. ■
ARNARHVOLL
Fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til að
gera tillögur um opinber innkaup.
Opinber innkaup:
Ekki sömu
reglur alls-
staðar
löggiöf Fjármálaráðherra hefur
skipað nefnd til að gera tillögur
um gildissvið laga um opinber
innkaup, gagnvart sveitarfélög-
um. Opinber innkaup sveitarfé-
laga, fyrir milljarða króna á ári,
hafi ekki verið boðin út. Þau eru
undanþegin ákvæðum laga um
opinber innkaup á vörum og
þjónustu undir viðmiðunarfjár-
hæðum á EES svæðinu. Sam-
kvæmt fréttavef Samtaka at-
vinnulífsins gilda, á íslandi, mis-
munandi viðskiptaumhverfi
milli sveitarfélaga. Vegna mis-
ræmisins hafi sveitarfélögin
frjálsar hendur um viðskipti
sem annars væru útboðsskyld.
Sveitarfélög þurfa ekki að bjóða
út kaup sem eru undir sextán
milljónum og verkframkvæmda
undir 397 milljónum króna. Rík-
inu beri, hinsvegar, að bjóða út
innkaup á vörum yfir fimm
milljónum og þjónustu yfir tíu
milljónum króna. Markmiðið
með innri markaði EES hafi ver-
ið að samræma reglur á öllu
svæðinu. Líkja megi núverandi
ástandi við, að ekki gildi sömu
umferðareglur milli sveitarfé-
laga. Samtökunum hafi ítrekað
borist kvartanir vegna þessa.
Samtök atvinnulífsins hafi gagn-
rýnt frumvarpið í umsögn um
það og talið að stór hluti þess
næði ekki til innkaupa á vegum
sveitarfélaga. Brýnt væri að þau
mál yrðu þróuð áfram. ■
Hippókratesareiðurinn uppfærður:
Lagaður að 20. öldinni
london - REUTERS Evrópskir og
Bandarískir læknar hafa uppfært
Hippókratesareiðinn. Þeir hafa
samið nýjar siðareglur sem eiga
betur að mæta þörfum sjúklinga á
20. öldinni. Markmið þeirra er að
sameina hefðbundinn skilning
fólks á læknisfræði og það um-
hverfi sem við búum í, í dag.
Einnig leiðbeina læknum, sem
standa, í auknum mæli, frammi
fyrir fjölda siðferðilega álitamála.
George Alberti, forseti konung-
lega læknaháskólans í London seg-
ir að hlutverk lækna hafi breyst
verulega, frá því að Hippókrates,
sá sem læknaeiðurinn er kenndur
við, var uppi, í kring um árið 460
fyrir Krist. Á okkar tímum hafi
fólk víðtæka þekkingu á heilsu-
farsmálum og taki ekki orðalaust
við sjúkdómsmeðferð. Ör tækni-
væðing í heilsugæslu og siðferðis-
leg álitamál, sé vandi sem læknar
glími við í auknum mæli. Einnig
skipti máli að meðferð sjúklinga
er gjarnan samvinnuverkefni fjöl-
da lækna. Tilskipunin gerir lækn-
um skylt að auka aðgengi og gæði
læknisþjónustu. Auk þess að vera
heiðarlegir og halda trúnað gagn-
vart þeim. Læknar eru einnig
hvattir til að vera vakandi gagn-
vart framförum í læknavísindum
og komast hjá hagsmunaárekstr-
um. ■
LÆKNAEIÐURINN
Hippókratesareiðurinn, sem saminn var fyrir um 2.400 árum, hefur verið uppfærður til að
mæta þörfum læknisfræði nútímans.