Fréttablaðið - 13.02.2002, Side 4
FRÉTTABLAÐIÐ
13. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR
Fimm kíló af amfetamíni:
Þrír áfram í
gæsluvard-
haldi
FÍKNIEFNI Gæsluvarðhald yfir
þremur mönnum sem grunaðir
eru um stórfellt amfetamínsmygl
fékkst í gær framlengt um tvær
vikur. Fjögur höfðu setið í gæslu-
varðhaldi frá því lögregla lagði
hald á fimm kíló af fíkniefninu í
húsi í Reykjavík fyrir rúmlega
hálfum mánuði síðan, en einu kon-
unni í hópnum var sleppt í gær.
Lögregla varðist frekari frétta af
málinu, en tók þó fram að rann-
sókninni miðaði vel. Fólkið er á
þrítugs- og fertugsaldri. ■
Fjarvinnsluverkefni á
landsbyggðinni:
Ríkisstjórnin
áhugalaus um
byggðamái
alþingi Kristján L. Möller, þing-
maður Samfylkingarinnar, segir
það í takt við áhugaleysi ríkis-
stjórnarinnar í byggðamálum að
engin fjarvinnslustörf eða verk-
efni á vegum
dóms- og kirkju-
málaráðuneytis-
ins hafi verið flutt
út á land. Það
kemur fram í
svari dóms- og
kirkjumálaráð-
herra við fyrir-
spurn Kristjáns.
Hann kallar eftir
upplýsingum um
flutning fjar-
vinnsluverkefna
frá öðrum ráðu-
neytum líka, en
segist ekki búast
við að flutt hafi
verið störf af
þessum toga út á
land 'tVá þeim
heldur. .Kristján
benti á að forsætisráðherra hafi
kallað fjarvinnslu „nýjan og raun-
hæfan kost í flutningi starfa til
landsbyggðarinnar" og að miklar
væntingar hafi verið til þessara
mála. „Það er náttúrulega sorg-
legt að ríkisstjórnin skuli ekki
hafa unnið betur að þessu. Það má
hins vegar minna á að þetta er
raunverulegur valkostur. Kaup-
þing í Reykjavík held ég hafi flutt
ein 14 störf til Siglufjarðar sem
unnin eru í fjarvinnslu og ganga
. .jnjög vel að sögn forráðamanna
Kaupþings. Nútímatækni er þan-
nig að ekki skiptir máli hvar menn
sitja,“ sagði hann. ■
KRISTJÁN L.
MÖLLER
Kristján segir að
nú sé þriðja árið
sem hann spyr út
í flutning fjar-
vinnsluverkefna
frá ráðuneytum
og út á land.
Svörin hafi alltaf
verið á sama veg:
„Ekkert starf!"
| INNLENT |
Sjúkdómar í blóðrásarkerfi,
þ.á.m. hjartaáföll og
kransæðastíflur, eru banamein
flestra íslendinga. Þetta kemur
fram í nýjum töflum frá Hagstof-
unni um dánarorsakir á árunum
1996 og 1997. Alls létust 1537 úr
þessum sjúkdómum á tímabilinu.
Næst algengasta dánarorsökin er
krabbamein, 1.075 létust af því.
Þriðja algengasta dánarorsökin
eru sjúkdómar í öndunarfærum,
t.d. lungnabólga. Það er einkum
eldra fólk sem deyr af þessum
völdum. Alls létust 3722 á árun-
um tveimur.
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna hefur sent frá sér
ályktun þar sem er harmað að
mál flugstjórans, sem trúnaðar-
læknir Flugmálastjórnar vildi
ekki veita heilbrigðisvottorð,
skuli ekki hafa verið leyst í heild
sinni. Stjórnsýslunefnd, sem
skipuð var tveimur virtum lög-
mönnum og landlækni, hafi stað-
fest í einu og öllu sjónarmið
stjórnar FÍA. í ljósi þess sé enn
til staðar trúnaðarbrestur milli
félagsins og Þengils Oddssonar
læknis og milli félagsins og Flug-
málastjórnar.
SVONA ERUM VIÐ
Eitthvað stórt er að gerast
Vinstri grænir í Reykjavík:
Björk gefur kost á
sér á R-listann
Jóhannes Davíðsson, MS-sjúklingur, hefur fengið frest vegna innheimtu milljónarskuldar sinnar
við LIN. Oryrkjabandalagið hefur fengið umboð hans til að sækja öll gögn í málinu. Málskots-
nefnd mun kveða upp úrskurð sinn á morgun.
framboðsmál Björk Vilhelmsdótt-
ir formaður Bandalags háskóla-
manna, BHM, hefur ákveðið að
gefa kost á sér til framboðs fyrir
Vinstri græna á R-listanum fyrir
komandi kosningar til borgar-
stjórnar. Aðspurð um einstaka
málaflokka sem hún mun leggja
áherslu á ef hún nær kjöri til
borgarstjórnar segir hún að það
séu m.a. félags- og skólamál. Hún
segir brýnt að gera sérstaka
gangskör í málefnum fátækra í
borginni. í þeim efnum sé nauð-
synlegt að finna lausn á húsnæð-
Hvort þeir séu
að brjóta lög
eða hvað þeir
eru að gera
veit ég ekki.
þyrfti ég að
lín Jóhannes Davfðsson, sem er
MS-sjúklingur, hefur fengið frest
vegna innheimtu á rúmlega millj-
ón króna skuldar sinnar við Lána-
sjóð íslenskra námsmanna (LÍN).
Auk þess hefur Ör-
yrkjabandalag ís-
lands fengið um-
boð hans til að
sækja öll gögn í
málinu. „Formað-
ur Öryrkjabanda-
lagsins sagði að nú
róa ábyrgðamenn
mína því að nú væri sambandið
komið inn í málið,“ sagði Jóhann-
es í samtali við Fréttablaðið í gær.
„Ég hringdi í lánasjóðinn og
heyrði í yfirmanni innheimtu-
deildar hjá þeim.
Málskotsnefnd
hafði sent pappíra
til þeirra og þeir
höfðu spurt lána-
sjóðinn hvort hann
hefði einhverjar
athugasemdir við
málið. Málskots^
nefndin er nú búin
að fá þá pappíra og
áætlar að úrskurða
í málinu núna á
fimmtudaginn. Ég
held að það sé eitt-
hvað stórt að ger-
ast,“ sagði Jóhann-
es.
„Lánasjóðurinn
hefur ekki heimild
í lögum til að setja
mál í pásu jafnvel
þó þau séu til með-
ferðar hjá yfir-
stjórn og svo mál-
skotsnefnd. Ég er búinn að fá
bréf frá lögfræðingum hans sem
segist ekkert ætla að gera í mál-
inu fyrr en úrskurður liggur fyr-
ir. Hvort þeir séu að brjóta lög
eða hvað þeir eru að gera veit ég
ekki. Það sér það samt hver mað-
ur að það þýðir ekkert að fara í
isvanda þeirra sem ekki geta út-
vegað sér húsnæði sökum fátækt-
ar. Þá vill hún bæta þjónustuna í
grunnskólum borgarinnar til að
geta mætt þörfum allra sem þar
eru.
Björk segist gera ráð fyrir því
að uppstillingarnefnd félags
Vinstri grænna muni ræða þessi
framboðsmál við sig innan tíðar. í
þeim viðræðum ætlar hún að til-
kynna nefndinni að hún sé tilbúin
í framboð. Auk þess gerir hún ráð
fyrir að fá tilnefningar frá flokks-
mönnum. Hún áréttar þá skoðun
BJÖRK VILHELMSDÖTTIR
Segist hafa ákveðið að hella sér i borgarpólitíkina fyrir Vinstri græna.
sína að hún muni ekki standa í út- samflokksfólki eins og sumir hafa
gáfu litprentaðra bæklinga til að gert í öðrum flokkum. Það séu
auglýsa sig fyiúr kjósendum og ekki hennar vinnubrögð. ■
JÓHANNES DAVÍÐSSON OG HÖFÐSTÖÐVAR LlN
Umboðsmaður Alþingis gaf það álit í fyrrasumar að stjórn LÍN og málsskotsnefnd sjóðins hefðu brotið lög
á Jóhannesi með því að taka ekki tillit til aðstæðna hans sem MS-sjúklings þegar hún synjaði honum um
niðurfellingu á endurgreiðslu lánsins. Málið hefur undanfarið verið fyrir málskotsnefndinni. Gengið hefur
verið að Jóhannesi og ættingjum hans sem gengist hafa í ábyrgðir eins og ekkert hafi í skorist.
innheimtu-
aðgerðir
fyrr en
málinu er
lokið. Ég
tel að nú þyrfti að taka þessi úr-
eldu lánasjóðslög og endurskoða
þau,“ sagði Jóhannes. Ekki náðist
í Steingrím Ara Arason, fram-
kvæmdastjóra LÍN, í gær vegna
málsins.
Jóhannes var ósáttur við um-
mæli Steingríms Ara í Fréttablað-
inu þann 1. febrúar er hann sagði
Jóhannes hafa komist í vanskil
við sjóðinn áður en hann missti
atvinnuna og greindist með þann
sjúkdóm sem hann hefur. Því hafi
hann ekki átt rétt á frestun
greiðslu á meðan málið væri í
meðferð. „Mér finnst undarlegt
að Steingrímur, maður í hæstu
stöðu LÍN, komi með svona fjór-
kantaðar yfirlýsingar í persónu-
legu máli,“ sagði Jóhannes. „Van-
skil er fylgifiskur fötlunar. Mað-
ur getur verið í lasinn í 5 ár áður
en sjúkdómsgreining liggur fyrir.
Spurningin er sú hvort vanskil
hafi eitthvað með málið að gera í
prinsippinu. Nei, vegna þess að ef
maður er lasinn þá er maður las-
inn og þá er alveg sama hvort þú
ert í skilum á undan eða eftir.
Þeir velja að líta svona á málið af
þvf að ég var í vinnu á þessum
tíma. Þegar heilsan er farin ætti
málið hins vegar að falla niður.“
freyr@frettabladid.is
DREGUR ÚR MEÐALTALSFJÖLDA
FANGA f FANGELSUM
Meðaltalsfjöldi allra fanga f íslenskum
fangelsum á dag árið 2000 var 92,3 fang-
ar. Árið 1996 voru fangarnir aftur á móti
124,6. Árið 1998 voru þeir 109,9. Hefur
föngum I fangelsum því fækkað jafnt og
þétt undanfarin ár.
Meðaltalsfjöldi fanga á dag
árin '96- 00
uu
120
94,10
BZ3
60 -
1996 1997 1998 1999 2000
Heimildir: Ársskýrsla Fangelsismálastofnun
rjkísins
Fyrirtæki hlaut góða einkunn verðbréfaráðgjafa:
Varð gjaldþrota fyrr sama dag
hlutabréf Bandaríska fjarskipta-
fyrirtækið Global Crossing lagði
fram beiðni um gjaldþrotaskipti
tveimur klukkustundum áður en
Alex Brown, verðbréfaráðgjafi
hjá Deutshe Bank, mælti form-
lega með því sem ágætum fjár-
festingarkosti. Báðir atburðir áttu
sér stað mánudaginn 28. janúar
síðastliðinn. Brown sagði líklegt
að þróun gengis Global Crossing
yrði svipuð almennri gengisþróun
fjarskiptamarkaðar en athugaði
ekki að gengið var þegar fallið í
núllstöðu þegar skýrslan hans
kom út. Deutsche Bank sá um
frumútboð félagsins og hafði við-
skiptavakt með bréfunum.
Gengi Global Crossing fór
hæst í 60 dollara í mars árið 2000
þegar Nasdaq-vísitalan náði há-
marki en var komið niður í 51 sent
mánudagirin örlagaríka. Félagið
þróaði og markaðssetti búnað til
háhraða gagnaflutnings, en varð
undir í harðri samkeppni. Banda-
ríska verðbréfaeftirlitið (SEC),
rannsakar nú meint bókhaldsmis-
ferli hjá félaginu. ■
GLOBAL CROSSING
Vel meinandi verðbréfaráðgjafi fylgdi
tæknifyrirtækinu fram af hengifluginu.