Fréttablaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
9
ísafjarðarbær:
Vestfirðingar semji
sína byggðaáætlun
bæjarráð ísafjarðarbær ætlar að
bjóða öðrum sveitarfélögum í
fjórðungnum að leiða vinnu við
gerð byggðaáætlunar fyrir Vest-
firði. Tillaga þessa efnis frá Hall-
dóri Halldórssyni bæjarstjóra var
samþykkt á fundi bæjarráðs ísa-
fjarðarbæjar í fyrrakvöld. Hall-
dór segir að í þessari áætlun verð-
ur lögð áhersla á ísafjarðarbæ
sem byggðakjarna fjórðungsins.
Hann segir að þetta séu formleg
viðbrögð bæjaryfirvalda við
stefnu ríkisstjórnarinnar í
byggðamálum. Hann segir að
fyrst stjórnvöld ætla ekki að beita
sér fyrir byggðaáætlun fyrir Vest-
firði verði heimamenn að gera það
sjálfir.
Margir Vestfirðingar og einnig
bæjaryfirvöld í ísafjarðarbæ eru
foxill út í ríkisstjórnina vegna
þeirra stefnu sem fram kemur í
byggðaáætlun hennar. Sýnu verst
hefur farið í heimamenn sú yfir-
lýsing sem fram kemur í skýrsl-
unni að ekki sé ráðlegt að gera ráð
fyrir því að íbúum á svæðinu muni
fjölga í náinni framtíð. Halldór
segist persónulega telja að þetta
sé blaut tuska frá stjórnvöldum til
íbúa svæðisins og sveitarstjórnar-
manna sem daglega eru að vinna
að því að efla og skjóta styrkari
rótum undir atvinnu- og íbúaþró-
un í fjórðungnum. ■
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Segir að menn muni halda áfram að berj-
ast fyrir sér og sínum.
Prikið svipt áfengisleyfi
tímabundið:
Itrekað of
margir gestir
barir Barinn vinsæli Prikið verður
sviptur áfengisleyfi næstu helgi,
frá föstudeginum 15 til sunnudags
17. febrúar. Þetta var samþykkt í
borgarráði í gær. Sviptingin kemur
í kjölfar áminningar sem handhafa
áfengisleyfis Priksins, Haninn ehf.,
var veitt í október síðastliðnum. Sú
áminning kom í kjölfar ítrekaðra
brota leyfishafa, einkum á fjölda
gesta sem leyfilegt er að hafa í hús-
inu. Núgildandi áfengisleyfi á Prik-
inu gildir til 1. október næstkom-
andi. Leyfishafa er heimilt að kæra
úrskurðinn, innan næstu þriggja
mánaða. ■
Kári krefst jafnræðis
Kári Stefánsson segir Urskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál hafa komist að rangri
niðurstöðu varðandi fyrirhugað einbýlishús sitt. Hann segir nefndina ennfremur hafa verið
vanhæfa þegar hún ógilti byggingarleyfi hans. Þá segir Kári aðra húseigendur hafa notið
rýmri túlkunar skilmála skipulagslaga.
dómsmál Kári Stefánsson, for-
stjóri íslenskrar erfðagreiningar,
telur meðlimi Úrskurðarnefndar
um upplýsingamál, hafa verið
vanhæfa til meðferðar kæru á
fyrirhugað einbýlishús hans. Það
hafi nefndarmennirnir orðið þeg-
ar nefndin úr-
skurðaði í fyrra-
sumar - eftir að
kæra barst frá
nokkurm nágrönn-
um - að stöðva
skyldi fram-
kvæmdir við húsið
til bráðabirgða.
Þess utan telur
Kári að úrskurðar-
nefndin hafi ein-
faldlega komist að
efnislega rangri
niðurstöðu þegar
nefndin ógilti byggingarleyfi sem
Reykjavíkurborg veitti honum
fyrir byggingu einbýlishússins á
Skeljatanga 9.
Kári telur ennfremur að hon-
um hafi verið mismunað við með-
ferð málsins. Þetta kemur fram í
stefnu sem lögmenn Kára hafa
sent Reykjavíkurborg, úrskurðar-
nefndinni og nágrönnum í tveim-
ur næstu húsum sem kærðu fyrir-
hugaða húsbyggingu forstjórans á
sínum tíma. Vísað er til þess að
stjórnvöld hafi áður túlkað
—♦—
Þá kemur
fram í stefn-
unni að verð-
andi nágrönn-
um Kára í
næsta húsi
hafi sjálfum
verið veitt leyfi
fyrir að hafa
hús sitt tvílyft
að hluta.
—♦—
LOÐIN A SKELJATANCA
Varla náðist nema að grafa grunninn að áformuðu húsi Kára Stefánssonar að Skeljatanga.
Framkvæmdir voru stöðvaðar eftir kærur frá nágrönnum.
grundvelli jafnréttissjónarmiða
að Kára verði gert að sæta „þrön-
gri túlkun“ skilmálanna. Með því
væri algerlega litið framhjá þeir-
ri stjórnsýsluframkvæmd sem
hafi viðgengist.
Lögmenn Kára segja að það sé
meginregla að stjórnarathafnir
séu ákveðnar og skýrar. „Sé ein-
hver brestur á skýrleika þeirra
beri að meta vafa í þeim efnum
þannig að ekki bitni á hagsmunum
borgarans," segir í stefnu þeirra.
I stefnu sinni minnir Kári á að
bæði Skipulagsstofnun og Borgar-
skipulag töldu að ekki ætti að fall-
ast á kæru nágrannanna.
Þá kemur fram í stefnunni að
verðandi nágrönnum Kára í næsta
húsi hafi sjálfum verið veitt leyfi
fyrir að hafa hús sitt tvílyft að
hluta. Samkvæmt jafnréttissjón-
armiðum beri að leysa úr máli
hans á sama grundvelli.
Þingfesta á málið fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur á morgun.
Meðal annarra sem Kári hefur
stefnt þangað er Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri.
gar@frettabladid.is
ákvæði skipulagslaga „mjög
rúmt“. Því fái það ekki staðist á
STEFÁNSSON
Segir að það fái
ekki staðist á
grundvelli jafnrétt-
issjónarmiða að
honum verði gert
að sæta „þröngri
túlkun" á skipu-
lagsákvæðum.
INGIBJÖRG
SÓLRÚN GÍSLA-
DÓTTIR
Grípur borgarstjór-
inn til varna í hér-
aðsdómi á morg-
un' Kári Stefánsson
hefur stefnt henni
þangað.
ÍSAFJARÐARBÆR
Bæjaryfin/öld telja að stöðugleiki í verðlagi
sé allra hagur.
ísafjarðarbær:
Gjaldskrár
lækkaðar um
ómilljónir
VERÐLflG Bæjarstjórn ísafjarðar-
bæjar hefur samþykkt að lækka
ýmsar þjónustugjaldskrár sínar um
allt að 6 milljónir króna. Þetta var
einróma samþykkt sem framlag
bæjarsjóðs til að tryggja stöðug-
leika í verðlagi. Meðal annars er
fallið frá hækkun á dagvistunar-
gjöldum umfram vísitölu frá og
með 1. janúar sl. Frá og með 1.
mars n.k. verður 5% lækkun á dag-
gjaldi á gæsluvöllum, gjaldi fyrir
félagslega heimilisþjónustu aldr-
aða, félagsstarfi aldraða, dægrad-
völ í heildagsskóla og gjaldskrám
vegna íþróttahúsa, sundlauga og
skíðasvæðis.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri
segir að þessari tekjulækkun verði
mætt með enn frekari hagræðingu í
rekstri. Hann áréttar þó að slík hag-
ræðing muni ekki bitna á þjónustu-
stigi bæjarins gagnvart íbúunum. í
því sambandi bendir hann á að und-
angengnar hagræðingar hafa eink-
um beinst að því að fækka toppum í
stjórnsýslunni. Hann minnir einnig
á að það sé verkefni hvers stjórn-
anda allt árið um kring að hafa aug-
un opin fyrir öllum möguleikum
sem kunna að bjóðast til að hag-
ræða í rekstri. ■
Örlög blaðamannsins í Pakistan enn óljós:
Einn mannræningj-
anna handtekinn
KARftCHl. flp Sjeik Ahmad Omar
Saíd var handtekinn í gær í borg-
inni Lahore í Pakistan. Hann var
fluttur til Karachi, þar sem hann
var yfirheyrður. Sjeikinn er grun-
aður um ránið á bandaríska blaða-
manninum Daniel Pearl. Hans
hafði verið leitað í nokkra daga.
Embættismaður í Pakistan sagði
sjeik Saíd hafa fullyrt að blaða-
maðurinn væri heill á húfi.
Ekkert var þó enn vitað um
hvar hann væri niðurkominn.
Ahmed Omar Saíd er 27 ára
gamall róttækur múslimi, fæddur
í Bretlandi. Honum var sleppt úr
indversku fangelsi í desember
árið 1999 í skiptum fyrir farþega
indversku flugvélarinnar sem af-
ganskir skoðanabræður hans
rændu og flugu til Afganistan.
í gær voru einnig ákærðir þrír
menn, sem handteknir voru eftir
að tölvuskeyti með mvndum af
Pearl voru rakin til þeirra. Síðasta
orðsendingin frá mannræningjun-
um kom 30. janúar. Þar sagði að
hann yrði tekinn af lífi innan sól-
arhrings.
Pervez Musharraf, forseti
ÞRÍR GRUNAÐIR MEÐ HAUSPOKA
Lögreglumenn í Pakistan fylgja þremur
mönnum út úr dómssal í Karachi I gær.
Mennirnir þrir eru grunaðir um aðild að
ráni bandaríska blaðamannsins Daniel
Pearl. Fjórði maðurinn var handtekinn
í gær.
Pakistans, fer til Bandaríkjanna í
dag þar sem hann hittir George W.
Bush forseta að máli. ■
Renault Laguna II
fólksbíll
Renault Scénic
fólksbíll
23.449
Renault Mégaríe Berline
fólksbíll
Bílalán, afborgun á mán.
Rekstrarleiga: 39.299
Verðáöur 2.090.000
Verð nú 2.006.000
23.008
Bílalán, afborgun á mán.
Rekstrarleiga: 38.627
Verðáður 2.050.000
Verðnú 1.968.000
18.332
Bílalán.afcagunámán.
Rekstrarieiga: 31.731
Verðáður 1.630.000
Verð nú 1.565.000
Rekstrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20,000 km á ári og erienda myntkörfu. Rekstrarieiga er aðeins i boði til rekstraraðila (fyrirtækja).
Bilalán mlðast vlð 30°í> útborgun og 84 mán. samnlng. Allar tölur eru með vsk. Tiiboðið giidir út febrúar.