Fréttablaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Um það bil 1.100 pílagrímar á leiðinni til Mekka í vandræðum: Strcindaglópar í Skandinavíu stokkhólmur. ap Um það bil ell- efu hundruð pílagrímar frá Skandinavíu á leiðinni til Mekka í Sádi-Arabíu urðu strandaglóp- ar á laugardaginn. Makedónísku flugfélagi, sem þeir ferðuðust með, var neitað um lendingar- leyfi í Sádi-Arabíu. Pílagrímarnir hafa því dvalist síðan á laugardag á hótelum í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Ósló. Hótelkostnaðurinn er greiddur af sænsku ferðaskrif- stofunni SRG. Martin Durnik, talsmaður ferðaskrifstofunnar, segir mis- skilning hafa valdið því að flug- félagið fékk ekki lendingarleyfi. „Það vantaði nokkur skjöl.“ Hann sagðist vonast til þess að pílagrímarnir gætu haldið áfram ferð sinni fljótlega. ■ HVÍLD ER GÓÐ Þessi pílagrímar eru reyndar ekki í hópi strandaglópanna i Skandinaviu. Myndin var tekin á flugvelli í Jedda í Sádi-Arabiu, þar sem þessir menn hvildu sig á leiðinni til Mekka og Medina. Á VIÐSKIPTAÞINGI Forsætisráðherra hefur sínu minni áhyggjur af EES-samningnum en ut- anríkisráðherra. HALLDÓR ÁSGRfMSSON Halldór benti á að fríverslunarsamningar okkar við ríki Austur-Evrópu rynnu út um leið og stækkun ESB yrði samþykkt. 2 * v* s f 1|| 1 Y; k ÍL-p 3 | ? fe*** fitfl uá i»ft iísi í : r Kfi\ [§ 51 Endurskoðun EES-samningsins: Eðlilegt að prófarka- lestur eigi sér stað Endurskoðun EES-samningsins: Miði frekar við aðstæður í dag stiórnmál Engir miklir hagsmun- ir eru í hættu þó ekki verði ráðist í endurskoðun EES-samningsins sagði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, á viðskiptaþingi Versl- unarráðs í gær. Davíð telur þó rétt að ráðast í tæknilega endur- skoðun samningsins. Hann líkir henni við prófarkalestur á samn- ingnum. „EES-samningurinn stendur enn, átta árum eftir gildistöku hans, fyllilega undir þeim vænt- ingum sem til hans voru gerðar og virkar eins og til stóð.“ Davíð sagði að auðvitað kæmu upp ágreiningsmál í svo flóknu fyrir- bæri sem EES-samningurinn er. Þau væru þó fá og snerust ekki um mikla hagsmuni heldur tækni- leg framkvæmdaratriði. „Stækkun Evrópusambandsins kallar á vissa hagsmunagæslu af okkar hálfu", sagði Davíð. Hann taldi þó ekki að um væri að ræða mjög mikilvæg mál enda útflutn- ingur til aðildarríkjanna lítill. Davíð sagði aðild að Evrópu- sambandinu kosta á annan tug milljarða árlega. Fullveldinu væri líka kastað fyrir borð. Slíkt væri óásættanlegt. ■ utanríkismál „Það ei’ í’étt að samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið taki mið af aðstæðum í dag, en ekki aðstæðum fyrir 10 árum síðan,“ sagði Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra á opnum fundi á mánudagskvöld. Hann benti á að með fyrirhugaðri stækkun Evrópusambandsins væri einnig verið að stækka Evr- ópska efnahagssvæðið. „Þá liggur ljóst fyrir að Evrópusambandið hefur verið að útvíkka sitt sam- starf og taka yfir ný samstarfs- svið án þess að við séum aðilar að þeim, því EES-samningurinn gerði ekki ráð fyrir þeim á sínum tíma.“ Halldór talaði um tilfærslu sem orðið hafi á verkefnum fram- kvæmdastjórnar ESB yfir í sjálf- stæðar stofnanir, t.d. Matvæla- stofnun og Flugmálastofnun. „Gæti nú ekki verið nauðsynlegt fyrir okkur að hafa eitthvað um þessi mál að segja,“ sagði hann og benti á að áhrif þjóðarinnar á ákvarðanatökuferli sambandsins hafi minnkað undanfarin ár eftir því sem Evrópuþing og Ráðherra- ráð Evrópusambandsins hafa eflst á kostnað framkvæmda- stjórnar ESB. ■ Knútur Bruun: Lúxus heilsuþorp hveragerði Knútur Bruun, lög- maður, gekk í dag frá samningi við ríkið um leigu á átta hekturum lands úr ríkisjörðinni Reykjum í Ölfusi. Knútur hyggst byggja upp heilsuþorp á svæðinu og markaðs- setja fyrir vel stæða útlendinga. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að Knútur hefur unnið að undir- búningi framkvæmdanna í fjögur ár. Einnig hyggst hann bjóða upp á hefbundið hótelrými og ráð- stefnuaðstöðu. Nokkrir erlendir fjárfestar munu hafa sýnt áhuga en Knútur útilokar ekki að leita innlends fjármagns. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Valgerður kynnti ríkisstjórn reglur um við- skipti ráðuneytisstarfsmanna á verðbréfa- markaði og um meðferð trúnaðarupplýs- ingar, ásamt fyrirhuguðum breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Starfsmenn ráðuneyta: Bannað að svindla STJÓRNSÝSLA Valgerðui’ Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra kynnti á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og verðbréfaviðskipti starfsmanna ráðuneytisins. Tilgangur regln- anna er að tryggja að meðferð trúnaðarupplýsinga sé í samræmi við lög og reglur sem gilda á verð- bréfamarkaði. Páll Magnússon, aðstoðarmaður ráðherra, segir til- gang reglnanna einnig að auka meðvitund starfsmanna um trún- aðarupplýsingar. „Starfsmenn verða t.d. að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki undir höndum trúnaðarupplýsingar áður en þeir stunda sjálfir viðskipti á verð- bréfamarkaði," sagði hann. í regl- unum er einnig kveðið á um bann við að láta af hendi trúnaðarupp- lýsingar til þriðja aðila eða ráð- leggja með öðrum hætti. Þá segir að sérstakrar aðgæslu sé þörf þegar senda þarf trúnaðarupplýs- ingar. „[Þær] skal ekki senda um tölvupóst nema að gripið sé til sérstakra öryggisráðstafana." Þá kynnti ráðherra einnig breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög í þá átt að skrá megi hlutafé í erlendri mynt. Páll segir breytingarnar í samræmi við breytingar sem heimili upp- gjör fyrirtækja í erlendum mynt- um. Frumvörpunum var vísað til þingflokka stjórnarflokkanna. ■ 6 hausa Nicam stereótæki. Sjálfvirk skipting yfir á langspilun. Turbo Timer. Allar aógerðir á skjá. 2 Scarttengi. 20" sjónvarp. Black Matrix myndlampi. Textavarp. Úttak fyrir heyrnartól. Scarttengi. Virkar á flest sjónvörp, myndbandstæki, OVD o.fl. Philips 20" sjónuarp Öý 39.995 kr. Philips myndbandstæki 29.995 kr. Philips fjölnotafjarstýring tjý Ueró frá 3.995 kr. Heimilistæki hf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.