Fréttablaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI
FRETTABLAÐIÐ
13. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR
Fyrsti íslenski keppandinn á Ólympíuleikunum:
Dagný Linda
í 31. sæti í bruni
FIMM MÖRK f EINUM LEIK
Fernando Morientes skráði nafn sitt í sögu-
bækur Real Madrid á sunnudaginn. Hann
skoraði fimm mörk í leik á móti Las Palmas
í spænsku deildinni. Leikmenn Real Madrid
skoruðu tvö mörk til viðbótar. Ungverjinn
Ferenc Puskas er eini maðurinn sem hefur
áður skorað fimm mörk með Real. Hann
lék með þvi í kringum 1940.
ólympíuleikar Brunkeppni
kvenna fór loks af stað í
gærkvöldi í Snowbasin í
Utah-fylki. Dagný Linda
Kristjánsdóttir hafði rás-
númerið 37 af 39 keppend-
um og hafnaði í 31. sæti.
Fjórar stúlkur féllu úr
keppni en 35 komust í
mark. Dagný Linda fór
brautina á 5,16 sekúndum
lengri tíma en sigurvegar-
DAGNÝ LINDA
KRISTJÁNS-
DÓTTIR
Keppti í gær.
inn Garole Montillet frá Frakk- mest
brautinni var 93,7 km á
klukkustund. í öðru sæti á
eftir Montillet varð Isolde
Kostner frá Ítalíu. Brons-
verðlaunin féllu í skaut
Renate Götschl frá Aust-
urríki. Keppnin var haldin
klukkan sjö að íslenskum
tíma í gærkvöldi eftir að
hafa verið frestað marg-
sinnis vegna hvassviðris.
Eistlendingar voru
áberandi í 15 km skíða-
landi. Meðalhraði hennar í göngu karla með hefðbundinni
CAROLE MONTILLET
Regina Haesl frá Þýskalandi óskar sigun/egaranum Carole Montillet frá Frakklandi
til hamingju.
aðferð, hrepptu bæði gull- og hafnaði í þriðja sæti. Á milli
bronsverðlaun. Anders Eistanna var Norðmaðurinn
Veerpalu sigraði og Jaak Mae Frode Estil. ■
Landsliðin undirbúa sig fyrir HM:
Noregur veður í gulli:
Komst fram
úr og vann
ólympÍuleikar Norðmaðurinn
Bente Skari fékk gullverðlaun í 10
kílómetra skíðagöngu kvenna í gær.
Hún fór vegalengdina á 28 mínút-
um og 5,6 sekúndum. Rússarnir
Olga Danilova og Juliju Tchepalova
lenti í öðru og þriðja sæti. ■
Vala og Magnús Aron sæl
og ánægð í Gautaborg
Vala Flosadóttir og unnusti hennar Magnús Aron Hallgrímsson una glöð við sitt. Þau eru bæði í
góðu formi og hafa æft stíft að undanförnu. Vala telur æfingar síðustu mánaða eiga eftir að skila
sér í góðum árangri.
Almennar
Bíla-
viðgerðir
frjálsar Eins og fram hefur kom-
ið í Fréttablaðinu var Vala Flosa-
dóttir í síðasta sæti á stigamóti í
Stokkhólmi fyrir skömmu. Mótið
var fyrsta í f jögurra móta röð en
það næsta fer fram í Birming-
ham í Englandi þann 17. febrúar
n.k.
í samtali við blaðið sagðist
Vala síður en svo örvænta þrátt
fyrir árangur langt undir getu.
„Ég hef að sjálfsögðu verið að
stökkva hærra en þetta á æfing-
um og er sannfærð um að árang-
urinn eigi eftir að verað betri í
vetur,“ segir Vala. í október hóf
hún að æfa með nýjum þjálfara,
Pekka Dalhöjd sem er finnskur.
„Æfingar hafa gengið mjög
vel og ég hef æft stíft og ég trúi
að það eigi eftir að skila sér. Það
gerist stundum eftir miklar og
strangar æfingar að dálítinn
tíma taki að komast almennilega
af stað. Líklega er það ástæðan
fyrir slöku stökki í þessu móti.“
Vala segir þau Pekka hafa
breytt talsvert æfingunum og
hún sé sannfærð um að það eigi
eftir að gefa góðan árangur. „Ég
er mjög ánægð með hann og ekki
um annað að ræða en að púsla
VALA OG MAGNÚS
Æfa bæði stíft í Gautaborg. Hún stangastökk, hann kringlukast.
þessu saman og fá þetta til að
virka. Meiðsl eru ekki að plaga
mig um þessar mundir og því
krossa ég fingur og vona að ég
sleppi við þau.“
Vala býr nú í Gautaborg og
stundar enskunám við háskólann
í borginni. Hún býr með unnusta
sínum, Magnúsi Áron Hallgríms-
syni kringlukastara sem einnig
er við æfingar þar. „Hann er ein-
nig að komast í mjög gott form
enda helgar hann sig eingöngu
íþrótt sinni. „Við erum mjög
ánægð með æfingaaðstöðuna
hérna og það tók mig talsverðan
tíma að finna þann stað sem ég
vildi æfa á. Ég var í Bandaríkjun-
um um tveggja mánaða skeið í
fyrra og það virkaði ekki eins vel
og ég hefði viljað."
Vala segist líta á s.l. ár sem
milliár eftir Ólympíuleika. „Árið
var ár breytinga hjá mér og ég
fann mig ekki nægilega vel. Nú
er ég á réttum stað með góðan
þjálfara og það er ekkert sem
ætti að hafa áhrif á árangurinn."
Hún segist vera vongóð fyrir
komandi keppnistímail sem líkur
með Evrópumeistaramótinu inn-
anhúss í Vín í mars.
„Dagsformið getur verið mis-
jafnt og það má svo lítið út af
bera. Það er engin ástæða til ann-
ars en ætla að þetta gangi allt vel
á árinu.“
bergljot@frettabladid.is
Fjöldi vináttulandsleikja í dag
HEIMSMEISTARAR
Franska landsliðlð sat fyrir í nýja landsliðsbúningnum á mánudaginn
Rudi Voeller á úr vöndu að velja
þar sem níu leikmenn eru frá
vegna meiðsla. „Maður verður að
prófa sig áfram og sjá hverjum
maður getur treyst. Þeir 11 sem
spila fyrsta leikinn á HM eru
sjaldnast þeir sömu og spila síðasta
leikinn,“ sagði Voeller.
Það verður væntanlega uppi fót-
ur og fit þegar Luis Figo snýr aftur
til Barcelona. Þar mætir Portúgal
Spáni. Figo flutti frá Barcelona til
erkióvinarins Real Madrid fyrir
tveimur árum. Síðan þá hefur hon-
um ávallt verið illa tekið á Camp
Nou leikvanginum. Portúgal gerir
sérstakar öryggisráðstafanir til að
koma í veg fyrir að ráðist verði á
hann.
Englendingar mæta Hollending-
um í Amsterdam. Robbie Fowler,
Teddy Sheringham, Michael Owen
og Ándy Cole eru ekki í liðinu.
Landsliðsþjálfarinn Sven-Göran
Eriksson valdi Darius Vassel hjá
Aston Villa, Michael Ricketts hjá
Bolton og hina ungu varnarmenn
Wayne Bridge hjá Southampton og
Ledley King hjá Tottenham. Emile
Heskey, Sol Campbell og Rio
Ferdinand eru á sínum stöðum.
Hollendingar unnu Englendinga 2-
0 í ágúst. Samt tókst-þeim ekki að
komast í úrslitakeppni HM. í liðinu
í dag eru fimm leikmenn frá
Barcelona og sex úr ensku úrvals-
deildinni, þ.á.m. Ruud van Nistel-
rooy.
Bandaríkin mæta með sitt besta
lið á Sikiley. Marga af lykilmönn-
unum vantaði þegar liðið vann
Costa Rica í úrslitum CONCACAF
bikarsins. 12 menn, sem spila í Evr-
ópu, eru nú til taks. í ítalska liðinu
er m.a. framherjinn Massimo Mar-
azzina, sem er búinn að skora 22
mörk í deildinni í vetur.
Frakkar hita upp fyrir titilvörn-
ina og mæta Rúmenum á Stade de
France. Þetta er fyrsti af fimm æf-
ingaleikjum liðsins fyrir HM. Það
er lítið um áhyggjur hjá þeim.
Pires, Vieira, Henry og Zidane eru
allir í liðinu.
Veðmangarar spá því með 4 á
móti 1 að Argentína sigri HM í
sumar. Veron mætir til Cardiff
ásamt Saviola og Bonano hjá
Barcelona til að spila á móti Wales.
Félagi Veron hjá United, Ryan
Giggs, fer fyrir Walesverjum.
Einnig mætast í dag Belgía og
Noregur, Saudi-Arabía og Dan-
mörk, Grikkland og Svíþjóð, írland
og Rússland, Króatía og Bulgaría,
Pólland og Norður-írland. í Amer-
íku mætast Paragvæ og Bólivía,
Úrúgvæ og Suður-Kórea og
Mexíkó og Júgóslavía. ■
fótbolti Af þeim 38 landsliðum sem
mætast í vináttulandsleikjum í dag
eru aðeins tvö ekki evrópsk.
Argentína mætir Wales í Cardiff og
Bandaríkin spila við Ítalíu á
Sikiley.
Þjóðverjar spila við ísraela í
Kaiserslautern. Þeir ætla væntan-
lega að vinna upp trúverðugleika
liðsins. Það var mjög tæpt á að
komast í úrslitakeppni HM. Mikill
öryggisviðbúnaður er í Þýskalandi
út af leiknum. Landsliðsþjálfarinn
Rafræn skilríki fyrir
tölvupóst og vefsíður.
Örugg samskipti á
internetinu eru okkar fag.
Dulkóðun
Islandia
545 1120
www.dulkodun.is
Vagnhöföi 21 • 110 Reykjavík
Sími: 5774500
velaland@velaland. is
VELALAND
VÉLASALA * TÚRBÍNUR
VARAHLUTIR • VIOGERÐIR