Fréttablaðið - 06.03.2002, Síða 11

Fréttablaðið - 06.03.2002, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. mars 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Hagstjórn Seltjarnarnesbæjar gagnrýnd: Skuldir vaxið um 70% á 4 árum fjármál Skuldir Seltjarnarnesbæj- ar uxu um 70% frá árinu 1997 til 2001 að sögn Sunnevu Hafsteins- dóttur, bæjarfulltrúa Neslistans. Sunneva og Högni Óskarsson, sem eru í minnihluta í bæjar- stjórn, gagnrýndu fjármálastjórn sjálfstæðismanna harkalega á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku þegar þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarsjóðs var rædd. Sunnevar sagði að Neslistinn hefði látið taka saman fyrir sig upplýsingar um skuldastöðu bæj- arins og niðurstaðan væri sú að höfuðstóll þeirra hefði vaxið úr 297 milljónum króna árið 1997 í 505 milljónir árið 2001. Sunneva sagði að engin heildarstefna eða langtímamarkmið væru í fjár- hagsáætluninni. Þar væri rætt um að halda áfram að lækka skuldir og draga úr fjármagnskostnaði, sem skuldastaðan sýndi að hefði ekki verið gert. Að sögn Sunnevu hafa afborg- anir og vextir vaxið um 73% á síð- ustu fjórum árum. í bókun sem minnihlutinn lagði fram á bæjar- BEST REKNA BÆJARFÉLAGIÐ Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnar- ness, vísar gagnrýni minnihlutans til föður- húsanna og segir bæinn eitt besta rekna bæjarfélag landsins. stjórnarfundinum segir að greiðslur yfirdráttarvaxta hafi vegið þungt á síðasta ári, en þan- nig vaxtagreiðslur þættu ekki merki um góða hagstjórn. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri sagðist vísa gagnrýni minnihlutans til föðurhúsanna. Fjárhagsstaða Seltjarnarness væri mjög góð samanborið við önnur sveitarfélög og bærinn fengið hól sem best rekna bæjar- félag landsins undanfarin ár. Hann sagði að langtímaskuldir bæjarins næmu um 375 milljón- um króna og að þær væru greidd- ar niður um 50 milljónir á ári. ■ Gríðarlega mismunandi verð á fiski: Allt að 97% verðmunur milli verslana neytendur Gífurlegur verðmunur er á fiskverði á milli verslana. í nýrri verðkönnun Samkeppnis- stofnunar kemur fram að munur- inn er allt að 97%. Það er heil smá- lúða sem er á svo misháu verði. Hún var dýrust í Hagkaupum Eiðistorgi, á 1279 en ódýrust í fiskbúðinni Hafrúnu, á 650 kr. kg. Mjög mikill verðmunur er einnig á stórlúðu í sneiðum, 89%, nýjum og söltuðum kinnum, 89%, stein- bítssneiðum og steinbítsflökum, 82% og 89%. Stórlúðan var dýrust í Nýkaup í Kringlunni, 1999 kr. kg en ódýrust í Fjarðarkaupum, 1098. Nýjar og saltaðar kinnar voru dýrastar í Fiskbúðinni Vör en ódýrastar í Fjarðarkaupum, 360 kr kg. Steinbíturinn var ódýrastur í Nóatúnsverslunum en dýrastur í Fiskbúðinni Hafberg og Fiskbúð- FISKINN Á DISKINN Meðaltalshækkun á fiski er nokkum vegin sú sama og hækkun vísitölu. Verðmunur á milli verslana er hins vegar mjög mikill. inni Vör þegar um var að ræða sneiðarnar en í Hagkaupum Eiðis- torgi þegar um var að ræða flökin. 38% verðmunur var á ýsuflök- um, þau voru ódýrust í Samkaup- um, á 795 kr. kg en dýrust í versl- unum Nóatúns, 1098 kr. kg. 64% verðmunur var á hrogn- um, þau voru ódýrust í Fiskbúð- inni Okkar, á 650 kr. kg en dýrust í verslunum Nóatúns á 1069 kr. kg. Verðkönnunin var gerð í 17 fiskbúðum og 11 matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu. Kann- að var verð á 16 tegundum auk hrogna og lifrar. Sambærileg könnun var gerð fyrir einu ári síð- an. Ef borið er saman meðalverð á fisktegundunum þá og nú kemur í ljós að þær hækka að meðaltali um 14,2%. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,9% á tímabil- inu, þar af liðurinn matvörur um 13,3%. ■ [ VIÐSKIPTI | IGlandsbanki bendir á að óheppi- legt sé þegar innherjar eigi viðskipti með hlutabréf skömmu fyrir uppgjör fyrirtækja, sem þeir tengjast. Benda þeir á þrjú slík dæmi í síðustu viku; viðskipti með bréf SH, Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Þó er ekki gefið í skyn að innherjarnir hafi nýtt sér trúnaðarupplýsingar til að hagn- ast á viðskiptunum. ...... Krónan styrktist í síðustu viku og var gengisvísitalan í 135,83 stigum í lok vikunnar. Greiningardeild íslandsbanka tel- ur að afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd í desember og janúar, fréttir af góðri loðnuveiði og nýt- ing vaxtamunar hafi ráðið þar mestu. Undrakrem! Grœðandi og uppbyggjandi f~ andlits- og kuldakrem. 20% afsláttur i mars! Apótekið, Lyf & heilsa, Heilsuhúsin, Lyfja, Blómaval, Heilsubúðin Hfj. og sölustaðir um land allt. \ / (go*/uvá .kaij0fej»l(jar*kýil ÞJÓNUSTA REYKJ AVÍKU RBORGAR v Laugardalur uvdllUr Félags*og þjómistumiðstoð" ^ « oinka#] qsWÍMjursfeiti ..sóríl^)l Laugardalilðuo i j v #4 ( __ ðkautðhlmi ilthöM® \ X<\ \ .:’"’(^u»ajwH»fes!i Fjöi»krH!ua»r«uf í \ \ '•priMsjvberg Lundur«elnksrckínn irdui Slthc msf . ' Mónjínw lUbofg^j í j \ S*sjuvi>llur TúmthAH Aillaitíji mtm UUíkrllslfafe f BOROARSKRIF8TOFUR F6LAOSWÖNUSTA ORUNNSKÓLAR / ITR LEIKSKÓLAR OÆSLOVeLLIR UMKVERFI8MAL V-.... 4 jOrkuvejSiRevlííiivliW \jj)^an y y \ \ \ \ \ V)Stfmiiníli l>*VfiS; J ; MENNINOAR- 8TARFSEMI -1 Hverfafundur borgarstjóra meö íbúum á svæöinu norðan Miklubrautar, austan Lönguhlíðar og vestan Elliöaáa ér I kvijld k(. 20:001 féjiigsliteimiii Þróttar . ___________________________ Á fundinum ræðir borgarstjóri áherslur í starfi borgarinnar og helstu framkvæmdir á árinu 2002. Einnig verður ný hverfskipting borgarinnar kynnt ásamt ýmsum hugmyndum um samráð íbúa og borgaryfirvalda. Borgarstjóri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.