Fréttablaðið - 27.03.2002, Side 1
.
STIÓRNSÝSLA
2.000
látnir
Stefnumótun úr
bakherbergjum
bls 8
AFMÆLI
Endist ekki
œvin til lesturs
bls 22
Spænska
Sebastian Nowenstein
s.
FRETTABLAÐIÐ
61. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Miðvikudagurinn 27. mars 2002
IVIIÐVIKUDAGUR
Hvað gera
fyrirtækj astjórnir?
fundur Hlutverk stjórna í fyrir-
tækjum er efni morgunverðarfund-
ar viðskipta- og hagfræðideiidar
Háskóla Islands. Hann fer fram á
Hótel Sögu, Ársal og stendur frá
kl. 8.30-10.00.
Tekjur og skuldir
rúv Ársreikningur Ríkisútvarpsins
verður lagður fram í dag.
Ársuppgjör
uppgjör Fjárfestingasjóður Búnað-
arbankans, ÍS-15, birtir ársuppgjör
í dag.
Síðasti skiladagur á
þingi
alþingi Síðasti skiladagur nýrra
þingmála á þessu þingi er í dag kl.
17.
jVEÐRIÐ í DACI
REYKJAVÍK Norðan og
norðaustan 13-18 m/s og
skýjað.
Frost 1 til 4 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður O 10-15 Skýjað Q 3
Akureyri © 10-15 Snjókoma ©4
Egilsstaðir O 10-15 Slydda Q 2
Vestmannaeyjar O 13-18 Slydda Q2
Sálumessa í kirkju
tónleikar Kór Háteigskirkju og
kammersveit flytja í kvöld sálu-
messu eftir breska tónskáldið John
Rutter. Einsöngvari er Kristín R.
Sigurðardóttir og stjórnandi er
Douglas A. Brotchie. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20.30.
Körfubolti kvenna
ípróttir Einn leikur er í úrslita-
keppninni í körfubolta kvenna í
kvöld. KR og Keflavík mætast í
KR-heimilinu kl. 20.00
IKVÖLDIÐ í KVÖLD j
Tónlist 18 Bíó
Leikhús 18 Iþróttir
Myndlist 18 Sjónvarp
Skemmtanir 18 Útvarp
16
14
20
21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRETTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára
íbúar á 63,4%
höfuð-
borgarsvæð-
inu í dag?
Meðallestur 25 til 49
ára á miðvikudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2001
70.000 eintök
65% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP [ OKTÓBER 2001.
Beitti valdi til að ná
dóttur sinni aftur
Caroline Lefort hrifsaði dóttur sína úr umsjá barnsföður síns með valdi í gær. Faðirinn, Francois
Scheefer, veit ekki hvar dóttir hans er niðurkomin. Grunar að þau hafi flúið til Belgíu og séu á
leið til Islands. Caroline hafði bráðabirgðaforræði yfir stúlkunni hér á landi þegar Francois flúði
til Frakklands með hana.
forsjÁrdeila Caroline Lefort hrifs-
aði dóttur sína, Lauru Sólveigu
Scheefer, með valdi úr umsjá föður
síns í Frakklandi í gær. Hún var á
gangi með barnið, ásamt foreldr-
um sínum, þegar bíll kom aðvíf-
andi á fullri ferð. Bílstjórinn snar-
hemlaði og Caroline dró dóttur
sína inn í bílinn. Faðir stúlkunnar,
Francois Scheefer, hafði gengið í
humátt á eftir mæðgunum. í sama
mund og bíllinn stoppaði sparkaði
faðir Caroline í hann svo hann féll
við. Móðir hennar spreyjaði
piparúða í augu hans. Við það
blindaðist Francois og gat ekki
komið í veg fyrir flótta Caroline
með dóttur þeirra. Þetta fullyrti
Francois í samtali við Fréttablaðið
Forsaga málsins er sú að
Francois flúði til Frakklands með
Lauru eftir að Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði dæmt
Caroline bráðabirgðafor-
sjá yfir stúlkunni. Það
gerði hann þrátt fyrir far-
bann stúlkunnar.
„Þetta er martröð,"
sagði Francios í viðtali við
Fréttablaðið í gær. Hann
sagði að flóttinn hefði ein-
kennst af miklu ofbeldi.
Laura hafði hágrátið þeg-
ar hún var dregin inn í bíl-
inn. „Þetta gerðist mjög snöggt.“
CAROLINE LEFORT
Fréttablaðið tók viðtal
við Caroline áður en
hún fór til Frakklands.
í gær.
Francois segir að lögfræðingur
Caroline í Frakklandi hafi for-
dæmt þetta ofbeldi. Hún hafi sagt
sig frá málinu og því sé Caroline
ekki lengur með lögmann þar í
landi. „Lögfræðingur minn vonar
að íslensk stjórnvöld fordæmi
þennan verknað. Þetta er
ekki lengur spurning um
umdæmi stjórnvalda
heldur líf barns og fram-
tíð þess,“ segir Francois.
Hann veit ekki hvar
dóttur hans er niðurkom-
in og hefur ekki heyrt frá
Caroline. Franska lög-
reglan fer með rannsókn
málsins. Heilbrigðisyfir-
völd eru einnig komin inn
í málið, segir Francois, og telja
Lauru vera í hættu. Hann óttast að
Caroline og foreldrar hennar hafi
flúið yfir til Belgíu sem er í 20 kíló-
metra fjarlægð frá bænum þar
sem atburðurinn gerðist.
Dögg Pálsdóttir, lögmaður
Caroline hér á landi, hafði ekki
heyrt í skjólstæðingi sínum í gær-
kvöldi. Það eina sem hún vissi um
málið var í gegnum fyrrverandi
lögmann Francois hér á landi.
„Maðurinn var með barnið ólög-
lega í sinni vörslu," segir Dögg.
Hún segir spurningu um hvort það
sé ólöglegt að taka barn með þess-
um hætti frá manni sem hefur ekki
forræði yfir barninu. „Það liggur
fyrir að hún er með forsjá barnsins
en ekki hann. Það var hann sem
stal barninu og fór með það úr
landi í trássi við eigið farbann.“
Caroline svaraði ekki farsíma
sinn í gærkvöldi.
bjorgvin@frettabladid.is
Arne á
uppleið
ÍÞRÓTTIR
Niðurstaða
á síðustu
stundu
*
SÍÐA 13
VIÐ HÖFNINA í HAFNARFIRÐI Það getur verið napurt að vinna útivið þessa dagana. Þá er eins gott að vera vel gallaður til að bægja
kuldabola trá. Það er enda ávísun á vandræði ef sækti að mönnum kuldaskjálfti við logsuðuna, bæði gætu menn skaðað sig og svo má
ekkert verða til að veikja suðuna.
Efnahagsbrotadeildin ákærir forsvarsmenn lögfræðifyrirtækis:
Sakaðir um milljóna fjárdrátt og svik
dómsmál Framkvæmdastjóri og
stjórnarformaður Lögþings hf. -
síðar Lögþing ehf. - hafa verið
ákærðir fyrir fjárdrátt og fjár-
svik. Mál efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra gegn mönn-
unum var þingfest fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær.
Mönnum tveimur er gefið að
sök að hafa á árunum 1995 og
1996 haldið eftir um 4,8 milljón-
um króna af innheimtufé sem
skjólstæðingar Lögþings höfðu
falið fyrirtækinu að innheimta.
Ennfremur er framkvæmda-
stjórinn ákærður fyrir fjársvik
með því að hafa ekki fært inn
breytingar á veðréttarröð inn á
tvö veðskuldabréf. Bréfin voru
samtals að höfuðstól 2,5 milljónir
króna. Þau voru seld í nafni
Bjarka hf. en þar var fram-
kvæmdastjóri Lögþings stjórnar-
maður.
Þess utan eru mennirnir tveir
ákærðir fyrir að halda rekstri
Lögþings áfram þrátt fyrir að
fyrirliggjandi bókhaldsgögn
gæfu til kynna að tekjur dygðu
ekki til að mæta daglegum út-
gjöldum. Einnig fyrir að hafa
vanrækt að uppfæra bókhald fyr-
irtækisins.
Ríkislögreglustjóri gerir kröfu
um refsingu yfir mönnunum. Við
brotunum sem þeir eru sakaðir
um liggur allt að sex ára fangelsi.
Fjölmargir aðrir aðilar; félög og
einstaklingar, gera samtals
skaðabótakröfu á hendur þeim
fyrir um 5,3 milljóna króna auk
verðbóta og dráttarvaxta. ■
VHF
talstöð
T\Vao&
Vönduð stöð með
nafnabirtingu og
Ijósi í hnöppum
Kr. 39.990
stgr.