Fréttablaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 10
I Kí I fABí ADIS) Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sígurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. io____________________________FRÉTTABLAÐIÐ_________________27. mars 2002 miðvikudacur Skaðabótalögfrædingurinn á Grundartanga 1987 Ungur skaðabótalögfræðingur frá Oregon, Kenneth Peterson að nafni, kaupir 160 þúsund tonna ál- ver í Washingtonfylki. Peterson hafði ekki komið nálægt þunga- iðnaði, en einbeitt sér að rekstri lögfræðistofu sinnar sem sér- hæfði sig í að halda uppi vörnum í skaðabótamálum. Hann hætti rekstri stofunnar tveimur árum eftir að hann keypti álverið. Fljótt kom í ljós að Peterson kunni ýmis- legt fyrir sér í rekstri. Fyrirtæki hans, Columbia Ventures, hefur keypt fyrirtæki tengd málmiðnaði og hefur rekstur þeirra gengið vel. Fyrirtækið er einkafyrirtæki Petersons, en starfsmenn eiga einnig hlut í því. 1995 í október berast fréttir af áhuga Columbia Ventures á að reisa álver á íslandi. Áhugi fyrirtækisins á ís- landi hafði kviknað vegna markaðs- starfs íslenskra yfirvalda. Upphaf- legar áætlanir gerðu ráð fyrir að reisa 60 þúsund tonna álver í fyrstu atrennu. Efasemdarraddir heyrð- ust um að slíkt álver væri ekki hag- kvæmt. Stækkun í 180 þúsund tonn var fyrirhuguð. Fyrsti áfangi mið- aðist við þá orku sem Landsvirkjun var unnt að afhenda. 1997 Starfsleyfi er gefið út fyrir allt að 180 þúsund tonna álver. Fram- kvæmdir hefjast þegar og ganga framar vonum. Tíðin var góð, en ^_______JEorsaga Óvissa ríkir um álversframkvæmdir við I Reyðarfjörð. í kjölfarið hefur athyglin beinst að Kenneth Peterson og fyrirtæki hans Col- umbia Ventures sem á Norðurál á Crundartanga. Peterson þakkar verkkunnáttu fs- lendinga hversu vel gengur. í júní 1998 er hluti álversins gangsettur. Þrátt fyrir að framkvæmdir gengju vel var ekki unnt að nýta sér það að fullu. Landsvirkjun gat ekki flýtt afhendingu orku. 2000 Áform eru uppi um stækkun ál- versins umfram gildandi starfs- leyfi. Talað er um 240 þúsund tonna álver sem ætlunin er að ná í 300 þúsund tonn með framleiðniaukn- ingu vegna nýrrar tækni. Fram kom í fréttum að tregða væri hjá stjórnvöldum að bregðast við beiðninni. Ríkisstjórnin lagði frumáherslu á álver í Reyðarfirði. Kenneth Peterson sagði sjálfur að hann væri sáttur við svör stjórn- valda. Þetta væru óskyld mál og svör stjórnvalda byggðust á því að óvissa um orkuöflun gerði þeim erfitt fyrir að gefa skýr svör um tímarammann. ■ oooooooooooooooooooooooo Vinsælustu ngargjafirnar • hringar • hálsmen • krossar • hjörtu frábær verð á vandaðri smíði LARA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 JÓNAS SKRIFAR: ORÐRÉTT Brúarfælni í Reykjavík Erfiðleikar embætta skipulagsstjóra og gatna- málastjóra Reykjavíkur við að sjá fyrir þróun sam- göngumála í borginni endurspeglast í tregðu þeirra við að undirbúa viðstöðulausan akstur á mesta um- ferðar- og slysahorni borgarinnar, gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Til skamms tíma töldu embættin ranglega, að ekki þyrfti mislæg gatnamót á þessum stað. Nú vita þau betur, en eru samt að gæla við hugmynd um, að hafa aðeins viðstöðulausan akstur á annarri götunni og þá jafnvel frekar á Kringlumýrarbraut, þótt umferð á Miklubraut sé miklu þyngri. Við undirbúning mislægra gatnamóta á þessum stað þarf að hafa í huga nýja byggð, sem verið er að skipuleggja í Vatnsmýri vegna minnkunar flug- vallarins, ráðagerðir um byggð úti í sjó við Eiðisgranda og hugmyndir um að láta flugvöllinn í Vatnsmýri víkja fyrir nýjum miðbæ. Miklabraut er eðlileg samgönguæð þessara við- bóta. Með mislægum og viðstöðulausum gatnamót- um á horni Kringlumýrarbrautar og með því að beina umferð um Stakkahlíð og Lönguhlíð frá Miklubraut næst viðstöðulaus kafli alla leið til Vatnsmýrar um undirgöngin við Miklatorg. Skrifstofur skipulagsstjóra og gatnamálastjóra geta gamnað sér við hugmyndir um að ýta umferð- inni niður í miðbæ af Miklubraut yfir á Kringlu- mýrarbraut og Sæbraut, en á þeirri leið eru ótal gatnamót, sem þyrftu að vera mislæg til að vera samkeppnishæf við Miklubraut. Á þessum króki niður í bæ eru gatnamót við Háaleitisbraut, Suðurlandsbraut, Borgartún, Sæ- braut, Samtún, Snorrabraut og á þremur stöðum við Skúlagötu. Það verður dýrari kostur að reyna að veita umferðinni í þennan farveg fremur en að ráðast í augljósar breytingar á Miklubraut. Miklu nær er að leyfa Sæbrautinni að þróast í takt við fyrirhugaða tengingu yfir sundin við Vesturlandsveg, þegar að henni kemur, en láta Miklubraut þjóna samgöngum í Reykjavík endi- „...eru samt að gæla við hugmynd um, að hafa aðeins viðstöðulausan akstur á annarri götunni og þá jafnvel frekar á Kringlumýrarbraut, þótt umferð á Miklubraut sé miklu þyngri. “ langri og viðstöðulausum tengingum við bæjarfé- lögin í suðri og við Suðurlandsveg. Því miður hefur borgin víða skipulagt hús alveg ofan í lykilgatnamót aðalskipulagsins, svo sem dæmið sýnir við Höfðabakkabrúna. Þessi ófor- sjálni hefur leitt til flókinna og dýrra lausna og um- ferðarljósa á brúm í stað viðstöðulaus aksturs eins og hefur þó tekizt við Elliðaárnar. Aðkoman að Miklubraut úr undirgöngunum frá Kringlu er gott dæmi um, að ekki er nauðsynlegt að hafa víðáttumiklar slaufur við mislæg gatna- mót, svo framarlega sem umferðarhraða er haldið niðri, til dæmis með hraðahindrunum. Við- stöðulaus akstur getur náðst í þrengslum. Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar eru og verða þyngsta umferðarhorn höfuð- borgarsvæðisins. Óhugsandi er annað en að hafa þar mislæg gatnamót með viðstöðulausum akstri í allar áttir, jafnvel þótt hafa verði sumar slaufurn- ar krappari en æskilegt hefði verið. Skynsamlegt er að stefna að viðstöðulausum akstri um Miklubraut eftir borginni endilangri frá Vatnsmýri að Suðurlandsvegi, um Kringlumýrar- braut í Hafnarfjörð og um Reykjanesbraut til Keflavíkur. Öflugt atvinnulíf á svæðinu kallar á hraðar og hindrunarlausar samgöngur. Embættismenn og skipulagsnefnd borgarinnar þurfa að byrja að átta sig á, að mót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða mikilvægasta sam- göngumannvirki höfuðborgarsvæðisins. iónas Kristjánsson FÍNT AÐ VERA BETLARI í SAM- GÖNGURÁÐUNEYTI Maður réttir bara fram lófann og biður um meira fjármagn. Jón Arelíus Ingólfsson, formaður sjóslysanefndar. DV, 22. mars. FEGURÐ OG GÁFUR KVENNA.IS Fegurðarsamkeppnir verða heldur ekkert skárri þótt viðskeyt- inu .is sé bætt við, eitthvað fimbulfambað um gáfna- far keppenda og stúlkurnar látn- ar spígspora um sviðið með i-mac tölvur. Egill Helgason, Strik.is, 21. mars. DÖNSKUKENNSLA FYRIR BYRJENDUR Hold kæft, man, det er sá længe siden. Johnny Stig Andersen, meintur fíkni- efnasmyglari. DV, 26. mars. AÐGÁT SKAL HÖFÐ í NÆRVERU TOLL- VARÐA Þetta er enn eitt dæmið um að fólk á að tala varlega í flug- stöðvum og ekki segja ósmekkleg orð. Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Flugleiða um konu sem var handtekinn fyrir að segjast vera með sprengju í skónum. DV, 26. mars. ÞÚ SKALT EKKI.. Skjótur gróði er ekki til ef þú vilt ekki stela. Jónína Benediktsdóttir. Morgunblaðið. 26. mars. INNHERJAR PÁSKAR Á CHAMPION'S LUD0 0G STEFAN GEIRMUNDUR.VALTYSSON SIGGIHL0 Stórhöfða 17 hæðln fyrlr neðan Plzza Hut og islandsbanka. Allar upplýsingar á www.champions.is Miðvikudagskvöld til kl 3: Lúdó og Stefán Fimmtudagur Skírdagur: Opið til miðnættis Föstudagurinn langi: LOKAÐ____________________ Laugardagskvöld til kl. 3: PJ Siggi Hlö (Fríttinn). Páskadagur frá miðnætti til kl. 03: Geirmundur Valtýsson og hljómsveit. Viltu halda einkasamkvæmi, afmæli eða.... • Sími 567 3100 Hitnar í kosningakolunum Sífellt meiri þungi færist í um- ræðuna um borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Reikna má með að kosningabaráttan fari á fullt strax eftir páska. Innherjar á stjórnmálaþræði visis.is eru þeg- ar farnir að hita upp. Hver skoð- anakönnun sem birtist kallar á heitar umræður. Ný skoðanakönn- un Talnakönnunar vekur viðbrögð innherja. R-listi er að styrkja stöðu sína samkvæmt könnuninni og fylgi D-lista minnkar. „Þegar maður rýnir í þessar þrjár skoð- anakannanir, Heimur.is, sem tekn- ar eru með viku millibili í mars, kemur í ljós að R-listinn virðist halda stöðugu fylgi um sextíu pró- sent. D-listinn hefur fallið úr fjörutíu og einu prósenti í þrjátíu og sex prósent. F-listinn virðist síga hægt upp á við og hefur vax- ið úr hálfu prósenti í rúm fjögur prósent," segir einn sem telur spillingarumræðuna hafa áhrif. Ekki eru allir á því að eitthvað sé að marka þessa könnun. „Þetta er alltof lítið úrtak, svo könnun telj- ist marktæk, það þarf að minnsta kosti 7-800 manns í skoðanakönn- un, svo eitthvað sé að marka hana, ég tek ekki mark á þessum könn- unum á heimur.is, enda er úrtakið of lítið, þetta sjá allir!“ Fullyrðingunni um að allir sjái þetta er hafnað. “Þó úrtakið sé lít- ið, það er alls ekki hægt að dæma könnunina marklausa. Skekkju- mörkin eru eflaust ein fimm pró- sent, þau skipta þó minna máli en ella vegna þess að það eru aðeins tveir aðilar sem fá nær allt fylgið“. Mönnum þykir heldur ekki góð latína að bera brigður á kannan- irnar. Nær sé að taka mark á þeim og spýta í lófana. „Hver þekkir ekki frasana sem notaðir voru fyrst þegar DV var að byrja með sínar kannanir, um of lítið úrtak og svo framvegis. Svo klikktu þeir stjórnmálaforingjar, sem halloka voru að fara, út með því að segja þetta ekki vera í takt við þann straum sem þeir fyndu í þjóðfé- laginu. Nú efast enginn lengur um DV-kannanir og fátt hallærislegra en þegar „lúserar" draga aðferða- fræði blaðsins í efa“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.