Fréttablaðið - 27.03.2002, Síða 2
KJÖRKASSINN
MJÓTT Á MUNUM
Það eru greinilega
skiptar skoðanir um
það hvort að stjórnar-
formaður Strætó, Skúli
Bjarnason, eigi að
segja af sér.
Á stjórnarformaður Strætó bs.
að segja af sér?
Niðurstöður gærdagsins
á wvwv.vísir.is
Spurning dagsins i dag:
Telurðu bjart framundan í efnahagsmál-
unum?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
Hagvísar Þjóðhags-
stofnunar:
Skuldir
heimilanna
tvöfaldast
efnahacsmál Á árunum 1990 tp
2001 hafa skuldir heimilanna j
hlutfalli við ráðstöfunartek|ur
meira en tvöfaldast, að því ér
fram kemur í Hagvísum Þjðð-
hagsstofnunar. í lok síðasta árs
vpru . skuldir heimilanna hér á
landi um 70 prósent umfratíi
tekjur þeirra, meðan þær svör-
tiðu til rúmra 80 prósenta ráð-
stöfunartekna í-árslok 1990.
Þróunin er sögð umhugsunar-
efni og talin setja einkaneyslu
og íbúðafjárfestingu í framtíð-
inni þröngar skorður. Skuldir
heimilanna hér á landi eru tölu-
vert umfram þróunina í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Japan og
Þýskalandi.
í Hagvísum segir að meöal
skýringa á aukinni skuldasöfnun
heimilanna víða um heim sé litið
til virkari fjármálamarkaða en
áður hafi verið auk þess sem
vilji einstaklinga til lántöku sé
meiri en áður sökum eignaá-
hrifa. Fólk miði neyslu við lífs-
tekjur fremur en eingöngu tekj-
ur á hverjum tíma. ■
I AFKOMUTÖLUR I
Búist er við að halli á rekstri
Ríkisútvarpsins verði heldur
minni en óttast var sl. haust þeg-
ar stefndi í 3-400 milljóna króna
halla á rekstri stofnunarinnar.
Ársreikningar stofnunarinnar
verða lagðir fram í dag og birtir
á Verðbréfaþingi. „Reksturinn
verður væntanlega eitthvað betri
en áætlunin gerði ráð fyrir. Út-
koman verður vitanlega í mínus,
en væntanlega minni en óttast
var,“ sagði Jón Ingi Benedikts-
son, skrifstofustjóri á aðalskrif-
stofu Ríkisútvarpsins.
FRETTABLAÐIÐ
27. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR
Skortur á hassi í landinu:
Rúmlega 40 kg gerð upptæk á árinu
smygl Lögreglan og tollgæslan
hafa lagt hald á rúmlega 40 kíló af
hassi það sem af er þessu ári. Ás-
geir Karlsson, yfirmaður fíkni-
efnadeildar lögregunnar í Reykja-
vík, sagði að þetta væri óvenju
mikið magn og að skortur væri á
hassi í landinu. Undanfarin ár
hefði verið lagt hald á 20 til 40 kíló
af hassi á ári.
í byrjun mars var lagt hald á
30 kíló af hassi, sem kom til lands-
ins í gámi með flutningaskipi frá
Svíþjóð. Aldrei áður hefur verið
lagt hald á jafnmikið magn af
hassi í einni sendingu. Föstudag-
inn 15. mars var 37 ára gamall
maður úrskurðaður í 3 vikna
gæsluvarðhald vegna málsins.
Viku seinna var maður um þrítugt
úrskurðaður í 3 vikna gæsluvarð-
hald. Ásgeir sagði að annar mann-
anna hefði áður komið lítillega við
sögu lögreglu vegna fíkniefna-
mála, en hinn hefði ekkert komið
við sögu lögreglu.
Ásgeir sagði að rannsókn máls-
ins væri í fullum gangi. Eins og
staðan væri núna beindist hún
fyrst og fremst að því að upplýsa
smyglið á 30 kílóunum. Ekki því
hvort mennirnir hefðu áður staðið
að smygli.
í janúar var lagt hald á 5 kíló af
hassi á Leifsstöð. Hassið fannst í
farangri manna sem voru á leið til
landsins með vél Flugleiða frá
Kaupmannahöfn. ■
Evran á ekki
við á fslcindi
Yfirgripsmikið þekkingarleysi að segja evruna endurspegla íslenskt hagkerfi
segir forsætisráðherra. Yfirráð yfir hagstjórn forsenda efnahagslegs sjálf-
stæðis þjóðarinnar. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig.
efnahagsmál „Evran kann að end-
urspegla ágætlega aðstæður á
meginlandi Evrópu og taka mið
að efnahagsþróuninni í Þýska-
landi og Frakklandi," sagði Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, í
gær. „Það þarf á hinn bóginn
mjög frjótt ímyndunarafl og yfir-
gripsmikið þekk-
ingarleysi til að
Kom nokkuð komast að þeirri
á óvart hversu niðurstöðu að evr-
margir voru an geti nokkru
reiðubúnir til sinni endurspegl-
að tala niður að íslenskt hag-
íslenska hag- kerfi og íslenskan
kerfið og ís- veruleika."
lensku krón- Hann sagði að
una efnahagsþróunin
4. undanfarið ár hafi
fært íslendingum
heim sanninn um hversu mikil-
vægt það væri að búa við sveigj-
anlega hagstjórn, sem taki mið af
aðstæðum hér á landi. Gengis-
lækkun krónunnar hafi verið
sársaukafull og tímabundið verð-
bólguskot hafi fylgt á eftir. Hins
vegar hafi viðskiptahallinn dreg-
ist saman eins og hendi væri
veifað og spár gengju út frá að
hann yrði tvö prósent af þjóðar-
framleiðslu í ár í stað tíu pró-
senta.
„Það er staðreynd að íslenska
efnahagslífið sveiflast ekki í full-
um takti við efnahagslíf Evrópu-
landanna," sagði Davíð. Þau meg-
inöfl sem réðu för hér á landi
væru ekki þau sömu og réðu för á
evrusvæðinu. Sveigjanleiki í hag-
SEÐLABANKINN
Skilaði 523 milljónum í hagnað á síðasta ári.
stjórn væri grundvallaratriði ef
það ætti að takast að verja efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Davíð benti á að atvinnuleysi í
evrulöndunum væri nú tæp níu
prósent þrátt fyrir lægri starfs-
lokaaldur. „Halda menn virkilega
að þetta mikla atvinnuleysi hafi
ekki áhrif á ákvarðanir um stýri-
vexti? Við íslendingar búum við
2 prósent atvinnuleysi." Þessar
ólíku aðstæður réttlættu ekki
sömu vexti. Stýrivextir í Evrópu
stjórnuðust af því að rífa upp
hagvöxt í löndum eins og Þýska-
landi og hentuðu ekki hér á landi
í baráttu við þensluna.
Davíð Oddsson staðfesti árs-
reikning Seðlabankans í gær.
Bankinn skilaði 523 milljónum í
hagnað á síðasta ári. Birgir ísleif-
ur Gunnarsson, Seðlabankastjóri,
tilkynnti við sama tækifæri að
stýrivextir bankans lækkuðu um
hálft prósentustig. Sagði hann að
þróun gengis og verðlags gæfi nú
tilefni til þess. Auknar líkur væru
á að verðbólguspár bankans
gengju eftir á þessu ári.
bjorgvin@frettabladid.is
B R EI\IIM UVA RGAf^
Ö Plextor
Plextor PleXWriter 40x12x40A
• 40/12/40 skrif/endurekrif/leshraði
• 4MB Buffer (flýtiminni)
« MultiRead
• High Quality Digital Audio Extraction
• Nero Burning ROM og InCO skrifarahugbúnaðui
Plextor PleXWríter S88TU Portable
• 8/8/24 skrif/endurskrif/ieshraði með USB 2.0
• 4/4/6 skrif/endurskrif/leshraði med USB1.0
• 2MB ‘
Samtök iðnaðarins:
Spá stöðnun hjá
iðnfyrirtækjum
efnahagslíf Svo virðist sem stöðnun
sé framundan hjá iðnfyrirtækjum.
Þetta kemur fram í könnun sem
Samtök iðnaðarins gerðu um stöðu
og horfur í starfsemi 84 stórra og
meðalstórra aðildarfyrirtækja í sl.
mánuði. Þar kom fram að veltu-
aukning þeirra hefði að meðaltali
verið um 15,5% í fyrra. Hins vegar
er útlit fyrir að þessi aukning verði
ekki nema 1,7% að meðaltali í ár.
Þótt gengi krónunnar hafi styrkst
nokkuð er vaxta- og launastig sagt
vera enn mjög hátt. Á sama tíma
hefur dregið úr vexti innlendrar og
erlendrar eftirspurnar.
Iðnrekendur hafa brugðist við
þessu með því að hagræða í rekstri.
Það birtist oft og tíðum sem sam-
VEIÐARFÆRAIÐNAÐUR
Efnahagsástandið kemur sýnu verst við
plast- og veiðarfæraiðnað
dráttur í fjárfestingum og fækkun
starfsmanna. Aftur á móti er ekki
búist við frekari uppsögnum á kom-
andi mánuðum til viðbótar við þær
sem þegar hefur verið gripið til. Af
einstökum atvinnugreinum virðist
efnahagsástandið koma sýnu verst
við plast- og veiðarfæraiðnað en
einna minnst við upplýsinga- og
tæknigreinar. ■
HASSFUNDUR
Undanfarin ár hefur lögreglan gert um 20 til
40 kíló af hassi upptæk á ári. I byrjun mars
gerði hún 30 kíló upptæk, sem fundust í
gámi sem komið hafði í skipi frá Svíþjóð.
Nýtt lagafrumvarp :
Þjóðhags-
stofnun lögð
niður
stjórnsýsla Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra kynnti í ríkisstjórn í
gærmorgun frumvarp um að legg-
ja Þjóðhagsstofnun niður. Sagt var
í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi að
málið hafi verið kynnt utan dag-
skrár ríkisstjórnarfundar. Gera
má ráð fyrir að frumvarpið verði
lagt fyrir Alþingi í dag þar sem síð-
degis í dag rennur út lokafrestur til
að skila inn þingmálum fyrir yfir-
standandi þing. I forsætisráðuneyt-
inu hefur undanfarnar vikur og
mánuði verið unnið að viðamikilli
endurskipulagningu sem lýtur að
því að færa verkefni stofnunarinn-
ar til annarra stofnana. Innan
Framsóknarflokks mun vera nokk-
ur andstaða við fyrirætlanir um að
leggja stofnunina niður. ■
Lögreglumenn:
Slasaðir
eftir Nató-
námskeið
NÁMSKEIÐ Þrír lögreglumenn hafa
slasast á námskeiðum embættis
Ríkislögreglustjóra og Lögreglu-
skólans fyrir Nató-fundinn í maí.
Hörður Jóhannesson yfirlögreglu-
þjónn staðfesti þetta í samtali við
Fréttablaðið. Hann sagði að einn
hefði handleggsbrotnað, en hinir
tognað. Mennirnir hefðu allir verið
frá vinnu í einhvern tíma vegna
meiðslanna.
Hörður sagðist ekki telja
þjálfunina hafa verið neitt óvenju-
lega stranga. Svona lagað gæti
alltaf komið fyrir og hefði komið
fyrir áður bæði á sérsveitarnám-
skeiðum og í lögregluskólanum.
Námskeiðunum er nú lokið. ■
I ERLENT I
Tveir eftirlitsmenn úr alþjóð-
legum liðsafia voru drepnir á
Vesturbakkanum í gærkvöld.
Mennirnir voru vegnir úr laun-
sátri. Þeir eru fyrstu liðsmenn úr
alþjóðlega hernum sem hafa
verið drepnir síðan hann var sett-
ur á laggirnar fyrir átta árum.
Mennirnir voru frá Tyrklandi og
Sviss.
lögreglufréttirI
Lögreglan í Reykjavík bjargaði
manni úr sjónum við Sæbraut í
gærkvöldi. Skömmu fyrir klukkan
níu fékk lögregla tilkynningu um
að maður væri í sjónum í Reykja-
vík. Lögregla fór á staðinn og náði
fljótlega að bjarga manninum úr
sjónum. Hann var fluttur með
sjúkrabíl á lögreglustöðina við
Hverfisgötu til fyrstu aðhlynning-
ar og þaðan á slysadeild til frekari
skoðunar. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík er talið að maðurinn
hafi stokkið sjálfur í sjóinn, en
málsatvik lágu ekki að fullu ljós
fyrir í gærkvöldi.