Fréttablaðið - 27.03.2002, Side 4

Fréttablaðið - 27.03.2002, Side 4
4 FRETTABLAÐIÐ 27. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR Fjöldí starfsfólks við kennslu í grunnskólum landsins sl. haust* Alls Karlar Konur Landið allt Höfuðborgar- 4.491 T081 3.410 svæðið 2.566 485 1.881 Suðurnes 237 68 169 Vesturland 294 82 212 Vestfirðir Norðurland 180 48 ' 132 vestra Norðurland 195 57 138 eystra . . 498 144 354 Austurland 282 84 198 Suðurland 439 113 326 *Með eru taldir skólastjórar, adstoðarskóla- stjórar, deildarstiórar og kennarar. Heimild: Hagstofa íslands. Hafnarfjörður: Afellisdómur fyrir kaupmenn tóbak Það lætur nærri að tvær af hverjum þremur verslunum í Hafnarfirði brjóti tóbaksvarnarlögin með því að selja unglingum undir 18 ára aldri tóbak. Þetta kom fram í könnun sem Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnar- fjarðar gerði fyrir skömmu. Þar reyndust 68% verslana selja unglingum undir aldri tóbak. Árni Guðmundson æskulýðs - og tómstundafull- trúi Hafnarfjarðarbæjar, seg- ir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði og raunar áfellisdómur fyrir hafnfirskum kaupmönnum. Sérstaklega þegar haft sé í huga NIÐURSTOÐUR KANNANA. að þessi niðurstaða sé alveg þver- öfug við það sem fram kom í sambærilegri könnun sem síðast var gerð í Reykjavík. Hann segir áð þessiniður- staða sé sú versta um langa hríð. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar í Hafnar- firði síðan 1996. Árni segir að þegar kaupmenn standa ekki betur vörð um sölu á tó- baki en raun ber vitni sé fyllilega ótímabært að hefja sölu á bjór og léttvíni í mat- vöruverslunum. Kaupmenn séu með þessu framferði sínu að vinna gegn hags- munamáli sínu um að fá að selja áfengi. Hann segist því skora á alla þá sem verða vitni að þessum brotum á tóbaksvarnar- lögum að kæra.það til lögreglu. ■ 2.000 manns létu lífíð í jarðskjálfta Tíu þúsund manns misstu heimili sitt. Eftirskjálftar á fárra mínútna fresti. Erfitt að koma aðstoð til fólks vegna torfærðar. jarðskjAlftasvæðið afskekkt Yusuf Nuristani, talsmaður stjórnar Afganistan, bendir á staðinn í norðausturhluta Afganistans þar sem jarðskjálftinn varð. Engar myndir höfðu borist af jarðskjálftasvæðinu í gærkvöld. Fyrírtæki í úrvals- yísitöluVÞÍ: Velta jókst fyrirtæki í fréttum Kaupþings í gær kom fram að velta fyrirtækja sem skipá úrvalsvísitölu Verð- bréfaþings jókst um 133 prósent milli áranna 2000 og 2001. Velta allra félaganna 15 jókst á milli ára og var aukningin mest hjá lyfja- fyrirtækinu Delta. Félagið keypti erlent félag á síðasta ári sem skýr- ir að hlutá til aukna veltu félags- ins sem og góð salá nýrra lyfja. Mjög mikil hagnaðaraukning varð hjá fyrirtækjunum á síðasta ári en hagnaður meira en tvöfald- aðist á milli áranna 2000 og 2001. Þrátt fyrir að fjármagnsliðir hafi leikið mörg fyrirtæki grátt á síð- asta- ári vegna gengisþróunar krónunnar höfðu boðaðar skatta- breytingar ríkisstjórnarinnar já- kvæð áhrif á afkomu félaganna. ■ Bjartsýni á þessu ári: SR-mjöl hagnast uppcjör Hagnaður SR-mjöls eftir skatta var 31 milljón króna. Það er mun betri afkoma en árið áður þeg- ar félagið tapaði tæpum 800 millj- ónum en þá voru dóttur- og hlut- deildarfélög ekki inni í reiknings- skilum eins og í ár. Heildartekjur samstæðunnar námu 4.781 milljón króna en rekst- rargjöld án afskrifta námu 3.640 milljónum króna. Velta móðurfé- lagsins hækkar um 23 prósent milli ára. Gengistap samstæðunnar nam um 514 milljónum króna en verð- breytingarfærsla á árinu nemur um 184 milljónum króna til tékna. Á fyrstu 3 mánuðum þessa árs var unnið úr 210 þúsund tonnum af loðnu hjá SR-mjöli. Þetta magn er það mesta í sögu félagsins,- þar munar miklu að fleiri skip stunda nú veiðar í flotvörpu. ■ kabÚl, ap Að minnsta kosti 1.800 manns fórust þegar mikill jarð- skjálfti varð í norðurhluta Afganistans á mánudag. Tvö þús- und manns að auki særðust og tíu þúsund manns misstu heimili sín. Auk þess er talið að milli 1.500 og 2000 manns sé saknað. Talsmaður bráðabirgðastjórn- ar Afganistans taldi jarðskjálft- ann hafa mælst 6,2 stig á Richterkvarða. Bandarískir jarð- vísindamenn sögðu hann hafa mælst 5,9 stig. Upptök jarðskjálftans voru í nágrenni bæjarins Nahrin, sem er í hlíðum Hindu Kush-fjallgarðsins um það bil 140 km norður af Kab- g úl, höfuðborg Afganistans. Nahrin = eyðilagðist að mestu í jarðskjálft- | anum. Fjögur önnur þorp eru nán- 1 ast rústir einar. Jarðskjálftinn reið yfir klukk- an hálfátta á mánudagsmorgni að afgönskum tíma. Það er klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Fjöl- margir eftirskjálftar hafa verið á þessu svæði, þar á meðal einn sem mældist fimm stig á Richterkvarða. Sjaldan liðu meira en fimm eða tíu mínútur á milli skjálftanna. Rúmlega áttatíu þúsund manns búa í héraðinu, þar sem tjónið varð mest. Þetta fólk hafði þegar orðið fyrir miklum skakkaföllum undanfarin misseri af völdum langvarandi þurrka og matvæla- skorts auk stríðsins sem geisað hefur í Afganistan. Síðdegis í gær höfðu 600 lík fundist í þorpum á þessu svæði. Erfitt er að komast til fólks vegna þess að grjótskriður hafa víða lok- að vegum. „Það eru engin sjúkra- hús þarna, enginn læknir til þess að hjálpa þéssu fólki,“ sagði Shoja Zare, útvarpsmaður í Kabúl sem hafði verið í sambandi við starfsfé- laga sinn í Nahrin. Nigel Fisher, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sagði lán í óláni að margt fólk hefði þegar verið flúið frá þessu landsvæði til Pakistans og væri ekki komið til baka. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði. í febrúar og maí árið 1998 urðu þarna tveir stórir skjálftar sem urðu nærri tíu þús- und manns að bana. Þann 3. mars síðastliðinn varð þarna skjálfti sem mældist 7,2 stig á Richterkvarða. Þá létust 100 manns. Upptök þess skjálfta voru á 240 km dýpi. Skjálftinn á mánu- daginn varð á 70 km dýpi, og því olli hann miklu meira tjóni þótt hann væri ekki jafn sterkur. ■ Afdrifaríkt stökk tekið á myndband: Pilturinn enn í öndunarvél lögreglan Sextán ára gamall pilt- ur sem slasaðist alvarlega á skíða- svæðinu í Túngudal í síðustu viku liggur enn alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er ástand piltsins stöðugt. Hann er sofandi í öndunarvél. Pilturinn lenti á höfði og baki eftir að hafa stokkið á stökkpalli í skíðabrekkunni. Að sögn lögregl- unnar á ísafirði tóku vinir piltsins atburðinn upp á myndband og hafði hún það til skoðunar við rannsókn slyssins. ■ SKÓLABÖRN Undirbúningur er þegar hafinn í Grafar- vogi. Tveir kennarar úr hverjum skóla þar sækja nú umfangsmikil námskeið um sér- kennslu. Ný stefna í sérkennslu hjá borginni: Fleiri fötluð börn fari í skólana skólar Á næstu árum verða sett upp sérkennsluver í alla skóla borgarinnar og sérkennsludeildir lagðar niður í samræmi við nýja stefnu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Þetta á að gera fleiri fötluðum börnum kleift að ganga í almennu grunnskólana. Til að svo megi verða fá skólarnir auka- framlag upp á 100 milljónir króna. Skólarnir í Grafarvogi fá 30 millj- ónir aukalega og verða fyrstir til að innleiða breytingarnar. Heild- arkostnaður við sérkennslu í borginni verður 1.230 milljónir á næsta skólaári með 100 milljóna raunaukningunni. Arthúr Morthens, forstöðu- maður þjónustusviðs Fræðslumið- stöðvarinnar, segir meginstefn- una þá að grunnskólinn sé fyrir alla, fatlaða ekki síður en ófatlaða. Slíkt sé í samræmi við grunn- skólalög, aðalnámskrá og alþjóð- lega samninga sem ísland er aðili að. Hvað foreldra fatlaðra barna varði sé helsta breytingin að þeim verður í sjálfsvald sett hvort börnin þeirra fara í sérskóla eða almenna skóla. Með þetta að leið- arljósi hefur borgin skuldbundið sig til að láta fé fylgja með hverju barni í samræmi við greiningu á fötlun. ■ PlayStations2 FERIWIiniCARCJOFIIW BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni • BT Akureyri • BT Egilsstoðum Athugun Kaupþings á nýrri úrvalsvísitölu: Vægi sjávarútvegs minnkar verðbréfaþing Ný úrvalsvísitala Verðbréfaþings íslands (VÞÍj tek- ur gildi 1. júlí nk. Fyrirtæki á verðbréfaþingi eru valin í úrvals- vísitöluna eftir markaðsvirði og tíðni viðskipta í félaginu. Samkvæmt athugun greining- ardeildar Kaupþings koma Bakkavör og Skeljungur inn í vísi- töluna í sumar í stað Marel og SÍF. Þó er lítill munur á tfðni viðskipta með hlutabréf í Granda og Skelj- ungi og því gæti þetta breyst áður en dagsetningin rennur upp. Ef at- hugun Kaupþings gengur eftir verður aðeins eitt fyrirtæki í sjáv- arútvegi í vísitölunni. Það er at- hyglisvert í ljósi þess að um 20 prósent skráðra félaga á VÞÍ starfa í sjávarútvegi. Nokkuð ójafnvægi er einnig í upplýsingatækni. í dag er ekkert fyrirtæki úr þeim geira í vísitöl- HLUTFALL ATVINNUGREINA í NÝRRI ÚRVALSVÍSITÖLU Atvinnugreín Hlutfall af heíldarverðmæti Vægi i fyrirtækja á VÞl' í nýrri úrvalsvísitölu* Fjármál og tryggingar 32,2% 50,0% Sjávarútvegur 20,1% 6,0% Lyfjagrein 10,3% 15,2% Iðnaður og framleiðsla 8,3% 9,3% Olíudreifing 5,7% 7,0% Verslun og þjónusta 5,7% 7,1% Samgöngur 4,2% 5,4% *Samkvæmt athugun greiningardeildar Kaupþings unni en vægi þeirra aí heildar- virði fyrirtækja á VÞÍ er um 11 prósent. Þá er vægi fjármálafyr- irtækja í vísitölunni töluvert meira en vægi geirans í heild. Markaðsvirði lyfjagreinar nam um 22 milljörðum fyfir um ári síð- an til samanburðar við 47,3 millj- arða í dag sem er 114 prósenta árshækkun. Vegna þessarar miklu aukningar hefur vægi lyfjagrein- ar aukist frá áramótum úr 11,5 prósentum í 15,2 prósent. Aðrar greinar eru nokkurn veginn í jafn- vægi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.