Fréttablaðið - 27.03.2002, Side 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
2-7' mars 2002 MIÐVIKUDAGUR
Grettisgötumálið:
Dóttirin
sá hnífs-
stunguna
LOGRECifl Dóttir og tilvonandi
tengdasonur konunnar, sem situr í
gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa
stungið sambýlismann sinn á Grett-
isgötu 6. mars sl. urðu vitni að at-
burðinum. Maðurinn lést á sunnu-
daginn af völdum stungusára.
Að sögn lögreglu hefur konan
ekki játað atburðinn, en hún ligg-
ur undir sterkum grun. Atburður-
inn átti sér stað á heimili konunn-
ar og mannsins þar sem dóttirin
og unnusti hennar voru gestkom-
andi. ■
Islenskir aðalverktakar:
Átakalítill aðalfundur
aðalfundur Ekki er búist við
breytingu á stjórn íslenskra að-
alverktaka á aðalfundi félagsins
í dag. Ríkið á ennþá um 40 pró-
sent í félaginu og er með þrjá
menn í stjórn. Jón Ólafsson og
félög honum tengd eiga tæp 12
prósent og situr Jón í stjórn fé-
lagsins. Hann sagði í viðtali við
Fréttablaðið búast við að sitja
þar áfram. Þá situr Vilberg Vil-
bergsson einnig í stjórn félags-
ins.
Kaupþing keypti nýverið 5
prósenta eignarhlut í félaginu og
á rúm 6 prósent. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er það
ekki nóg til að koma manni í
stjórn félagsins.
Hagnaður af rekstri sam-
stæðunnar á síðasta ári var 182
milljónir króna. Samkvæmt
efnahagsreikningi námu eignir
samstæðunnar rúmum átta
milljörðum. Eigið fé í árslok
nam rúmum þremur milljörðum.
Samkvæmt skilyrðum sem ut-
anríkisráðuneytið setur má eng-
inn einn aðili, fyrir utan ríkið,
eiga meira en 7 prósent í félag-
inu. Skilyrðið var sett í septem-
ber 1998 áður en ríkissjóður
seldi hluta af bréfum sínum í fé-
laginu. Klásúlan var sett í ljósi
þess að Aðalverktakar njóta for-
gangs að tilteknum framkvæmd-
JÓN ÓLAFSSON
Á tæp 12 prósent í (AV.
um fyrir Bandaríkjaher út árið
2003, en þá fellur skilyrðið úr
gildi. ■
Forgangskröfur í
þrotabú SL:
Ovissa um
endanlegar
íjárhæðir
gjaldþrot „Það er ágreiningur um
laun starfsmanna í uppsagnar-
fresti,“ segir Ragnar H. Hall hrl.,
skiptastjóri þrotabús Samvinnu-
ferða-Landsýnar. Hann átti fund
með fulltrúum starfsmanna sl.
föstudag. Þar fékk hann í hendur
ýmis gögn varðandi önnur laun
sem starfsmenn hafa fengið með-
an á uppsagnarfrestinum hefur
staðið. Alls störfuðu um 80 manns
hjá fyrirtækinu og verður að skoða
mál hvers og eins sérstaklega.
Ragnar ítrekaði á fundinum þann
fyrirvara sem settur var þegar
hátt í 100 milljóna króna forgangs-
kröfurnar voru samþykktar. Hann
segir að endanleg fjárhæð verði
því umtalsvert lægri. ■
Stefnumótun forðað
úr bakherbergjum
Forsætisráðuneytið hefur fyrirskipað að vinnuskjöl á ráðherrafundum
skuli stimpluð sem trúnaðarmál séu skjölin einnig send stjórnvöldum
utan stjórnarráðsins. Þannig sé ráðherrum gefið færi á að ræða kosti og
galla mála á opinskáan hátt án þess að leita skjóls fyrir upplýsingalögun-
um í „reykfylltum bakherbergjum“.
stjórnsýsla Forsætisráðuneytið
hefur fyrirskipað ráðuneytum að
stimpla sem trúnaöarmál öll
skjöl sem undirbúin hafa verið
fyrir ríkisstjórn eða fundi tvegg-
ja eða fleiri ráðherra og eru
„send stjórnvöldum utan stjórn-
arráðsins lil frekari vinnslu í
Til sölu heildverslun með mörg góð
umboð, aðallega í barnafatnaði.
Traust viðskiptavinakeðja um allt land.
Mikil fyrirframsala hefur þegar átt sér stað fyrir haustið
sem kaupandi tekur við og fylgir með í kaupunum.
Sérstaklega gott og þægilegt húsnæði á hagstæðum
leigukjðrum og til langs tíma ef óskað er.
Áhugasamir leggi inn nafn og helstu upplýsingar á
auglýsingadeild Fréttablaðsins,
eða á radauglysingar@frettabladid.is fyrir 3. apríl nk.
merkt: heildverslun
Brúðkaupsmyndatökur
Ljósmyndastofan
Mynd
Sími 565 4207
Bæjarhrauni 26,
Hafnarfirði.
þágu stjórnarstefnunnar".
Með þessu telur forsætisráðu-
neytið unnt að komast hjá því að
veita aðgang að gögnum á borð
við minnisblaðið í öryrkjamálinu
sem Hæstiréttur veitti aðgang að
í krafti upplýsingalaga.
Samhvæmt upplýsingalögum
er ekki skylt að veita aðgang að
fundargerðum ríkisráðs og ríkis-
stjórnar, minnisgreinum á ráð-
herrafundum og skjalum sem tek-
in hafa verið saman fyrir slíka
fundi. Hæstiréttur sagði að áður-
nefnt minnisblað hafi hins vegar
fengið nýja stöðu þegar það var
látið fylgja með erindisbréfi til
starfshóps sem átti að móta við-
brögð við dómi Hæstaréttar í ör-
yrkjamálinu svokallaða.
Páll Hreinsson hæstaréttarlög-
maður vann greinargerð um mál-
ið fyrir forsætisráðuneytið. Páll
segir undanþáguákvæðin almennt
vera studd þeim rökum að nauð-
syn beri til að slá skjaldborg um
pólitíska umfjöllun og stefnumót-
un ríkisstjórnar. Nauðsynlegt sé
að gefa ráðherrum færi á að láta
undirbúa mál fyrir ríkisstjórnar-
fundi þar sem kostir þeirra og
gallar séu ræddir opinskátt og
grundvöllur lagður að sátt um
pólítíska stefnu ríkisstjórnar á
hverjum tíma:
„Slík undanþáguákvæði eru
vafalítið einnig byggð á þeim
raunsæisviðhorfum að ef þau
væru ekki sett væri hætt við að
pólitísk stefnumótun myndi flytj-
ast út af fundum ríkisstjórnar yfir
í „reykfyllt bakherbergi út í bæ“
þar sem upplýsingalögin gilda
ekki,“ segir Páll í greinargerðinni.
Fram kemur hjá Páli að veittur
er aðgangur að umræddum skjöl-
um 30 árum eftir tilurð þeirra.
Einnig geti viðkomandi stjórn-
vald ákveðið að veita aðgang.
DAVÍÐ ODDSSON
Hæstaréttarlögmaður sem vann greinar-
gerð fyrir forsætisráðuneytið vegna dórtis
Hæstaréttar í svokölluðu minnisblaðsmáli
segir reynsluna sýna að stjórnvöld fari
offari fái þau tækifæri til að undanþiggja
skjöl frá aðgangi almennings. Dómurinn
höggvi skarð í þá stefnu að efni skjala ráði
til um birtingu þeirra en ekki það hvernig
stjórnvöld merki skjölin.
Páll telur niðurstöðu Hæsta-
réttar „undarlega". Með henni
hafi verið hoggið skarð í þá lög-
gjafarstefnu að efni og eðli skjala
réði því hvort veittur væri að
þeim aðgangur en ekki það hvort
stjórnvöld velji að merkja þau
sem trúnaðarmál. „Þar sem
reynslan sýnir að ávallt er hætt
við að stjórnvöld fari offari við
merkingar á skjölum og undan-
þiggi þá fleiri skjöl en heimilt er,
hefur framangreind löggjafar-
stefna verið talin til einkenna á
þróaðri upplýsingalöggjöf," segir
lögmaðurinn.
gar@frettabladid.is
Peningaflutningabíll:
Ibúi ósáttur
við stæðaval
lögregla Lögreglan var kölluð að
Laugavegi 34 í gær vegna deilna
íbúa og ökumanns peningaflutn-
ingabifreiðar. Að sögn lögreglu
var íbúinn ósáttur við það hvar
peningaflutningabílnum var
lagt.
Til orðaskipta kom milli
mannanna sem lauk með því að
peningaflutningamaðurinn
hringdi í lögregluna. Að sögn
lögreglu er ekki ljóst hvað gerð-
ist nákvæmlega en þó mun vera
Ijóst að ekki var um undirbúið
rán eða þjófnað að ræða. ■
Sjómannasambandið:
Þrjú félög
með lausa
samninga
verkalýðsmál Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bands íslands, segir að menn muni
á næstunni skoða hvernig brugðist
verður við dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli ASÍ gegn ríkinu
og Samtökum atvinnulífsins vegna
lagasetningar á verkfall sjómanna í
fyrra. Þótt dómurinn telji að laga-
setningin hefði verið lögmæt hefðu
lögin og gerðardómurinn ekki náð
til þriggja stéttarfélaga á Snæfells-
nesi sem ekki voru í verkfalli. Þau
eru Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar,
Verkalýðsfélagið Stjarnan í Grund-
arfirði og Verkalýðsfélag Stykkis-
hólms. Hólmgeir segir að þetta þýði
að félögin séu með lausa samninga.
Hann.gerir ráð fyrir að fundað
verði með forustu þessara félaga
innan tíðar. Þar verði m.a. rætt
hvort Sjómannasambandið muni
ekki áfram hafa samningsumboðið
fyrir þau á meðan ekki hefur
samist við útvegsmenn.
Framkvæmdastjóri Sjómanna-
sambandsins segir að á meðan ekki
sé ljóst hvort atvinnurekendur
muni áfrýja þessum hluta dómsins
sé erfitt að segja til um það hvert
framhaldið verður. Hann undrast
þó að aðildarfélög innan Alþýðu-
sambands Vestfjarða skyldu ekki
fá sömu meðferð hjá Héraðsdómi
og félögin á Snæfellsnesi. í því
sambandi bendir hann á að LIU
hafði boðað verkbann á þau aðildar-
félög ASV sem ekki voru í verkfalli.
Þetta verkbann hafði síðan verið
dæmt ólögmætt. Hins vegar sé ein-
sýnt að ASÍ muni áfrýja niðurstöðu
dómsins um lagasetninguna til
Hæstaréttar. ■
| DÓMSMÁL |
Þrjú verkalýðsfélög á Snæfells-
nesi mega efna til verkfalls og
ákvörðun gerðardóms frá í fyrra
um kjör sjómanna ráða ekki laun-
um fiskimanna í þessum félögum.
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms
Reykjavíkur. Félögin sem um ræð-
ir eru Verkalýðsfélag Snæfellsbæj-
ar, Verkalýðsfélagið Stjarnan í
Grundarfirði og Verkalýðsfélag
Stykkishólms. Þessi félög voru
ekki aðili að sjómannaverkfallinu
sem var undanfari gerðardómsins.
Gildir til 30. apríl 2002
til férmingarbarna
*Gegn framvísun þessa gjafakorts fær handhafi þess, fría 3ja mánaða 56k módem tengingu
eða 1 mánaða ADSL tengingu. __________
•Með samþykki foreldra f
^^lntemetpjónusta
Klippiö út miðann og framvísiö í Hringiöunni - Tæknigaröi - Dunhaga 5 uppl. I sima 525 2400 - Sala@VOrtex.ÍS
Einnig er hægt að nálgast umsóknarbeiðni á slóðinni: http://www.VOTtex.is/thjonusta/umsokn.asp