Fréttablaðið - 11.04.2002, Side 6
SPURNING DAGSINS
Hlustar þú á
talmálsútvarpið Sögu?
Nei. Þetta er svo nýbyrjað,
en þetta er góð hugmynd.
Bergsteinn Björgólfsson.
SKIPTAR SKOÐANIR I GARÐABÆ
Forseti bæjarstjórnar segir
ráðningarsamninginn löglegan.
Laun Asdísar Höllu:
Samningur
löglegur
SVEITARSTJÓRNARMÁL Ráðningar-
samningur bæjaryfirvalda í
Garðabæ við Ásdísi Höllu Braga-
dóttur bæjarstjóra og afgreiðsla
bæjarstjórnar var í fullu sam-
ræmi við sveitarstjórnarlög að
sögn Laufeyjar Jóhannesdóttur,
forseta bæjarráðs.
í Fréttablaðinu í gær sagði Ein-
ar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi
að samningurinn stangaðist á við
lög og að hann hygðist taka málið
fyrir á bæjarstjórnarfundi í
næstu viku og óska eftir lögfræði-
legu áliti á lögmæti samningsins.
Laufey, sem sá um samninga-
gerðina, sagði fráleitt að halda því
fram að um ólögmæta eða óeðli-
lega afgreiðslu bæjarstjórnar
hefði verið að ræða. ■
—4.—
Búferlaflutningar á árinu:
Fækkar mest
á Sudurlandi
fólksflutningar Á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs fjölgaði fólki um
399 á höfuðborgarsvæðinu, sem
er ríflega þriðjungi minna en á
sama tíma í fyrra. I öðrum lands-
hlutum fækkar fólki, nema á Suð-
urnesjum þar sem fjölgaði um 6
og á Vesturlandi þar sem fjölgaði
um 17. Flestir fluttu frá Suður-
landi, eða 50, og frá Norðurlandi
eystra, 40 manns.
Þá fluttu 257 einstaklingar til
landsins umfram brottflutta.
Alls skráði Hagstofan 11.859
breytingar á lögheimili einstakl-
inga á fyrsta ársfjórðungi ársins. ■
STJÓRNMÁL
Samfylkingarfélögin í Reykja-
vík hafa stofnað fulltrúaráð
sem fer með framboðsmál Sam-
fylkingarinnar í borgarstjórnar-
og þingkosningum auk þess að
vera samráðsvettvangur félag-
anna. Alls eiga um 200 manns
sæti í fulltrúaráðinu. Páll Hall-
dórsson var kosinn formaður
stjórnar á stofnfundi fulltrúa-
ráðsins.
Framsóknarmenn í Kópavogi
hafa opnað nýja heimasíðu á
slóðinni www.xb.is/kopavogur
þar sem er að finna fréttir af
starfi flokksins, framboðslista og
stefnuskrá flokksins fyrir kom-
andi bæjarstjórnarkosningar.
FRÉTTABLAÐIÐ
11. apríl 2002 FIMMTUDAGUR
Samgönguráðherra segir sífellt krafist styttri ferðatíma:
Hraðskreiðari ferjur skoðaðar
samcöngur Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra seg-
ir að skoða þurfi að taka upp
hraðskreiðari skip í stað
Breiðafjarðarferjunnar
Baldurs og Vestmannaeyja-
ferjunnar Herjólfs.
„Sífellt er krafist styttri
ferðatíma, og því þarf að
skoða möguleika á notkun
hraðskreiðari skipa, til að
uppfylla sífellt vaxandi
kröfur um þjónustu," sagði
ráðherra í ræðu á aðalfundi
Samtaka ferðaþjónustunnar á Ak-
ureyri í gær.
Fram kom í ræðu Sturlu að í
þágu byggðanna og ferðaþjónustu
VESTMANNAEYJAFERJAN HERJÓLFUR
Samgönguráðherra segir sívaxandi kröfur
um styttri ferðatíma leiða til þess að skoð-
aðar verði hraðskreiðari ferjur við landið.
á sunnanverðum Vestfjörð-
um væri eðlilegt að endur-
meta þjónustu Breiðafjarð-
arferjunnar Baldurs:
„Ég vil nota þennan vett-
vang hér í dag, til að lýsa
þeirri skoðun minni að fyrr
en síðar þarf að huga að
endurnýjun ferja, sér í lagi
Herjólfs og Baldurs. Vega-
samgöngur við sunnan-
verða Vestfirði eru erfiðar.
Rétt er að reikna með ferju-
þjónustu á því svæði að
óbreyttu vegakerfi," sagði ráð-
herrann.
Fimm ferjur eru starfræktar
við íslandsstrendur í dag. ■
ESB-könnun í Noregi:
Afstaða
Islands
mikilvæg
EVRÓPU5AMBANDIÐ Um 22% Norð-
manna sem tóku afstöðu í nýrri
könnun Gallup um aðild að ESB
telja að ef íslendingar sæktu um
aðild að ESB myndi það hafa já-
kvæð áhrif á álit þeirra á aðild.
Nils Vibe, sérfræðingur hjá
Gallup, segir niðurstöðurnar sýna
að ef íslendingar styddu aðild
myndi meirihluti Norðmanna
einnig gera það. Sem stendur eru
örlítið fleiri sem eru andvígir að-
ild, eða 43,5%. 42% eru hlynntir
því að Norðmenn sæki um aðild. ■
Fimmti hver tölvupóstur
óumbeðinn fjöldapóstur
Rannsókn netveitunnar Snerpu á ísafirði hefur leitt í ljós að magn ruslpósts í tölvupósti hefur
meira en tvöfaldast á hálfu ári. Tölvuþjónustur bjóða í auknum mæli upp á að sía ijöldasending-
ar og vírusa úr tölvupósti.
tölvur & tækni Magn ruslsendinga
í tölvupósti hefur meira en tvö-
faldast sl. sex mánuði, samkvæmt
mælingum net-
veitunnar Snerpu
á ísafirði. Þá sýna
mælingar að hlut-
fall vírusa í tölvu-
pósti er mjög hátt
en tæplega 8 pró-
sent sendinga
reynast vera sýkt-
ar.
Mikið magn
vírusa í umferð er
talið að rekja
megi til þess
hversu fáar net-
þjónustur eru með
vírusvarnir en
það mun þó hafa
aukist í seinni tíð.
Snerpa hreinsar
út ruslpóst og vírusa og getur á
grundvelli gagna mælt með
nokkru öryggi slíkra tölvupósta.
BJÖRN
DAVÍÐSSON
Björn Davíðsson er
þróunarstjóri hjá
netveitunni
Snerpu á ísafirði.
Hann hefur orðið
var við mikla
aukningu ruslpósts
á netinu undan-
farna mánuði.
RUSLPÓSTUR í SÓKN
Hlutfall tölvupósts, sem skilgreindur
er sem ruslpóstur, hefur stóraukist
sl. mánuði.*
l-sep-01 7,63%
1-okt-Ol 8,34%
l-nóv-01 10,56%
1-des-Ol 12,370/o
l-jan-02 13,02o/o
l-feb-02 14,23o/o
l-mar-02 15,70o/o
l-apr-02 18,420/o
*Skv. nýjum upplýsingum
netþjónustunnar Snerpu ú ísafirði.
Þá notar fyrirtækið eigin hugbún-
að, INfilter, sem vefgæslutæki,
þar sem notendur geta eyrna-
merkt óæskilegt efni.
Björn Davíðsson, þróunar-
stjóri hjá Snerpu, segir trúlega
meiri ruslpóst í umferð en mæl-
ingar sýna. „Það er töluverður
vandi að verjast þessu. Ef varn-
irnar eru of öflugar geta þær
hindrað póst sem ekki er „spam.“
Við viljum frekar að notendur fái
lítinn ruslpóst, en alls engan því
ávallt er hætta á að pósti sé hafn-
að án þess að vera í raun ruslpóst-
ur.“ Björn segir að taka hafi þurft
varnarhugbúnaðinn niður um
tíma fyrir um ári og hafi þá strax
rignt inn athugasemdum. „Þannig
að við vitum að fólk tekur eftir
þessu, eða öllu heldur þegar það
er ekki verndað sérstaklega gegn
þessu flóði,“ sagði hann.
Björn segir að hérlendis hafi
nokkrar umræður orðið um að ís-
lensk lög þyrftu að taka betur á
tölvuruslpósti. „í raun hefur bara
verið hægt að beita lögum um
húsgöngu- og fjarsölusamninga,
en þau eiga ekki alltaf við,“ sagði
hann og vísaði til félagasamtaka
sem sent hafi magnpósta án þess
að vera í raun að selja nokkuð.
„Hins vegar hafa allar netveitur
á landinu sett notendum sínum
skilmála um að bannað sé að
senda óumbeðinn fjöldapóst.
Hann er þannig skilgreindur að
RUSLPÓSTUR er áberandi
Á NETINU
Nokkur umræða hefur verið meðal net-
verja um góða þýðingu á „spam" sem er
enska heitið á ruslpósti og óumbeðnum
fjöldasendingum. Bent hefur verið á að
„spam" sé í heiti nokkurs konar kjötbúð-
ings og því hallast sumir að því að orðið
„kæfa" nái vel yfir fyrirbærið.
ef sami pósturinn er sendur á
fleiri en 10 móttakendur sem
sendandi hefur ekki átt í við-
skiptasambandi við áður, er um
ruslpóst að ræða.“ Björn segir
viðbrögð netstjóra yfirleitt þau
að loka á frekari sendingar frá
notendum sem gerst hafi brotleg-
ir með þessum hætti.
oli@frettabladid.is
Alþjóðleg mótmælahreyfing gengur í endurnýjun lífdaga:
Sjálfboðaliðar veita
Palestínumönnum skjól
mótmælahreyfing Alþjóðleg
hreyfing mótmælenda hefur und-
anfarin ár látið að sér kveða í
tengslum við leiðtogafundi og
samkomur alþjóðastofnana. Þessi
hreyfing hefur verið laus í reipun-
um, lítt skipulögð, en jafnan skot-
ið upp kollinum í nýrri og nýrri
mynd eftir því sem tilefni þóttu
gefast.
Eftir 11. september töldu
margir að þessi hreyfing hefði
sungið sitt síðasta. Ofbeldi hefur
viljað loða við mótmæli hennar,
þrátt fyrir að flestir mótmælend-
urnir kenni sig við frið. Mörgum
þótti einnig sem mótmæli hennar
gegn alþjóðavæðingu og ofríki
Vesturlanda væru einum of skyld
þeim boðskap, sem hryðju-
verkapaurinn Osama bin Laden
vildi koma á framfæri við um-
heiminn.
Nú hefur þessi lausbeislaða
hreyfing hins vegar gengið í endur-
nýjun lífdaga í Palestínu, þar sem
útsendarar hennar hafa sjálfviljug-
ir gegnt hlutverki hlífiskjaldar
gegn hemaði ísraelsmanna á hend-
ur Palestínumönnum.
Þar eru þessir mótmælendur
„eins og alltaf, að tala til
þeirra sem raunveruleg völd
hafa“, segir George Monbiot,
dálkahöfundur í breska dagblað-
inu Guardian.
Sumir þeirra hafa flutt inn á
heimili Palestínumanna til þess að
ísraelskir hermenn hiki frekar við
að beita sér gegn þeim. Hópur
þeirra hefur dvalist með Jasser
Arafat í einangrun hans í Ram-
allah. Og um leið verða þeir vitni
að því, sem gerist og geta skýrt
umheiminum frá. ■
FRANSKI BÓNDINN JOSE BOVE
„Atvinnumótmælandinn" Jose Bove öðlað-
ist frægð fyrir mótmæli sín gegn veitinga-
húsakeðjunni McDonald's. T síðustu viku
hitti hann Jasser Arafat í Ramallah. (sraelsk
stjórnvöld ráku hann síðan úr landi.