Fréttablaðið - 11.04.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 11.04.2002, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 11. apríl 2002 FIMIVITUDACUR SLÆMT FALL Hestar: Heimsmet bylta Jose Badilla Jr. og hesturinn Hes My Dasher detta í MBNA American New Mexico kapp- hlaupinu sl. sunnudag. í sama hlaupi settu Kenneth Hart og hesturinn Kendall Jackson, hægra megin, heimsmet í 400 metrum, fóru vegalengdina á 20,73 sekúndum. ■ Meistaradeild Evrópu: Madrid og Man Utd. áfram FÓtbolti Manchester United og Real Madrid unnu bæði á heima- völlum sínum í gærkvöldi. Alls skoruðu leikmenn United fimm mörk á móti tveimur mörkum Deportivo-manna í einvíginu. 3:2 sigurinn í gær gæti þó orðið United dýr þar sem David Beck- ham ökklabrotnaði eftir harða tæklingu Pedro Dusher á 20. mínútu. Vonir standa til að Beckham verði aftur kominn í leikæfingu fyrir HM í júní. Dusher fékk gula spjaldið og var síðar rekinn af velli. Lionel Scaloni hafði þá einnig fengið rautt spjald. Ole Solskjaer skoraði tvö mörk og ÖKKLABROT Læknar telja að David Beckham verði frá í átta vikur. Ryan Giggs eitt. Laurent Blanc, varnarmaður United, lagaði stöðuna fyrir Deportivo með sjálfsmarki rétt fyrir hálfleik. Lokastaðan í einvígi Real Ma- drid gegn Bayern Múnchen er 3:2 Spánverjum í hag eftir 2:0 sigur í gærkvöldi. Ivan Helgu- era og Guti skoruðu mörkin seint í leiknum. Úrslitin þýða að núverandi meistararnir í Bayern eru úr leik. Figo fékk gult spjald í síð- ari hálfleik fyrir að veitast að dómaranum og fær fyrir það eins leiks bann. Hasan Shali- hamidzic fékk rauða spjaldið í lok leiksins. ■ Úrslit í gærkvöldi: KR tryggði sér oddaleik körfubolti KR-stúlkur höfðu sig- ur gegn stúdínum í fjórða leik liðanna um íslandsmeistartitil- inn í körfubolta. Leikurinn end- aði 63:56. Liðin mætast í fimmta skipti í oddaleik á sunnudaginn. KR skoraði aðeins 11 stig í fyrsta leikhluta á móti 20 stigum IS en náði að snúa leiknum sér í hag fyrir leikhlé, 37:32. Helga Þor- valdsdóttir var stigahæst með 22 stig. Meadow Overstreet gerði 17 stig fyrir gestina. f Reykjavíkurmótinu í fót- bolta karla skildu Fjölnir og ÍR jöfn, 2:2. ■ U.S. Masters: ÍÞRÓTTIR í DAC 18.00 Sýn Heklusport endurtekið. 18.30 Sýn NBA-tilþrif. 19.00 Sýn Heimsfótbolti með West Union. 19.30 Sýn Leiðin á HM (Tyrkland og Kosta Rica). 20.00 Handbolti Tveir leikir i 4 liða úrslitum ESSO-deildar kvenna, Hauk ar-Víkingur á Ásvöllum og Stjarnan-Crótta KR í Ásgarði. 20.00 Körfubolti Fyrsti leikur viðureignar Keflavíkur og Njarðvíkur um íslandsmeistara titilinn í Keflavik. 20.00 Sýn Bandaríska meistarakeppnin í golfi (Augusta Masters). 20.50 Fótbolti Kvennalið Breiðabliks og Vals mætast á Reykjavikurmóti á gervigrasinu í Laugardal. 22.30 Sýn Heklusport. 23.00 Sýn Saga HM (1966 - England). handbolti Keppnin í átta liða úr- slitum var æsispennandi og komu sum úrslit mjög á óvart. Hvert lið þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Á leið sinni unnu Haukar Fram og Stjarnan FH í tveimur leikjum. Það sem fáir bjuggust hinsvegar við var að Grótta KR næði að vinna bik- armeistara ÍBV og Víkingur lagði Val í þremur leikjum. „Valur var erfiður," segir Stef- án Arnarson, þjálfari Víkings. „Þetta tók sinn toll, voru þrír mjög erfiðir leikir. Liðið er rétt að skríða fram úr.“ Ekki bíða þægindi Víkings því liðið mætir Haukum á Ásvöllum í kvöld. „Haukar eru feiknasterkt lið, með marga góða leikmenn. Heimavöllur þeirra er líka sterk- ur. Ég man varla hvenær þær töpuðu síðast leik þar. En við sáum á móti Val að við getum þetta,“ segir Stefán. Hann er bú- inn að þjálfa Víking í þrjú ár í meistaradeild. Hann þjálfaði margar af stelpunum í öðrum flokki og því er hann nánast bú- inn að þjálfa liðið í sex ár. Liðið Aðalfundur karatedeildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl kl. 19.30 í veisusal Smárans. 1/enjuleg aðalfundarstörf. Allt getur gerst í kvöld fara fram fyrstu tveir leikir Qögurra liða úrslita ESSO-deildar kvenna. Haukar mæta Víkingum og Stjarnan Gróttu KR. STEFÁN ARNARSON Þjálfari Víkings segir Hauka vera með feiknasterkt lið. VÍKINGUR Á ÆFINGU Það kom mörgum á óvart að Víkingur skyldi vinna Val í átta liða úrslitum. Enn fleiri undr- uðust yfir því að Grótta KR skyldi vinna bikarmeistara ÍBV. varð deildarmeistari fyrir tveim- ur árum og komst einnig í undan- úrslit. „Við ætlum að reyna að fara alla leið. Þegar við erum komin svona nálægt endanum þá getur allt gerst,“ segir Stefán. Svipað er upp á teningnum í viðureign Stjörnunnar og Gróttu KR, sem mætast í Ásgarði í kvöld. Stjarnan er með reynt lið en lið Gróttu KR er einnig mjög sterkt. Stefán segir ómögulegt að spá um úrslit viðureignarinnar. Fjögurra liða úrslitin áttu að hefjast í gær. Ástæða þess að þeim var frestað er að Grótta KR veðurtepptist í Eyjum eftir odda- leikinn á mánudaginn. Samkvæmt Stefáni var ESSO- deild kvenna í vetur erfið. Ástæða þess sé að leikirnir hafi verið fáir á löngum tíma. Það væri spilað of strjált. Þó að fáir byggjust við því að Víkingur og Grótta KR myndu vinna Val og ÍBV og komast áfram í undanúr- slitin segir hann liðin samt eiga það fyllilega skilið: „Þeir sem komast í undanúrslit eru búnir að vinna sér það inn. Það þarf að vinna tvo leiki. Þá eru lið búin að sanna sig.“ ■ wjtfærðTettíTmynstrim 'fyrin riðlhjá' Helmingi holanna breytt golf Á morgun hefst Masters- golfmótið á Augusta National- golfvellinum í Bandaríkjunum, Þar keppa allir bestu golfarar heimsins um það að klæðast grænni peysu sigurvegarans. Margt hefur breyst á Augusta- golfvellinum. Vellinum er breytt lítillega árlega en nú var undan- tekning. Helmingur brautanna var lengdur, samtals um 260 metra. Verið er að reyna að sporna við því að þeir sem slá lengst, þ.á.m. Tiger Woods, hafi of mikla yfirburði. Allir eru sammála um það að Woods sé maðurinn til að vara sig á. Hann vann mótið í fyrra og get- ur því orðið þriðji maðurinn, á eft- ir Jack Nicklaus og Nick Faldo til að vinna tvö ár í röð. Helstu keppinautar hans eru David Duval og Phil Mickelson. Masters golfmótið er fyrsta sinnar tegund- ar. Það hefur verið haldið á sama WOODS ÆFIR 18. HOLU Tiger Woods vann Masters-golfmótið árið 1997 og í fyrra. velli 65 sinnum. í fyrsta skipti verður sjónvarpað frá öllum 18 holunum. Til að útsendingin gangi betur voru nokkrir eldri vinnings- hafa beðnir um að taka ekki þátt. Margir voru óánægðir með þetta. Þó breytingar brautanna séu miklar fylgir mótinu fjöldi hefða. T.a.m. er sagt að nýliði verði með- al fremstu manna eftir fyrsta hring en vinni ekki mótið. Þá er sigurvegari síðasta árs, Woods, látinn spila með áhugamanna- meistara Bandaríkjanna, Bubba Dickerson. Á sunnudagsmorgun mæta áhorfendur síðan í biðraðir sex um morguninn til að raða sér við 18. holuna. Þar kemur í ljós um kvöldið hver fær græna peysu. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.