Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2002, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 11.04.2002, Qupperneq 13
FIIVHVITUDAGUR 11. apríl 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Liverpool andar léttar: Owen ekki brákaður fótbolti Eftir röntgenmyndatöku í gær var það staðfest að Michael Owen, markahrókur Liverpool og enska landsliðsins, brákaðist ekki á fæti, eins og óttast var. Hann meiddist þegar lið hans tapaði fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn. Owen missti af þremur dauðafærum í leiknum. Leverkusen vann leikinn 4-2 og komst áfram í undanúrslit. Owen mun því spila með Liver- pool í deildarleik á móti Sunder- land á laugardaginn. Margir höfðu áhyggjur af meiðslum hans. Ef þau hefðu reynst slæm hefði MICHAEL OWEN Fékk högg á fótinn á þriðjudaginn en slapp heill. hann jafnvel ekki tekið þátt á HM í sumar. Það þykir Englendingum öllu alvarlegra. Hann skoraði þrennu í 5-1 sigri á Þjóðverjum, sem tryggði Englendingum þátt- tökurétt á HM og er með öruggt sæti í byrjunarliði landsliðsþjálf- arans Eriksson. ■ Michael Schumacher vari sig: Ralf segist vondi bróðirinn formúla i Ralf Schumacher varar stóra bróður sinn Michael við því að hann sé ekki ljúfur. Hann sé nógu harður til að vinna heims- meistaratitilinn. „Michael er bú- inn að vinna nóg. Ég ætla að ráð- ast á hann og sigra. Ég get það,“ sagði Ralf. Schumacher vonast til að minnka forskot bróður síns með sigri á Imola-brautinni í San Mar- ino á Ítalíu á sunnudaginn. Þar vann hann sinn fyrsta kappakstur í fyrra. í stigakeppninni er Mich- ael með 24 stig, Ralf 16 og félagi hans hjá BMW-Williams, Juan Pablo Montoya, 14. Michael hefur sagt Williams-liðið vera hel- stu hindrunina í því að hann næli sér í fimmta titilinn. Bílar þess standast Ferrari snúning. Stríðsyfirlýsing Ralfs þykir greinileg viðbrögð við gagnrýni eftir kappakstur- inn í Brasilíu. Síðustu 20 hringina reyndi hann ekki að komast fram úr Michael og lenti í öðru sæti. Margir sögðu Ralf ragan, að blóðböndin væru sterkari en sigurviljinn. „Ég get líka verið djarfur. Ég fékk aldrei gott tækifæri til framúraksturs. Stundum er gáfulegra að þiggja það örugga án þess að hætta á að missa allt,“ sagði Ralf. Báðir Schumacher- bræðurnir gagnrýna Montoya. Kólumbíumaður- inn byrjaði fremstur en tapaði á árekstri við Mich- ael. Hann lenti í fimmta sæti. „Ég þigg frekar sex stig fyrir annað sæti en að reyna heimska árás sem gæti aldrei virkað," sagði Ralf. Michael tekur undir þessi orð þegar hann segir Montoya ekki nógu reyndan. Ralf sé hin raunverulega samkeppni um titilinn. ■ RALF SCHUMACHER Barist um úrslitasæti UEFA-bikarsins: London-maraþon á sunnudag: Mílcmólidin eiga erfitt verk fyrir höndum Ætlcir að slá heimsmetið FLUGUUÁTÍÐ! viku vegna meiðsla. „Þetta er ein- falt. Við verðum að vinna þennan leik,“ sagði Marco Materazzi hjá Inter. Feyenoord setur í kvöld hol- lenskt met þegar liðið spilar sinn 14. Evrópuleik á leiktímabilinu. Liðið er fjórum stigum á eftir Ajax í hollensku deildinni. Vitandi að úrslitaleikur Evrópukeppninn- ar verður leikinn á þeirra heima- velli 8. maí eykur eflaust á vilja leikmanna í kvöld. „Ef ég næ að halda hreinu er þetta besti dagur fótboltaferils míns. Þá komumst við í úrslit," sagði Edwin Zoetebier, markvörður Feye- noord. RONALDO Á VELLINUM Brasilíumaðurinn Ronaldo spilaði stutt þegar Inter Milan tapaði 0-1 fyrir Feyen- oord. Hann spilar I Hollandi í kvöld. AC Milan þarf að taka á stóra sínum til að vinna upp stórsigur Borussia í síðustu viku. Manuel Rui Costa er meiddur en í staðinn er Andriy Schevchenko búinn að ná sér eftir meiðsli. Cristian Brocchi miðvallarmaður er ekki búinn að gefast upp: „Við hlökkum til. Við munum allir greinilega eftir því þegar þeir fögnuðu í lok síðasta leiks. Það hvetur okkur til dáða.“ ■ HLAUP London-marþon verður haldið í 22. sinn á sunnudaginn. Haile Gebreselassie, einn besti langhlaupari allra tíma, ætlar að taka þátt. Hann hefur einu sinni tekið þátt í maraþoni, í Addis Ababa í Egyptalandi. Þá var hann 15 ára og vildi einungis skoða borgina. Af áætlunum Haile að dæma ætlar hann að slá heimsmetið, 2 klst, fimm mínútur og 42 sek. „Það er ekkert mál að hlaupa fyrri helming vegalengdarinnar á minna en klukkustund," sagði Haile en slíkt gerist sjaldan. „Það sem skiptir máli er seinni helm- ingurinn. Mér líður vel. Ég ætla að gera eitthvað sérstakt." Haile hefur unnið fjóra heims- HAILE GEBRSELASSIE Hefur aðeins einu sinni hlaupið maraþon meistaratitla, tvö Ólympíugull og sett 15 heimsmet. Um 40 Islend- ingar taka þátt í hlaupinu í London. Stærstur hluti er úr Hlaupahópi Grafarvogs. 16 eru að hlaupa maraþon í fyrsta skipti. n fótbolti Litlar líkur eru á úrslita- leik milli Mílanóliðanna í Evrópu- keppni félagsliða. Það virðist vera undir Internazionale komið að bjarga andliti Ítalíu. í kvöld fara fram seinni leikir fjögurra liða úr- slita. Ef Mílanóliðin detta út eru engin ítölsk lið eftir í Evrópu- keppnum. Feyenoord Rotterdam og Borussia Dortmund unnu fyrri leikina í síðustu viku og komu ef- laust í veg fyrir fyrsta úrslitaleik milli tveggja liða frá sömu borg. Feyenoord kom Inter í opna skjöldu, vann 1-0 á San Siro í Mílanó. Borussia valtaði 4-0 yfir AC Milan í Þýskalandi. Meiri líkur eru á því að Inter komist áfram. Aftur er Ronaldo boðaður í byrjunarliðið. Hann sýndi litla tilburði þegar hann var inn á í 20 mínútur í síðasta leik. Á sunnudaginn sat hann á vara- mannabekknum þegar Inter tap- aði fyrir Atalanta og missti for- skotið á AS Roma í deildinni niður í tvö stig. Einnig þykir líklegt að kallað verði á Christian Vieri, sem hefur undanfarið hvílt í miðri BRASILÍUMENN Marcio Amoroso og Henrique Ewerthon fögnuðu innilega 4-0 sigri Borussia Dort- mund á AC Milan í síðustu viku. Amoroso skoraði þrennu. Meðal dagskrárliöa má nefna að KK tekur lagiö, Siggi Fjell og félagar sýna vöölutiskuna 2002, Bjarni Róbert og Skúli hnýta flugur, Lax-á veitir upplýsingar um veiðar i Skotlandi og Grænlandi og fleira. Skemmtilegasta er þó það að veiðimenn hittast í upphafi tímabilsins og ræða sameiginleg áhugamál sin. (Zffieuu Allir veiðimenn velkomnir ÖTlVl'STogVlíIÐI Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • S: 588-6500 Leeds missir leikmann: Woodgate kjálka- brotinn í árás fótbolti Jonathan Woodgate, varn- armaður enska félagsins Leeds, mun ekki spila meira með félag- inu í vor. Ráðist var á hann á þriðjudagskvöld og hann kjálka- brotinn. Stjórnarformaður félagsins, Peter Ridsdale, talaði við frétta- menn í gær. Hann staðfesti að Woodgate, sem er 22 ára gamall, væri búinn að fara í aðgerð. Hann myndi elcki spila meira með félag- inu í vor. Leeds er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er að reyna að tryggja sér sæti í Evr- ópukeppni. Það mætir Aston Villa á laugardaginn. „Fjölskylda Jonathan Wood- gate óskar ekki eftir því að koma með neina yfirlýsingu," sagði Ridsdale í gær. Woodgate sneri nýlega aftur af fullum krafti í lið Leeds. Hann var í fyrra kærður fyrir líkamsárás í miðborg Leeds í JONATHAN WOODGATE Fór í aðgerð í gær. Fjölskylda hans vill ekki segja neitt um málið. janúar 2000. í mars sl. var hann tekinn fyrir of hraðan akstur og missti prófið í sex mánuði. ■ KERFIS VEGGIR © LOFT Kerfisveggirog kerfisloft opna þér heim nýrra möguleika í hönnun, útliti og gæðum. llsRRTIco Akralind 1-201 Kópavogi Sími 665 6656 - Fax 564 0030 Tölvtpóslur arfco@artlco.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.