Fréttablaðið - 18.04.2002, Síða 1
AFMÆLI
Aldrei litið
á sig sem
rithöfund
bls 22
Jarðgerðartankur
Minna sorp!
FUJTNINGATÆKNI
Súðarvogi 2, Reykjavík
Sími 535 2535
FRETTABLAÐIÐ
74. tölublað - 2. árgangur
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Fimmtudagurinn 18. apríl 2002
Verð á íslandi
og Norðurlöndum
alpinci í dag fer
fram umræða utan
dagskrár á Alþingi
um þróun matvæla-
verðs á íslandi í
samanburði við
önnur Norðurlönd.
Málshefjandi:
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingar, og verður
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
til andsvara.
Aðalfundur
Lyíjaverslunar
aðalfundur f dag verður aðalfundur
Lyfjaverslunar íslands. Kosið verð-
ur í stjórn og er ekki gert ráð fyrir
miklum átökum um stjórnarsæti.
Grímur Sæmundssen mun kref ja
meirhlutann svara um sölu á hluta-
bréfum í Delta. Sjá nánar frétt um
fundinn bls. 9.
IVEÐRIÐ í DAC|
REYKJAVÍK Suðaustan 8-13
m/s og skúrir, en 5-10 á
morgun. Hiti 5 til 10 stig.
VINOUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður Q 3-8 Skúrir Q 8
Akureyri © 5-8 Þurrt Q9
Egilsstaðir © 5-10 Þokusúld ^5
Vestmannaeyjar © 5-10 Skúrir (£^8
Sorgarviðbrögð
karla og kvenna
sorg Ný dögun, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, halda fund í kvöld
kl. 20.00. Yfirskriftin er Fjölskyld-
an í sorg. Mismunandi viðbrögð
karla og kvenna. Fundurinn er
haldinn í Safnaðarheimili Háteigs-
kirkju.
Veislan
frumsýnd
leikhús Leikritið Veislan verður
frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í
kvöld. Það er byggt á dönsku kvik-
myndinni Festen eftir Thomas
Vinterberg og Mogens Rukov.
Leikstjóri er Stefán Baldursson.
|KVÖLDIÐ í KVÖLDI
Tónlist 16 Bíó 14
Leikhús 16 íþróttir 12
Myndlist 16 Sjónvarp 20
Skemmtanir 16 Útvarp 21
MEÐALLESTUR FÖLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA
A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIDLAKÖNNUN CALLUP I MARS 2002.
Heilsugæslulæknar í
Hafnarfirði segja upp
Rúmlega 20.000 manns í Bessastaðahreppi og Hafnarfirði án heilsugæsluþjónustu ef ekki verður
gengið að kröfum lækna. Erum í stríði við heilbrigðisráðherra um að fá að opna einkareknar
stofur, segir yfirlæknir. Ráðherra tilbúinn með yfirlýsingu á morgun.
kiaramál Allir læknar á Heilsu-
gæslustöðinni Sólvangi, sem
þjónar rúmlega 22.000 Hafnfirð-
_ ^, ingum og íbúum
,, .. , . Bessastaðahrepps,
„...f'estir þeirra hittu sXj6riœúdm
vinna emmg stöðvariJnnar j
á emkareknum gærkvöldi og af.
stofum þar sem hentu uppsagnar-
■r fa kréf' Að þFÍggí3
tvofaldað mánaða uppsagn-
tekjur sínar". arfresti loknum, 1.
—ágúst nk., hætta
læknarnir störfum. Uppsagnirn-
ar munu ganga til baka ef ríkið
heimilar þeim að starfa á stofum
samhliða vinnu þeirra á stöðinni.
Emil L. Sigurðsson, yfirlæknir
á Sólvangi, segir að aðeins þannig
geti tekjumöguleikar heilsu-
gæslulækna orðið sambærilegir
við kjör annarra sérfræðinga í
læknastéttinni. Hann leggur
áherslu á að svonefnt vottorða-
mál sé aðeins lítill hluti kjaradeil-
unnar, aðalmálið sé að bæta
tekjumöguleikana til jafns við
aðra í læknastéttinni. Grunnlaun-
in eru 270.000 krónur.
„Sérfræðingar á sjúkrahúsum
eru með sömu grunnlaun og við,
það er rétt hjá kjaranefnd. En
flestir þeirra vinna einnig á
einkareknum stofum þar sem
þeir geta tvöfaldað tekjur sínar.
Þetta erum við ósáttir við að
mega ekki gera.“
I liðinni viku sögðu allir lækn-
ar á Heilsugæslustöð Suðurnesja
upp. Samkvæmt heimildum
blaðsins hafa nokkrir yfirlæknar
við heilsugæslustöðvar í Reykja-
vík undirbúið uppsagnir og einn í
Garðabæ.
Emil segir það bæta gráu ofan
á svart fyrir heilsugæslulækna í
HEILSUCÆSLUSTÖÐ hafnarfjarðar
Allir níu læknar stöðvarinnar sögðu upp
í gærkvöldí.
Hafnarfirði að þeir hafi um ára-
bil staðið bakvaktir launalaust.
Hann segir að samkvæmt fyrir-
mælum frá ráðuneytinu sé lækn-
um skylt að standa bakvaktir fyr-
ir læknanema sem vinna á stöð-
inni. ítrekað hafi verið sóst eftir
viðbrögðum frá kjaranefnd
vegna þessa, fyrst á síðasta ári,
en ekkert borist. „Frá okkar bæj-
ardyrum séð brýtur nefndin
stjórnsýslulög með því að svara
ekki. Þetta er hluti af því að
kjaranefnd er leynt og ljóst að
reyna að koma heilsugæslunni
fyrir kattarnef."
Aðgerðirnar setja aukinn
þrýsting á heibrigðisráðherra um
breytingar á starfsumhverfinu,
enda stefnir í óefni fyrir mikinn
fjölda skjólstæðinga. Elsa B.
Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður
ráðherra, staðfesti við blaðið að
Jón Kristjánsson hefði í fyrradag
fundað með fulltrúum lækna.
Hún sagði yfirlýsingar ráðherra
um málið að vænta á morgun þar
sem komið yrði að nokkru leyti til
móts við kröfur lækna.
mbh@frettabladid.is
MÓTMÆLI OG ÓEIRÐIR I KAUPMANNAHÖFN Allt logaði ( slagsmálum I kringum Parken í Kaupmannahöfn á meðan vináttulands-
leikur Danmerkur og ísraels í knattspyrnu fór fram. Eftir að stuðningsmenn Palestínu höfðu kastað grjóti 1 dönsku lögregluna, í tilraun til
að komast inn á leikvöllinn, lét lögreglan til skarar skríða. 150 manns af arabískum uppruna voru handteknir I kjölfar slagsmálanna. Búist
var við því að yfirheyrslur stæðu fram á nótt.
Lækkun VSK á erlendum námsbókum:
Sparar stúdentum 50 milljónir
virðisaukaskattur „Þessi hugmynd
kemur frá fjármálaráðherra þann-
ig að við erum vongóð um að hún
nái fram að ganga," segir Brynjólf-
ur Stefánsson, formaður Stúdenta-
ráðs Háskóla Islands, um fyrirhug-
aða lækkun á virðisaukaskatti er-
lendra bóka úr 24% í 15%, eða til
jafns við innlendar. Stúdentaráð
reiknaði það lauslega út að lækk-
unin jafngilti 50 milljóna króna
lægri útgjöldum stúdenta við HÍ
árlega vegna námsbóka. Brynjólf-
ur segir því til mikils að vinna að
frumvarpið verði samþykkt nú í
vor.
Algengt er að námsfólk greiði á
bilinu 25 - 50.000 krónur fyrir náms-
bækur á hverri önn. Að sögn Brynj-
ólfs er algengt að um 90% þess fari
í erlendar bækur. Samkvæmt þessu
spara háskólanemar sér allt að 4.500
krónur næsta haust verði frumvarp
ráðherra samþykkt.
EFTA-dómstóllinn sendi nýlega
frá sér þá ályktun að sérstakur
skattur á erlendar bækur umfram
innlendar hér á landi stæðist ekki
ákvæði EES-samningsins. í því
feldist óbein vernd á innlendri
framleiðslu. Ályktunin var gerð að
beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur
þar sem Hörður Einarsson hrl.
hafði höfðað mál á hendur stjórn-
völdum um lögmæti skattlagning-
arinnar. ■
1 FÓLK
Stuttmynd
sem heillar
SÍÐA
| ÍÞRÓTTIR |
Bylting ífótboltanum
ST0RSYNINGIN