Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.04.2002, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 18. aprll 2002 FIMMTUPACUR Tæplega tveir þriðju telja að íslenskukunn- átta eigi að vera skil- yrði fyrir ríkisborgara- rétti hér á landi. Á íslenskukunnátta að vera skilyrði fyrir ríkisborgararétti? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Á að lögleiða vændi hér á landi? Farðu inn á vlsi.is og segðu þína skoðun Borgarverkfræðingur: Mislæg gatnamót á vegáætlun skipulac Borgaryfirvöld vonast til þess að mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklu- braut komist á vegáætlun í vor. Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur sagði að fram- kvæmdir við þau gætu í fyrsta lagi hafist árið 2004 eða 2005. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær hafa forsvarsmenn Kringlunnar lýst yfir andstöðu við mislæg gatnamót og vilja að sett verði upp beygjuljós í stað- inn. Óttast þeir að aðgengi að Kringlunni muni versna með til- komu mislægra gatnamóta. „Það er eðlilegt að þeir vilji að aðgengi að Kringlunni sé sem best,“ sagði Stefán. „Við hlustum auðvitað á þeirra raddir, en mun- um reyna að útskýra fyrir þeim að við höldum að þetta sé þver- öfugt. Að vegna aukinnar um- ferðar í framtíðinni verði að- gengið verra ef aðeins verði sett upp beygjuljós." Stefán sagði að breskur sér- fræðingur, sem staddur væri hérlendis, hefði sagt að það væri mjög algengt að forsvarsmenn verslunarmiðstöðva mótmæltu gerð mislægra gatnamót í ná- grenni þeirra. Þeir héldu að allir myndu aka framhjá, en reynslan hefði síðan sýnt að það mat þeir- ra væri rangt. ■ 1 EFNAHAGSLÍF | Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri Bankaríkjanna, sagði í ræðu sinni frammi fyrir þing- nefnd bandaríska þingsins að enn væri óvissa með styrk efnahags- batann. Sagði hann lítinn verð- bólguþrýsting í efnahagslífinu þrátt fyrir olíuverðshækkanir. Því gaf hann skýrt til kynna að bankastjórn Seðlabankans sæi ekki ástæðu til að hækka vexti á næstunni. --... Isafoldarprentsmiðja: Nýir eig- endur atvinnulÍf Nýir eigendur hafa keypt ísafoldarprentsmiðju. Ólafur Haukur Magnússon, sem verið hefur framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar, fer fyrir hópi starfsmanna og utanaðkomandi fjárfesta sem keypt hafa allt hlutfé fyrirtækisins. isafoldar- prentsmiðja er næst stærsta og elsta prentsmiðja landsins, verð- ur 125 ára í sumar. „Við teljum að ísafoldarprentsmiðja hafi mikil tækifæri til að dafna í kjöl- far mikillar samþjöppunar á prentmarkaði á undanförnum árum. Við horfum björtum aug- um á framtíðina," segir Ólafur Haukur, nýr stjórnarformaður ísafoldar. ■ Samdráttur í einkaneyslu: Hagkaup lækkar verð verslun „Við erum að koma til móts við kröfur neytenda um lægra um verð,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hag- kaupa. Hagkaup lækkar í dag verð um 700 vörutegundum, þar af um 300 tegundum matvöru. Matvara lækkar að meðaltali um 8 prósent en aðrar vörur frá 10 og upp í 40 prósent. Frá áramótum hefur Hagkaup þá lækkað verð á um 2000 vörutegundum. Finnur segir að þessi verð- lækkun sé til frambúðar og viss stefnubreyting hjá Hagkaupum. Undanfarin ár hafi áhersla verið lögð á aukið vöruúrval og þjón- ustu. Nú bendi hins vegar allt til að fólk hafi minna fé á milli hand- anna en áður. Einkaneysla hefur minnkað, velta í smásölu dregist saman og velta greiðslukorta sömuleiðis dregist saman. Hag- kaup ætli því að leggja áherslu á ódýrari vörur án þess þó að draga úr þjónustu. „Við reiknum með að þessi verðlækkun kosti okkur um 60 milljónir króna á ári. Við treyst- um því að við bætum okkur skað- ann með aukinni veltu,“ segir Finnur. Hagkaup var eitt þeirra fyrir- tækja sem stóðu að Fríkortinu, en sem kunnugt er hefur verið ákveðið að leggja það af. Finnur STEFNUBREYTING f HAGKAUPUM Áherslan sett á lægra verð. segir að þessar tvær ákvarðanir séu tengdar. Sá kostnaður sem Hagkaup bar af Fríkortinu sé nú notaður til að lækka verð til allra neytenda. ■ Uppnám í Hollandi |lögreglufréttir|~ Nokkuð var um smærri árekstra í höfuðborginni í gær án þess að slys yrðu á fólki. Alls höfðu lög- reglan í Reykjavík vitneskju um tólf smærri árekstra undir kvöld í gær. Ekki taldi lögregla þó að þyrfti að vera að bensínfótur borg- arbúa væri að þyngjast með vor- inu, heldur gæti vætutíð og aðrar akstursaðstæður ýtt undir smáslys af þessum toga. I^Kópavogi var nokkuð um hraðakstur en átta voru stöðvað- ir fyrir of hraðann akstur í um- dæmi lögreglunnar þar. Þá urðu einnig þrjú minniháttar umferðar- óhöpp án þess að teljandi meiðsli yrðu á fólki. Töldu þeir í nágranna- sveitarfélaginu að víst gæti það verið að bensínfóturinn væri að þyngjast með vorinu. Verkalýðshreyfingin: Öæskileg verðhækkun Árangri í baráttu gegn verðbólgu fagnað: Verðbólgan niður í 2% Æðsti hershöfðingi Hollands sagði af sér í kjölfar afsagnar stjórnarinnar. Hollenska þingið ætlar að fara ofan í saumana á því sem gerðist í Srebr- enica. Hollenska stjórnarandstaðan vill gera eitthvað fyrir íbúana í Srebrenica. haac. ap Ad van Baal hershöfð- ingi, æðsti herforingi hollenska hersins, sagði af sér í gær vegna afdrifaríkra mistaka sem hol- lenskir hermenn gerðu í Srebren- ica í Bosníu árið 1995. Van Baal fylgdi þar með fordæmi ríkis- stjórnar landsins, sem sagði af sér á þriðjudag eftir að birt var skýrsla um atburðina í Srebren- ica. Mistök hollenska hersins eru þar sögð hafa orðið til þess að serbneskar hersveitir myrtu 7.500 karlmenn og drengi í þorp- inu Srebrenica. Fjöldamorðin þar eru meðal alvarlegustu stríðs- glæpa sem framdir hafa verið í Evrópu. Þrátt fyrir að bæði ríkisstjórn landsins og æðsti foringi hersins hafi sagt af sér þykir í skýrslunni farið mildum höndum um mistök hollensku hermannanna í Srebr- enica. í skýrslunni segir að hol- lenska stjórnin hafi sent léttvopn- aða og illa undirbúna hermenn til þess að framkvæma hið ófram- kvæmanlega í Bosníu, nefnilega að verja íbúanna í Srebrenica gegn árásum Serba. Ábyrgðin sé þv£ frekar á herðum hollenskra stjórnvalda en hermannanna. Stjórnvöld hafi haft mestan áhuga á því að auka álit Hollands á al- þjóðavettvangi. Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, sagði af sér á þriðjudag- inn aðeins sex dögum eftir að skýrslan birtist. Þar með tók hann á sig ábyrgðina af mistökum hol- lenska hersins í Srebrenica, án þess þó að taka á sig sökina um leið. Stjórnin situr þó áfram til bráðabirgða fram að kosningum, sem átti hvort eð er að halda í næsta mánuði. Óvíst er hvaða áhrif afsögn forsætisráðherrann á stjórnmálaferil hans. Þetta er í annað sinn sem stjórn hans segir af sér. WIM KOK SITUR FYRIR SVÖRUM Wim Kok, sem sagði af sér forsetaembættinu i Hollandi, sat fyrir svörum á þinginu í gær vegna ábyrgðar stjórnarinnar á fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Wim Kok sat fyrir svörum í hollenska þinginu í gær vegna af- sagnar sinnar. Ljóst var að sum- um þingmönnum þótti ekki nóg að stjórnin segði af sér. „í Srebrenica var fólk sem flúði og býr við hörmuleg skilyrði nú sjö árum síðar,“ sagði Jan Marijnisse, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar á hollenska þinginu. „Getum við ekki hjálpað? Getum við ekki gert eitthvað sem hefur þýðingu fyrir fólk í Srebrenica?" í næstu viku verður málið rætt enn frekar á hollenska þinginu. Búist er við að þingið láti fara fram ítarlega rannsókn á málinu þar sem bæði fyrrverandi ráð- herrar og herforingjar verði kall- aðir til vitnis. ■ alþingi Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, deildi hart á stjórnar- andstöðuna og Þjóðhagsstofnun, í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Hann sagði að tekist hefði að ná niður verðbólgu og viðskipta- halla og hækka gengi krónunnar þvert á bölsýnisspár manna sem hefðu talað um að allt væri í rjúk- andi rúst. Verðbólgan yrði að öll- um líkindum um 2% á þessu ári. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar, svaraði föst- um skotum forsætisráðherra og sagði þau bera vitni um að plástra þyrfti sært stolt og metnað for- sætisráðherra. Forsætisráðherra bæri ábyrgð á því gengisfall vegna viðskiptahalla hefði leitt til aukinnar verðbólgu og margfalt hærri vaxta heldur en þekkjast í evrulöndum. Það bæri að þakka verkalýðsforystunni fyrir þann árangur sem hefði náðst við að bæta fyrir mistök forsætisráð- herra. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hóf umræðuna og sagði mikinn ár- angur hafa náðst. Hann vildi taka til við að sameina ríkisbankana. Sagði hann það styrkja samkeppni á bankamarkaði og lækka vexti. ■ FORSÆTISRÁÐHERRA OG FJÁRMÁLARÁÐHERRA Það er búið að ná tökum á efnahagnum sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra. hjá Sýn verðlag Búist er við að forysta ASÍ mun ræða eftir helgina hvernig brugðist verður við áformum Norðurljósa um allt að 14% hækk- un á áskriftargjöldum á Sýn. Hall- dór Björnsson varaforseti ASÍ seg- ir að á miðstjórnarfundi sam- bandsins í gær hefði komið fram að þarna væri óæskileg hreyfing til verðlagshækkunar. Aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar sem rætt var við óttast það fordæmi sem kann að skapast fyrir aðra ef þessi hækkun Norðurljósa verður að veruleika. Á miðstjórnarfundin- um kom hins vegar fram almenn ánægja með árangurinn í barátt- unni fyrir verðhjöðnun og styrk- ingu krónunnar. ■ —«— Jarðamál á þingi: Vanþekking og dylgjur ALÞlNGl Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, sakaði Ástu Ragn- heiði Jóhannesdóttur, þingmann Samfylkingar, um að fara með dylgjur og ræða jarðamál af mik- illi vanþekkingu í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær. Ásta Ragnheiður hafði spurst fyrir um hvers vegna ekki væri samræmi í því hvernig ráðuneytið tæki á beiðnum bænda um að kaupa ríkisjarðir sem þeir hefðu búið á. Þó hefði ráðherra áður sagt eðlilegt að bændur nytu þess að hafa byggt upp jarðir með því að fá fullvii’ðisréttinn. Guðni sagði málin gjörólík og ekki sambærileg. ■ Sendinefnd ræðir við ESA um ríkisábyrgð: Meirihlutinn úr röðum ÍE ríkisábyrgð Af fimm manna sendi- nefnd sem hélt til Brussel á þriðju- dag til viðræðna við fulltrúa eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) um hvort fyrirhuguð ríkisábyrgð á láni Is- lenskrar erfðagreiningar vegna uppbyggingar lyfjaþróunarfyrir- tækis standist EES-samninginn eru þrír fulltrúar íslenskrar erfða- greiningar og tveir frá fjármála- ráðuneytinu. Álit ESA á aðstoðinni við ÍE ræður m.a. gjaldtöku fyrir ríkisábyrgðina. Fulltrúar fjármála- ráðuneytisins eru Baldur Guðlaugs- son, ráðuneytisstjóri, og Jögfræð- ingur úr ráðuneytinu. Frá íslenskri erfðagreiningu fóru Jóhann Hjart- arson, lögfræðingur, og Þórir Har- aldsson, lögfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, auk þriðja manns. Sendi- nefndin kom aftur til íslands í gær- kvöldi en ekki náðist í meðlimi hennar. Ekki náðist í fjármálaráð- herra vegna málsins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.