Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 18. aprfl 2002 FIMMTUDACUR SVONA ERUM VIÐ SKIPTAR SKOÐANIR UM RÍKIS- ÁBYRGÐ TIL DECODE I könnun vefsvæðisins heimur.is sl. þriðjudag voru viðhorf til ríkisábyrgðar til deCODE könnuð. Spurt var: Er það rétt að veita deCODE 20 milljarða króna rík- isábyrgð? Þrír af hverjum fjórum sem af- stöðu tóku voru á móti ríkisábyrgðinni. Mest er andstaðan i Reykjavík eða 83% en minnst í Norðausturkjördæmi eða 56%. Ekki er marktækur munur á af- stöðu kynjanna, en 74% karl og 76% kvenna eru á móti ábyrgðinni. MEÐ EÐA Á MÓTI RÍKISÁBYRGÐ SKIPTING EFTIR KJÖRDÆMUM Já Nei Reykjavík 17% 83% Suðvestur 27% 73% Suður 37% 63% Norðvestur 21% 79% Norðaustur 44% 56% Heímild: heimur.is Ný tækni: Staðsetur farsíma- notanda öryggismál Síminn og Neyðarlín- an kynntu í gær tækni sem byggir á því að mögulegt er að staðsetja þann sem hringir í Neyðarlínuna úr farsíma með nokkurri ná- kvæmni. Segja samstarfsaðilarnir að þetta muni leiða til aukins ör- yggis borgara sem hringja í Neyð- arlínuna úr farsímum. Tæknin nefnist Cell-id og er til þess fallin að auka öryggi borgara. Hún get- ur stytt tímann sem tekur að bíða eftir aðstoð og eykur öryggi á út- kalli viðbragðsaðila hverju sinni.ísland er fyrsta þjóðin í heimi til að taka í notkun staðsetn- ingartækni í neyðarþjónustu, seg- ir í tilkynningu. ■ —♦— Þriðja kynslóðin: Farsímaleyfí boðin út fjarskipti Franska fjarskiptafyrir- tækið Bouygues Telecom stað- festi í gær að það ætli að bjóða rúma 53 milljarða íslenskra króna í leyfi til að reka net þriðju kyn- slóða farsíma í Frakklandi. Þetta er í annað sinn sem frönsk yfir- völd bjóða út svona leyfi og er talið að þetta eina fyrirtæki bjóði í það. ■ VERSLUN Uppgjör tap verslunarmiðstöðv- arinnar Smáralindar í fyrra var 27 milljónir króna. Árið áður tapaði félagið 14 milljónum. Heild- artekjur á árinu voru 273 milljónir og þar af voru leigutekjur 203 milljónir. í árslok voru tæpir fjög- ur þúsund fermetrar húsnæðisins ekki í leigu. Það er um 10 prósent af heildarleigurými Smáralindar. Smáralind var opnuð 10. október sl. Breytingar á Aðalskipulagi 2001-2024 Stefnt að vistvænni og alþjóðlegri skipulagsmál íþrótta- og útivistar- svæði á og við fyrirhugaða land- fyllingu við Ánanaust, nánari stefnumörkun um landnotkun í Vatnsmýri og ýmsar betrumbætur fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur eru meðal þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á tillögu að Aðalskipulagi Reykja- víkur 2001-2024. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir að með aðalskipulaginu sé leitast við að styrkja Reykjavík sem um- hverfisvæna, alþjóðlega höfuð- borg og því hafi sú tímamótaá- höfuðborg kvörðun verið tekin að setja aðal- skipulagið í umhverfismat. Skipu- laginu er ætlað að draga úr út- þenslu borgarinnar og nýta betur svæði innan ákveðinna jaðra. Hvað Reykjavíkurflugvöll varðar gerir skipulagið ráð fyrir að mögu- legt sé að reka austur-vestur flug- brautina frá 2016 til loka skipu- lagstímabilsins en framvinda málsins alls verði hins vegar að leiða í ljós hvers konar flugstarf- semi verður fýsilegt að reka í Vatnsmýrinni á þessu tímabili eða hvort hún verði lögð af með öllu. ■ ■ REYKJAVÍK Stefnt er að samkeppni um heildarskipu- lag Vatnsmýrarinnar á næsta kjörtímabili. Búnaðarbankinn: Seldi í Delta fyrir 3,4 milljarða viðskipti Búnaðarbanki íslands seldi í fyrradag hlutabréf í lyfjafyrirtæk- inu Delta hf. fyrir 3,4 milljarða króna að söluvirði. Með þessum við- skiptum gerir Delta upp skipta- samninga við Búnaðarbankann og kaupir bréfin úr samningunum að nafnvirði 48,5 milljónir. Gengi bréf- anna á VÞÍ í gær var um 70 krónur á hlut. Eignarhlutur Búnaðarbanka ís- lands er nú 5,9 prósetn í Delta en var áður 28,2 prósent. Af núverandi eignarhlut eru 417 þúsund að nafn- virði í framvirkum samningum. ■ Ferðalag Colins Powells varð árangurslaust Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tókst ekki að ná neinum af markmiðum ferðar sinnar til Mið- austurlanda. Sharon fer sínu fram þrátt fyrir kröfur Bandaríkjanna. Arafat reiður að loknum fundi með Powell. jerúsalem, kaíró. ap Tíu daga ferð Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Mið-Austur- landa skilaði litlum sem engum sýnilegum árangri. Honum tókst ekki að koma á vopnahléi milli ísraela og Palestínumanna_. Ilon- um tókst heldur ekki að fá ísraela til þess að draga herlið sitt frá heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna. Þegar hann hélt frá ísrael í gær sagði hann að ísraelsk stjórn- völd hefðu lofað honum því, að draga herlið sitt til baka innan viku. „Vopnahlé er ekki á dagskrá sem stendur,“ sagði hann. Jafn- framt hvatti hann Jasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til þess að leggja sig harðar fram við að stöðva hryðjuverk. Jasser Arafat var hins vegar reiður að loknum fundi þeirra Powells í Ramallah í gærmorgun. Hann sagði augljóst að hernaði ísraelsmanna á heimastjórnar- svæðunum væri ekki lokið. „Þeir eru að koma til baka,“ sagði hann um nýjust herflutninga ísraels- manna, sem héldu inn á tvö byggðasvæði Palestínumanna í gær. „Hver getur samþykkt þetta?" spurði Arafat, og átti við umsátur ísraelska hersins um höfuðstöðv- ar hans í Ramallah. „Ég verð að spyrja alþjóðasamfélagið, ég verð að spyrja hæstvirtan Bush for- seta, ég verð að spyrja Sameinuðu þjóðirnar, er þetta ásættanlegt að ég geti ekki farið út fyrir þessar dyr?“ Powell tókst heldur ekki að EGYPSKT SJÓNARHORN Egypska skopteiknaranum Ismail M. Effat finnst samband Bandaríkjanna og (sraels ekki vera heillavænlegt. AÐ LOKNUM FUNDI MEÐ POWELL Jasser Arafat var reiður að loknum fundi sínum með Colin Powell í gær. Hann krafðist þess að alþjóðasamfélagið bjargaði sér úr herkví. sannfæra leiðtoga arabaríkja um að hann gæti haft einhver áhrif á gang mála í deilu ísraela og Palestínumanna. Honum varð lítt ágengt í Sýrlandi og Líbanon, þar sem hann reyndi að sannfæra stjórnvöld um að halda aftur af Hesbollah-skæruliðum sem barist hafa við ísraelska hermenn undan- farið. Arabaleiðtogar voru einnig lítt hrifnir af því, að Bandaríkin tóku undir hugmynd Aríels Shar- ons um alþjóðlega friðarráð- stefnu. Þeir telja þá hugmynd ekki annað en sýndarmennsku, ætlaða til þess eins að gefa Sharon meiri tíma til að beita her sínum á Palestínumenn. Powell ætlaði meðal annars að hitta Hosni Mubarak Egyptalands- forseta áður en hann héldi heim til Bandaríkjanna í gær, en Mubarak aflýsti þeim fundi meðan Powell var enn að ræða við Arafat. ■ Pentur ehf. Erum fluttir í glæsilegt húsnæði á Smiðjuvegi 6 Kópavogi. Bjóðum upp á gott úrval viðgerðarefna frá Rescon Mapei. Sími 577-7705, fax 587 1117. Norsk Hydro og Reyðarál: Bjóða sumarstörf í álveri í Sunndal ÁLVER l REYÐARFIRÐl Þessi sumarstörf eru sogð vera hluti af því að kynna kosti álvers fyrir íbúum Fjarðabyggðar. stóriðja Tveimur ungmennum í Fjarðabyggð stendur til boða að vinna í sumar í álveri Norsk Hydro í Sunndal í Noregi. Þetta er annað sumarið í röð sem Norsk Hydro og Reyðarál í samvinnu við bæjaryfir- völd í Fjarðabyggð bjóða upp á þessa vinnu. Umsækjendur verða að vera á aldrinum 18 - 25 ára, vera með bílpróf og geta tjáð sig á norsku og ensku. Það er einnig áskilið að umsækjendur hafi áhuga á að kynnast störfum í áliðnaði með hliðsjón af áformum um að álver verði reist í Reyðarfirði. Reyðarál greiðir allan ferðakostnað auk þess sem boðið er upp á nánast frítt leiguhúsnæði. Launin í álverinu eru sögð vera hátt í 250 þúsund ís- lenskar krónur fyrir skatta. Gunnar Jónsson forstöðumaður stjórnsýslusviðs Fjarðabyggðar, sagði að í fyrra hefði umsækjendur verið um 13 talsins. Þá hefðu starfsmenn verið valdir með úr- drætti. í byrjun vikunnar hafði hins vegar enginn sótt um en um- sóknarfrestur er til 3. maí nk. Gunnar segir að tilgangurinn með þessu sé m.a. sá að almenningur í sveitarfélaginu komist í tengsl við þessa stóriðju og nánari vitneskju um þessa atvinnugrein. Enda sé þetta samstarfsverkefni hluti af þeirri kynningu sem staðið hefur yfir um kosti þess fyrir sveitarfé- lagið og íbúa þess að fá álver í Reyðarfjörð. Það sé jafnframt hluti af framtíð unga fólksins á svæðinu. Þá hefði reynsla þeirra sem fóru utan í fyrra verið góð og dvölin í Sunndal verið bæði fræöandi og skemmtileg. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.