Fréttablaðið - 18.04.2002, Síða 22

Fréttablaðið - 18.04.2002, Síða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 18. apríl 2002 FIMMTUDAGUR SAGA DAG5INS 18. APRIL Hermann Jónasson var kosinn formaður Framsóknarflokks- ins árið 1944. Hann tók við for- mennsku af Jónasi frá Hriflu og sat í formannsstóli til ársins 1962 eða í 18 ár. Arið 1997 var kona í fyrsta sinn kjörin deild- arforseti í þá 86 ára sögu Háskóla íslands. Þetta var Helga Kress sem var kjörin forseti heimspekideildar. Arið 1521 stóð Marteinn Lúther uppi í hárinu á ríkisþinginu í Worms og neitaði að draga gagn- rýni sína á kaþólsku kirkjuna til baka, þrátt fyrir að keisarinn krefðist þess. Næstu tíu mánuði var hann í felum. FÓLK í FRÉTTUM Ymsir hafa haft orð á því að hið fyrrum frjálsa og óháða dagblað DV hafi fengið á sig nokkra sjálfstæðisslagsíðu. Það þótti því nokkuð skondið að sömu helgina og DV flutti með lúðrablæstri í Skaftahlíðina opnaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kosningaskrifstofu í næsta húsi. Það eru því hæg heimatökin fyrir DV menn að sækja fréttirnar. Hlutur almannatengslafulltrúa og svonefndra spindoctora í viðskiptalífi og stjórnmálum er alltaf að verða stærri og sífellt fleiri sem ráða til sín menn til að lappa upp á ímynd sína eða tryggja mikla og góða umfjöllun. Þannig hefur Björn Ingi Hrafnsson verið duglegur við að koma Framsókn á framfæri síðan hann var ráðinn kynningarstjóri og verið þing- mönnum lians innan handar í þinghúsiiiu. Við umræður á Alþingi í gær um ræðu forseta á þemaþingi Norðurlandaráðs var Björn Ingi kominn hálfur inn í þingsalinn þegar hann var að ræða við Ólaf Örn Har- aldsson sem skömmu síðar skundaði í ræðustól og tók heils- hugar undir orð formanns síns og utanríkisráðherra. Áður hafði ísólfur Gylfi Pálmason rætt um málið en sumum þótti spjall Björns Inga og Ólafs til marks um að þeim fyrrnefnda þætti ástæða til að klikkja betur á því að flokkurinn væri sammála Halldóri. Kirkjan á Selfossi er vel búin Sr. Gunnar Björnsson hefur ver- ið ráðinn sóknarprestur á Sel- fossi frá 1. júní. „Það voru sjö manns, prestar og guðfræðingar sem sóttu um stöðuna og allt var þetta mjög hæft fólk,“ segir Gunnar. Gunnar er ekki alveg ókunnug- ur prestakallinu því hann hefur starfað þar í afleysingum fyrir sr. Þóri Jökul Þorsteinsson frá 1. september 2001. Fram að þeim tíma bjuggu þau hjónin á Berg- þórshvoli í Vestur-Landeyjum, þaðan sem Gunnar gegndi störf- um sérþjónustuprests á Biskups- stofu. „Eg kunni ákaflega vel við mig á þessum fræga sögustað, þarna er mjög fallegt og fjalla- hringur óviðjafnanlegur. Um- hverfis prestssetrið er stórkost- lega gróinn og yndislegur garður, sem Eddu Carlsdóttur prestsfrú tókst með mikilli eljusemi að rækta upp fyrir um 20 árum, þeg- ar Sr. Páll Pálsson var þarna prestur." En þar sem um klukku- stundar langur akstur er á Selfoss töldu sr. Gunnar og kona hans ráð- legra að flytja þangað. Sr. Gunnar lætur vel af aðstæð- um á Selfossi, „þarna eru fín starfsskilyrði því kirkjan og safn- aðarheimilið eru fullkomin hús með góðum samkomusal og kennslustofu. Þau eru líka vel búin hljóðfærum og síðan er ómetanlegt fyrir hverja kirkju að eiga góðan organista eins og Glúmur Gylfason er sannarlega. I ____________Persónan Sr. Gunnar Björnsson var einróma valinn sóknarprestur á Selfossi af sjö valnefndarmönnum. kirkjunni er messað á hverjum helgum degi og söngstarf og barnastarf er með miklum blóma. Bæði er börnum sinnt sérstaklega og einnig höldum við annað veifið svokallaðar fjölskyldumessur." Sr. Gunnar og kona hans eiga samtals fimm börn sem öll eru uppkomin og 9 barnabörn. ■ SR. GUNNAR BJÖRNSSON Sr. Gunnar er ánægður með starfsskilyrði á vinnustað sínum. AFMÆLI Hefur aldrei litið á sig sem rithöfund Magnea frá Kleifum hefur skrifað 18 bækur um ævina. „Ég ætla að baka pönnukökur og þeyta rjóma og taka á móti mín- um nánustu. Það er löng hefð fyr- ir því,“ segir Magnea Magnús- dóttir frá Kleifum sem er 72 ára í dag. Það er Ijóst að ekki verður fámenni í afmælisveislunni því Magnea á 5 börn,16 barnabörn og 4 langömmubörn og búa þau öll á Akureyri eins og hún sjálf, utan eitt barnabarn sem er í námi í Reykjavík. „Þau vilja öll helst búa hér, þó að þau hafi farið suð- ur um tíma til náms þá hafa þau alltaf snúiö jafnharðan aftur.“ Magnea hefur skrifað 18 bæk- ur um ævina, þrjár fyrir full- orðna og 15 fyrir börn, og eru Sossu-bækurnar líklega þekktast- ar þeirra. Hún hefur þó aldrei talið sig vera rithöfund. „Ég get ekki litió á mig sem rithöfund, skil reyndar ekki hvers vegna þessar bækur mínar komu út. Ég er ef til vill góð að skrifa skóla- stíla.“ Magnea segist vera svo til hætt að skrifa þar sem stór hluti á ári hverju fari í erfið veikindi. Sjúkdómur þessi kallast Hortons og er afar sjaldgæfur. „Þetta er mjög kvalafullur sjúkdómur sem veldur miklum höfuðverkjum. Ég er því stundum vikum saman á sjúkrahúsi þar sem ég er stöðugt á kvalastillandi morfínlyfjum og gæti ekki hugsað þá hugsun til enda ef þeirra nyti ekki við.“ Þegar Magnea lítur yfir far- inn veg og veltir fyrir sér breyt- ingum sem orðið hafa á þjóðfé- laginu kemur henni fyrst í hug auknir möguleikar til náms. „Þegar ég var ung átti ég mér þann draum að fara í nám, ég vildi bara læra. En á þeim tíma var útilokað að vinna fyrir sér á sumrin og læra á veturna. Þá voru engin námslán og engir rík- ir foreldrar sem gátu fjármagn- að námið. Það var engin hvatn- ing úr umhverfinu og kaupið var mjög lágt hjá konum. Þær áttu bara að læra að búa til mat og sjá um heimilið. Sumar voru þó með bein í nefinu og voru duglegar en ég var það ekki. Ég gerði til- raun til að setjast á skólabekk eftir að börnin urðu uppkomin en það gekk ekki vegna sjúk- dóms míns. Ef ég væri ung í dag myndi ég hiklaust vilja læra sem mest.“ ■ MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR FRÁ KLEIFUM Magnea er mikil handavinnu- kona og lítur á það sem tímasó- un að glápa á sjónvarp með ekkert i höndunum. Margir hafa verið að bera auðkennis- merki R-listans fyrir þessar kosningar við merki félagsþjónustunnar, sem Reykjavíkurborg lét hanna fyrir sig á kjörtímabilinu. Þau þykja keimlík. Reykjavíkurlistinn segist ekki notast við auglýs- ingastofu þó merkið sé fag- mannlega unnið. Er því velt vöngum yfir því hvort merki R- listans og Félagsþjónustunnar sé unnið af sama aðila og hver það þá sé. Netsíða Víkurfrétta, vikur- frettir.is, í Keflavík hreykti sér af því að vera vinsælasta heimasíða Suðurnesja í gær. Rúmlega 2100 manns heimsóttu síðuna sem verður að teljast harla gott. Gárungarnir vilja þó meina að ef teljari væri settur á síðu Hafnarsamlags Suðurnesja, hass.is, myndi hún skjóta öðrum síðum á Suðurnesjum og jafnvel landinu öllu ref fyrir rass. TIL LEIGU 200 fm atvinnuhúsnæði að Smiðjuveigi 11 Kóp, húsnæðið hefur hýst verslun og heildverslun á undanförnum árum, og er innréttað miðað við það. Lofthæð 3,2 m. Stórar innkeirsludyr og 2 gönguhurðir. Á sama stað er til sölu 100 fm atvinnuhúsnæði með stórum innkeirsludyrum og lofthæð 3,2 m. Upplís. 554-5544 TÍMAMÓT JARÐARFARIR 13.30 Hafsteinn Auðunsson, Glað- heimum 14, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. 13.30 Ingibergur Gestur Helgason, Kóngsbakka 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigurður B. Haraldsson, fyrrver- andi skólastjóri Fiskvinnsluskól- ans, verður jarðsunginn frá Sel- tjarnarneskirkju. 13.30 Sóley Ingvarsdóttir, Engjaseli 68, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju. 14.00 Aðalbjörg Guðrún Guðmunds- dóttir, Suðurgötu 8 Vogum, verð- ur jarðsungin frá Kálfatjarnar- kirkju. 15.00 Hjördís Bjartmarsdóttir, Selja- landi 3, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 15.00 Kristbjörg Löve, Brekkutanga 18, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju. AFMÆLI Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum er 72 ára í dag. ANDLÁT_______________________________ Baldur Árnason lést 4. apríl. Útförin hefur farið fram. Guðni Sigvaldason, Árborg í Manitóba, Kanada, er látinn. Benedikt Sigurjónsson, byggingameist- ari, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði, lést 15. april. Frida Erna Ottósdóttir, Tryggvagötu 4a, Selfossi, andaðist 15. apríl. Gunnlaugur Vignir Gunnlaugsson, Há- túni 4, Reykjavík, lést 15. aprfl. Guðrún Héðinsdóttir, Fossvöllum 6, Húsavík, lést 14. apríl. Guðmundur Einar M. Sölvason, vél- stjóri, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést 12. apríl. Magnús Aldan Magnússon, Hrafnistu í Hafnarfirði, lést 11. apríl.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.