Fréttablaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 22
SAGA DAGSINS 10. MAÍ Arið 1940 var hernámsdagur- inn, þegar breskt herlið var sett á land í Reykjavík. Þegar mest var voru rúmlega 25 þúsund menn í liðinu og voru margir Þjóðverjar handteknir. Haraldur Örn Ólafsson komst á topp Norðurpólsins 2000, fyrstur Islendinga og sagðist í símtali til íslands á þeirri stundu, vera á toppi tilverunnar. Harald- ur hafði áður gengið á Suðurpól- inn. Atta ár eru liðin frá því Nelson Mand- ela var settur í emb- ætti forseta í Suður- Afríku. Þetta gerðist þann 10. maí árið 1994. Rúmlega fjórum árum fyrr hlaut hann frelsið eftir 27 ára fangavist í landi aðskilnaðarstefnunnar. T|MA|V|ÓT - JARÐARFARIR___________________________ 10.30 Þórný Gissurardóttir Hakonsen, frá Byggðahorni, verður jarðsung- in frá Laugarneskirkju. 10.30 Ríkarður Axel Sigurðsson, lyfja- fræðingur, Birkihlíð 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Guðbrandur Ágúst Þorkelsson, lögregluvarðstjóri, Háteigsvegi 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigríður Reynisdóttir, lækna- nemi, Kópavogsbraut 74, verður jarðsungin frá Digraneskirkju. 14.00 Ólafur Guðbrandsson, Merk- urteigi 1, Akranesi, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Aðaiheíður Jónsdóttir frá Vestra- Skagnesi í Mýrdal, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 15.00 Sigurður Gissurarson, vélvirkí, Veslurgölu 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. AFMÆLI _______________________________ Sölvi Sveinsson skólameistari í Fjöl- brautarskóianum við Ármúla er 52 ára í dag. ANPLÁT________________________________ Anna Waagfjörð Rudkjær Rasmussen, lést 24. apríl Útförin hefur farið fram. Hulda Sigurjónsdóttir Hafnarstræti 7, Akureyri, lést 25. apríl. Útförin hefur farið fram. Ólöf Guðiaug Onundardóttir , lést 19. april. Jarðarförin hefur farið fram. Guðmundur Jóhannsson, áður bóndi í Miðkrika, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést 7. maí. Valgerður Jónsdóttir, Þangbakka 10, Reykjavík, lést 7. maí. Þorsteinn Gregor Þorsteinsson, lést 7. maí. Hallgrímur Gylfi Axelsson, Þjóðólfs- haga, Holtum, lést 6. maí. Björn lngi Ingason, flugvélstjóri, lést í Ástralíu 5. maí. Helga Stella Guðmundsdóttir, áður að Hólmgarði 40, Reykjavík, lést 5. maí. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 10. maí 2002 FÖSTUDAGUR Þykir skemmtilegt að hjóla Eg ætla að byrja daginn á að vinna svolítið í skólanum og fara svo upp í sveit, þar sem ég bý núna, gera vorverkin og klára að stinga upp kartöflugarðinn. Ég er líka með graslauk, það er svo þægilegt því hann vex upp úr arf- anum, sem mér leiðist óskaplega að reyta,“ segir afmælisbarn dagsins, Sölvi Sveinsson sem er 52 ára í dag. Hann er mikill áhugamaður um eldamennsku og hefur þaulskipulagt kvöldstund- ina líka. „Þá ætla ég að bjóða kon- unni minni, syni og systur í anda- bringur, marineraðar í koníaki og bera fram appelsínusósu með. Síðan hef ég kartöflur og ferskt fennikel steikt í smjöri og sýrópi eða hunangi, ég er ekki alveg bú- inn að átta mig á hvernig ég hef það. Með þessu drekkum við auð- vitað eitthvert gott rauðvín." Sölvi er skólameistari í Fjöl- brautaskóianum við Ármúla og um þessar mundir er annasamur tími, þegar einu skólaári er að Ijúka og undirbúningur að öðru að hefjast. „Tímabilinu lýkur yfir- leitt ekki fyrr en í lok júní hjá skólameisturum og ég hef ekki fengið meira en fjögurra vikna frí samfellt, síðan ég byrjaði í þessu starfi. Ég ætla að verja sumarfrí- inu í að ganga á íslensk fjöll og svo ætla ég eitthvað utanlanda og hjóla, sem mér finnst mjög skemmtilegt í góðu veðri. Þá fer maður á netið til að fá upplýsing- ar og kort af stöðunum og lætur Persónan Sölvi Sveinsson skólameistari í FÁ er 52 ára í dag og hefur ýmislegt á prjónunum. ferðalagið svo bara ráðast og hjól- ar þar sem eru góðir stígar." Sölvi segist leggja áherslu á að fara alltaf á nýjar slóðir í hvert sinn. „Þegar maður vinnur í skóla er hætta á að maður festist í hinni daglegu hringrás og þá þyrfti maður að gera eitthvað nýtt í hverri viku.“ segir Sölvi. ■ SÖLVI SVEINSSON Sölvi sér yfirleitt um matargerð á heimilinu og ætlar að bjóða upp á koníaksmariner- aðar andabringur í kvöld. FÓLK í FRÉTTUM ótt menn deili löngum um gæði ákveðinna bóka vafðist það ekki fyrir um hundrað höfundum að velja hundrað bestu skáldverk allra tíma og út- nefna besta skáld- verk sem skrifað hefur verið. Don Kíkóte eftir Migu- el de Cervantes varð fyrir valinu í könnun sem sam- tök norskra bókaklúbba létu gera fyrir sig. íslendingum mun þó e.t.v. þykja meira um það vert að Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness og Njáissaga rötuðu báðar inn á listann yfir hundrað mestu skáld- verk allra tíma. Eins og gefur að skilja verður aldrei sátt um niðurstöður kannana sem þessarar. Þó má gei’a ráð fyrir að kirkjunnar menn verði sérstaklega óánægðir með valið. Ekki svo að skilja að verkin sem eru valin séu svo hneykslan- leg heldur vegna þess að Jobsbók, ein bóka Gamla testamentisins, skuli verða fyrir valinu sem eitt af helstu skáldverkum allra tíma. Enda mat kristinna manna að þar sé ekki um skáldskap að ræða. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, gaf lítið fyrir skýrslu hnattvæðingarnefndar utanríkis- ráðherra þegar hann var spurður út í hana í Kast- Ijósi Ríkissjón- varpsins á þriðju- dagskvöld. Sagði hana unna af nokkrum áhuga- mönnum um Evr- ópusambandið. Þótti ýmsum þetta athyglisvert þar sem meðal nefndarmanna voru ýmsir sem hafa talið tengjast Dav- íð. Fólk á borð við Ara Edwald og Pál Sigur jónsson. Þá má ekki gleyma að skammt er síðan Rann- veig Rist var gerð að stjórnarfor- manni Landssímans en hún átti einnig sæti í hnattvæðingarnefnd. SR HJÁLMAR JÓNSSON ÁSAMT KRISTOFER BUNDAH OG ESTHER CAULKER Niu manns frá Sierra Leone búa hér á landi og hafa Kristófer og Esther verið búsett hér þrjú ár. PERSÓNAN Til Sierra Leone Sr. Hjálmar Jónsson hefur mikla ánægju af að leggja þróunarlöndum lið. Sr. Hjálmar Jónsson er á leið til Sien-a Leone í þeim tilgangi að hafa þar eftirlit með forseta- og þingkosningum. í landinu, sem var bresk nýlenda þar til 1961, hefur geisað borgarastyrj- öld og gæslulið frá Sameinuðu þjóðunum heldur uppi friði með hervaldi. „Markmið okkar, tæp- lega 100 eftirlitsmanna frá al- þjóðasamfélaginu, er að leggja okkar af mörkum til að koma á lýðræði í landinu og skapa trú- verðugleika meðal þjóðarinnar. Það er mikilvægt að fólk hafi trú á því að máli skipti hvað það kýs. Þarna eru fimm eða sex forseta- frambjóðendur og allmargir stjórnmálaflokkar og það þarf að hvetja fólk til að velja þá sem það treystir best,“ segir Hjálmar. Undanfarið hafa innfæddir verið í þjálfun í að stýra kosningum, en um fimm og hálf milljón manna er búsett í landinu. Eftirlits- menmrnir veita aðhald og skrifa skýrsiu um framkvæmdina. „Það er svo skrýtið að þetta land hefur gjöfui fiskimið, demantanámur og landið er frjósamt, þannig að þarna eru betri landkostir en til dæmis hér á landi. Það sem kem- ur í veg fyrir að þeir geti nýtt þá er stjórnarfarið, skortur á lýð- ræði og mannréttindum." Hjálmar er stjórnarmaður í Þróunarsamvinnustofnun ís- lands, hefur farið víða og kynnst þessum málaflokki. Hann fór til Austur-Tímor í fyrra þar sem ástandið er að mörgu leyti sam- bærilegt og í Sierra Leone. Hann segir að þó það sé krefjandi að fara í ferðir sem þessar og aðbún- aður sé ekki cins og sá sem við eigum að venjast, þá sé það líka mjög gefandi. „Ég veit að maður breytir ekki heiminum en mér finnst mjög gaman að í’eyna að leggja lið. Það er líka svo ánægju- legt að sjá hvað þetta fólk getur verið glatt þó það sé bláfátækt, ekki síst að andlegum gæðum á borð við mannréttindi." Aðspurð- ur um það hvort ekki læddist að honum kvíði sagði Hjálmar „Nei, ég hlakka til, ég er kannski spennufíkill. En ég hef undirbúið mig vel, lesið mér til um landið og fengið alls kyns lyf og sprautur. Svo bara sjáum við hvað að hönd- um ber,“ sagði Hjálmar að lokum. bryndis@frettabladid.is Vertu í sambandi!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.