Fréttablaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
10. maí 2002 FÖSTUDAGUR
Trúnaðarbrot á heilbrigðisstofnunum:
Þrjátíu og níu kvartanir á sjö árum
32 fyrirtæki færa bókhald
í erlendum gjaldmiðli:
Flest færa
bókhald í
dollurum
bókhald Meirihluti þeirra 32 fyrir-
tækja sem hafa sótt um heimild til
aö færa bókhald og semja árs-
reikninga í erlendum gjaldmiðli
hafa óskað eftir að færa bókhald
sitt í dollurum. Alls hafa 26 fyrir-
tæki óskað eftir því að færa bók-
hald sitt í dollurum. Fjögur fyrir-
tæki hafa óskað eftir því að færa
bókhald sitt í dollurum. Þá hefur
eitt félag óskað eftir að færa bók-
haldið í pundum og annað vill færa
bókhald sitt í norskum krónum. ■
Á árunum 1991 til 1997 meint
trúnaðarbrot tilefni 2,5 prósents
heildarfjölda umkvartana sem
Landlæknisembættinu bárust.
Eru það 39 tilvik af 1.556 á sjö
árum. Haukur Valdimarsson, að-
stoðarlandlæknir, segir að u.þ.b.
þriðjungur meintra mistaka-
mála sé staðfestur að hluta eða
að fullu. Hann telur að hlutfallið
kunni að vera lægra í trúnaðar-
brotum því andlega vanheilt
fólk haldið ranghugmyndum
kvarti í stundum yfir trúnaðar-
brotum sem ekki eigi við rök að
styðjast.
Nýverið var kvartað yfir
trúnaðarbroti á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands á Selfossi
þar sem upplýsingar um óléttu
stúlku voru taldar hafa komist í
almenna umræðu út frá stofnun-
HAUKUR VALDIMARSSON
Haukur segir að trúnaðarbrot á sjúkrahús-
um grafalvarleg brot. Berist embættinu
kvartanir er farið fram á skýringar frá við-
komandi stofnun. Ekki er hægt að lesa úr
samantekt um fjölda kvartana vegna trún-
aðarbrota hvort þær eru tlðari á lands-
byggðinni eða í höfðuborginni.
inni. „Svona ábending er þá til
að skerpt er á reglum og málin
tekin til umræðu inni á stofnun-
um. Vafalaust leiðir það til þess
að minni möguleikar eru á að
svona gerist,“ sagði Haukur og
áréttaði að erfitt gæti verið að
henda reiður á hvaðan trúnaðar-
upplýsingar sem leka eru komn-
ar. ■
Sveitarstjórnarkosningar:
Allir í kjöri í 39
sveitarfélögum
kosnincar í 39 sveitarfélögum
landsins verða allir kjósendur í
kjöri til sveitarstjórnar nema þeir
hafi sérstaklega beðist undan
kosningu eða eru löglega undan-
þegnir skyldu til að taka kjöri.
Ástæðan er sú að í þessum sveit-
arfélögum bárust engir framboðs-
listar áður en skilafrestur rann út
um síðustu helgi.
Sveitarfélögin þar sem allir
eru í kjöri eru öll tiltölulega fá-
menn. Flestir íbúar eru í Þórs-
hafnarhreppi, alls 413. Fámenn-
asta sveitarfélagið þar sem allir
eru í kjöri er Mjóafjarðarhreppur
þar sem íbúar eru aðeins 31. ■
Félagslegar eignaríbúðir:
Alþingi
samþykkti
nýlög
húSnæði Á síðustu dögum fyrir
frestun alþingis var samþykkt
stjórnarfrumvarp til laga um
breytingar á lögum
um húsnæðismál frá
1998 með síðari
breytingum. Þessi lög
veita félagsmálaráð-
herra heimild til að
staðfesta ósk sveitar-
félags um að aflétt
pétursson frði kaupskyldu og
forgangsretti við-
komandi sveitarfélags. Þegar
sveitarfélag hefur fengið slíka
staðfestingu frá ráðherra getur
eigandi félagslegrar eignaríbúðar
farið fram á að kaupskylda og for-
gangsréttur sveitarfélags verði
ekki virk. Þar með getur hann selt
íbúð sína á almennum markaði. ■
Maður er tekinn eins
og einhver kjöttætla
Arni segir „fjölmiðlageggjun" síðasta sumars að endurtaka sig varðandi hans mál. Hann segir
málið verða rekið fyrir dómsstólum, ekki fjölmiðlum. Tómas Tómasson, hjá ístaki, sem einnig er
ákærður segist ekki vita til að hafa brotið lög og undrast ákæruna.
kom fram að Árni vill meina að
þær sakir sem hann hefur þegar
sakawiál „Maður er tekinn eins og
einhver kjöttætla," sagði Árni
Johnsen í gærkvöldi um atgang
fjölmiðla og vildi ekki staðfesta
sín eigin orð úr fréttaþáttum sjón-
varpsstöðvanna fyrr um kvöldið.
„Ég læt ekkert fjölfalda mig á
fjölmiðlunum. Þetta er sama
geggjun að byrja aftur sem er
með ólíkindum," sagði hann.
í Sjónvarpinu og á Stöð 2 í gær
gengist við og endurgreitt fjár-
muni vegna séu vegna sjálftöku
launa fyrir nefndastörf hans.
„Síðustu sjö árin hef ég engin laun
fengið fyrir setuna i byggingar-
nefnd, hef gert þau mistök að taka
mér laun í formi vöruúttektar,"
sagði hann í sjónvarpi gær. „í
heild eru ákæruatriðin mjög hrá
Hugmyndir að
nýjum Norðurbakka
Norðurbakki ehf. kynnir tillögur
úr hugmyndasamkeppni um
framtíðarskipulag Norðurbakka
Hafnarfjarðar.
Sýningin verður öllum opin
næstu daga í nýja bókasafninu,
Strandgötu 1.
ÁRNI JOHNSEN
Árni Johnsen sagði að komið væri nóg þegar leitað var eftir viðtali við hann í gærkvöldi.
Þá hafði hann verið í fréttaþáttum hjá bæði Sjónvarpi og Stöð 2.
frá ríkissaksóknara. 11 eru rétt,
átta eru röng, 5 má deila um, 2 eru
rangtúlkuð og eitt á þar ekki
heima,“ sagði hann en kvaðst ekki
vilja fara nánar út i ákæruatriðin.
„Málið verður rekið fyrir dóms-
stólum, ekki í fjölmiðlum."
Ásamt Árna og fyrrum for-
svarsmönnum Þjóðleikhúskjallar-
ans hf. eru einnig ákærðir Tómas
Tómasson, verkfræðingur hjá
ístaki, fyrir þátttöku í fjárdráttar-
og umboðssvikabrotum og Stefán
Axel Stefánsson hjá Forum ehf.
fyrir umboðssvik þar sem gefinn
var út reikningur fyrir kaffiveit-
ingar upp á 169 þúsund krónur.
Tómas sagði að ákæran á hendur
honum hafi komið á óvart. „Venj-
an er sú að sá sem sér um verk
annast það sjálfur og þarf ekki að
bera undir aðra,“ sagði Tómas að-
spurður um hvort aðrir yfirmenn
hjá ístaki hafi ekki vitað hvernig
staðið var að viðskiptum við Árna
Johnsen. Hvað viðskiptareikning
sem^ stofnaður var í nafni Árna
hjá ístaki í kjölfar timburúttektar
í Noregi varðar kvað Tómas það
of flókið mál til að fara út í. „Aðal-
atriðið er að mér kom mjög á
óvart að fá svona ákæru og veit
ekki til þess að ég hafi brotið nein
lög,“ sagði hann. Ekki náðist í
Stefán Axel í gær.
oli@frettabladid.is
Sveitarstjómarkosningar:
ojalikjono 1 sjo
sveitarfélögum
FRAMBOÐSMÁL Sjálfkjörið verður í
sjö sveitarfélögum í kosningum til
sveitarstjórna sem fram fara 25.
maí n.k. I þessum sveitarfélögum
hefur aðeins komið fram einn
framboðslisti þrátt fyrir fram-
boðsfrestur hefði verið fram-
lengdur frá hádegi sl. laugardags
til sama tíma sl. mánudag. Þá
verða óbundnar kosningar í 39
sveitarfélögum. Þar hafa engin
framboð komið fram. Það þýðir að
allir kjósendur verða í kjöri í
þessum sveitarfélögum nema þeir
sem löglega eru undanþegnir
skyldu til að taka kjöri og hafa
fyrirfram skorast undan því með
tilkynningu til yfirkjörstjórnar.
Athygli vekur að meðal þess-
ara sjö sveitarfélaga eru m.a.
Raufarhafnarhreppur og Höfða-
hreppur á Skagaströnd. Þar er
einnig Borgarfjarðarsveit með
tæplega 700 íbúa. Hins vegar
barst annar framboðslisti til yfir-
kjörstjórnar í fjórum sveitarfé-
lögum eftir framlengdan fram-
boðsfrest. Það var í Djúpavogs-
hreppi, Hrunamannahreppi, Kjós-
arhreppi og Stöðvarhreppi. ■