Fréttablaðið - 10.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
10. maí 2002 FÖSTUDAGUR
ÓSAMMÁLA DAVÍÐ
Niðurstöðurnur eru
ekki í samræmi við
skoðanakönnun for-
sætisráðuneytið sem
kynnt var í vikunni.
Ertu hlynnt (ur) aðild íslands
að Evrópusambandinu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Já
570/0
Nei
Spurning dagsins í dag:
Er Árni Johnsen fórnarlamb
fjölmiðlaofsókna?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þina skoðun
NU LEST t»U
i RÍT'rABiAÐH)
III
Útgáfufélag DV:
Birtir ekki
auglýsingu
fjölmiðlar DV neitaði að birta
auglýsingu Fréttablaðsins um nið-
urstöður fjölmiðlakönnunar
Gallup. í auglýsingunni kemur
fram að Frétta-
blaðið er mest
lesna blaðið á höf-
uðborgarsvæðinu
á virkum dögum.
Einnig að lesend-
ur DV eru miklu
færri en lesendur
stóru blaðanna
tveggja; Frétta-
blaðsins og Morg-
unblaðsins.
Fréttablaðið
pantaði í síðustu
viku auglýsingu í
DV í gegnum aug-
lýsingastofu.
Gengið var frá samkomulagi um
staðsetningu og verð. Þegar í ljós
kom hver auglýsandinn var neit-
uðu starfsmenn DV að birta aug-
lýsinguna þrátt fyrir að hafa tekið
við greiðslu fyrir birtingu hennar.
Páll Þorsteinsson, auglýsinga-
stjóri DV, bar fyrir sig að DV gæti
ekki sannreynt þær upplýsingar
sem fi’am komu í auglýsingunni.
Upplýsingarnar eru úr fjölmiðla-
könnun Gallup. Morgunblaðið
birti þessa sömu auglýsingu 14.
apríl síðastliðinn. ■
I UPPCJÖR
HÆTTULEG
AUGLÝSING?
Auglýsing frá
Fréttablaðinu sem
birt var í Morgun-
blaðinu en DV
vildi ekki birta.
Hagnaður Tryggingamiöstöðv-
arinnar var 113 milljónir
króna á fyrstu þremur mánuðum
ársins. í fyrra var hagnaðurinn
60 milljónir fyrir sama tímabil.
Stjórnendur fyrirtækisins telja
afkomuna viðunandi. Ágæt af-
koma var í slysa- og sjúkratrygg-
ingum og ábyrgðartryggingum
en talsvert tap í sjó- og farm-
tryggingum. Hagnaður var af
rekstri ökutækjatrygginga, um
15 milljónir króna, þrátt fyrir að
fjöldi slysa og óhappa í umferð-
inni það sem af er árinu sé tals-
vert meiri en á sama tíma í fyrra.
Kópavogur:
Astand löggæslu-
mála óviðunandi
lögreglumál Bæjarráð Kópavogs
tekur undir ályktun Landssam-
bands lögreglumanna um að
ástand löggæslumála í bænum sé
óviðunandi vegna þess hve fátt er
í lögregluliðinu. Gunnar I. Birgis-
son, formaður bæjarráðs, sagði að
í framhaldinu hefðu bæjaryfir-
völd sent dómsmálaráðherra bréf
þar sem óskað væri eftir úrbót-
um.
Gunnar sagði að ráða þyrfti tvo
til fjóra nýja lögreglumenn til
þess að ástandið yrði viðunandi.
Ekkert annað sveitarfélag væri
með fleiri íbúa á bak við hvern
lögreglumann. í ályktun Lands-
sambands lögreglumanna kemur
fram að árið 1984 hafi um 632 íbú-
ar verið á bak við hvern lögreglu-
mann í Kópavogi, en árið 2000
hafi fjöldi á bak við hvern lög-
reglumann verið kominn í 871.
Þetta er um 38% aukning og mið-
að við aukna fólksfjölgun síðustu
ára og fjölgun ökutækja væri
GUNNAR I. BIRGISSON
Ráða þarf tvo til fjóra nýja lögreglumenn
til þess að ástandið verði viðunandi.
ástandið óviðunandi.
Nýverið skrifuðu bæjaryfir-
völd undir samkomulag við dóms-
málaráðuneytið og sýslumanns-
embættið í Kópavogi um ráðningu
sérstaks forvarnarfulltrúa. Gunn-
ar sagði að hann myndi eingöngu
starfa að forvörnum í grunnskól-
um bæjarins. ■
ERLENT
Eftir blóðugustu vikuna í sex
ára stríði nepalskra skæruliða
og þarlendra yfirvalda drógu
þeir fyrrnefndu sig í hlé í gær.
Þeir tilkynntu um mánaðarlangt
vopnahlé. Skæruliðarnir hafa það
að markmiði að steypa konungs-
stjórninni og dreifa landi til fá-
tækra. Harðir bardagar voru á
milli skæruliða og Nepalshers í
gær og létust hundruð manns í
þeim.
T\/Tiltisbrandsgró fundust í
IVXpósti sem sendur var til
bandaríska Seðlabankans. Þetta
var tilkynnt í gær. Eitthvað af
bréfunum voru stíluð á Alan
Greenspan seðlabankastjóra.
Málið er í frekari rannsókn.
Ekkert óeðlilegt
við ólíkar áherslur
Utanríkisráðherra segir niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar
fyrir forsætisráðuneytið ekki endanlegt svar um afstöðu almennings til
ESB. Eðlilegt að spyrja slíkra spurninga en ekki í verkahring utanríkis-
ráðuneytis að spyrja í svipuðum dúr.
„Ég þekki
enga aðra út-
reikninga en
þá sem koma
fram í skýrslu
sem tekin var
saman fyrir Al-
þingi."
esb „Það er ekkert óeðlilegt þó
flokkar séu með ólíkar áherslur,“
segir Halldór Ásgrímsson, utan-
ríkisráðherra, um ólíka afstöðu
leiðtoga stjórnarflokkanna til
Evrópusambandsins. Hann segir
að það hafi ekki haft slæm áhrif á
stjórnarsamstarf-
ið þó yfirlýsingar
hans og Davíðs
Oddssonar, for-
sætisráðherra um
Evrópumál, hafi
lýst ólíkum skoð-
unum.
Mismunandi
áherslur leiðtoga
♦... stjórnarflokkanna
komu enn í ljós í ræðu forsætis-
ráðherra á aðalfundi Samtaka at-
vinnulífsins þar sem hann greindi
frá niðurstöðum skoðanakönnun-
ar sem forsætisráðuneytið hafði
látið vinna fyrir sig um afstöðu
fólks til Evrópusambandsins út
frá gefnum forsendum um galla
aðildar. Sagðist Davíð geta fullyrt
að íslendingar myndu hafna aðild-
arsamningi á þessum forsendum.
„Þessi skoðanakönnun gefur ekk-
ert endanlegt svar,“ segir utanrík-
isráðherra. Hann segir að sér
finnist eðlilegt að spyrja svona
spurninga og að niðurstaða þess-
arar könnunar og annarra sýni að
mikið þurfi að ræða þessi mál.
Stofnanir sem fjalla um málið
verði að kanna það með ýmsum
hætti. Aðspurður hvort utanríkis-
ráðuneytið muni gera svipaða
könnun og forsætisráðuneytið
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Ljóst að niðurstöður kannana geta ráðist af því hvernig er spurt. Mikil vinna er eftir til að
geta metið með áreiðanlegum hætti áhrif Evrópusambandsaðildar.
með forsendum þeirra kosta sem
aðild hefði í för með sér segir
Halldór að ekki hafi þótt ástæða
til þess. „Við höfum ekki talið það
í okkar verkahring."
Mat stjórnarleiðtoganna á
kostnaði við aðild er ólík. Davíð
segir aðild kosta 10 - 12 milljarða
án þess að króna kæmi á móti. „Ég
þekki enga aðra útreikninga en þá
sem koma fram í skýrslu sem tek-
in var saman fyrir Álþingi,“ segir
Halldór. Þar kemur fram að
kostnaður aðildar umfram EES-
samninginn næmi 7-8 milljörðum
og að á móti kæmu styrkir upp á
fimm milljarða. „Það var á engan
hátt reynt að mæla önnur áhrif til
góðs eða ills. Áhrif hagvaxtar,
vaxtamála, verðlags og tolla af
sjávarafurðum voru ekki mæld.“
Meiri vinnu þurfi til að geta svar-
að því hvaða kostnað og ágóða að-
ildar.
Fjárlög ESB hafa verið liðlega
1,1% af landsframleiðslu aðildar-
ríkja. Það hlutfall má hækka í
1,27% segir Halldór en mikil and-
staða hafi verið við það.
brynjolfur@frettabiadid.is
Á VETTVANGI
Rússneskir leyniþjónustmenn rannsaka
vettvang sprengingunnar. Börn, hermenn
og tónlistarmenn voru á meðal þeirra sem
létust í sprengingunni.
Rússland:
32 látast í
sprengju-
tilræði
kaspiisk, ap. Að minnsta kosti 32
manns létust og 150 særðust þeg-
ar sprengja sprakk í borginni
Kaspísk í suðurhluta Rússlands, í
grennd Tsjetsjeníu. Sprengjan,
sem var fjarstýrð, sprakk í skrúð-
göngu á Sigurdeginum svokall-
aða, þegar Rússar fagna sigri
Bandamanna á nasistum í heims-
styrjöldinni síðari. Vladimír
Pútín, forseti Rússlands, sagði
engan vafa leika þá því að um
skipulagða árás hryðjuverka-
manna hafi verið að ræða. Upp-
reisnarmenn í Tsjetsjeníu gerðu
vörpuðu sprengjum á hátíðarhöld
á leikvangnum í Grosný, höfuð-
borg landsins. Fjórir lögreglu-
menn særðust í þeim. ■
IÖGREGLUFRÉTTIrI
Tveir voru handteknir er þeir
voru að brjótast inn í íbúð á
Skúlagötu rétt eftir miðnætti í
fyrrinótt. Voru þeir látnir gista
fangageymslur lögreglunnar. Að
sögn lögreglunnar í Reykjavík
voru skemmdir á hurð íbúðarinn-
ar einhverjar. Þá voru fjórir öku-
menn teknir fyrir ölvun við akst-
ur í fyri’inótt.
Spjalltorg Regkjavikurlistansí Listasafni Reykjavikur
Frítími okkar í borginni
Laugardaginn 11. maí klukkan 12.00 Atli Steinn Árnason forstöðumaður Frístunda-
miðstövar Gufunesbæjar og Steinunn Valdís
Óskarsdóttir formaður ÍTR kynna og fjalla um
frístundastarfí borginni. Óskar Dýrmundur
Ólafsson formaður SAMFÉS stjórnar umferðinni
um torgið. Takið virkan þátt í borgarmálaumræð-
unni. Góðar veitingar.
WWW.XR.IS • XRiÁXR.IS
REYKJAVIKURLISTINN
Deilurnar við Fæðingarkirkjuna:
Samkomulagi loks náð
RIFIST Í BETLEHEM
Palestínsk kona þrætir við ísraelskan hermann í Betlehem í gær. Tilraunir til þess að Ijúka
fimm vikna umsátri um Fæðingarkirkjuna fóru út um þúfur i gær.
jerúsalem. ap. Komist var að sam-
komulagi í gær til að ljúka um-
sátrinu við Fæðingarkirkjuna í
Betlehem. Samkvæmt því verða
þrettán Palestínumenn sendir í út-
legð. Evrópskir sáttasemjarar
höfðu milligöngu um samkomu-
lagið. Sumir mannanna verða
sendir til Ítalíu og Spánar, hinum *
dreift til landa Evrópu. Þetta var |
haft eftir ísraelskum og palest- 1
ínskum samningamönnum 1' gær. S
Umsátrið hefur staðið í 38 daga |
núna. 26 Palestínumenn, sem eru, 5
eins og hinir þrettán, meintir «
hryðjuverkamenn, verða fluttir
til Gaza-svæðisins. Hinir 80 verða
látnir lausir.
Skriðdrekar ísraelsmanna
stilltu sér upp við Gaza-svæðið í
gær. Búist er við árásum ísraela á
svæðið, í hefndarskyni fyrir
sjálfsmprðsárás Hamas-samtak-
anna í ísrael í fyrradag. Palest-
ínska lögreglan hóf handtökur
liðsmanna samtaka herskárra
múslima, í veikri von um að ísra-
elar myndu hætta við árásina. ■