Fréttablaðið - 15.05.2002, Side 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
15. maí 2002 MIÐVIKUDACUR
SVONA ERUM VIÐ
Orkunotkun íslendinga árið 2000
samkvæmt tölum Hagstofunnar:
29,4% 70,6%
ÓLAFSFJÖRÐU R
Æskulýðs- og tómstundaráðsfulltrúi bæjar-
ins segir að fólki sé ekki mismunað um
stöður hjá Vinnuskólanum. Það sé því
miður ekki hægt að ráða alla sem sæki
um.
Ráðningar
Olafsfjarðarbæjar:
Aðeins karl-
menn fengu
fullt starf
ólafsfjörður Einungis karlmenn
voru ráðnir í fullt starf flokk-
stjóra hjá Vinnuskóla Ólafsfjarð-
ar fyrir komandi sumar sam-
kvæmt samþykkt bæjarráðs. Þær
konur sem hlutu náð ráðsins
fengu aðeins hlutastarf. Fjórtán
aðilar sóttu um starf flokksstjóra
hjá bænum, sjö karlar og sjö kon-
ur. Samkvæmt tillögu æskulýðs-
og íþróttafulltrúa bæjarins, sem
bæjarráð samþykkti, voru fjórir
karlmenn ráðnir í 100% starf en
sex konur í 50% starf. Páll Guð-
mundsson, æskulýðs- og íþrótta-
fulltrúi, segir að flestar konurnar
hafi sótt um 50% starf. „Þrjár
kvennanna sóttu um 50% starf.
Þar að auki sóttu tvær um 100%
starf en voru tilbúnar að vinna
eitthvað minna.“ ■
I STUTT I
Borgarráð hefur tekið ákvörð-
un þess efnis að kjörskrá
vegna borgarstjórnarkosning-
anna 25. maí n.k. muni liggja
frammi á netinu frá 15. maí. Leit-
að var álits Persónuverndar og
féllst hún á þessa tilhögun. Alls
eru 82.507 kjósendur á kjörskrá.
81.193 atvinnuleysisdagar voru
skráðir á landinu öllu í apríl.
Það jafngildir því að 3.692 manns
hafi að meðaltali verið á atvinnu-
leysisskrá í mánuðinum og at-
vinnuleysið mælist því 2,6%.
Meðalfjöldi atvinnulausra breytt-
ist ekki milli mars og apríl en
jókst um 63,4% frá apríl í fyrra.
Ástandið skánar yfirleitt frá apríl
til maí og Vinnumálastofnun tel-
ur því líklegt að atvinnuleysið í
maí verði á bilinu 2,2% til 2,5%.
Reykjavíkurborg og Harpa
Sjöfn hf. hafa gert með sér
samkomulag um sameiginlegt
átak til að sporna gegn veggja-
kroti, sem þykir setja miður fal-
legan svip á höfuðborgina. Máln-
ingarverksmiðjan leggur borg-
inni til 2.000 lítra af málningu
sem unglingar í sumarvinnu
munu nota til að þekja krotið.
Talið er að það kosti borgaryfir-
völd, húseigendur og fyrirtæki
milljóna tugi að hreinsa vegg-
jakrot af húsum, mannvirkjum
og vegvísum.
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið í gærkvöldi:
Stjórnarmyndun út í sandinn
færeyjar Forystumenn Fólka-
flokksins, Jafnaðarmanna og
Sambandsflokksins gáfust í
gærkvöldi upp á tilraunum sínum
við að mynda nýja stjórn.
Eitt helsta ásteytingsefni í
viðræðunum var hver ætti að
leiða stjórnina. Anfinn Kallsberg,
formaður Fólkaflokksins og nú-
verandi lögmaður, og Lisbeth L.
Petersen, formaður Sambands-
flokksins gerðu bæði tilkall til
embættisins.
Færeyska lögþingið kemur
saman í dag í fyrsta sinn eftir
kosningarnar 30. apríl. Ef ekkert
óvænt gerist verður þá ekki enn
búið að mynda ríkisstjórn.
Voru í stjórn: Fólkaflokkurinn 7 þingm.
Þjóðveldisflokkurinn Sjálfstjórnarflokkurinn 8 þingm. 1 þingm.
Voru í stjórnarandstöðu: Sambandsflokkurinn j 8 þingm. í
Jafnaðarflokkurinn Miðflokkurinn 7 þingm. f 1 þingm.
Stjórnarmyndunarviðræður
hafa verið líflegar undanfarna
daga. Gerðar hafa verið ýmsar
tilraunir til að mynda nýja stjórn.
Enn sem komið er hefur ekkert
borið árangur.
Eitt er nokkuð ljóst og það er að
áformin um sjálfstæði hafa verið
ANFINN
KALLSBERG
Formaður Fólka-
flokksins hefur reynt
ýmsar leiðir til að
mynda nýja stjórn í
Færeyjum. Enn
hefur ekkert gengið
í þeim efnum. Þing
kemur saman í dag.
lögð á hilluna. Högni Hoydal, leið-
togi Þjóðveldisflokksins og ötul-
asti talsmaður fyrir sjálfstæði
Færeyja, sagðist í viðtali við Sosi-
alurin afar vonsvikinn með að
Fólkaflokkurinn og Sjálfstjórnar-
flokkurinn hafi ákveðið að leggja
sjálfstæðisáformin á hilluna. ■
Stjórnarformanni
lýst sem lögbrjóti
Yfirmennn Byggðastofnunar segjast ekki geta lagt nafn sitt lengur við
afgreiðslur sem séu lögleysa eða í besta falli afskræming reglna. Fram-
koma Kristins H. Gunnarssonar stjórnarformanns sé fullkomlega
óásættanleg. Þeir eru vissir um stuðning iðnaðarráðherra.
stjórnsýsla Fimm háttsettir starfs-
menn Byggðastofnunar segja
Kristin H. Gunnarsson, stjórnarfor-
mann stofnunarinnar, vera í herför
gegn forstjóranum, Theodóri
Bjarnasyni. Kristinn H. segir
starfsmenn eiga að setja fram sjón-
armið á vettvangi stjórnarinnar.
I hópi fimmmenninganna eru
forstöðumenn lög-
fræðisviðs og
Fyllt hafi mæl- rektrarsviðs og
inn að Krist- þn'r lánasérfræð-
inn hafi reynt jngar á fyrirtækja-
að breyta sviði. Þeir segja
fundargerð framtíð sína hjá
stjórnarfundar Byggðastofnun í
í apríl „sér og óvissu: „Teljum við
umbjóðend- fullkomlega óá-
um sínum til sættanlegt að þurfa
hagsbóta." að leggja nafn okk-
—+— ar við afgreiðslur
sem í versta falli
eru lögleysa en í besta falli af-
skræming á þeim reglum og við-
miðum sem okkur er ætlað að vinna
undir,“ segir í trúnaðarbréfi þeirra
til Theodórs forstjóra.
Bréfið er dagsett 22. apríl sl.
Afrit þess var sent Valgerði Sverr-
isdóttur iðnaðarráðherra og Guð-
jóni Guðmundssyni, varaformanni
stjórnar Byggðastofnunar. Starfs-
mennirnir segjast þess fullvissir
að ráðherrann og meirihluti
stjórnar stofnunarinnar styðji for-
stjórann.
„Þeir hafa báðir minn stuðning
KRISTINN H. GUNNARSSON
Er sagður sniðganga forstjórann.
og hafa hann í lengstu lög. Ilins
vegar þurfa formaðurinn og fram-
kvæmdastjórinn að geta unnið
saman. Markmiðið er friður.
Hvernig honum verður komið á
hef ég ekki svör við ennþá,“ segir
Valgerður Sverrisdóttir.
I bréfinu segja starfsmennirnir
að starfsumhverfi þeirra sé óá-
sættanlegt vegna baráttu um
framtíð Byggðastofnunar. Þeir
segja Kristin ítrekað hafa stofnað
til ágreinings á fundum lánanefnd-
ar með háreisti og hafi hótað að
ganga af fundi fengi hann ekki
vilja sínum framgengt. Fyllt hafi
mælinn að hann hafi reynt að
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Segist ekki hafa svör við því hvernig friði
verði komið á í Byggðastofnun.
breyta fundargerð stjórnarfundar
í apríl „sér og umbjóðendum sín-
um til hagsbóta".
Kristinn segir starfsmennina
verða að láta sér lynda að það sé
stjórn stofnunarinnar sem taki
ákvarðanir um lán og hlutafjár-
kaup. Fullyrðingar þeirra séu slúð-
ur sem ekki sé hægt að svara beint.
„Athyglisverðast við bréfið er
hversu mikil persónuleg heift er í
því í minn garð. Það bendir til þess
að starfsmenn hafi ekki skrifað
þetta bréf sjálfir," segir Kristinn.
Theodór segist ekki hafa átt
neina aðild að bréfinu.
gar@frettabladid.is
Utanríkisráðherra Belgíu:
Fékk aðsvif á fundi NATO
natofundur Louis Michel, utanrík-
isráðherra Belgíu, var fluttur á
sjúkrahús í skyndingu af fundi
NATO í Háskólabíói í hádeginu í
gær. Hann hné niður þegar ráð-
herralið NATO var að stilla sér
upp fyrir myndatöku og var í
fyrstu óttast að hann hefði fengið
hjartaáfall. Hann mun þó hafa
fengið aðsvif og er sagður hafá
verið undir miklu álagi undanfar-
ið vegna fundahalda og ferðalaga.
„Þetta er í fyrsta sinn sem eitt-
hvað þessu líkt kemur fyrir |
hann,“ sagði belgískur erindreki, s
aðspurður um ástand ráðherrans. |
Michel mun hafa íhugað að hætta |
við að mæta til fundarins vegna ^
þess hve slappur var. „Honum leið |
afar illa,“ bætti erindrekinn við, »
sem ekki vildi láta nafns síns get- j=
ið í viðtali við AP-fréttastofuna. “
„Honum fannst of heitt inni í
fundarherberginu og of kalt þeg-
ar hann var kominn út undir bert
loft.“ ■
RÁÐHERRANN VAR FLUTTUR Á SJÚKRAHÚS
Louis Wlichel hefur ferðast mikið undanfarnar tvær vikur. Hann var í Suður-Afríku og Rú-
anda áður en hann fór til New York á vegum Sameinuðu þjóðanna á barnaráðstefnu í
síðustu viku. Hann kom til landsins seint á mánudagskvöld.
Aðalendurskoðandi
Enrons:
Viðurkennir
lögbrot
houston. ap David P. Duncan, fyrr-
verandi endurskoðandi hjá banda-
ríska Arthur Andersen, var varla
sestur í vitnastúkuna í gær þegar
hann sagði að bæði hann sjálfur
og endurskoðunarfyrirtækið
væru sek um lögbrot með því að
hafa eyðilagt skjöl úr bókhaldi
Enron. Gjaldþrot Enron er hið
stærsta í sögu Bandaríkjanna.
Orð Duncan stangast á við yfir-
lýsingar endurskoðunarfyrirtæk-
isins, sem heldur því fram að eng-
inn starfsmanna þess hafi vísvit-
andi eyðilagt skjöl. ■
AF SKEMMTUN SÉRNÁMSBRAUTAR
Að sögn munu nemendur af sérnámsbraut
útskrifast með grænar húfur í maílok.
Borgarholtsskóli í
Grafarvogi:
Fyrsta út-
skriftin af sér-
námsbraut
skólamál Fjórða árs nemendur á
sérnámsbraut Borgarholtsskóla
kvöddu skólasystkin sín með við-
höfn í gær. Nemendurnir, átta
talsins, eru þeir fyrstu sem út-
skrifast úr framhaldsskóla eftir
fjögurra ára nám á sérnámsbraut.
Utskrift fer fram 25. maí, en í dag
heldur hópurinn í útskriftarferð
til Akureyrar þar sem þau verða
fram á laugardag.
Guðrún Sigurðardóttir, kennari
við brautina, segir sérnám fyrir
fatlaða nemendur hafa hafist á
vorönn árið 1996. „Flestir nem-
endurnir koma úr Öskjuhlíðar-
skóla, en það hefur verið að
aukast að þau komi úr öðrum skól-
um líka,“ sagði hún og nefndi sem
dæmi blindradeild Álftamýrar-
skóla, sérdeild Hlíðaskóla og sér-
deildir grunnskólanna. ■
TILFINNINGAÞRUNGIN STJÓRNMÁL
Myndin er tekin við jarðarför Fortuyns i
síðustu viku.
Þingkosningar í
Hollandi í dag:
Stjórnin býr
sig undir
skellinn
AMSTERDAM. AP RíkÍSStjÓm Hol-
lands býr sig undir stórfellt tap í
þingkosningunum í dag. Skoðana-
kannanir benda til þess að þing-
mönnum stjórnarflokkanna þrigg-
ja fækki úr 97 í 58. Til þess að hafa
meirihluta á hollenska þinginu
þarf stjórn að vera með 76 þing-
menn á bak við sig hið fæsta.
Kosningabaráttan komst í upp-
nám við morðið á hinum umdeilda
stjórnmálamanni, Pim Fortuyn, í
síðustu viku. Flokkur Fortuyns
nýtur góðs af allri athyglinni og
verður að öllum líkindum næst
stærsti flokkur landsins í dag. Þótt
flokkur Fortuyns stefni í að verða
næst stærsti flokkur landsins hef-
ur hann enn ekki valið sér nýjan
leiðtoga að Fortuyn föllnum. ■