Fréttablaðið - 15.05.2002, Side 6

Fréttablaðið - 15.05.2002, Side 6
SPURNING DAGSINS Hverjír verða íslandsmeistarar í fótbolta? „Fylkir verður íslandsmeistari í karlaflokki en KR i kvennaflokki." Óttó Freyr Birgisson nemi. AUTT SVÆÐI Svæðið þar sem hinir gríðarháu World Tra- de Center-turnar stóðu, er nú orðið nánast autt. í bakgrunni eru byggingar sem hýsa World Financial Center. Rústir World Trade Genter: Hreinsun lýkur á næstu dögum árás Á banparíkin Verið er að ljúka hreinsun svæðisins þar sem áður stóðu World Trade Center-turn- arnir í New York. Rúmir átta mán- uðir eru nú síðan hryðjuverka- árásirnar voru gerðar á bygging- arnar. Tæplega 1,5 milljónir tonna af grjótmulningi og um 200 þús- und tonn af stáli hafa verið fjar- lægð af svæðinu. Vonast er til að búið verða að hreinsa upp allt svæðið á næstu dögum. Rúmlega 1.000 lík hafa fundist í rústum bygginganna. 1.800 manns er enn saknað frá því 11. september. ■ ERLENT Jarðskjálfti, sem mældist 5,2 stig á Richterkvarða, varð í San Francisco og nágrenni í gær. Engar alvarlegar skemmdir urðu, né heldur meiðsl á fólki. Laura Bush, eiginkona George W. Bush Bandaríkjaforseta, er stödd í París þessa dagana. Hún hélt af stað í ferðalag um Evrópu á mánudaginn og kemur við í Búdapest og Prag áður en hún hittir eiginmann sinn í Berlín hinn 22. þessa mánaðar. Sífellt fleiri Bandaríkjamenn hafa spænsku að móðurmáli, enda hefur þeim fjölgað hraðar en öðrum hópum Bandaríkja- manna undanfarinn áratug. Nú er svo komið að rúmlega 35 milljón- ir Bandaríkjamanna eru af rómönskum uppruna. Þeir eru því að verða álíka margir og Bandaríkjamenn af afrískum uppruna. Afjáröflunarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í New York söfnuðust í gær 5,2 milljónir bandarískra dala, sem verja á til uppbyggingar í Bosníu og Herse- góvínu á næstu árum. Periz Belkic, forseti Bosníu og Herse- góvínu, sagðist reikna með því að meira fé fengist til þessa síðar á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ 15. maí 2002 MIÐVIKUDAGUR Verðbólga nú 5,9%: Húsasmiðjan Rauða strikið hélt velli VERÐBÓLGA ÞAÐ SEM AF ER ÁRINU:* Vísitala Prósentustig Janúar 221,5 9,4% Febrúar 220,9 8,9% Mars 221,8 8,7% Apríl 221,9 7,5% Maí 221,8 5,9% *upplýsingar fengnar af vef Hagstofu íslands. efnahagsmál Rautt verðbólgu- strik aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hélt, sam- kvæmt mælingu Hagstofu ís- lands. Verðbólguvísitalan miðuð við verðlag í maíbyrjun var 221,8 stig og lækkaði um 0,04 prósent frá fyrra mánuði. Rauða strikið var dregið við 222,5 stig. Hefði verðbólga farið yfir þau mörk hefði verkalýðsfélögum verið frjálst að segja upp launa- lið kjarasamninga. Verðbólguvísitalan án hús- næðis var 220,7 stig og lækkaði um 0,05 prósent milli mánaða. Verðbólga miðuð við síðustu 12 mánuði er nú 5,9 prósent, en var í síðasta mánuði 7,5 prósent. Meðal atriða sem vógu þungt í vísitölumælingu Hagstofunnar er að verð á nýjum bílum lækk- aði um 2,3 prósent og verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 1,4 prósent. Verð á fötum og skóm hækkaði hins vegar um 1,4 prósent. ■ Gengishagn- aður raskar áætlun uppgjör Húsasmiðjan hagnaðist um tæpar 60 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002. Gengishagnað- ur á tímabilinu var 93 milljónir króna. Tekjur voru rúmir 1,8 milljarðar. Laun og launatengd gjöld voru 21 % af sölutekjum. Gert er ráð fyrir að velta Húsa- smiðjunnar í ár verði 9,7 milljarðar króna. Hagnaður eftir skatta er áætlaður 450 milljónir króna. Ef frá er dreginn gengishagnaður fyrstu mánuði ársins er þetta uppgjör í samræmi við rekstraráætlun fé- lagsins. ■ Stödugleiki og verð- hjöðnun framundan Vextir lækka innan skamms. Spár bjartsýnustu manna um efnahagsmál virðast að ganga eftir. Hagvöxtur er talinn geta aukist hraðar en spáð hefur verið. ASI telur tímabil stöðugleika og verðhjöðnunar framundan. efnahagsmál Tilkynningar um lækkaða stýrivexti er að vænta frá Seðlabanka íslands innan ör- fárra daga. Bankinn sagði frá því í síðustu útgáfu ritsins Pen- ingamál að frekari vaxtalækk- ana væri að vænta þegar óvissu ...+.. hefði verið eytt um hvort launa- liður kjarasamn- inga héldi í þess- um mánuði. Nú hefur það gengið eftir fyrst verð- bólga var undir 222,5 stigum, þar sem rauða strikið var dregið, sam- kvæmt mælingu Hagstof unnar. „Við munum fá hagvöxt, jafnvel fyrr en spár gerðu ráð fyrir," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumað- ur Hagfræði- stofnunar Hl’. -.....♦..... „Við ætlum nú að skoða þetta al- veg ofan í kjölinn og taka okkar ákvörðun fyrir vikulokin,“ sagði Eiríkur Guðnason, einn þriggja bankastjóra Seðlabanka íslands. „Það gekk eftir að rauða strikið hélt og gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið. Allt þetta gefur Seðla- bankanum færi á að lækka vexti mjög hratt núna á næstu mánuð- um,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofn- unar Háskólans, og taldi það myndi verða VerðbólgumælinVafa7gbð til að hvetja efnahags- tíðindi. „Það er Ijóst að lífið af Stað aftur. „Við þáttaskil urðu með sam- munum fá hagvöxt komulagi Alþýðusambands- jafnvel fyrr en spár 'ns °8 Samtaka atvinnulífs- gerðu ráð fyrir,“ sagði ms' m®.ð aðkomu rikisins, „„ .„1^; um miðian desember. Eftir- hann og taldi goðar fy|gnjn tj| þessa dags hefur horfur fynr efnahags- 5vo ráðið úrslitum um að lífið. „Meira að segja þetta tókst," sagði hann. GRÉTAR ÞORSTEINSSON Forseti ASl segir síðustu fara hlutabréf að verða betri kostur en áður nú þegar vextir og verðbólga fara lækkandi." Tryggvi taldi ólík- legt að verðbólga gæti náð sér aftur á strik. „Opinber fyr- irtæki, sem eiga í raun að útvega þjón- ustu á kostnaðar- verði, kunna að þurfa að hækka gjaldskrár sínar. Á SEÐLABANKI ÍSLANDS Mikil bjartsýni er ríkjandi um þróunina í efnahagsmálum þjóðarinnar í kjölfar síðustu verðbólgumælingar Hagstofu íslands. Þar kom í Ijós að rautt strik aðila vinnumarkaðarins hélt og því verði launaliðum kjarasamninga ekki sagt upp. einkamarkaðnum ætti hins veg- ar að vera það mikil samkeppni að ekki sé svigrúm til hækkana. Svo gefur gengisþróunin frekar tilefni til lækkana," sagði hann. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, gerir heldur ekki ráð fyrir verðhækkunum og segir allar forsendur vera til áframhald- andi stöðugleika og lágrar verð- bólgu. „Ég skil hins vegar mætavel ótta fólks við þær,“ sagði hann en áréttaði að engar forsendur væru í efnahagslífi þjóðarinnar sem gæfu tilefni tii verðhækkana. „Þvert á móti eru rökin öll í þá átt að verð eigi að lækka á næstu vikum,“ sagði hann. oli@frettabladid.is DeCODE fyrstu þrjá mánuðina: 14 milljarðar til ráðstöfunar UPPGJÖR í lok mars hafði DeCODE Genetics, móðurfélag íslenskrar erfðagreiningar, tæplega 13,5 milljarða íslenskra króna til ráð- stöfunar í handbæru fé. Heildartap fyrirtækisins fyrstu þrjá mánuði ársins nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala. Tapið hefur minnkað um 30 pró- sent á milli ára. Tekjur DeCODE hafa á sama tíma aukist úr 5 millj- ónum Bandaríkjadala í 9,5 millj- ónir. Það eru um 868 milljónir ís- lenskra króna. Aukningin nemur um 88 prósentum. „Þessi mikla tekjuaukning sýn- ir að við erum á réttri leið og að þessir nýju samstarfssamningar eru að skapa okkur umtalsverðar tekjur á fyrstu stigum samstarfs- ins,“ segir Kári Stefánson, for- stjóri, í fréttatilkynningu. Samningarnir sem Kári vísar til er nýr samningur við Roche. Roche mun greiða ÍE næstu tvö árin fyrir framhaldsrannsóknir á fjórum sjúkdómum. Hins vegar er samningur við Pharmacia á þessu ári um samstarf í erfða- fræðirannsóknum á hjartasjúk- dómum. ■ BRÉFUM í DECODE FJÖLGAÐ I lok fyrsta ársfjórðungs 2002 var heildar- fjöldi almennra hluta I samstæðu Decode 53,5 milljónir. Aukið eftirlit landamæradeildar: Þrír Litháar sendir heim LANDAMÆRAEFTIRLIT Þrír Litháar voru stöðvaðir á Keflavíkurflug- velli í fyrrakvöld og fengu ekki að fara inn í landið. Mennirnir hugð- ust koma hingað til lands til vinnu en voru ekki með tilskilin leyfi. Þeir hofðu millilent í Kaupmanna- höfn og voru sendir sömu leið til baka. Eftirlit hefur verið aukið til muna á Keflavíkurflugvelli vegna fundar utanríkisráðherra NATO. Samkvæmt landamæradeildinni gengur eftirlit vel. Farþegar eru lengur en venjulega að fara í gegnum eftirlit en sýna því mik- inn skilning. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.