Fréttablaðið - 15.05.2002, Page 11

Fréttablaðið - 15.05.2002, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 15. mal 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Stöðvaði ekki skróp dætra sinna: Dæmd í tveggja mánaða fangelsi LONPON. ap Patricia Amos, rúm- lega fertug bresk móðir, var í síð- ustu viku dæmd í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að tvær dætur hennar á unglingsaldri skrópuðu í skólan- um. Fjölskyldu hennar þykir þessi refsing hörð og óréttmæt. Stjórnvöld og skólayfirvöld í Bretlandi fagna hins vegar dóm- inum og segja greinilegt að bar- átta þeirra gegn skrópi sé byrjuð að hafa áhrif. Þetta er að öllum líkindum fyrsta dæmi þess, að dómstólar beiti heimild frá því í nóvember árið 2000 til þess að hneppa for- eldra í allt að þriggja mánaða fangelsi fyrir að leyfa börnunum sínum að skrópa. „Mamma mín hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Kerry Cowm- an, elsta dóttir Patriciu Amos. „Hún lét systur mínar klæða sig sendi þær í skólann. Það er ekki henni að kenna að þær skrópuðu." Cowman er sjálf gift og komin með tvö börn. Hún sagði að allir í fjölskyldunni væru sem steini lostnir vegna dómsins. ■ STJÓRNMÁLAMENN SPJALLA Tony Blair, hægra megin á myndinni, tók í gær á móti Jean Chretien, forsæt- isráðherra Kanada. Blair hefur undan- farið lagt mikla áherslu á baráttu gegn skrópi og agaleysi í skólum. Pakistani búsettur í Bretlandi: Fordæmir íkveikju árás á heimili sitt bretlanp Abdul Aziz Chishti, 65 ára gamall maður sem missti son sinn, dóttur sína og fimm barna- börn í íkveikjuárás á heimili sitt síðastliðinn sunnudag í Hudders- field á Englandi, fordæmdi at- hæfið í gær og sagði það „verk morðingja". Fjórir asískir karl- menn á aldrinum 19 til 25 ára eru í haldi bresku lögreglunnar grun- aðir um aðild að verknaðinum. Að sögn lögreglunnar var um skipu- lagðan verknað að ræða þar sem einbeittur vilji til íkveikju var fyrir hendi. Chishti, sem er múslimi og er fæddur í Pakistan, sagði að hann og fjölskylda sín hefðu verið and- lega eyðilögð vegna atburðarins. „Við erum algerlega eyðilögð vegna þessarar hræðilegu árásar sem tók líf sjö saklausra meðlima fjölskyldu minnar, sérstaklega vegna dauða ungu stúlknanna sem áttu allt lífið fyrir sér,“ sagði hann á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. Stúlkurnar sem létust voru fimm, á aldrinum 6 mánaða til 13 ára, að þvíer kom fram á fréttavef Sky. „Ég kom hingað til að sækjast eftir hjálp frá pakistanska samfélaginu, sem ég tel að hljóti að hafa upp- lýsingar sem hjálpað geta lög- reglunni við að komast til botns í málinu," bætti hann við, harmi HARMI SLEGINN Abdul Aziz Chishti missti son sinn, dóttur og fimm barnabörn í íkveikjunni á sunnu- daginn. Hannn var harmi sleginn á blaða- mannafundinum sem haldinn var í gær. Hann komst lífs af úr eldinum ásamt fjór- um öðrum. sleginn. Faðir stúlknanna var væntanlegur til Bretlands í gær frá Pakistan. ■ Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði!!! Lagersala á Fiskislóð 73 (úti á Granda), 101 Reykjavík. Opnunartími: Miðvikudaga kl:14:00til 18:00 Fimmtudaga kl:14:00 til 18:00 Föstudaga kl:14:00 til 18:00 Laugardaga kl:12:00 til 16:00 Forystumenn F-listans í málflutnmgi þeim til handa eru þekktir fyrir .bI, I 11,JCjJBj Þeir láta sig varða samborgara sína og vilja réttlæti RÉTTLÆTI Kosningaskrifstofa Aðalstræti 9 s. 552-2600 • wwwxf.is • xf@xf.is Hægt er að styrkja framboðið í síma 901 5101 (símtalið kostar 1.000 kr.) Gísli Helgason Margrét K. Sverrisdóttir Olafur F. Magnússon

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.