Fréttablaðið - 15.05.2002, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. maí 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
13
Vináttuleikur í knatt-
spyrnu:
Island leikur
gegn Andorra
fótboiti ísland og Andorra mæt-
ast í vináttulandsleik karla á
Laugardalsvelli 21. ágúst. ísland
og Andorra voru saman í riðli í
undankeppni síðasta Evrópumóts
og vann Island útileikinn 2-0 og
heimaleikinn 3-0. Þessi leikur
verður liður í undirbúningi lands-
liðsins fyrir undankeppni Evrópu-
mótsins en fyrsti leikurinn í þeirri
keppni er 12. október gegn
Skotlandi heima. Seinni leikurinn
á þessu ári verður líka heima,
gegn Litháen 16. október. Auk
þeirra eru Færeyjar og Þýskaland
í riðlinum. ■
Guðjón Þórðarson og Stoke:
Undrast ummæli
stjórnarformannsins
stoke Ekkert hefur enn skýrst
um stöðu Guðjóns Þórðarson;
ar, þjálfara Stoke, hjá liðinu. f
samtali við Guðjón í gær sagð-
ist hann ekkert vita um fram-
haldið. „Ef þetta skýrist ekki
fljótlega, helst í þessari viku,
mun ég fara eitthvað annað.
Ég bíð náttúrlega ekki enda-
laust,“ sagði Guðjón. „Það var
reyndar mjög athyglisvert
sem stjórnarformaðurinn
sagði núna í einhverjum fjöl-
miðlum á íslandi, að þeir yrðu
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON
Fljótlega kemur í Ijós hvert framhaldið verður hjá honum.
að komast að samkomulagi um
hverjum þeir treystu best til
að takast á við fyrstu deildina.
Hann sagði jafnframt fyr-
ir síðasta leikinn, fyrir
Brentford-úrslitaleikinn,
að hann treysti engum
betur í svona stórleiki en
mér því ég væri vanur að
takast á við það. Það kem-
ur því mjög á óvart þetta
komment hans sólarhring sein-
na, þar sem hann efast um
ágæti mitt til að takast á við
verkefni sem er af
hærra kaliberi.“ Mál þessi
skýrast að öllum líkindum
nijög bráðlega en samkvæmt
heimildum verður fundur for-
ráðamanna Stoke Football
Club og Stoke Holding í þess-
ari viku. ■
Real Madrid-Bayer
Leverkusen:
Líkleg
byrjun-
arlið
FÓTBorn Bayer Leverkusen: Hans-
Joerg Butt, Diego Placente, Zoltan
Sebescen, Lucio, Boris Zivkovic,
Bernd Schneider, Carsten
Ramelow, Michael Ballack,
Yildiray Basturk, Dimitar Ber-
batov, Thomas Brdaric.
Real Madrid: Cesar, Michel Sal-
gado, Fernando Hierro, Ivan
Helguera, Roberto Carlos, Santi-
ago Solari, Claude Makelele,
Zinedine Zidane, Luis Figo, Raul,
Fernando Morientes.
Dómari: Urs Meier (Sviss).
Til gamans má geta þess að mið-
að við þetta byrjunarlið eru sex
leikmenn Real Madrid frá Spáni,
tveir frá Frakklandi og einn frá
Portúgal, Argentínu og Brasilíu.
Leverkusen frá Þýskalandi hefur
líka sex heimamenn innanborðs en
auk þeirra er einn frá hverju eftir-
talinna landa: Argentínu, Brasilíu,
Króatíu, Tyrklandi og Búlgaríu. ■
—♦—
Berti Vogts:
„Þeir lakari
geta unnið“
fótbolti Berti Vogts forveri Klaus
Toppmoller þjálfara Bayer
Leverkusen, hefur trú á að liðið,
sem sló Manchester United út í
undanúrslitum, geti unnið stjörn-
um prýtt lið Real Madrid. Hann
hefur þó áhyggjur af fjarveru
hinna sterku leikmanna Ze Ro-
berto sem er í leikbanni og Jens
Nowotny sem er meiddur. „Ég
veit þeir eru lakari aðilinn, en þeir
lakari geta unnið,“ segir Vogts um
lið Leverkusen. ■
„Dýrmæt reynsla
fy rir lífið sj álft1 ‘
Dóra Stefánsdóttir, 17 ára, er eini nýlidinn í A-landsliði kvenna í knattspyrnu. Segir valið hafa
komið sér verulega á óvart.
handbolti Dóra Stefánsdóttir úr
Val, er eini nýliðinn í íslenska
landsliðinu sem leikur við Rúss-
land í undankeppni HM í knatt-
spyrnu kvenna. „Það munaði
minnstu að ég kæmist ekki með
því passinn minn fór í þvott með
búningum U-19 ára liðsins. Ég
hafði sett hann í vasann og gleymt
honum. Þegar hann var sendur í
rússneska sendiráðið til að fá
vegabréfsáritun var hann allur
krumpaður, og við höfðum
áhyggjur af því, en þeir hlógu
bara að honum,, segir Dóra sem er
nýorðin 17 ára gömul. Dóra segir
hlutina hafa gerst hratt, en fyrir
einu ári var hún að vonast til að
komast í U-17 ára liðið. Um það
leyti lék hún sinn fyrsta meistara-
flokksleik þegar hún kom inná
gegn KR og skoraði eitt af mörk-
um Vals í 4-1 sigri. Hún varð síðan
bikarmeistari með liðinu síðast-
liðið haust. Hún segir valið í A-
landsliðið hafa komið sér veru-
lega á óvart þó að hún hafi verið í
stórum æfingahópi fyrir stuttu.
„Ég hélt að það væri til að veita
mér reynslu, en þeim hefur
greinilega verið alvara og treysta
mér í þetta verkefni. Ég hlakka
líka mikið til að takast á við það og
þetta er frábært tækifæri.“ Dóra
vill síst af öllu ofmetnast af vel-
gengninni þó hún viðurkenni að
það sé gaman þegar vel gengur,
sérstaklega þar sem hún hafi mik-
inn metnað. Hún segir knatt-
spyrnuiðkun ekki hafa eyðilegt
neitt fyrir sér í námi, en nú standa
DÓRA STEFÁNSDÓTTIR
Dóra var valin efnilegasti leikmaður efstu deildar kvenna í fyrrahaust.
yfir próf hjá henni í MR. „Ég er
ótrúlega heppin með að foreldrar
mínir, eins og vinirnir, styðja mig í
knattspyrnunni. Ég rnissi af einu
prófi núna og missti úr skóla í
haust, þegar ég fór þrisvar út með
U-19 ára liðinu. Það eru ekki allir
foreldrar sem yrðu ánægðir með
það. En þessi reynsla sem ég er að
fá er dýrmæt fyrir lífið sjálft og ég
er alveg til í að fórna einum heilum
í einkunn fyrir það.“ Líf Dóru hef-
ur snúist um knattspyrnu meira og
minna frá átta ára aldri. Því til
staðfestingar segist hún hafa farið
á 300 aukaæfingar þegar hún æfði
í yngri flokkum hjá Elísabetu
Gunnarsdóttur, sem hún hrósar
mikið eins og þeim þjálfurum sem
hún hefur haft í meistaraflokki.
bryndis@frettabladid.is
OPIÐ
.11
Drífðu þig í dag og fáðu
dágóðan afslátt!
Spring-. iatex-, svamp- og
eggjabakkadýnur
og margt fieira með ^
15-30% afslættil
il 15
Nú eru
Mörkin 4 • 108 Reykjavík
Sími 533 3500 • www.lystadun.is