Fréttablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. maí 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
17
Madonna í fyrsta sinn á West End:
Oörugg til að byrja
með en óx ásmegin
london Madonna tróð upp á sviði á
West End í London á mánudag, í
fyrsta skipti síðan hún lék í leikriti
Davids Mamet, Speed the Plow, í
New York árið 1988. Aðdáendur
stjörnunnar lögðu mikið á sig til að
komast á forsýninguna í London og
biðu í langri biðröð í úrhellisrign-
ingu fyrir utan Wyndhams-leik-
húsið á mánudagskvöldið. Þegar
dyrnar loks opnuðust voru heppnir
áhorfendur með miða snarlega
drifnir inn úr rigningunni og dyr-
um hússins skellt á eftir þeim, ör-
yggisins vegna. Blaðamönnum var
ekki hleypt inn.
Leikritið, sem er eftir Ástral-
ann David Williamson, heitir Up
For Grabs og fer Madonna með
hlutverk listaverkasala í sýning-
unni. Leikritið nýtur nú þegar gríð-
arlegra vinsælda í Ástralíu og hef-
ur þegar slegið öll aðsóknarmet í
Sidney.
Æfingar á leikritinu í London
töfðust nokkuð vegna plötusamn-
inga stjörnunnar og síðar þurfti að
fresta forsýningunni vegna tækni-
legra örðugleika. Áhorfendur virt-
ust þó yfirleitt mjög ánægðir eftir
forsýninguna á mánudagskvöldið.
Þeir sögðu leikkonuna hafa verið
eilítið óörugga til að byrja með, en
vaxið eftir því sem á leið sýning-
una.
Sýningar á leikritinu hefjast
MADONNA
Myndin var tekin að lokinni frumsýningu síðastliðinn mánudag.
fyrir almenning 23. maí næstkom- sjá hana í Swept Away, nýjustu
andi. Leikritið verður á fjölunum í mynd eiginmanns hennar, Guy
West End í tíu vikur. Aðdáendur Ritchie’s, sem verður frumsýnd
Madonnu geta svo hlakkað til að bráðlega. ■
Háskólinn:
Kosninga-
fundur
fundur Stjórnmálafræðiskor HÍ
stendur fyrir kosningafundi í há-
tíðarsal Háskóla íslands í dag frá
kl. 17.15-18.30. Frambjóðendur fá
þrjár mínútur til þess að halda
framsögu. Að loknum framsögum
verða leyfðar fyrirspurnir úr sal.
Forystumönnum þeirra framboða
sem bjóða fram til borgarstjórn-
arkosninganna hefur verið boðið
til þessa fundar. Þeir eru í staf-
rófsröð: Björn Bjarnason, Guðjón
Þ. Erlendsson, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, Metúsalem Þórisson,
Ólafur F. Magnússon og Snorri
Ásmundsson. ■
—«—
Möguleikhtisið
v/Hlemm:
Völuspá
sýnd á ensku
leiklist Möguleikhúsið við Hlemm
sýnir leikrit Þórarins Eldjárns,
Völuspá, á ensku í kvöld kl. 20. I
leikritinu er norræn goðafræði í
hnotskurn með Óðinn í broddi
fylkingar. Leikstjóri sýningarinn-
ar er Daninn Peter Holst. Guðni
Franzson samdi og stýrði tónlist-
inni í verkinu og leikari er Pétur
Eggerz sem leikur öll hlutverkin í
Völuspá. Stefán Örn Arnarson
sellóleikari galdrar síðan fram úr
hljóðfæri sínu áhrifshljóð og gef-
ur hverri persónu verksins sér-
stakt stef úr sellóinu.
Nú er Völuspá til á þremur
tungumálum, íslensku, ensku og
sænsku. ■
—
Listahátíð:
Tónleikum
Vengerovs
frestað
listahátIð Tónleikum Maxim Veng-
erovs, sem vera áttu laugardaginn
18. maí kl. 16.00 í Háskólabíói, er
frestað til mánudagsins 27. maí kl.
20.00 vegna veikinda. Miðar á'tón-
leikana 18. maí gilda á tónleikana
27. maí. Þeir sem ekki geta nýtt
miðana geta fengið þá endur-
greidda fyrir mánudaginn 19. maí
og verða þeir þá seldir öðrum.
Miðasalan er opin alla hvítasunn-
una. ■
AFSIÁTTUR ÞESSA VIK.UNA
GERÐU GÓÐ KAUP