Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 17. maí 2002 FÖSTUDAGUR Olíuverslun íslands: Aðhald skilar árangri uppciör Olís hagnaðist um 340 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Allt árið í fyrra sýndi félagið 211 milljón króna hagnað. Gengishagnaður það sem af er árinu nam 216 milljónum króna. Samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins hafa aðhaldsaðgerð- ir, sem gripið var til á miðju síð- asta ári, skilað þessari bættu af- komu. Áframhaldandi aðhald muni skila félaginu enn frekari árangri á árinu. Afkoma næstu mánaða fer þó mikið eftir þróun á gengi íslensku krónunnar. ■ ^ Halldór og ívanov funduðu í gær: Ivanov ánægður með Natófundinn utanrIkismál Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússa, funduðu í Ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu í gærmorgun. ívanov var ánægður með fund utanríkisráð- herra aðildarríkja NATO. Hann taldi nýjan samstarfssamning Rússa og NATO verða til að auka öryggi og samvinnu í Evrópu. Halldór sagði að ekki hafi ver- ið eytt miklum tíma í umræður um tvíhliða samskipti ríkjanna, enda væru þau með miklum ágæt- um og um þau hefðu þeir ívanov rætt í Moskvu á dögunum. Ráð- herrarnir ræddu Natófundinn, stöðu mála í Mið-Austurlöndum og fyrirhugaðan fund forseta Rússlands og Bandaríkjanna. fvanov minntist á gott sam- starf utanríkisráðuneyta þjóð- anna sem hann sagði ekki ein- göngu snúa að tvíhliða samskipt- um heldur einnig alþjóðamálum þar sem ekki væri ýkja mikill munur á skoðunum þjóðanna. Þá hafði hann orð á að á næsta ári væri 60 ára afmæli stjórnmála- sambands ríkjanna. Taldi ívanov líklegt að tímamótanna yrði minnst með ýmsum hætti. ■ HALLDÓR ÁSGRfMSSON OG ÍGOR IVANOV Utanríkisráðherrar íslands og Rússlands hittust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í Reykjavík i gærmorgun og funduðu um stund. Utanríkisráðherra Úkraínu var svo einnig í opinberri heimsókn í gær. Ilögreglufréttir Brotin var rúða í húsi Rauða krossins í Efstaleiti skömmu fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt og við það fór viðvörunarkerfi húss- ins í gang. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ekki talið að neinn hafi farið þar inn. Tilkynnt var um eld í Perlunni um þrjúleytið í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var nokkur reykur inni í bygging- unni. Síðar kom í ljós að viftu- reim í loftræstingu hafði slitnað og því engin hætta á ferðum. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í Kópavogi um fjögurleytið í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar var nóttin annars með rólegra mótinu. Flugfélög: Easyjet kaupir Go viðskipti Lággjaldaflugfélagið Ea- syjet tilkynnti í gær að það hafi keypt keppinaut sinn, Go, fyrir um 50 milljarða króna. „Þetta er eitt mest spennandi andartak í sögu Easyjet," sagði Stelios Haji-Ioannou, forstjóri flugfélagsins í viðtali við fréttavef BBC. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Easyjet að það go væri í viðræðum við Go um hugs- anlega yfirtöku á fyrirtækinu. Go flugfélagið flaug hér á ís- landi um tínia en ákvað að hætta starfseminni. ■ GO Lággjaldaflugfélagið Go var með starfsemi hér á landi um tima, en ákvað að hætta að fljúga hér. Ástæðuna sögðu þeir vera að of há flugvallargjöld væru rukkuð. Íslandssími: Kröfur 520 milljónir uppgjör Íslandssími tapaði tæpum 93 milljónum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002. Á sama tímabili í fyrra tapaði fyrirtækið 174 milljónum. Þessi afkoma er í samræmi við áætlanir félagsins. Rekstrartekjur félagsins hafa aukist um 60 prósent á þessu ári miðað fyrsta ársfjórðung 2001. Á sama tíma hafa rekstrargjöld hækkað um 35 prósent. Viðskiptakröfur Íslandssíma námu 520 milljónum króna 31. mars 2002 og hafa hækkað um 46 milljónir frá áramótum. Innheimta er nú erfiðari í mörgum tilfellum. ■ Nú VERÐA SAGÐAR FRÉTTIR. EYJÓLFUR SVEINSSON, ÚTGÁFUSTJÓRI FRÉTTABLAÐSINS „Vanda nýrra eigenda DV má rekja til ofmats á eigin getu og vanmats á áhrifum Fréttablaðsins á fjölmiðlamarkaðinn." Þór og Erling eru sérfræðingar I fluguveiði i Wngvalla- og EUiðavatni! Fréttablaðið ógn við aðra miðla Við bjóðum þérað koma í verslun okkar á morgun laugar- daginn 18. maí milli klukkan 10 og 14 og njóta þar ráðgjafar Þórs Nilsens og Erlings Kristjánssonar í vali á ftugum og veiði- búnaði m.a. í Þingvalla- og Elliðavatn. Taktu með þér veiðihjólið og við yfirförum línuna fyrir þig. tJTlVlSTosVEIÐI Síóumúla 11 * 108 Reykjavik * S: 588-6500 * www.lax-a.is Sérfræðingar í fluguveiði Mælum stangir, splæsum línur og setjum upp Sportvörugerðin hf. Skipholti 5, s. 562 8383 Eyjólfur Sveinsson, útgáfustjóri Fréttablaðsins, um fréttir af slæmri fjár- hagsstöðu hans og Fréttablaðsins. Hernaður DV á síðum blaðins og í dómstólum ekki stórmannlegur. viðskipti Óvæginn fréttaflutning- ur sem hefur að mestu leyti birst í DV gegn Fréttablaðinu og útgáfu- stjóra þess hefur vakið mikla at- hygli. „Er nú svo komið að DV hefur Áutt fréttir að jafnaði ann- an hvern dag undanfarnar vikur af meintum vand- ræðum Frétta- blaðsins og að- standenda þess,“ segir Eyjólfur Sveinsson, útgáfu- stjóri Fréttablaðs- ins og aðaleigandi. „Að undanförnu hafa síðan aðrir fjölmiðlar tekið þátt í þessum fréttaflutningi; nú síðast fréttastofa Ríkisútvarps- ins.“ Eyjólfur segir að hann telji að þessi fréttaflutningur eigi sér ein- faldan uppruna. „Vanda nýrra eig- enda DV má rekja til ofmats á eig- in getu og vanmats á áhrifum Fréttablaðsins á fjölmiðlamarkað- inn. Þrátt fyrir að Fréttablaðið hafi hafið göngu sína um það leyti sem þeir keyptu 40 prósent hlut í DV, og það hafi verið búið að festa sig í sessi 8 mánuðum seinna þeg- ar þeir keyptu DV allt, er eins og þeir lifi á þeirri von einni að Fréttablaðið hverfi." Eyjólfur segir að enginn þurfi að biðjast afsökunar á tilveru Fréttablaðsins. Aðstandendur þess og starfsmenn séu stoltir af þeim árangri sem hafi náðst. Fréttablaðið sé fullburða og vin- sælt dagblað sem sé dreift á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu íbúum að kostnaðarlausu og hafi náð til sín stórri sneið af auglýsinga- markaðnum. Það hafi til dæmis aldrei haft meiri auglýsingatekj- ur en í vikunni sem er að líða. „Fréttablaðið hefur í raun náð glæsilegri árangri en nokkur bjóst við. Það sé til dæmis óþekkt í veröldinni að frítt dagblað nái 70 prósent lestri á sínu svæði.“ „Auðvitað hefur þessi sterka innkoma Fréttablaðsins á fjöl- miðlamarkað haft mikil áhrif á rekstur annarra miðla. Vegna mikils samdráttar á auglýsinga- markaði á síðasta ári er vandséð hvernig sumir þeirra eigi að lifa þessi áhrif af. Menn eiga hins veg- ar að hafa dug til að keppa á markaði. Vandi DV er meiri en svo að menn geti talað sig frá hon- um. Það að leggjast í hernað á síð- um blaðsins og í dómssölum finnst mér ekki stórmannlegt" segir Eyjólfur. sme@frettabladid.is ---- „Fréttablaðið hefur aldrei haft meiri auglýsinga- tekjur en í vik- unni sem er að líða" —♦— Kosníngaskrifstofa Franpófffla/flofifisfris í Hafqaifirði Dalshrauni 5 er opin alla daga frá 09:00 - 22:00. S: 555-1819 Kosningastjóri er Guðrún Hjörleifsdóttir, gsm: 862-6961 02- Kosningaskrifstofa uqgra franpóiiqqrniaqqa í hafqarfirði Linnetstíg 1 er opin alla daga frá 10:00 - 23:00. S: 564-0384 Kosningastjóri er Jóhann Skagfjörð, gsm: 694-3213

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.