Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐiÐ 17. maí 2002 FÖSTUDAGUR HVAÐ ÆTLAR ÞU AÐ GERA UM HELGINA? Ætlar að hlýða á karlakórssöng Ég ætla að njóta samvista við fjölskylduna og sinna garðvinnu. Svo ætla ég að fara sem styrktarmeðlimur á tónleika hjá karla- kórnum Fóstbræðrum. Jónlna Bjarlmarz, alþingískona. Mezzoforte koma saman á ný : Alltaf j afngaman tónlist Strákarnir í Mezzoforte eru á leið til Danmerkur og ætla að halda þar átta tónleika. Þá liggur leiðin til Noregs þar sem haldnir verða fernir tónleikar. „Það er einfaldíega eftirspurn," sagði Ey- þór Gunnarsson, inntur eftir því hvers vegna hljómsveitin komi nú saman til tónleikahalds eftir langt hlé. „Svo finnst okkur þetta alltaf jafn skemmtilegt, það er frábært að fá að spila eigin tónlist fyrir áheyrendur sem kunna að meta hana.“ í fyrra kom út í Danmörku safndiskur með lögum hljóm- sveitarinnar. „Hann seldist mjög yel,“ segir Eyþór, „og nú förum við út og fylgjum honum eftir. Við erum reyndar bara þrír úr hljóm- sveitinni á landinu en hinir hitta okkur í Danmörku rétt fyrir tón- leikatörnina. Þar höfum við þrjá daga til að æfa.“ Eyþór segir Mezzoforte ekki hafa spilað saman opinberlega síðan í Moskvu árið 1997. „Við spiluðum reyndar saman fyrir tveimur vikum fyrir hollenska sjónvarpsstöð," segir Eyþór, en annars hefur verið hljótt um hljómsveitina. „Þá má geta þess að í þessari ferð verðum við með nýjan gítarleikara sem kemur inn A ÆFINGU Aðeins þrír hljómsveitarmeðlima eru á landinu til að undirbúa tónleikana. Hinir slást ( hópinn í Danmörku. fyrir Friðrik Karls. Hann er sænskur snillingur og heitir Staff- an William Olsen." En hvað með íslenska aðdáendur, fá þeir að njóta þess að hljómsveitin kemur nú saman á ný? „Já,“ segir Eyþór, íslenskum aðdáendum örugglega til ómældrar gleði. „Við verðum með tónleika hér heima á Nasa 6. júní.“ ■ VEIJINGAHUS Eríu á leið í leikhús? SMlabní VeiíingaJiús við Austurvöll Borðapantanir 5624455 / Fax 5624470 www.skoIabru.is £ V\ 1 GfajmSMd Frítt inn! Opið til kl. 05 Bjór tilboð til kl. 22 BISTRO - BAR I BEINNI Föstudag1 Í7. mai : England - Sviss u.21 kl. 18.15 Laugardag. 18. mai : England - Sviss u.21 kl. 18.15 Sunnudag 19. maí : USA - Holland kt. 18.00 www. glaumbar.is ♦ s: 552 6868 Verk Lofts Guðmundssonar í Hafnarfirði: Frumkvöðull og óborg- anlegur húmoristi kvikmynpir í tilefni af því að á þessu ári eru liðin 110 ár frá fæðingu Lofts Guðmundssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerð- armanns, og 50 ár frá andláti hans, efnir Kvikmyndasafn ís- lands í samvinnu við Þjóðminja- safn íslands til yfirlitssýningar á verkum hans. í Hafnarborg hef- ur verið opnuð sýning á ljós- myndum Lofts og í Bæjarbíói verða um hvítasunnudagana sýndar kvikmyndir hans, Hnatt- flugið, og Milli fjalls og fjöru, sem er fyrsta íslenska talmynd- in. Þá verða sýndar tvær heim- ildarmyndir, ísland í lifandi myndum frá ár- inu 1925 og Reykjavík 1944. Að sögn Þór- arins Guðnason- ar hjá Kvik- myndasafni ís- lands hefur und- irbúningur geng- ið vel. „Við finn- um hvað fólk er jákvætt, eldra fólk man vel eftir Lofti og ber til hans hlýjar tilfinningar." Þórarinn minnist þess þegar hann sjálfur, ungur að árum, sá MILLI FJALLS OG FJÖRU Þórarinn Guðnason minnist þess enn hvað hann var hræddur þegar hann sá myndina fyrst. myndina Milli fjalls og fjöru. „Ég gleymi því aldrei hvað ég var hrædd- ur þegar Gunnar Eyjólfs var að slást við sauða- þjófana í flæðarmálinu. Það var hrollvekjandi sena.“ Sýningin í Hafnarborg stendur til 2. júní, en kvikmynd- irnar verða sýndar í Bæjarbíói dagana 17. og 18. maí. ■ LÍFIÐ matur menning skemmtun ijíctzy sjyífar íðvíkudaga tíf sunnutíaga Lœfíaraðtu 2 - r s: 552:9499 - cáfeopera&lcatcovera.is ra/ v.cateopefa.is Káta.sta kráin í bænum , ‘Dttás. Hafnarstræti 4 - Tel: 511 3233 Tilboð á barnum -----------______ Hádegishlaðborð: 790 kr. Kvöldverðarhlaðborð: 990 kr. ♦Kl Hverfisgata 26 - Tel.: 511 3240 Qfftrien.S Pöbb á besta stad! Laugavegi 73 - Tel.: 561 7722 Föst. 17.5.: Elektrolux Laug. 18.5.: Englar og eldhúsparti FM 95.7 ^ Sunn. 19.5.: Englar Þriðj. 21.5.: Bobcats Miðv.22.5.: Roland Howel ðll dagskráin á: www.gaukurinn.is TRYGGVAGÖTU 22 - S: 551 1556 Auglýsingasími: 5157550

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.