Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 1
AFMÆLI Fagna eftir áratug FÓTBOLTI Slæmt að vera spáð sigri bls 12 % TÓNLIST Alltafjafn gaman bls 16 HEIMAGÆSLA ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ISLANDS B0RGARTÚN131 • SlMI 530 2400 WWW.0I.IS FRETTABLAÐIÐ 27,2% Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 17. maí 2002 Dæmdur fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum: Tíu ára dómur fyrir eiturlyfjasmygl dómsiviál Hæstiréttur íslands dæmdi Tryggva Rúnar Guðjóns- son í 10 ára fangelsi fyrir stór- felldan innflutning á fíkniefnum. Tryggvi Rúnar var dæmdur fyrir innflutning á 16.376 e-töflum, um 59 g af töflumulningi með fíkni- efninu MDMA, rúmlega 200 g af kókaíni og rúmlega 8 kg af hassi. Efnin voru flutt með pósti til íslands frá Amsterdam og voru þau falin í hátalaraboxum. Hæstiréttur taldi sannað að Tryggvi Rúnar hefði átt frum- kvæði að innflutningnum, en fyr- ir rétti sagðist hann hafa talið að um 12 kíló af hassi væri að ræða, en ekki önnur efni. Hæstiréttur taldi að hann hefði haft góða að- stöðu til að kanna hvers kyns efnin voru og féllst því ekki á fullyrðingu hans um að einungis hefði staðið til að flytja hass inn til landsins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Tryggva Rúnar í 11 ára fangelsi en Hæstarétti þótti ekki ástæða til að fara út fyrir 10 ára refsiramma. Með hliðsjón af skil- orðsrofi og hinu mikla magni hættulegra fíkniefna sem hann flutti inn í ágóðaskyni, þótti hæfi- leg refsing vera 10 ára fangelsi. ■ 1 ÞETTA HELST Brunamálastofnun segir að stjórnendur ísfélagsins í Vestmannaeyjum beri mesta ábyrgð á eldsvoðanum mikla árið 2000. Stjórnarformaður ísfélagsins segir það dylgjur og krefst skýringa bls. 2 Seðlabankinn tilkynnti í gær um hálfs prósents vaxtalækk- un og þess er að vænta að vextir lækki meira. Framkvæmdastjóri ASÍ vill að viðskiptabankarnir lækki vextina meira. bls. 4 Sjúkraliðar hafa neikvæða ímynd af hjúkrunarfræðing- um að því er fram kemur í nýrri könnun Sjúkraliðafélags íslands. bls. 6 Fertugur karlmaður fékk tveggja ára dóm fyrir að nauðga konu meðan sonur hennar svaf í sömu íbúð. bls. 2 1 FÓLK Aftur í Þjóðleikhúsið SÍÐA 22 I ÍÞRÓTTIR AÐ LEIK VIÐ HÖFNINA Eimreiðin á hafnarbakkanum í Reykjavík getur verið freistandi leikvöllur á blíðviðrisdögum. Það virðist í það minnsta hafa verið mat þessara pilta sem brugðu á leik og klifu vélina. SÍÐA 12 Stelpurnar mæta Rússum 92. tölublað - 2. árgangur Fyrirtaka í Arnamál dómsmál Mál Árna Johnsen sem hefur verið sakaður um fjárdrátt, mútu- þægni, mútur, um- boðssvik og rangar skýrslur til yfir- valda verður tekið fyrir í dag. IE og stjórnvöld fundur Mannvernd stendur fyrir opnum fundi í Odda kl. 17:00 þar sem f jallað verður um samskipti íslenskrar erfðagreiningar og ís- lenskra stjórnvalda frá sjónarhóli vísinda og vísindafræða, lögfræði- og viðskiptasjónarmiða. VEÐRIÐ í DAGl REYKJAVÍK Hæg austlæg eða breytileg átt og bjartviðrí. Hiti 8 til 13 stig að deginum. VINDUR ÚRKOMA HITI Isafjörður © 5-10 Léttskýjað QlO Akureyri o 5-10 Léttskýjað Ql5 Egilsstaðir O 5-10 Léttskýjað o 15 Vestmannaeyjar Q 5-10 Léttskýjað Q12 Frumsýning í Hafnarhúsi heimildaiwynd Heimildamynd Þor- finns Guðnasonar um Guðjón Bjarnason listamanna verður frum- sýnd í Listasafni Reykjavíkur kl. 20:00 í kvöld. Sviðsverk í beinni leikrit Örverkið Hringleikur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Birtu Guðjónsdóttur verður sett upp í Portinu, Laugavegi 21, kl. 17.05 í dag. Verkið verður í beinni útsendingu Rásar 1. Hjúkrunarfræðin rannsökuð kynninc Hjúkrunarfræðideild há- skólans býður áhugafólki um hjúkrunarfræði í kynningu í Eir- berg kl. 13.00. Lokaverkefni BS nema verða kynnt á rannsóknar- degi hjúkrunarfræðideildar. IKVÖLDIÐ í KVÖLD( Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 íþróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð-.ffi^ borgarsvæð- inu á föstu- dögum? Meðallestur 25 til 39 ára á föstudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 70.000 eintök 70% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002. Svarar ekki hvaða ógn stóð af starfsfólki Lögregla neitar að gefa uppi forsendur þess að fólk var talið ógna öryggi gesta á Natófundinum við Hagatorg. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, telur löggæsluyfirvöld hafa farið offari. Persónuvernd hafa ekki borist kvartanir. lögreglumál Hjá embætti Ríkis- lögreglustjóra fást ekki upplýsing- ar um fjölda fólks sem meinaður _________ var aðgangur að „Égtel að þarna^yggissvæði NATO fundarins . .... Y eða fékk tilmæli irvold offari og um að mæta ekki Þau m til vinnu sinnar skyldu til að (jagana sem hann gera almenn- 5^55 yftr t>á er ekki 'ng' 8rem fyr|r a svarað spurning- hvaða forsend- um um hvaða for- um þetta fólk sendur lágu að var vahð ur." baki slíkum ákvörðunum, eða hvort og þá hvaða persónugögn voru skoðuð. Guðmundur Guðjónsson, yfir- lögregluþjónn hjá embætti Ríkis- lögreglustjóra, segir að einstak- lingar sem var meinaður aðgangur að öryggissvæðinu geti sjálfir fengið upplýsingar um sín mál hjá embættinu, en þær verði ekki veittar fjölmiðlum. „Þetta varðar ekki stjórnmálaskoðanir og beinist ekki að ákveðnum hópum, kyn- þáttum eða þjóðernum. Þetta snýr eingöngu að því að hver einstak- lingur er metinn út frá ákveðnum forsendum sem snúa að öryggisat- riðum og persónuupplýsingum," sagði hann. „Ég tel að þarna fari löggæslu- yfirvöld offari og þau hafi brýna skyldu til að gera almenningi grein fyrir á hvaða forsendum þetta fólk var valið úr,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstarétt- arlögmaður. Hann vill að fram komi hvers konar athugun hafi farið fram á starfsfólki Hótel Sögu og hvaða upplýsingar og gögn voru lögð til grundvallar við val á þeim sem taldir voru hættulegir. „Aðgerðirnar benda til að til séu skrár hjá lögregluyfirvöldum með persónulegum upplýsingum um einstaklinga, sem hefur verið safnað á undanförnum árum. Hver sem er getur verið með neikvæða merkingu á þessari lögregluskrá. Þar geta verið rangar upplýsingar og þær kunna að vera notaðar gegn einstaklingum á ýmsum svið- um, í andstöðu við þær lýðræðis- reglur sem við teljum okkur starfa eftir,“ bætti Ragnar við. Hörður H. Helgason, yfirlög- fræðingur hjá Persónuvernd, seg- ir að ekki hafi borist kvártanir vegna NATO fundarins. Hann seg- ir Persónuvernd ekki úrskurða beint um mál sem snúa að lög- gæslu, landvörnum, eða slíkum málaflokkum, heldur beini stofn- unin athugasemdum til dómsmála- ráðuneytisins. Hörður benti á að hver sem er gæti kallað eftir upp- lýsingum hjá lögreglu, á grund- velli reglugerðar um meðferð lög- reglu á persónuupplýsingum, um hvort eða með hvaða upplýsingar um viðkomandi hafi verið unnið. oli@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.