Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 17. maí 2002 FÖSTUDAGUR • N-1 bar í Keflavík. Vinsæll skemmtistaóur á besta stað í Keflavík. Auðveld kaup. • Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 MKR á mánuði.Verð aðeins 4,5 MKR. • Lúxus snyrtistofa í miðbænum. Gott tækifæri fyrir nýútskrifaðan snyrtifræðing. Eigandi til í að hafa umsjón sem meistari. Auðveld kaup. • Fiskréttaverksmiðja í lítilli starf- semi. Góð tæki, húsnæði, vörumerki og uppskriftir. Auóveld kaup. • Skemmtilegt fyrirtæki í afþrey- ingar iðnaðinum sem búið er að byggja upp með öflugri markaðssetningu og öflun fastra viðskiptavina. Hentar bæði sem sérstakur rekstur eða í bland með öðrum rekstri. • Spennandi sérverslun með notaðan fatnað (second-hand) í miðbænum. • Verslunin Dýrið, Laugavegi. Sérstök verslun með mikla möguleika. • Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 MKR • Rótgróin efnalaug í Hafnarfirði. Mjög vel tækjum búinn. Traust fyrirtæki í föstum viðskiptum. Velta um 2 MKR á mánuði. • Eitt af vinsælustu veitingahú- sum bæjarins. Mjög mikið að gera. • Tveir staðir í þekktri pizza-keðju til leigu með samtals 6 MKR mánaðarveltu. Einstakt tækifæri fyrir unga athafnamenn að koma undir sig fótunum. • Verslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður rekstur. Ársvelta 180 MKR og vaxandi með hverju ári. Besti árstíminn framundan. • Heildverslun með þekkt fæðubótaefni sem aðallega eru seld í apótek. Ársvelta 20 MKR. • Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðarvelta 2-3 MKR á mánuði. Eingöngu opið virka daga kl. 7-17. Auðveld kaup. • Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1 -2 starfsmenn, sér- staklega smiði. • 300 fermetra vinnsluaðstaða fyrir matvælaiðnað. 40 fm frystir, 20 fm kælir og ýmis tæki. Mjög hagstæður húsaleigu- samningur. • Lítið plastframleiðslufyrirtæki sem framleiðir bílahluti. Góð markaðsstaða. • Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einka- umboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn. • Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og matvælafyrirtæki. Framlegð 5 MKR á ári. • Snyrtivörudeild úr heildverslun. Litalína sem er í nokkrum góðum verslunum og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu sem hefur vit á snyrtivörum og langar í eigin rekstur. Lágt verð. • Hlíðakjör. Söluturn í góðu hús- næði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auóveld kaup. • Lítill sport pub í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup. • Meðeigandi óskast að matvælafyrirtæki með mikla sérstöðu. Selur bæði í matvöru- verslanir og á stofnanamarkaði. Ársvelta nú um 35 MKR en getur vaxið hratt. • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • Gsm 820 8658 Afitur í Þjóðleikhúsið Stjórn íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar réði á dögunum Þórey Vilhjálmsdóttur framkvæmdastjóra Edduverð- launanna. Verðlaunahátíðin fer fram í fjórða skipti 10. nóvember næstkomandi. „Þetta er mjög spennandi. Ég er með fullt af hugmyndum," seg- ir Þórey. Hún er nýbúin að ljúka prófum í viðskiptafræði við Há- skóla íslands og er að hefja störf. „Ég er heppin að taka við hátíð- inni núna. Það er komin reynsla eftir þrjú ár, vitað hvað heppnað- ist vel og hvað illa.“ Sjálf hefur Þórey mikla reynslu af fram- kvæmd svipaðra atburða. Hún var framkvæmdastjóri og annar eigenda Eskimo Models og sá meðal annars um framkvæmd Futurice-tískuvikunnar, Ford- keppninnar og V-dagsins. Hún segist hins vegar ekki meiri bíófíkill en hver annar. Verðlaunaathöfnin fer fram í Þjóðleikhúsinu. Þar fór hún fyrst fram fyrir tæpum þremur árum. Síðan flakkaði Edda yfir í Borgar- leikhúsið og á Broadway. „Þjóð- leikhúsið er glæsilegt hús. Það ber þetta vel. Það verður örugg- lega annað snið á athöfninni en áður. Ég er með breytingarnar í hausnum. Margt verður auðvitað eins og athöfnin verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu," segir Þórey. Edduverðlaunin njóta gífur- lega vinsælda. Rúmlega 60 pró- ._________Persónan Þórey Vilhjálmsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Edduverðlaunanna. sent þjóðarinnar hafa fylgst með afhendingu þeirra undanfarin ár. Það ætti ekki að breytast í haust þar sem allt bendir til þess að kvikmyndaúrvalið verði mikið. Leikstjórarnir Friðrik Þór Frið- riksson, Baltasar Kormákur, Ró- bert Douglas og Dagur Kári Pét- ursson stefna allir að því að frum- sýna myndir á árinu. Þangað til verður Þórey á þönum að sjá til þess að allt verði til reiðu. ■ ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR Er að byrja að undirbúa Edduverðlaunahá- tíðina sem ferfram 10. nóvember. TÍMAMÓT JARÐARFARIR___________________________ 10.30 Halldóra Borg Jónsdóttir, Daltúni 23, Kópavogi, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju. 13.30 Guðjón Jónsson, Hafnarstræti 47, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Helga Stella Guðmundsdóttir, áður til heimilis Hólmgarðí 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Valgerður Jónsdóttir, Þangbakka 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju. 14.00 Sölvi Guttormsson, Nestúni 6, Hvammstanga verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju. 14.30 James Joseph Dempsey verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykja- vík. Jarðsett verður að Breiðabóls- stað I Fljótshllð. 15.00 Kristján Elías Kristínsson, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju. AFMÆLI____________________________ Árni Ibsen er 54 ára. Ólafur Gíslason er 59 ára. Þorgils Óttar Matthiesen er 40 ára. STÖÐUVEITING______________________ Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin famkvæmdastjóri Edduverðlaunanna. ANDLÁT Guðfreður Guðjónsson lést 5. maí. Út- förin hefur farið fram. Sigriður Elín Guðbjartsdóttir, Seljahlíð, Hjallaseli 55, lést 15. maí. Dagbjört Hannessína Níelsdóttir, áður húsfreyja í Elliðaey, Breiðafirði lést 14. maí. Guðrún Grímsdóttir, Glitvangi 27, lést 14. maí. Kristrún Sigtryggsdóttir, frá Kumblavík, Langanesi, lést 13. maf. Lilja Sigríður Guðlaugsdóttir, Suðurhól- um 26, Reykjavík, lést 13. maí. I FÓLK í FRÉTTUM I að hafa opið, en með víggirðingu allt um kring var lítið um viðskipti. Eigandinn ætlar að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti og segir blessun að alla jafna sé langt á milli svona uppákoma. Hann taldi þó að eðlilegri framgangur hefði verið að gera fyrirtækjum að loka dagana sem Natófundurinn stóð yfir og greiða eðlilegar skaðabæt- ur fyrir. George Robertson, lávarður, var hins vegar hinn reffilegasti þar sem hann skundaði upp Lauga- veginn, um klukkan 6 síðdegis að loknum fundahöldum á miðviku- daginn. Hann var með nokkurt föruneyti, en þó var ekki að sjá lögreglumenn eða áberandi vopna- burð. Verður það að teljast skrítið mióað við háar girðingar á funda- stað að hleypa mönnum svo bara fótgangandi í bæinn. Hafði sá sem til sá þó tvo til þrjá fylgdarmenn lávarðarins grunaða urn að vera annað og meira en venjulega túrista þar sem þeir gengu með honum, herðabreiðir og prýddir sólgleraugufn. Meðal eftirkasta Natófundarins á Hótel Sögu voru vandræði með símasamband sem hrjáði alla bygginguna í gær. Tengja þurfti allt símakerfi upp á nýtt og stóð sú vinna fram eftir degi. Ekki var hægt að ná sambandi við skrifstof- ur Bændasamtaka íslands, en þær voru teknar undir Natófundinn. Flestir starfsmenn samtakanna unnu heiman frá sér og allar síma- línur samtakanna voru teknar und- ir fundinn, utan eina. Síðla dags í gær var enn verið að reyna að greiða úr símaflækjum í Bænda- höllinni. Þá hefur blaðið spurnir af nokk- urri óánægju meðal forsvars- manna fyrirtækja sem starfrækt eru í hótelinu. Rakarastofan fékk Húsgögn eftir þínum þörfum hornsófar stakir sófar stólar hvíldarstólar svefnsófar veggeiningar borðstofuhúsgögn og fl. húsgögn Höfðatúni 12 105 Reykjavlk Sími 552 5757 www.serhusgogn.is [ AFMÆLI 1 Heldur veislu eftir tíu ár Þorgils Ottar Mathiesen viðskiptafræðingur er fertugur í dag. Þorgils, sem var meðal fremstu handknattleiksmanna þjóðarinnar um árabil, fór út úr bænum með Qölskyldunni í gær. ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN Framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka. Hann er að hætta í bæjarráði Hafnarfjarðar eftir tólf ár sem bæjarfulltrúi. Eg ætla að láta mig hverfa um helgina," segir Þorgils Óttar Mathiesen. Hann og konan hans, Berta Gerður Guðmundsdóttir, og börnin tvö, Sigrún sex ára og Einar fjögurra ára, fóru út úr bænum í gær. „Það er ágætt að fara í svona góðu veðri,“ segir Þorgils. Hann er ekki mikið fyrir að halda afmælisveislur. Engin veisla var haldin á þrítugsaf- mælinu og engin er áætluð nú í ár. Þess vegna mætti halda að vini og vandamenn væri farið að lengja eftir almennilegri hátíð. „Þessu verður maður að fá að ráða sjálfur. Ætli það vei’ði ekki haldin góð veisla á fimmtugsaf- mælinu." Þorgils er framkvæmdastjóri reikningshalds, bakvinnslu og reksturs íslandsbanka. Árið 1987 hóf hann störf hjá Iðnaðarbank- anum, sem sameinaðist í íslands- banka árið 1990. Árið 2000 sam- einaðist íslandsbanki FBA. Þor- gils hefur því í raun starfað á sama stað í 15 ár. „Ég er svolítið íhaldssamur. En þetta er skemmtilegur vinnustaður. Það er mikið að gera og gengur vel.“ Upp á síðkastið hefur Þorgils einnig kennt EVA-greiningu í Endurmenntun Háskóla íslands. Það er aðferð við mat á árangri fyrirtækis, sem íslandsbanki hefur tileinkað sér. Það hlýtur því að liggja beint við að Þorgils er fær með tölur. „Ég vona það. Ég tel mig vera það. Það er eitt af mínum ábyrgðarsviðum að sjá tií þess að tölurnar séu réttar," segir hann. í stjórnmálum stendur Þor- gils á tímamótum. Síðustu tólf ár hefur hann verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fjögur ár varafull- trúi og átta ár aðalfulltrúi. Á þriðjudaginn sat hann hins vegar síðasta bæjarráðsfund sinn, að minnsta kosti í bili. „Það var ánægjulegt að starfa í bæjai’mál- um Hafnarfjarðar. Þetta er orðið nóg í bili. Ég er ennþá ungur og því aldrei að vita nema ég snúi aftur." halldor@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.