Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 17. maí 2002 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ HEYFENGUR OG UPPSKERA ÁRIN 1990 OG 2000:* 1990 HEYFENGUR ALIS (m3) 2000 3.256.405 2.363.342 Kartöflur (tonn) 14.893 9.843 Rófur (tonn) 808 795 Korn (tonn) - .041 Tómatar (tonn) 495 931 Agúrkur (tonn) 534 831 *Upplýsingar af vef Hagstofu ísiands. GAMLA BÓKSAFNIÐ Ætlunin er að selja gamla bókasafnshúsið undir (búðarhúsnæði. Gamla bókasafnshúsið í Hafnarfirði: Breytt í íbúðar- húsnæði hafnarfjörður Bæjarráð Hafnar- fjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að heimila bæjarstjóra að auglýsa húseignina við Mjósund 12 til sölu undir íbúðarhúsnæði. Bókasafn Hafnarfjarðar var til húsa við Mjósund 12. Bæjarráð samþykkti einnig að 25 milljónir af söluandvirði hússins fari til kaupa á húsbúnaði fyrir Víðistaðaskóla. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar létu bóka að það væri með öllu óraunhæft að selja gamla bóka- safnshúsið að óundirbúnu máli og vilja frekar nýta húsið undir lista- og menningarstarfsemi. ■ Ný Evrópureglugerð í smíðum: Hefiir áhrif á7000 fyrirtæki evrópureglur Á þingi Evrópusam- bandsins er til meðferðar regiu- gerð um lögleiðingu reiknings- skilastaðla IAS (International Accounting Standards). Gerir hún ráð fyrir að öll skráð félög á al- mennum verðbréfamarkaði verði að semja samstæðureikninga í samræmi við staðlana. í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að reglugerðin hefði bein áhrif á um 7000 skráð fyrirtæki innan ESB. í dag eru tæp 300 sem færa bókhald sitt samkvæmt stöðlunum. Um það bil 25 fyrir- tæki skráð á Verðbréfaþingi ís- lands gera samstæðureikninga. ■ 1 EFNAHAGSMÁL | Ríkisbókhald heitir nú Fjár- sýsla Ríkisins samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á Álþingi í byrjun maímánaðar. Innan Fjársýslunnar verða því starfrækt 7 svið í stað þeirra 6 sem voru undir Ríkisbókhaldi. I^Vefriti fjármálaráðuneytisins er greint frá því að ræddar séu leiðir til að draga úr skattahindr- unum innan ESB. Ólíkar skatta- reglur hafi slæm áhrif á virkni innri markaðarins. Helst er horft til að fyrirtæki verði skattlögð þar sem höfuðstöðvar þess eru, eða á sameiginlegum skattgrunni. Lögregla hættir rannsókn vegna birtingar upptaka úr flugturni: Flugumferðarstjórar íhuga kæru til Ríkissaksóknara lögreglumál Lögreglan í Reykja- vík hefur hætt rannsókn á til- drögum þess að feður tveggja fórnarlamba Skerjafjarðarslyss- ins fengu að hlusta á upptökur af samskiptum flugturns og flug- véla kvöldið sem slysið varð. Félag íslenskra flugumferðar- stjóra kærði það að Flugmála- stjórn leyfði feðrunum að hlusta á upptökurnar. Feðurnir fengu einnig að skoða radargögn. Flugumferðarstjórar vildu einnig að rannsakað yrði hvernig FLUGTURNINN i REYKJAVÍK Faðir eins fórnarlambs vill hlýða aftur á upptökur. Því hefur ekki verið svarað. útskriftir af upptökunum komust í hendur fjölmiðla. Loftur Jóhannsson, formaður félags flugumferðarstjóranna, segir þá ósátta. Verið sé að mis- nota upptökurnar. Honum sýnist eini möguleikinn nú felast í kæru til Ríkissakskóknara. í ljósi þessarar niðurstöðu lög- reglunnar hefur annar feðranna óskað eftir því, fyrir sína hönd og fleiri, að fá að hlýða aftur á upp- tökurnar og skoða radargögnin. Hann biður um víðtækari aðgang en áður var veittur. Loftur segir ólíklegt að Flugmálastjórn leyfi það. ■ nr mein Sedlabankinn tilkynnti um vaxtalækkun í gær. Á næstu mánuðum er gert ráð fyrir að vextir lækki enn frekar. Bankar og sparisjóðir eiga að lækka vexti sína enn frekar segir framkvæmdastjóri ASI. vaxtamál Bankastjórn Seðlabank- ans tók í gær ákvörðun um að lækka vexti um hálft prósentustig frá og með þriðjudegi í næstu viku. Þetta er önnur vaxtalækkun ^ Seðlabankans á „ tæpum tveimur Segir Gylfi að mánuðum upp á standi upp a samtais i;3 prð- viðskipta- sentustig. Alls hafa banka og vextir lækkað um sparisjóði að 2,1 prósentustig frá skila þessari þvl' f nóvember á lækkun til við- síðasta ári. Útlit er skiptavina fyrir að vextir eigi sinna. eftir að lækka enn —♦— frekar eftir því sem líður á árið. Forsenda fyrir því er að verðbólgan haldist niðri líkt og verðbólguspár gera ráð fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands íslands segir vaxtalækkunina til marks um að komin sé meiri ró á verðlagsbreytingar. „Þetta er áfangi á för til þess að vaxtastigið hér á landi verði samkeppnishæf- ara við nágrannalönd okkar.“ Á næstu fjórum mánuðum ættu stýrivextir að geta lækkað niður í fimm til sex prósent. Nú segir Gylfi að standi upp á viðskipta- banka og sparisjóði að skila þess- ari lækkun til viðskiptavina sinna. Þeir ættu raunar að ganga skref- inu lengra en Seðlabankinn enda hafi afkoma þeirra sýnt að þeir væru fyllilega aflögufærir að lækka vexti sína um fram vaxta- lækkun Seðlabankans. „Þessi vaxtalækkun Seðla- bankans núna er í samræmi við það sem ég hef talið að mætti bú- ast við,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Ari segist hafa trú á að framhaldið sýni að verðstöðug- leiki hafi náðst. Slíkt leiði til þess að forsenda sé fyrir frekari vaxta- lækkanir á árinu. Aðspurður hversu mikið hann sjái fyrir sér að vextir lækki lækkað um tvö prósentustig það sem eftir er af árinu. Bankastjórnir íslandsbanka og SEÐLABANKINN Seðlabankinn hefur lækkað vexti sina um 2,1 prósentustig frá þvi I nóvember á síðasta ári. Landsbanka brugðust við vaxta- lækkun Seðlabankans í gær með því að tilkynna að bankarnir myndu lækka vexti til samræmis við lækkun Seðlabankans. brynjolfur@frettabladid.is . :.ú Samkeppnisstofnun fylgist með þróun grænmetisverðs arangn GRÆNMETISVERÐ Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í febrúar hafa, samkvæmt verðkönnunum Sam- keppnisstofnunar, skilað sér í verðlækkunum á grænmeti og ávöxtum. íslenskar agúrkur hafa lækkað mest, einnig blómkál, spergilkál, ísbergssallat, kínakál, blaðlaukur, sellerí og paprikur. Meðalverð á íslenskum tómötum var nær óbreytt frá því í febrúar þegar könnun var gerð en kíló- verð á þeim hefur farið lækk- andi. Þá hefur meðalverð á flest- um ávaxtategundum lækkað, mest á bláberjum, vínberjum og jarðarberjum. Samkeppnisstofnun hefur gert reglulegar verðkannanir til að fylgjast með verði á grænmeti og ávöxtum síðan tollar voru lagðir niður. Fyrsta könnunin var gerð TOLLALAUST GRÆNMETI Meðalverð á íslenskum tómötum vaf nær óbreytt frá því í febrúar þegar könnunin var gerð en kílóverð á þeim hefur farið lækkandi síðan. fyrir afnám tolla í 12 matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Meðalverð úr þeirri könnun hefur verið notað til samanburð- ar á verðþróun á þessum mark- aði. Þess ber þó að geta að verð á grænmeti og ávöxtum er sveiflu- kennt og ræðst af verði á erlend- um mörkuðum, uppskeru og árs- tíma. ■ Særði blygðunarkennd stúlkna: Fór úr sundskýlu í heitum potti hæstiréttur Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til að greiða 60 þús- und krónur í sekt ellegar sæta 14 daga fangelsi fyrir að hafa sært blygðunarsemi þriggja ellefu ára stúlkna í Sundhöll Reykjavíkur haustið 2000. Maðurinn girti niður sundskýlu sína í heitum potti fyrir framan stúlkurnar og handlék lim sinn. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 19. nóvember 2001. ■ Tillaga að nýrri sundlaug í Hafnarfirði: 50 metra innilaug sundlaug Nefnd á vegum Hafnar- fjarðarbæjar hefur lagt fram til- lögu til bæjarstjórnar að nýrri yf- irbyggðri 50 metra sundlaug vest- an íþróttamiðstöðvar Hauka að Ásvöllum. Sundlaugin er hugsuð til æfinga og keppni, til skóla- sundskennslu og með aðstöðu fyr- ir almenning. Samkvæmt tillög- unni er mannvirkið í heild tíu til tólf þúsund fermetrar og verður sundlaugin samkvæmt stöðlum alþjóða sundsambandsins. Tillag- an gerir ráð fyrir heitum pottum, sólbaðsaðstöðu, gufuböðum og vatnsleiktækjum. ■ ' ■ — Bessastaðahreppur: Skatttekjur aukast sveitarfélag Skatttekjur Bessa- staðahrepps jukust um tæp 33 prósent milli áranna 2000 og 2001. Afgangur sveitarfélagsins eftir almenn rekstrargjöld var 85,6 milljónir króna. Það er um 80 pró- sent betri afkoma en árið 2000. Heildarskuldir jukust um 150 prósent milli áranna 1999 og 2000 en uxu lítið síðasta árið. í lok árs skuldaði Bessastaðahreppur tæp- ar 602 milljónir. Það eru 346 þús- und krónur á hvern íbúa hrepps- ins. Árið 2000 voru skuldir á hvern íbúa 379 þúsund krónur. ■ STUTT Háttsettur bandarískur erind- reki segir að írakar séu al- varlega að íhuga að hleypa vopna- eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð- anna aftur inn í landið eftir þrigg- ja ára bann þess efnis. Bændur á Sikileyju á Ítalíu höfðu uppi mótmæli í þónokkrum bæjum í gær þar sem þeir kröfðust þess að stjórnvöld í landinu aðstoðuðu þá vegna vatns- skorts sem verið hefur á eyjunni. í mótmælaskyni voru dráttarvélar og kýr notaðar til að setja upp vegartálma. Ríkisstjórn Svíþjóðar sagðist í gær ætla að staðfesta Kyoto- loftslagssáttmálann um losun gróðurhúsalofttegunda og jafn- framt halda áfram að reyna að fá bandarísk stjórnvöld til að stað- festa sáttmálann. Sænska þingið samþykkti staðfestingu sáttmál- ans þann 6. mars síðastliðinn. Bruni varð í bílskúr á Gufunes- vegi skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík gekk vel að slökkva eldinn, sem talið er að hafi komið upp af völdum sígarettuglóðar. Engan sakaði í eldinum. Bílvelta varð á Miðnesheiði um eittleytið í fyrrinótt. Engin slys urðu á fólki. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík missti ökumað- ur stjórn á bílnum. Ekki er talið að hraðakstur hafi valdið slysinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.