Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ 17. maí 2002 FÖSTUDACUR GJAFADAGAR í KRINGLUNNI 16. - 18. MAÍ Nokia 3310 13.990kr. með Kjarnaáskrift Léttkaup 1.295 kr. á mánuði Heildarverð 15.540 kr. Frftt stofngjald! Þú hringir f rítt í 4 með GSM Kjarnaáskrift Verslun Kringlunni Islandssfmi islandssimi.is Undankeppni HM kvenna í knattspyrnu: Leikið gegn Rússum á morgun knattspyrna Á morgun fer fram í Rússlandi leikur íslands og Rúss- lands í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst STAÐAN í RIÐLINUM : LIÐ LEIKIR STIG Rússland 4 7 Ítalía 4 6 Spánn 5 6 fsland 3 4 klukkan 11 og virðist sem ísland geti stillt upp sínum sterkustu leikmönnum. Rússland er í efsta sæti í riðlinum og er liðið mjög sterkt. íslenska liðið náði góðum leik gegn Rússum í fyrri leiknum á KR-velli síðasta sumar og skildu liðin jöfn 1-1. Efsta liðið í riðlinum kemst beint í úrslitakeppni HM 2003 en liðið í öðru sæti fer í um- spil um þáttöku þar. Neðsta liðið fer í umspil um fall í næsta styrk- leikaflokk fyrir neðan. ísland er í ágætri stöðu þegar liðið hefur lok- ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Þær íslensku fögnuðu 2-0 sigri gegn þeím ítölsku í haust. Þá var sett áhorfendamet á kvennaleik. ið helmingi leikja sinna, með ein- um sigri, einu jafntefli og einu tapi. Island leikur við Spán á Kópavogsvelli 30. maí og Ítalíu úti 8. júní. ■ Hefur áhyggjur af að vera spáð sigri Dagbjartur Einarsson er einn helsti stuðningsmaður Grindavíkurliðsins í knattspyrnu og segist þrátt fyrir allt trúa spánni undir niðri. fótbolti Grindvíkingum var spáð sigri í Símadeild karla og kom það mörgum á óvart. Dagbjartur Ein- arsson fyrrverandi útgerðarmað- ur í Grindavík er einn þeirra. „Þessi spá fer ekkert vel í mig. Þótt undir niðri trúi ég þessu auð- vitað. Ég held bara að það sé hætta á að strákarnir slævist við þetta og það verður aukin pressa á þeim. Þess vegna hef ég áhyggj- ur af þessu.“ Dagbjartur hefur engar skýr- ingar á reiðum höndum um ástæð- ur þessarar spár. Þó að sjö leik- menn séu farnir frá félaginu og aðeins þrír hafi komið í staðinn, þá er ákveðinn kjarni sem hefur spilað saman lengi, sem verður áfram í sumar. „Ólafur Bjarnason og Siniza Kekic sem er stórhættu- legur í framlínunni og Grétar Hjartarson er eldsnöggur. Svo er Scott Ramsey kominn í fínt form því hann var hér í vetur í stað þess að fara heim eins og hann hefur gert. Ég held að það spili líka inn í að Bjarni Jóhannsson er FÖCNUÐUR HJÁ GRINDVIKINCUM Grindvíkingar hafa næga ástæðu til að fagna í sumar ef spáin gengur eftir. farinn að þjálfa hér og ég sagði það líka við mína menn. Hann er viðurkenndur þjálfari og við vit- um að það er svo ótrúlegt hvað sálfræðin spilar stórt hlutverk. Maður getur séð það til dæmis í Englandi hvað allt snýst við þegar búið er að reka eða ráða þjálfara. Alveg sami mannskapur í liðinu en það er eins og allt breytist. Það er hugarfarið; það ekki nóg að sparka bara boltanum, höfuðið verður að vera með,“ segir Dag- bjartur. Hann segir menn í bæn- um almennt ekki ánægða með spádóminn. „Þú veist nú hvernig þetta var með KR-ingana árum saman, það var nú ákveðin sorgar- saga. Nú eigum við einmitt að byrja mótið hjá þeim.“ DAGBJARTUR EINARSSON Dagbjartur hefur fylgt Grindavíkurliðinu í gegnum tíðina og hér var hann mættur á KR-völlinn. Dagbjartur viðurkennir þó að það geti líka verið kostir við þenn- an spádóm, því hann gæti gert það að verkum að fleiri kæmu á völl- inn og stuðningurinn við liðið því aukist, ásamt því að fjárhagurinn vænkast. „Já, peningarnir skipta nú ekkert neinu smá máli í þessu, því rniður," sagði Dagbjartur, sem hefur hætt störfum sem forstjóri Fiskaness og snúið sér að öðru: „Nú var ég að koma úr fjárhúsun- um því það stendur yfir sauðburð- ur og er að fara út í kálgarð að setja niður kartöflur." bryndis@frettabladid.is Islandsmót karla í knattspymu: Símadeildin hefst á mánudag fótbolti Nú fer að líða að þeirri stund sem flestir knattspyrnuá- hugamenn bíða eftir í ofvæni í átta mánuði á ári, en það er upp- haf íslandsmótsins í fótbolta. Fyrsta umferðin fer fram á mánudag, annan í hvítasunnu, og hefjast allir leikirnir klukkan 17.00, nema FH og Fylkir í Kaplakrika, sem hefst klukkan 19.15. Grindavíkurliðið, sem var á dögunum spáð sigri í deildinni, leikur úti gegn KR. Einn leikur fer fram á Akureyri, þegar nýlið- arnir í deildinni KA taka á móti ÍBV. Verður hann að sögn leikinn á grasi, þrátt fyrir kuldakastið og snjókomuna sem reið yfir hluta landsins fyrir stuttu. Keflavík, sem var spáð falli tekur á móti Fram og bikarmeistarar Akra- ness á móti Þór, sem spáð var neðsta sætinu. Þórsarar eru ný- liðar í deildinni eins og hitt Akur- eyrarliðið, þeir unnu sem kunn- ugt er 1. deildina í fyrra eftir að hafa komist upp úr 2. deild árið áður. ■ FJÖLMENNT Á VÖLLINN islenskir knattspyrnuáhugamenn geta loksins farið á völlinn eftir langan vetur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.